Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Sunnudagur lO.september — 37. árg. —203. tbl. Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KROM Noregur -Efna- hagsbandalagið: Hreinn meiri- hluti kominn gegn aðild örlög Efnahagsbandalags- málsins i Noregi virðast ráðin, þvi að nú er hreinn meirihluti kjósenda orðinn andsnúinn aðild. Hinir óákveðnu eru sem óðast að leggjast á sveif með andstæðingum EBE, að þvi er skoðanakannanir sýna. OSLO 9/9 — Dagbladet i Osló birtir i dag niðurstöður úr skiðanakönnun FAKTA um Efnahagsbandalagsmálið. Spurningin sem að þessu sinni var lögð fyrir úrtak kjósenda var eins hlutlaus og auðið var: Á Noregur að yðar áliti að gerast aðili að sameinaðri Evrópu, það er EBE? 51% hinna spurðu svöruðu neit- andi, 34% sögðu já, en 15% sögðust ekki vita það. Þetta er i fyrsta sinn sem hreinn meiri- hluti kemur fram i skéðand könnun gegn inngöngu i Efna hagsbandalagið, en andstaðan gegn þvi hefur farið vaxandi frá mánuði til mánaðar. Nú er réttur hálfur mánuður til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið i Noregi. Jón boli breytist í Jón sterka Ráku 3 veiðiþjófa úr landhelgi Varðskip kom að þremur brezkum togurum að veið- um innan fiskveiði- markanna norðvestur af Straumnesi i fyrrakvöld. Hifðu tveir þeirra þegar upp vörpuna og höfðu sig á brott. Einn þeirra Wyre Conqueror FO 187 þrjózkaðist við að hifa upp vörpuna, og lenti í orða- hnippingum milli hinna brezku togarasjómanna og varöskipsmanna, en þar kom að togarinn hafði sig á burt. Togaraskipstjórinn á Wyre Conqueror hafði samband við Míröndumenn og skýrði þeim svo frá, að varðskips- menn hefðu reynt að fara um borð í togarann, sagði Hafsteinn Hafsteinsson við Þjóðviljann í gærmorgun. Hefðu togaramenn afstýrf því og Jón boli breytzt þar í Jón sterka. Rétt er að taka það fram, að varðskips- menn reyndu ekki að fara um borð í togarann. Var það hugarburður togara- skipstjórans brezka. Athygli hefur vakið, hvað brezkum togurum hefur fækkað hér við land siðan fiskveiði- mörkin voru færð út 1. septem- Hér er nafnlaus togari brezkur að toga 30 milur fyrir innan landhelgina fyrir vestan. Ljósmyndari Þjóðviljans tók þessa mynd á m.s. Sigurvon á do logunum. ber. Hefur þeim fækkað úr 65 i 38 samkvæmt talningu Landhelgis- gæzlunnar i fyrradag. Hafsteinn Hafsteinsson skýrði blaðinu svo frá i gær, að ekki hefði tekizt að telja fiskiskip að veiðum út af Norðausturlandi vegna þoku. Er ekki óliklegt, að Loftbardagar yfir Sýrlandi Saklausir borgarar og börn féllu i loftárásum ísraelsmanna á stöðvar skœruliða israelsmenn gerðu víð- tækar loftárásir á Sýrland og Líbanon á föstudaginn til að hefna fyrir íþrótta- menn sina í Munchen. Skotmörkin lágu í allt að 320 kílómetra fjarlægö hvert frá öðru. Á laugar- dagsmorgun kom til loft- bardaga milli ísraels- manna og Sýrlendinga, og fórust sennilega 5 flug- vélar. Sannað er að sak- lausar konur og börn fórust unnvörpum i loftárásum ísraelsmanna. Líbanska útvarpið lék sorgartónlist i gær. Egypzka blaðið al Ahram skrifaði, að viðsjár mundu aukast i alþjóða- málum ef ísraelsmenn hættu ekki árásum sínum á arabisk skotmörk. ísraels- menn hefðu Múnchen- morðin að yfirvarpi til að ganga lengra en nokkru sinni í ofsóknum sínum á hendur Aröbum. TEL AVIV.BEIRUT 9/9 — í morgun kom til