Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 10. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. JENNY BARTHELIUS: SPEGIL- MYND þegar hún vaknar. Ég ek til Málmeyjar núna fyrir hádegið. Hann fann til mikils lettis þegar hann stóð aftur úti á götunni. Hann verkjaði enn i höfuðið og hann dró niður gluggarúðuna áður en hann ók af stað. Þetta eru bara timburmenn, sagði hann við sjálfan sig. Ég er ekki vanur að drekka. Hvað lét ég eiginlega mikið ofani mig? Hann var kominn hálfa leið þegar honum datt það i hug. Og um leið bægði hann hugsuninni frá sér. Það var ómögulegt. Það hlaut að vera imyndun. Versti grikkurinn sem taugar hans höfðu gert honum til þessa. Samt vissi að hann að það var satt, vissi það með öruggri vissu. Fia hafði ekki staðið á götunni þegar hann kom út i nótt! Hvorki þegar hann gekk frá húsi Beatrice eða þegar hann kom til baka tveim timum seinna með Mirjam. Hann sá i huganum hvernig gatan hafði litið út. Það höfðu staðið þar tveir bilar, en það stóð enginn bill þar sem hann hafði lagt Fiu. Hann vissi það. Vissan lamaði hann. Mirjam hlaut lika að hafa tekið eftir þvi að það stóð enginn bill fyrir utan dyrnar. Mirjam! Já, það hét hún, stúlkan sem hafði setið hjá honum i tvo tima á bekk i skemmtigarði. Það var gott að minnast Mirjams, að vita að hún var raun- veruleg, að hann gæti hitt hana aftur. Var hún ein úr kliku Berts? Var hún ástfangin af Kenneth? Einhvern veginn hafði hann fengið þá hugmynd. Umhugsunin um Mirjam róaði hann. Hann ætlaði að leita hana uppi þegar hann væri búinn að jafna sig nokkurn veginn. Eftir nokkra daga... ef til vill strax á morgun. Hann fór að blistra. Til að sann- færa sjálfan sig um að allt væri i lagi. Hvað sakaði það þótt hann hefði ekki séð Fiu á götunni i nótt. Hafði hann nokkuð gáð að þvi? Hafði hann litið i kringum sig yfirleitt? Aðalatriðið var að hún Brúðkaup Þann 26/8 voru gefin saman i hjónaband i Selfosskirkju af séra Sigurði Sigurðssyni ungfrú Andrea Benediktsdóttir og Sæmundur Haraldsson. Heimili þeirra er að Bólstað við Laufásveg, Rvk. Ljósmyndastofa Kristjáns. skyldi vera þarna i dag þegar hann þurfti á henni að halda. Hann ætlaði að biðja Mirjam að koma i heimsókn i húsið. Til að mynda á laugardag. Eða sunnu- dag. Þau gætu verið saman heilan dag, masað saman, gengiö um, kynnzt hvort öðru. Hann vissi að hann myndi geta talað við hana — að hún myndi skilja hann. Hann ætlaði að segja frá öllu. Smátt og smátt. Ekki undir eins. Hann mátti ekki gera hana hrædda. Þegar hann nálgaðist húsið reyndi hann að sjá það með aug- um hennar, eins og hann sæi það i fyrsta sinn. Húsið syndist indælt og myndrænt þar sem það stóð á sillunni eins og fuglshreiður, hátt fyrir ofan hafið. Það þurfti að mála gluggahlerana...hann ætlaði að kaupa málingu strax i dag. Græna málningu, ákvað hann. Mirjam kynni að meta græna gluggahlera. Blistrandi gekk hann inn i stofuna og leit með velþóknun i kringum sig. Ruggustóllinn, hreindýrshornið, hornskápurinn, skorsteinninn úr rauöum tigul- steini. Fallegt. Henni myndi litast vel á þetta. Hann fór út i viðargeymsluna til að athuga hvort nokkur græn málning væri til en fann enga. Ermi á flik straukst við andlitið á honum þegar hann gekk út. Hann varð að kaupa græna málningu. En fyrst þurfti hann að sofa. Hann háttaði og lagðist i rúmið. Eftir andartak var hann kominn á fætur aftur, opnaði dyrnar að viö- argeymslunni og leit á flikurnar sem héngu þar. Á nagla á veggnum hékk rúskinnsjakkinn hans. Hikandi gekk hann inn i viðargeymsluna, tók niður jakkann og virti hann fyrir sér. Jú, það var hann. Gamall og gljáslitinn, kámugur i hálsinn. Það vantaði hnapp og á erminni voru ljótir blettir, dökkir flekkir við úlnliðinn. Hann minnti að hann hefði ekki verið svona illa farinn. Og hann minntist þess ekki heldur að hafa nokkurn tima hengt hann upp i viðar- geymsluna. Hann andvarpaði og hengdi jakkann aftur á naglann. Það þýddi ekki annað en sætta sig við hlutina. Hann hefði átt að vera farinn að venjast þessu. En hann vissi að