Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 16
Hér skolaði út uliartjásum, sápufroðu og rauðu litarefni. A ineðan staldrað var við, seytlaði skolplitað vatn úr stokknum. SÆTTUM ÖKKIJR EKKI VIÐ BÐN- AÐARMENGUN! Um þessar mundir er mikið talað um náttúru- og um- hverfisvernd, enda kominn timi til. bað sýna hin miklu umhverfisspjöll sem iðnaður- inn hefur valdið i þeim löndum sem lengst eru komin á svo- kallaðri þróunarbraut. En menn gera sér nú æ betur ljóst, að hreint umhverfi og aðgangur að ómengaðri náttúru er meðal æðstu verð- mæta. Islendingar mega vera vel á verði ef þeir eiga að halda þeim verðmætum sem landið býður upp á að þessu leyti. bað leynast viða hættur, og landið er alls ekki eins óspillt og.ómengað og oft er látið i veðri vaka. Og dæmið frá Straumsvik þar sem er- lendur auðhringur fékk að koma upp hættulegri stóriðju án venjulegra hreinsitækja er viti til varnaðar. Iðnaðinum á ekki að leyfast að menga um- hverfið með þeirri afsökun, að ómengað umhverfi sé óeðli- legur lúxus fyrir þessa þjóð, — aðrar þjóðir sætti sig við margfalt meiri mengun! Hér hafa náttúruverndarfél- ögin i landinu miklu hlutverki að gegna. bau eiga að benda á það sem miður fer i þessum efnum, vara við og minna á. bjóðviljanum er ánægja að þvi að birta þá þörfu hugvekj'u um frárennslið á Álafossi sem Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands hefur sent blaðinu. Og sjái nú ábyrgir aðilar að sér! h— Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Að húsabaki búnaði óhreint vatn i ána, og gufumökkurinn lék um járnarusl á bakkanum. Skyndilega stóð gulbrúnn vatnsstrókur út um rörið og hálffyllti árfar- vcginn. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar’ eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavfkur, simi 18888. Kvöld-, helgi- og sunnu- dagsvarzla i apótekum Reykjavikur vikuna 9. — 15. september er I Garðs- apóteki, Holtsapóteki og' Lyfjabúðinni Iðunni. Nætur- varzla i Stórholti 1. Óviðiinandi ástand er Áminning frá r P r 1 • r Á 1 á* • Náttúruverndarfélagi a irarennsli ira Alaiossi Suðvesturlands Aðalbygging klæðaverksmiðjunnar Álafoss hf. stendur á bakka Varmár i Mosfellssveit. Þessi litla og hlýlega á rennur þétt við tvær hliðar hússins. Á þeim hliðum húsgrunnsins sem að ánni snúa eru fjögur op, og er það frá- rennslisbúnaður ullariðnaðarins. Þar á skolpið frjálsa för út i umheiminn. Myndirnar hér á siðunni voru teknar við Álafoss snemma að morgni góð- viðrisdags i sumar, nánar tiltekið 22. ágúst. Þær lýsa betur en nokkur orð þeim áhrifum sem klæðaverksmiðjan hefur á næsta umhverfi sitt, sérstak- lega á Varmá. Áður rann þar bergvatn silfurtært, og laxar gengu upp að foss- inum. Nú er það góðgætið frá verk- smiðjunni sem setur svip á ána, sápu- lögur, litarefni, ullartjásur... Þann stutta tima sem tafið var þar efra, rann án afláts mikið vatn úr viðu röri að húsabaki, og úr tréstokk seytlaði skolp. Gegnum þriðja opið kom sápufroða, rauður litur og ullar- hnak, og skyndilega stóð gulbrún vatnsbuna út úr þvi f jórða og hálffyllti árfarveginn i nokkrar minútur. Illt er til þess að vita, að enn skuli það látið átölulaus af hálfu opinberra aðila og nágrannanna, að skolpvatn frá iðnaðarfyrirtækjum renni óhreinsað i bæjarlækinn. Hvort sem hér á i hlut einkafyrirtæki eða rikis- verður ekki lengur unað slikri ósvinnu og tillitsleysi i annarra garð. Sameigin lega berum við ábyrgð á umhverfi okkar ÍÚÐVIUINN Sunnudagur 10. september 1972

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.