Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 2
2 StÐA — U.IÓÐVILJINN Sunnudagur 10. scptember 1!)72 Yinnuskór og kuldaskór fyrir karlmenn Litir: Gulbrúnt Millibrúiit Dökkbrúnt Verð kr. 755,00. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Hvers vegna er Skoda einn mest seldi bíllinn I97Z ! Því að, á sama Hma og aðrir sambærilegir bílar hafa hækkað um allt að 40%, hefur Skoda aðeins hækkað um rúmlega 15%. Þannig hefur okkur tekist að tryggja viðskiptavinum okkar stöðugra verðlag, ekki aðeins á bifreiðum heldur líka á varahlutum. Við viljum þess vegna vekja athygli á hinu hagstæða verði á Skoda í dag — sem við því miður getum ekki tryggt að haldist. KAUPIÐ ÞVl SKODA STRAX — TVlMÆLALAUST HAGKVÆMUSTU BlLAKAUPIN. 242.000- TÉKKNESKA BIFREIDAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SfMI 42600 KÚPAVOGI SÖLUUUBOD A AKUREYRI: SKODAVERKSTÆÐIÐ KALDBAKSG. 11 B SlUI 12520 Svar við áskorun í Bæjarpóstinum fi. þ.m. sendir Cecil líaraldsson. einn meólimur miónefndar samtaka herstöðva- andstæðinga. mér baráttukveðjur og tilefniö er greinarstúfur sem ég reit i Bæjarpóst Ujóðviljans 2. sept. s.l. undir fyrirsögninni: Er miðnefndin stóra enn i sumarfrii? Ég þakka Cecil kveðjurnar. en verð hins vegar að játa strax i upphafi að álit mitt á störfum miðnefndar hefur sizt batnað eftir lilskrif nefndarmannsins. enda svarar Cecil spurningu minni játandi.og kann ég vel að meta slika hreinskilni. Ég ætla mér hins vegar ekki að ryðjast inn á vettvang Bæjarpósts i annað sinn i þeim tilgangi að ..hefna harma minna" eftir skammaryrði Cecils. heldur til að itreka og leggja áherzlu á hve afrekaskrá miðnefndar er stutt. enda þótt la'kifaTÍn hafi verið mörg til að gera góða hluti. Er það meðfram gert i þeirri von og ósk að mið- nelnd leggi eyrun við og geri a.m.k. tilraun til að betrumbæta sig. þvi að vist er. að mörgum þykir timi til kominn. Uó get ég ekki stillt mig um að benda á. að það er ekki um neitt ..ákaflyndi" að ræða hjá mér þegar ég gagnrýni störf mið- nefndar. Eða hvers vegna skyldi Ctecil detta það i hug? Sann- leikurinn er einungis sá. að hér er um að r;eða dauflyndi og fram- taksleysi meðlima miðnelndar hvernig málum er nú komið. Vikjum nánar að þvi. Þú staðíestir. að Samtökin hafi gert fleira en að ..prenta ein- ingartáknið. selja mönnum það á 50 kr. og bjóða þeim siðan i göngutúr frá Haínaríirði til Reykjavikur". Og hvilikt afrek! Vissulega var haldinn útifundur, og var ég einn þátttakenda á þeim fundi, sem. eins og þú bendir réttilega á. sýndi styrk og fylgi þeirrar hugsýnar að erlendar herstöðvar yrðu lagðar niður. Það tókst strax i upphafi að magna upp kjarna i sterka hreyfingu. en sá kjarni varlátinn koða niður að ástæðulausu. Á þvi alvarlega glappaskoti ber mið- nefnd sök. Eða hvers vegna skyldi ekki hafa verið efnt til fleiri hópgangna og haldnir fleiri fjöldafundir. ef miðnefndar- mönnum var sú tegund aðgerðar svo mjög að skapi? Þvi er fljót- svarað frá minum bæjardyrum séð: framtaksleysi. Áfram heldur afrekaskráin. Gengið var á fund utanrikisráð- herra og honum afhent ávarp. Ekki veit ég svo gjörla hver vinnuelja 25-menninganna er, hvers fyrir sig. en grun hef ég um að það hafi verið létt verk og löðurmannlegt. hafi 50 hendur lagt hönd á plóginn i sameiningu! Cecil fræðir lesendur á þvi að