hann myndi aldrei venj- ast þvi, jafnvel þótt slikt sem þetta héldi áfram að gerast alla ævi hans. Það hafði tekið hann tuttugu og fimm ár að venjast eins konar raunveruleika. Það myndi taka hann álika langan tima að aðlagast nýjum veru- leika, þar sem ekkert kom saman og heim, ekkert stóð heima. Það er vist einhvern veginn svona að missa vitið, hugsaði hann. Það er verst áður en maður verður band- óður, meðan maður er ennþá á mörkunum. Hann fór inn og lagðist út af aft- ur. Nú get ég ekki meira, hugsaði hann, nú get ég ekki afborið öllu meira. Góði guð, láttu þetta ganga fljótt fyrir sig, ef það er til- gangurinn. Hann lokaði augunum og myndin af Mirjam birtist honum skýrt og greinilega eins og hann hafði séð hana nóttina á undan. vangasvipurinn og hviti kraginn uppbrettur og hendur i vösum. Hún var með stutt, beint nef og há kinnbein. Hárið var ljóst og hálf- sitt og endarnir sveigðust aðeins upp á viö og ennistoppurinn siður. Hún sneri höfðinu til, brosti og lagði höndina að vanga hans. Enn einu sinni sofnaði hann með höfuðið á öxl hennar. Hann vaknaði siðla dags. Sólar- geislarnir stóðu skáhalt inn um gluggann og gylltu vegginn og gólffjalirnar. Hann settist upp. Málning. hugsaði hann. Málning á gluggahlerana. í búðinni var mikið að gera eins ,og vanalega, þar var fólk sem kom til að verzla og aðrir sem komu til að spjalla. Þegar röðin kom að honum valdi hann með mikilli alúð grænan lit sem hann hélt að Mirjam myndi kunna að meta. Hann keypti dálitið af mat- vælum og dagblað og rölti heim- leiðis. ánægður með tilveruna þrátt fyrir allt, i svipinn að minnsta kosti. Græni liturinn^var fallegur. Alveg eins og hann hafði hugsað sér-. Hanrv vonaði að Mirjam væri hrifiii'af grænum lit. - Hún hafði-vérið með græna skó. Allt i einu mundi hann að hún hafði i raun og veru verið með græna skó og umhugsunin kom honum til að hlæja. Undirvitund hans hafði fengið hann til að kaupa lit sem hún hafði mætur á. Það tók hann nokkrar klukku- stundir að mála gluggahlera og hurðir. t eins konar þrjózku hafði hann farið i rúskinnsjakkann. Fyrst hann var kominn i leitirnar var eins gott að nota hann. Það skipti ekki lengur máli þótt málning kæmi i hann. Málningin rann niður höndina, hann ataði næstum viljandi jakkann i málningu. Þegar hann var búinn voru dökku, ljótu flekk- irnir við úlnliðina næstum huldir af þykkri, grænni málningu. Hann horfði næstum ánægður á það eins og hann vildi segja: þarna eru blettir sem vert er um að tala!! Það gerðist ekkert fleira óút- skýranlegt þetta kvöld. Allt var eðlileet oe eins og það átti að vera, öll áhöld voru á sinum stað, ekkert hafði verið fært til eða fjarlægt; ekkert vantaði. Maturinn bragðaðist vel og um- hugsunin um Mirjam var eins og notaleg hlif milli hans og um- heimsins. I stofunni var málningarlykt og reykjarlykt og oliulykt. Rökkrið kom hægt og hljótt eins og á gráum ullarsokk- um og skuggarnir fylltu hornin, en þeir voru alls ekkert ógnandi. Sárið angraði hann ekki og hann var ekki hræddur við neitt. Hann var ósköp venjulegur náungi sem hafði verið að skemmta sér kvöldið áður, sem hafði orðið ást- fanginn af stúlku og málað gluggahlerana sina. ösköp venju- legur maður i öruggum og eðli- legum vinveittum heimi. Þriðjudagur. Hann vaknaði til nýs dags og hugsaði um leið: i dag gerist það! Hvað myndi gerast vissi hann ekki, en hann fann á sér að áður en þessi dagur væri á enda runninn, yrði hann kominn ögn nær þessu undarlega, kámuga og laumulega, sem hafði lúrt kring- um hann siðan hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Hvað svo sem það var — þá léti það nú til skarar skriða. Hann fór fram úr og klæddi sig með hægð, borðaði morgunverð og sat siðan og reykti og horfði út yfir sjóinn. Hann þurfti ekki að gera sér neina fyrirhöfn til að nálgast hið óþekkta — hann þyrfti ekki að fara til móts við það. Það kæmi af sjálfsdáðum. Klukkan tólf heyrði hann póst- bilinn nálgast. Hann kom á sama tima á hverjum degi, en stanzaði næstum aldrei fyrir ofan húsið. Enginn skrifaði