Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1P. septcmber 1972 ÞJOOVILJINN — StÐA 5. okkar. islenzkra fiskifræðinga. að áður en þessi áratugur er liðinn muni islenzka sildin hafa að mestu rétt við. sé skynsamlega á málum haldið. og þá munum við uppskera vel vegna fyrirhyggju okkar. Eins og nú er. eru sild- veiðarnar i Norðursjó einu sild- veiðarnar. sem stundaðar eru i Kvrópu að nokkru ráði. Annars staðar er sild að mestu horfin. Þessar sildveiðar i Norðursjó fara fram innan 50 sjómilna frá skozku ströndinni þannig að Bretar sætu einir að öllum sild- veiðum i Evrópu. ef þeir hefðu sjálfir 50 milna fiskveiðilögsögu. Sóknin i Norðursjávarsildina er nú svo mikil. að það er fyrir- sjáanlegt. að hún verður urin upp á næstu árum. ef fram heldur sem nú horfir. t>á er heppilegt fyrir okkur að eiga sildarstofn. sem er á uppleið. Munurinn á stjórn og rányrkju Mig langar einnig að minnast með örfáum orðum á islenzkar hvalveiðar. sérstaklega með til- iiti til þess. sem ég nefndi áðan um stjórn á veiðunum. Frá 1883 til 1015 stunduðu Norðmenn hval- veiðar hér við land af miklu kappi en af enn minni forsjá. Er þeir hurfu héðan. var hvalastofninn kominn niður i slikt lágmark. að veiðarnar borguðu sig ekki og lögðust þvi niður af sjálfu sér. Þá hafði einnig einni hvaltegund. hinum stóra hval. íslends-slétt- bak. verið útrýmt hér við land. Er íslendingar hófu svo hvalveiðar hér fyrir alvöru árið 1948 voru sett lög og reglur um veiðarnar. þarn voru settar undir skynsam- lega stjórn. Þrátt fyrir tilmæli og umsóknir um aukningu veiðanna og fleiri hvalveiðistöðvar, hefur stjórn hvalveiðanna aldrei farið úr skorðum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Veiðin hefur verið stöðug og jöfn, og stofninn þvi ekki látið á sjá og dýrafjöldi þeirra tveggja tegunda. sem friðaður er, vex ár frá ári. Á siðasta ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins fengu islenzk yfirvöld sérstakt lof fyrir stjórn sina á islenzkum hvalveið- um. og ráðið ákvað, að setja engar veiðitakmarkanir á hval- veiðar hér við land, og er islenzka^ hvalveiðisvæðið hið eina i heim- inum, þar sem Alþjóða hvalveiðiráðið telur óþarft að setja sjálft takmarkanir á veiði. Ég vil hins vegar fullyrða. að ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á islenzkum hvalveiðum frá upphafi, heldur látið undan óskum um frekari ásókn i hvala- stofninn. væru engar hvalveiðar stundaðar hér nú. Slikur er munurinn á sókn Norðmanna i islenzka hvalstofninn og skyn- samlegum hvalveiðum islendinga. Slikur er munurinn á stjórn og rányrkju. Bætum úr misgjörðum okkar Ég hef i þessu máli minu ekki séð ástæðu til að breiða hulu yfir misgjörðir okkar i fiskveiðimál- um. enda eru það einmitt þær. sem við þurfum að bæta. Á þvi veltur svo til öll okkar afkoma. _ auk þess sem þaö er siðferðileg skylda okkar gagnvart sjálfum okkur og afkomendum okkar að nýta hinar takmiirkuðu náttúru- auðlindir okkar á skynsanilegan veg. Sé það gert mun okkur farast vel i landinu og komandi kynslóðum. úroBakartfcriplr ÉIÉKDRNELIUS Ip JÚNSSON gkálawrthxhigtig 8 HÁRGREIÐSLAN flárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Ciarðsenda 21 Simi 33-9-68. Q) CQ C co Dú getur alltaf sagt að konan Dín eigi hann! Fallegur er hann ekki. Satt er það. P-544 kemur ekki til með að vinna fegurðarverðlaun héðan af. Volvo verksmiðjurnar hættu að framleiða hann fyrir all-löngu. P-544 er samt ekki horfinn algjörlega af sjónarsviðinu, þó að hann sjáist sjaldan hjá bílasölum. Volvo P-544 er traustur og öruggur. Hann ber öll einkenni föðurhúsanna; meðal ending hans er talin vera 13,6 ár samkvæmt opinberum skýrzlum útgefnum í Svíþjóð. Það verður að teljast einstök ending, - enda hefur endursöluverð Volvo P-544 verið í hærra lagi. Það gildir þess vegna engin afsökun fyrir það að eiga P-544, - einungis öryggi og aftur Öryggi: Volvo öryggi Ef þú setur fyrir þig útlitið á P-544 getur þú alltaf sagt að *konan þín eigi hann ! Þeir, sem bera ábyrgð a öryggi annarra, treysta Volvo fyrir sínu eigin. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Revkjavík • Símnefni: Volver • Sími 35200 Húsbyggjendur — Yerktakar Kainbstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum bg beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. r %>ms@ L SENDIBÍLASrÖÐíN Hf J f Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS V._________ er 17500 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.