miðnefnd hal'i haldið fundi viku- .lega fram i júni og lætur fylgja að þeir hafi allir verið opnir ,,og íundarmenn jafnir hvort sem þeir áttu sæti i miðnefnd eða ekki”. Ekki skal ég draga i efa þessi orð. en sá hængur er á, að ..opinn" fundur stendur tæplega undir nafni þegar svo litið er gert að kynna hann eins og raunin hefur orðið á með þessa vikulegu fundi nefndarinnar. Ég persónulega hefði reynt að sjá mér fært að mæta á þannig fund. en þvi miður var það fyrst við lestur greinar Cecils að ég vissi um fundi þessa. og er svo með fleiri. Er þvi áreiðanlega þörf á að kippa þessu atriði i liðinn. þegar miðnefnd hefur merkið að loft að nýju i haust. Án efa er það á rökum reist. að erfitt sé að halda úti starfi vegna félagslegrar deyfðar almennings. Það er einnig rétt að virkasti hopurinn og sá sem hvað mest gæti lagt af mörkum. er námsfólk. og þvi erfitt að sækja á þau mið. nú yfir sumarmánuðina. Ekki ætla ég miðnefnd herstöðvaand- stæðinga það ömurlega hlutskipti að vera málssvari þess. að um leið og fólk ha'tti námi. kasti það fyrirróða hugsjóninni um ..frjálst herstöðvalaust tsland". Það eru til þúsundir Islendinga um land allt. sem ekki eru námsmenn. en eru samt hernámsandstæðingar eða tilkippilegir til að játast undir ofangreinda hugsjón og réttmæti hennar. Þetta veit miðnefnd ósköp vel. og hún veit einnig. aö það var einmitt til þessa fólks sem hún átti að höfða nú i sumar. Að halda öðru fram er ámátlegt yfirklór sem sizt er mönnum sæmandi. Þá er það einnig skoðun min. að það var á valdi mið- nefndar einnarað leggja drög að og hrinda i framkvæmd útgáfu málgagns eða allavega flugrita, reyndist það fært. Það er heldur ekki ofvaxið 25-manna hópi að skipuleggja fjöldafundi og hóp- göngur, sé viljinn fyrir hendi. Þá er mér ekki ljóst hvort miðnefnd hafi sem ..skipuleggjandi og stjórnandi" haft uppi ráöagerðir um að vekja upp hreyfingar her- stöðvaandstæðinga úti á landi. Sé svo ekki. sýnir það enn framtaks- leysi og hugmyndaskort þeirra miðnefndarmanna; en sé svo. er vel. Cecil skorar hálftihvoru á mig að gera grein fyrir hvaða einstaka miðnefndarmenn ég eigi við þeg- ar ég tali um ..bitlingasafnara og pólitiska rugguhesta”. Rétt gæti maður haldið af viðbrögðum Cecils að hann hali tekið þessi orð til sin. og þykir mér miður, hafi svo verið. Ætlun min var ekki að koma með ..svivirðingar og dylgjur" á einn eða neinn. og raunar tel ég notkun slikra hug- taka vart sæmandi bréfritara þegar ekki er fótur fyrir þeim. Mergurinn málsins er sá, að ég áleit þá og geri enn að i miðnefnd hafi valizt menn sem ekki séu færir um að valda hlutverki sinu. enda staðfesta verk þeirra i sum- ar þessa staðhæfingu mina: Það hafi verið staða þessara manna innan pólitisku flokkanna sem réð vali þeirra i miönefnd öðru frem- ur. Það var einmitt þessvegna sem ég gaf nefndarmönnum ofan- greinar nafnbætur: en hafi skeyti mitt fremur lent á einum en öðr- um (sem ekki varætlunin) harma ég það og biöst afsökunar á. Ég minntist á, að utanrikisráð- herra hefði sagt að ekki yrði hreyft við herstöðvamálinu fyrr en landhelgisdeilan væri leyst og Frh. á bls. 15 Electrolux V I Frystikista 310 Electrolux Frystikista TC114 310 litra, kr. 28.405. Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Oryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.