honum. Enginn nema Bert vissi hvar hann var. Hann heyrði bilinn stanza andartak og siðan heyrðist fitlað við póstkassann og glamur þegar lokið skelltist aftur. Bréf? Mirjam? Gat það verið hún? Hann hljóp upp steinþrepin að veginum, stakk hendinni niður i póstkassann og tók upp bréfið. Utanáskriftin var til hans,og rit- höndina þekkti hann ekki. Hann gekk hægt niður þrepin aftur. Strax og hann hafði séð skriftina hafði hann vitað að bréfið var ekki frá Mirjam. Næst- um áhugalaust opnaði hann það, þótt hann væri viss um að bréfið væri liður i mynstrinu sem verið væri að búa til kringum hann. ,,Kæri frændi” las hann. „Það gleður mig mjög að við skulum hafa hitzt aftur eftir öll þessi ár. Það var heimskulegt af mér að leita þig ekki uppi'fyrr en bridge Margt að varast Glötunin er vfs þeim'Sem spllar ekki af fyllstu jiákváemni þegar frá upphafi í .þessari þraut eftir þýzka bridgémeistarann Ulrich Auhagen. Maður verður að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn í þessari þraut sem þýzki meistarinn Ulrich Auhagen setti saman. Norður: + K-G-9 ¥ D-5-3-2 ♦ A-6 ♦ K-G-10-7 Vestur: Austur: 4 2 A 4-3 ¥ K-88 ¥ G-9-7-6 ♦ K-G-8-7-2 ¥ D-10-9 * 8-6-5-3-2 + Á-D-9-4 Suður: + Á-D-10-8-7-6-5 ¥ Á-10-4 ♦ 5-4-3 + — Vestur lætur út laufaþrist, og Suður vinnur hálfslemmu I spaða gegn beztu vörn. Svar: Tvær varúðarráðstafanir eru óhjá- kvæmliegar: 1) Suður á að láta út lághjarta að helman. Vestur heldur kónglnum eftir, þvi að láti hann kónginn, fær Suður auðveldlega þrjá slagi á hjarta, á tiuna og ásinn (með svln- Ingu), síðan á drottninguna. En látl Vestur ekki hjartakónglnn, getur Suður fengið slaginn sem hann vantar með því að gefa tigul- 6lag en trompa síðan þriðja tígulinn. 2) Suður verður að varast þá freistingu að láta hálauf I fyrsta slaginn. Láti hann nefnilega t. d. tíuna, kastar Austur laufafjarkanuml Suðri er glötunin vís eftlr þennan slag, því ef hann kastar tígli, getur hann ekki trompað tlgul, og kasti hann hjarta getur Vestur tekið á hjartakónglnn án þess að eiga á hættu að gefa sagnhafa þrjá slagl I hjarta. Niðurstaðan verður þá að Suður verður að láta laufasjöuna úr borði og trompa helma, láta síðan út hjartafjarkann . . . MistökReeses Jafnvel snjöllustu spllamönnum geta orðið á mistök, og er það reyndar ósköp eðlilegt — ef ekki væri um að ræða fyrstu gjöfina sem þeir birta-f bók um bridge. En ein- mitt'þess háttar mistök urðu enska meistaranum Terence Reese á i bókinni „Play Bridge with Reese", annars ágætu verki sem hann gaf út fyrir svo sem hálfum öðrum ára- tug. Norður: + A-D ¥ A-G-9-8-4 ♦ Á-8-3 + G-7-3 Vestur: Austur: + 9-7 ¥ D-3 ♦ D-10-5-2 + 10-8-5-4-2 + K-G-6-5-4-3 ¥ 6 ♦ G-9-7-4 + D-6 Suður: + 10-8-2 ¥ K-10-7-5-2 ♦ K-6 + Á-K-9 Sagnir. Suður gefur. Suður: Vestur: Norður: Austur: 1 gr. pass 2 + pass 2 ¥ pass 6 ¥ pass (Tveggja laufa svarið var eam- kvæmt Stayman-reglunnl og er með þvl verið að biðja um bezta llt Suðurs). Vestur lét út spaðanlu, drottning- in úr borði, sem kóngur Austurs tekur. Hann lætur út spaðaþrist og sjöan kemur frá Vestri, er að öll- um likindum síðara tvíspillð I lltn- um. Hvernig fer Suður nú að þvl að vlnna hálfslemmu I hjarta gegn beztu vörn? (Það verður að sjálf- sögðu að hugsa spilið án vitundar um hvernig spil andstæðinganna skiptast). Athugasemd um sagnimar Eðlileg opnun hefðl verið eltt hjarta, en Reese hlaut heldur að opna á einu grandl af þvi að Norð- ur-Suður splluðu eftir kerfinu „medl- um no trump" („meðalgrandl"), og eitt grand segir frá einum fimmtán légpunktum, eða rúmlega þriðjungl heildarpunktatölunnar. En hann vantar eiginlega einn til tvo punkta tll að sögnin sé i samræml við kerfiðl Reese segir sjálfur I skýrlngum slnum að Staymans-sögnln (tvð lauf) hafl verlð „fáránleg". Hana á reyndar alls ekkl að nota þegar góð sögn liggur I augum uppl — hér þrjú hjörtu. Eftlr opnunlna á elnu grandl, hefðl eðlilegar sagnlr verið þessar: Su5un Norður: 1 9r. 3 ¥ 4 * 6 ¥ Nú kemur spaðaútspll frá Austrl ekki að eök.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.