Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 10
10. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. ágúst 1972 Pálmi I.oftsson fyrsti forstjóri 1 andhelgisgæ/.lunnar. Kinar M. Kinarsson, skiphcrra Islendingar yfirtaka landhelgisgæzluna Áriö 1913 var stofnaður landhelgissjóður sam- kvæmt sérstökum lögum. Sú breyting varð á með lög- um þessum, að nú skyldu allar sektir fyrir land- helgisbrot renna i þennan sjóð í stað lanssjóðsins svo sem áður hafði verið. 1924 var samþykkt að miða landhelgissektir við gullkrónur. Eftir þessu er lágmarkssekt ákveðin 10 þúsund gullkrónur fyrir fyrsta brot, en það svaraði til 74 þúsunda isl. kr.. Fyrir ítrekuð landhelgisbrot gat sektin oröið 20 þús. gull- krónur. fjárhagsörðugleikar að rekstrin- um, svo að það varð að ráði að rikið keypti Þór, en þó með þeim skilmálum að hann væri árlega 3—4 mánuöi við Eyjar. Hikið tók við varðskipinu Þór 1. júli 1926 og má segja að það sé stofndagur landhelgisgæzlunnar. Skipherra á Þór var þá Friðrik V. ölafsson og 1. stýrimaður Eirikur Kristófers- son. Jóhann P. Jónsson, sem verið hafði 1. stýrimaður á Þór i byrjun, fór nú utan til Danmerkur að sækja nýtt varðskip, Óðinn. Öðinn kom til landsins 1926. siðan kom Ægir 1929. Skipherra á Ægi varð Einar R. Einarsson. 1929 strandaði elzti Þór og var þá keypt til landsins skip sem hlaut einnig nafnið Þór. 1930 þegar Skipaútgerð rikisins er stofnuð er landhelgisgæzlan lögð undir hana. 1952 var þessu breytt og landhelgisgæzlan fékk sérstaka stjórn og hefur verið svo siðan. Varðskipið Ægir Jóhann P. .lónsson, skipherra Taiið er að Vestmannaeyingar hafi verið sporgöngumenn þess að íslendingar tóku landhelgis- gæzluna i sinar hendur. Á þing- málafundi i Eyjum 1914 var sam- þykkt áskorun til alþingis um að veita ákveðna fjárhæö til eftirlits- skips við Vestmannaeyjar. Undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar var siðan haldinn i Eyjum stofn- fundur Björgunarfélags Vest- mannaeyja. Þetta félag keypti árið 1919 danska hafrannsóknar- skipið Thor og kom það til Eyja i fyrsta sinn 26. marz 1920. Yfir- menn þessa skips urðu allir kunnir menn i landhelgisgæzlunni siðar. Þór var siðan við eftirlit með bátaflota Vestmannaeyja næstu árin. En brátt steðjuðu Kriðrik V. Ólafsson. skipherra Varðskipið Þór kemur til Vestmannaeyja. Lög um vísindalega verndun fiski- miða og dómur í Haag Noregi í vil íslendingar ræddu mikið um nauðsyn á útfærslu landhelginnar, en samningurinn frá 1901, sem áður er um getið i þessum þáttum, var hindrun í veginum. islendingar lögðu jafnan þunga áherzlu á fiskiverndina, og unnu islenzkir visindamenn mjög að rannsóknum í þessu skyni. Ber þar fyrst að nefna til Bjarna Sæmundsson náttúru- fræðing, sem árum saman var á fiskiskipum við rannsóknir, og lét hann eftir sig mörg markverð rit um rannsóknir sínar og niðurstöður. Þá ber að nefna til í hóp visinda- manna þann merka fiski- fræðing Árna Friðriksson. Eftir styrjaldarlokin komst Dr. Bjarni Sæmundsson. skriður á landhelgismálið, og fram til 1950 voru gerðar ýmsar athuganir i sambandi við afstöðu annarra þjóða. Árið 1948 voru sett lög um visindalega verndun fiski- Dr. Arni Friðriksson miðanna á landgrunninu. Voru þau lög upphaf annarra reglna, og á grundvelli þeirra voru sett siðari lög um útfærslu land- helginnar i 4, 12 og nú siðast 50 milur. Um þetta leyti —1950 — áttu Norðmenn i deilu við Breta vegna útfærslu landhelginnar við Noreg, sem Bretar höfðu mótmælt kröftulega. Var þessari deilu skotið til alþjóðadómstólsins i Haag. Niðurstaða aiþjóðadómstólsins varð þessi: 1. Með 10 atkvæðum gegn 2 samþykkti dómstóllinn, að hin konunglega tilskipun Norðmanna frá 12. júli 1935 um fjögurra milna landhelgi frá yztu nesjum væri i engu ósamræmi við alþjóðalög og rétt. Fulltrúar Breta og Kana- damanna greiddu atkvæði á móti. 2. Með 8 atkvæðum gegn 4 sam- þykkti landhelgisdómstóllinn, að allar landhelgisákvarðanir, sem Norðmenn hefðu gert siðar og miðað við tiiskipunina frá 1935, væru i fullu samræmi við alþjóða- rétt. Þessi dómur var upp kveðinn 18. desember 1951. Lögin um visinda- lega verndun fiskimiðanna voru sett 5. april 1948, og voru aðal- ákvæði þeirra á þessa leið, skv. 1. grein: „Sjávarútvegsmálaráðuneytið skal með reglugerð ákveða tak- mörk verndarsvæða við strendur landsins innan endimarka land- grunnsins, þar sem allar veiðar skuli háðar islenzkum reglum og eftirliti, enda verði friðun á land- grunninu á engan hátt rýrð frá þvi, sem verið hefur. Ráðuneytið skal einnig ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðunum á ofan- greindum svæðum. Ráðstafanir þessar skulu gerðar að fengnum tillögum Fiskifélags Islands og Atvinnudeildar Háskóla tslands. Reglugerðin skal endurskiðuð eftir þvi, sem visindalegar rann- sóknir gefa tilefni til”. Samkvæmt þessum lögum var hinn 22. april 1950 gefin út reglu- gerð um stækkun verndarsvæðis fyrir Norðurlandi, en i framhaldi þess kom reglugerðin, sem gefin var út 19. marz 1952.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.