Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 2
2.S1ÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 20. ágúst 1972 B U Ð I N -----t KLAPPARSTiG 26, DUAL STEREO SAMSTÆÐUR á viðráðanlegu verði fyrir fólk á öllum aldri. Verð frá kr. 21.000,00 SlMI 19800, RVK. OG BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI 21630 ULTIMA KJðRtARUI Gluggatjaldadeild ^ * Utsala — Utsala 20-50% afsláttur hefst á morgun mánudag Kjólajersey tvibreitt kr. 399.00 Sumarkjólaefni kr. 199.00 Ullareíni tvibreið kr. 399.00 Samkvæmiskjólaefni kr. 299.00 Pr jónasilki tvibreið kr. 299.00 Ullarkápuefni kr. 399,00 Kápupoplin 160 cm. kr. 399.00 ALLT AD 75% AFSLATTUR Geri aðrir betur King Crimson: Earthbound 1 vor sem leiö fór hin þekkta brezka framúrstefnuhljómsveit King Grimson i hljómleikaför um Bandarikin. Robert Fripp er nú sá eini sem eftirer af hinni upprunalegu King Crimson, en með honum i förinni voru Mel Collins, saxofón og mellótrón, Boz, söngvari og bassaleikari, og Ian Wallace, trommur. Fripp leikur á gitar og semur tónlist. Eftir hljómleikaförina leystist hljómsveitin upp, Fripp hélt til Englands en hinir urðu eft- ir vestra. Ástæðan fyrir hinum tiðu mannaskiptum hjá Crimson er vafalitið einræðiskennd Fripps. Maðurinn er vafalitið frábær tónlistarmaður og virðist vita af þvi. En sem sagt, hér er kominn hluti tónlistarlegs afrakstrar hljómleikahaldsins á plötu. Tónlistin var öll tekin upp á kassettu, enda eru gæðin eftir þvi, vægast sagt litil. Hingað til hefur stefnan hjá Fripp og félögum ávallt verið sú að vanda sem mest til plötuútgáfu sinnar, en nú er tekin þveröfug stefna. Til dæmis er litið lagt i umbúðir um plötuna. Platan er siðan seld á lægra verði en tiðkast, vafalitið til að hleypa fjöri i söluna. Svo vikið sé aö tónlistinm þá eru tvö gömul lög á plötunni og þrjú ný. Hið stórkostlega 21st century shizoid man er algjörlega misheppnað i þessari útgáfu, veldur mestu um léleg upptaka og slæmur söngur. Einnig virðist Wallace standa Giles langt að baki sem trommari, en hin frábæra frammistaða Giles viö stúdióupptöku lagsins forðum daga jók stórlega á gildi þess. Sailors tale kemur öllu skár út, þótt það nái hvergi stúdióupptök- unni að gæðum. Raunar hefur aðal KC alltaf verið hin frábæra stúdíðvinna þeirra; sem stúdió- hljómsveit eru þeir i allra fremstu röð. Nýju lögin bera það með sér, að hljómsveitin er ,,á leið til jarð ar”, dulúð fyrri tima er horfin, eftir er gróf sterklega djössuð tónlist. Þessi djasskennda tónlist er töluvert i ætt við þann djass sem Miles Davis leikur, nema hvað hér er saxófónninn i önd- vegi, hjá Davis trompetið. Nýju textarnir eru ekki upp á marga fiska, enda Sinfield hættur að starfa meö hljómsveitinni (Sinfield vinnur nú að einleiks- plötu ásamt Mel Collins og Giles). Saxófónleikur Collins bjargar þvi sem bjargað verður á þessari plötu, frammistaða hans er góð. Fripp sýnir hins vegar litil tilþrif með gitarnum og Wallace er verulega leiðinlegur trommu- leikari, þótt hann sé all-fær. Söngur Boz er tyrir neðan allar hellur. Fripp ætlar að leika með gamla manninum Alexis Korner eitt- hvert skeið; vonandi vandar hann gitarleikinn betur þá. King Crimson aðdáendur