Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 11500 útlendingar komu til íslands í ágúst — 1 frá Vatikaninu í Róm Miklu færri leggja leiö sina til landsins meö skip- um en meö flugvélum. Er fróðlegt aö glugga í skýrslu frá útlendingaeftirlitinu um komu farþega til lands- ins i siðasta mánuði. Þannig komu með skipum 315 farþegar, þar af 208 út- lendingar, og eru Þjóö- verjar og Bretar fjöl- mennastiri þeim hópi. Með flugvélum komu alls 16640 farþegar. Þar af 11286 útlendingar og 5354 islendingar. Fölmennastir af útlendingum í þeim hópi voru Bandarikjamenn. Með flugvélum komu þannig 4123 Bandarikjamenn, 1836 Þjóð- verjar. 1381 Breti, 559 Danir, 525 Sviar. 339 Norðmenn, 693 Frakkar. 294 Kanadamenn, 252 italir, 178 Hollendingar, 273 Svisslendingar 133 Belgiumenn, 126 Austurrikismenn, 67 Spán- verjar, 24 Rússar, 52 Ástraliumenn. 18Tékkarog 19 frá Venezúela. Úr fjarlægum löndum hafa komið 1 frá Dominikanska lyðveldinu. 1 frá Eþiópiu 8 frá Columbiu, 6 frá Brasiliu, 1 frá Búlgariu, 5 frá Chile. 3 frá Equador. 1 frá Guyana, 11 frá Indlandi, 4 frá Irak, 12 frá Iran 25 frá írlandi 3 fr á Kina. 3 frá Möltu. 1 frá Máritaníu, 1 frá Marokkó, 11 frá Nýja-Sjálandi, 1 frá Pakistan, 1 frá Perú, 1 frá Úganda, 1 frá Sýrlandi, 2 frá Tobago. Þá kom hér einn frá Vatíkaninu i Róm, en 3 voru skráðir rikis- fangslausir. ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ í MÍMI sími 10004 Saab99 ÁRGERÐ 1973 Rýmri en aðrir bílar? Setjist inn í SAAB 99, takið með yður 4 farþega og sannfærist um það sjólfir að SAAB er rýmri, það fer betur um fólkið. Allur frógangur er af fógaðri smekkvísi og vandaður. Sérbólstruð sæti með völdu óklæði, öryggisbeltum og hnakkapúðum, og rafmagnshituðu bílstjórasæti. Mælaborðið er hannað með fyllsta akstursöryggi í huga, allir mælar í sjónmóli ökumanns og fóðrað efni sem varnar endurskyni. „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" SAAB 99 er öruggur bíll. Stdlbitastyrkt yfirbygging verndar ökumann og farþega. Fjaðrandi höggvari varnar skemmdum — SAAB þolir ókeyrslu ö 8 km. hraða dn þess að verða fyrir tjóni. Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn ökuljósa við erfiðustu skyggnis- aðstæður. SAAB 99 liggur einstaklega vel ó vegi, er gangviss og viðbragðsfljótur. SAAB er traustur bíll, léttur í viðholdi og í hóu endursöluverði. ^BDORNSSONAca SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Frá Gagnfræðaskólaniun i Keflavík: Mánudaginn 11. september n.k. kl. 1^4 siðdegis þurfa væntanlegir nemendur Gagnfræðaskólans i Keflavik (i 3.4.5. og 6. bekk) að staðfesta umsóknir sinar um skólavist i vetur. Nemendur þurfa ekki að koma sjálfir i skólann, heldur nægir að aðrir staðfesti umsóknir þeirra fyrir þeirra hönd. Umsóknir sem ekki verða staðfestar á ofangreinum tima falla úr gildi. Umsækjendur sem ekki hafa verið i skólanum áður hafi með sér prófskirteini Nánar verður auglýst siðar hvenær skólinn verður settur. Skólastjóri. Félagsstarf eldri borgara Starfsemin, sem var i Tónabæ, flytur i Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109 - 111. Miðvikudaginn 13. sept. verður ,,opið hús” frá kl. 1.30 — 5.30 e.h. FÉLAGSSTARF ELDRI BORGARA, LAN GHOLTSVEGI 109 — 111. Allar nánari upplýsingar I sima 18800 kl. 10 — 12 f.h. Tilboð óskast í nokkra fólksbifreiðar og jeppabifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginm 12. septem- ber kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. SÖLUNEFNÐ VARNARLEÐSEIGNA. Kynningarnámskeið í JUDO verður haldið á vegum Judofélags Reykjavikur að Skipholti 21, Kennari verður N. Yamamoto 5. dan KDK Judo. Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7-8 s.d., og hefst á þriðjudaginn kemur. Athugið að námskeið þetta stendur aðeins út september og er fyrir alla, unga sem gamla. JUDOFÉLAG REYKJAVÍKUR fSl hi c/ ÍNÖVERSK undraveröld ' Nýjar vorur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borð (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottnr, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, siikisiæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, scm veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.