bardaga i lofti Samið um Iðnó í gœr í gær undirrituðu forráðamenn Leikfélags Reykjavikur nýjan húsaleigusamning fyrir næsta leikár i Iðnó. Verða þannig fyrirhugaðar leiksýningar sýndar i Iðnó um helgina. milli sýrlenzkra og israelskra flugvéla yfir Golan-hæðum. Að sögn Israelsmanna voru 3 sýr- lenzkar flugvélar skotnar niður og sú fjórða löskuð alvarlega. Formælandi sýrlenzka hersins sagði, að 3 af flugvélum hans hefðu verið skotnar niður yfir sýrlenzku landi, en samtimis hefðu 2 israelskar vélar verið hæfðar og gerðar óvirkar. israelsmenn segja, að Sýrlend- ingar hafi gert árás á sig til hefnda fyrir loftárásir israelska flughersins á stöðvar skæruliöa i Sýrlandi óg Libanon á föstudag. Þetta er fyrsti loftbardaginn milli israelsmanna og Sýrlendinga siðan vopnahléið var gert haustið 1970. Siðasti alvarlegi bardaginn átti sér stað 26. júni 1970 þegar 4 sýr- lenzkar og 1 israelsk flugvél voru skotnar niður. Alls voru 66 manns drepnir og 40 særðir i loftárásum israelskra flugvéla á Libanon og Sýrland á föstudag, sagöi formælandi palestfnskra skæruliða i Beirut i dag. Hann kvað 12 hafa fallið i Bameh sem er i 6 kilómetra fjar- lægð frá Damaskus, 14 i Deraa nálægt landamærum Sýrlands og Jódaniu og 20 i suðvesturhluta Sýrlands. Hinir 20 hefðu fallið i árásunum á Libanon, 15 i þorpinu Rafid i Bekaadal og 5 i flótta- mannabúðunum Nahr al-Bared, skammt frá hinni miklu hafnar- borg Tripóli i norðurhluta Liban- ons. 10 manns heföu særzt i Rafid og 30 i Nahr al-Bared. Meðal dá- inria og særðra hefði verið mikið af konum og börnum. Heimildum ber ekki saman um tölu fallinna og særðra. frétt frá Rafid i Libanon segir að þar hafi 10 manns fallið og 15 særzt, en 6 hús eyðilagzt gjörsamlega. Margir hafa flúið þorpið eftir árásina. Eftirfarandi frásögn var höfð eftir ungum manni i Rafid: — Við erum á móti skæru- liðunum, en við lifum á ógnar- timum og undir sifelldum þrýst- ingi frá þeim. Ekki gátum við veitt þeim 300 skæruliðum mót- spyrnu sem héldu sig hérna i þorpinu. Eina hæðina i húsinu okkar urðum við að láta af hendi við skæruliðana. þvi þá vantaði geymslurými. Nú komu fsra- elskar flugvélar og slepptu sprengjum sinum á húsið. Kona mín og börnin átta liggja nú grafin undir rústunum. togarar hefðu þar verið á siglingu annaðhvort heimleiðis til Bret- lands eða á veiðisvæði út af Suð- austurlandi. Þar er brezku frei- gátunni Aróru ætlað að gæta veiðiþjófanna i hnapp að ólögleg- um veiðum innan linunnar. Hver aílasældin verður á slikum veið- um, er önnur saga Slysaalda Reykjavík Mikið annriki var hjá slökkviliöinu siöasta sólar- hring vcgna slysaflutninga á fólki. Fluttu þeir fólk úr tólf bilslysum á slysavarðstofuna hcr á Rcykjavikursvæðinu. i fyrrakvöld, óku piltur og stúlka út af veginum viö Hóls- brú, og steyptist billinn niður i grjóturöina þar fyrir ncðan. Mciddist stúlkan mikið. Ekki var Ijóst, hver ók bilnum. Kveiktu 1 gærmorgun var slökkviliðið kvatt á vettvang til þess að slökkva i heygalta suður i Skerja- firði. Höfðu krakkar kveikt i heyinu, og vitaskuld komu bilarn- ir of seint á vettvang. Stálu spón í fyrranótt var brotizt inn i J.P innréttingar i Skeifunni 7 og stolið þar spón að verðmæti 40 til 60 þúsund króna. Rannsóknarlög- reglan vinnur að málinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.