eru beðnir um að forðast „Earthbound” eins og heitan eld- inn. Procol Harum Live Þann 18. nóvember árið 1971 fóru fram tónleikar i kanadisku borginni Edmonton þar sem Procol Harum lék með sinfóniu- hljómsveit staðarins og De Camerkórnum. Þessir tónieikar voru hljóðritaðir og gefnir út á plötu. Það vekur athygli áheyrenda, að Harum taka einungis fyrir gömul lög á þessum miklu hljóm- leikum. Þannig er byrjað á laginu Conquistador frá árinu 1967. Gonquistador er reyndar mjög gott lag og fer vel i sinfóniskri út- gáfu. Whaling stories fylgir i kjöl farið, langt verk og töfrandi, upp- runalega á plötunni Home. Uppbygging þess er með ein- dæmum snjöli og samræmist mjög vel þeirri togstreitu hugans sem lýst er i textanum. Næstu lög, A salty dog (af samnefndri plötu) og All this & more, eru fremur litið spennandi. Siðari hluti tónleikanna er algjörlega undirlagður löngu tón- verki, In held t’was I. Þvi er skipt niðrf fimm tiltölulega ósamstæða kafla sem hver um sig gæti staðið sem sérstakt lag. Fyrsti kaflinn heitir Glimpses of Nirvana og byggist að mestu á upplestri ljóðs eftir Keith Reid, hinn ágæta textasmið hljómsveit- arinnar. Pianósólo tengir þennan hluta við þann næsta, Teatime in the circus. 1 þessum kafla rikir kátina og sirkusstemning sem þó ristir ekki djúpt, angurværðin er skammt undan eins og alltaf þeg- ar Procol Harum eiga i hlut. In the autumn of my madness hefst á upplausn sirkusstemningar- innar með þrumum og eldingum, haustveðrahljóðum. Þessi kafli fellur eðlilega að þeim fjórða, I know if I’ve been wiser þung lyndi og angurværð svifa yfir vötnum f báðum lagstúfunum. Tónverkinu og jafnframt plötunni lýkur á Grande Finale þar sem pianóið er i öndvegi og tónlistin minnir á kirkjutónlist 18. aldar. t heild er þetta ákaflega góð plata, tónlist Procol Harum hæfir mjög vel sinfóniskur undirleikur. Ekki skal lagður dómur á frammistöðu Edmontonsinfóniu- hljómsveitarinnar, en smæð hennar (54 hljóðfæraleikarar) kemur i veg fyrir að hún beri Procol Harum ofurliði. Raunar kemur hún aðallega við sögu sem veitandi meiri fyllingar i tónlist- ina, ekki eins og i tónverki Jon Lord þar sem rokkhljómsveitin og sinfónian koma fram sem and- stæður, tónverkið er byggt kringum þessa spennu. Liðsmenn Harum koma ágæt- lega frá plötunni, fyrirliðinn Gary Brooker virðist vera ágætur pianóleikari og skemmtilegur söngvari. Einnig vekur vandaður gitarleikur athygli. Það sem helzt er hægt að finna tónlist Procol Harum til foráttu er hve einhæf hún vill verða, mörg lögin virðast næstum aiveg eins. Samt er enginn vafi á þvi, að þeir eiga sér fáar hliðstæður i pop- heiminum og skipa fremstu röð. Að lokum fáein orð um texta- smiðar Keith Reid ; Hann er ákaf- lega akademiskt skáld, ekki óá- þekkur skáldum á borð við Robert Lowell. Hann er mjög upptekinn af persónulegum vandamálum; einstaklingshyggja og borgaralegur lifsleiði i hverju orði. RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á Islandi i 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN \XELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavlk. Símar 10117 og 18742. MAKKAÐURINTN, Aðalstrœti 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.