Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. september 1972 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7. Mánudagsmynd Háskólabiós næstu vikurnar verður nýjasta verk japanska meistarans Akira Kurosawa, ,,Dodeska-den ”, Myndina gerði Kurosawa á siðasta ári, og hafði þá engin kvikmynd komið frá honum i 5 ár. Á þessum árum hefur hann átt við ýmis vandamál að striða. Þótt ótrúlegt sé. fékk hann enga fram- leiðendur að handritum sinum i Japan. Hann var um tima skráð- ur stjórnandi japanska hlutans i bandarisku striðs-stórmyndinni Tora. Tora. Tora. sem fjallar um árásina á Pearl Harbour. En Kurosawa lenti fljótt i deilum við bandariska kvikmyndafélagið, þvi hann fékk ekki að ráða gerð myndarinnar nema að litlu leyti. Þetta. svo og heilsuleysi hans, varð til þess að hann dró sig al- gjörlega út úr þessu fyrirtæki og bandariskur leikstjóri tók við. Til þess að vinna bug á fram- leiðsluerfiðleikunum i Japan, stofnuðu fjórir af fremstu leik- stjórum Japana, þeir Kurosawa, Kon lchikawa, Kiesuke Kinoshita og Masáki Kobayashi, kvik- myndafélag,og ,,Dodeska-den" er einmitt fvrsta mvndin sem félagið framleiðir. Mér gafst á dögunum kostur á að sjá ..Dodeska-den", sem er fyrsta mynd Kurosawa i litum. Og hvilikir litir... Myndin gerist öll á öskuhaugum i útjaðri Tókió- borgar. Þar býr fjöldi fólks i skúrræksnum og bilhræjum. Ungur vangefinn piltur lifir al- gjörlega i imynduðum heimi sporvagna, og á hverjum morgni leggur hann af stað með imyndaða einkennishúfu á imynduðum sporvagninum. Hann ,,ekur” allan daginn og likir eftir hljóðinu þegar vagnhjólin renna eftir teinunum: dodeska-den dodeska-den, dodeska-den, en þar er komið nafn myndarinnar. Ert þótt myndin hefjist og henni ljúki á ferðum þessa „sporvagns- stjóra”, er hún enganveginn fremur um hann en aðra ibúa þessa hrörlega bæjar. Kurosawa fléttar saman þáttum af þessu fólki, og alltaf annað veifið staldrar hann við þar sem konurnar eru að sækja sér vatn i eina krana „bæjarins”; þær mynda eins konar sigildan ,,kór”. Likt og sporvagnsstjórinn á þetta fólk sér sinn imyndaða heim og sina drauma. Það er ekki biturt, þetta er þeirra lif, með sorg og gleði, hamingju og kviða. Þarna er flækingur sem býr með ungum syni sinum i bilhræi. Þeir eru allan daginn að byggja loftkastala, velta fyrir sér byggingastil og ýmsum smá- atriðum við byggingu drauma- hallarinnar. Á kvöldin fer litli snáðinn inn i borgina og snikir matarleifar, sem hann safnar saman og færir föður sinum. Samband þeirra er kannski eftir- minnilegasti þáttur myndar- innar. Kurosawa leiðir áhorfandann inn i heim imyndunarinnar með þvi að sýna furðulega hugarsmið flækingsins, likt og hann lætur öll hljóð spor- vagnsins heyrast undir látbragði vagnstjórans. Þarna búa tveir ungir verka- menn ásamt eiginkonum sinum. Þeirkoma dauðadrukknir heim á hverju kvöldi og skipta þá gjarnan á konum. Þeir eru miklir mátar. glaðir og áhyggjulausir og láta hverjum degi nægja sinar þjáningar. Lýsingin á þeim félög- um er gráthlægileg, og hér notar Kurosawa litina á gamansaman hátt, þegar fyllibytturnar tvær eru svo út úr að þeir þekkja ekki konur sinar og hús i sundur nema á litum og mvnztri. Þarna býr ung og falleg kona Misaó. gift burstabindara, sem er eldri en hún. Ekki er vist hvort hann á öll börnin hennar. og illar tungur segja að Misao hafi átt þau hvert með sinum manninum. Dodeska-den, nýjasta mynd Kurosawa. Háskólabíó á morgun. LITAYEIZLA Á ÖSKUHAUG Dodeska-den. Feðgarnir byggja loftkastala. i áhrifamiklu atriði spyrja börnin löðurinn hvort hann sé i raun og veru faðir þeirra. Hann svarar eitthvað á þá leið, að maður verði bara að trúa þvi sem sagt er, þvi enginn viti i rauninni hvaða föður hann eigi. ()g börnin taka þetta gott og gilt. Ýtarlegri er lýsingin á Kyota, konu hans og uppeldis- dóttur. Þegar eiginkonan fer á sjúkrahús verður unga stúlkan að leggja nótt við dag til þess að sjá fyrir fjölskyldunni, þar sem Kyota er harðstjóri og þar að auki drykkjusvin. Hann er ógeð- felldasti maður myndarinnar. Ilann nauðgar stúlkunni og hún verður barnshafandi.... Og það eru fleiri sem þarna búa. 1 rauninni hefði hver þessara þátta verið efni i sérstaka kvik- mynd af fullri lengd, svo auðugar eru persónulýsingar Kurosawa. Af þessum sökum er ,,I)odeska- den” afar fjölbreytileg og spennandi. Og hún er litaveizla þótt á öskuhaugum sé. Stöðug skipti frá raunverulegum litum til súrrealistiskrar litasamsetningar gefur verkinu ævintýralegan blæ. Kurosawa er nú á sjötugsaldri, en það eru engin ellimörk á ..Dodeska-den”. Manni finnst hún gæti verið verk ungs manns. Flestar myndir meistarans eru lofsöngur til mannlifsins i öllum sinum margbreytileika. Lifiö i grátbroslegu ljósi. Áhrifa frá Shakespeare og rússnesku stór- skáldunum hefur óumdeilanlega alltaf gætt mjög i verkum Kurosawa, og áður fyrr kvik- myndaði hann t.d. ,,Ur djúpun- um” eftir Gorki. Skömmu eftir frumsýningu á ,,Dodeska-den” reyndi Kurosawa að svipta sig lifi. Honum fannst áhorfendur hafa brugðizt sér. Þvi miður er þetta eintak myndarinnar, sem komið er frá Danmörku, alls ekki myndin öll. 1 hana vantar a.m.k. tvo langa þætti: um skrifstofumanninn Shima, sem er einn af ibúum bæjarins, svo og þegar öldungurinn Tamba fær ungan mann ofan af þvi að fremja sjálfsmorð, en þáttur gamla mannsins er upphaflega miklu stærri en við fáum að sjá hér, þar sem kynnin við hann verða mjög óveruleg. Alls munu þetta vera um 25 minútur, og get ég enga skýringu fundið á sliku ódæöis- verki,nema þá, að Danirnir hafi viljað koma myndinni niður i venjulegan sýningartima, þ.e. tæpar 2 stundir. Þrátt fyrir þennan galla verður hiklaust að telja sýningar Háskólabiós á „Dodeska-den” einn merkasta kvikmyndaviðburð ársins hér- lendis. Þ.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.