Þjóðviljinn - 08.10.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Síða 4
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINjN Sunnudagur 8. október 1972. Þorsteinn Jónsson. Fyrir skömmu fengu nokkrir útvaldir, vinir og vandamenn og ýmsar stjörnur úr siðustu kosning- um að sjá nýja islenzka kvikmynd „Framboðs- flokkinn", Myndina gerði Þorsteinn Jónsson, 26 ára gamall Reykvíkingur, sem nú er nýlagður af stað til Prag til að Ijúka siðasta misseri kvikmyndaskólans þar. Ég hitti Þorstein rétt áður en hann fór og bað hann að segja lesendum Þjóðviljans frá þessari nýju mynd. Skýrsla „Kvikmyndin „Framboðs- flokkurinn” er skólaæfing fyrir 3,ár kvikmyndaskólans. Hún er gerð eins og skýrsla (report) og hentar kannski sjónvarpi bezt, þar sem nærmyndir eru mikið notaðar. Myndin er tekin siðustu vikuna fyrir kosningar og lýsir störfum og kosningabaráttu F'ramboðsflokksins. Hún er heim- ildarmynd, i formi skýrslu, atburðirnir eru sýndir eins og þeir gerðurst, þ.e. ekkert atriði sviðsett. Marga hefur furðað hversu eðlilegir krakkarnir eru i myndinni, en mér finnst það ekkert skrýtið, ég hef ekki orðið var við að fólk sé óeðlilegt þegar þaö er kvikmyndað. Það getur auöveldiega orðið það ef um- stangiö er mikið i kringum kvik- myndatökuna, en galdurinn er sá aö kynna fólki vélarnar og tækn- ina og láta það venjast mynda- tökumanninum. Ég held aö áhrif min á krakkana hafi veriö hverf- andi, nánast engin. Nú,ef einhver AÐ RANNSAKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ OG MANNLÍFIÐ er óeðlilegur þá tjáir hann sjálfan sig lika. Hlutverk mitt i myndinni var að velja úr atburöi og þá þætti sem mér fannst einkenna Framboðs- flokkinn, og búa til úr þvi sögu. Og eins og ég sagði áðan þá bein- linis forðaðist ég að hafa áhrif á það sem gerðist. Arangurinn af þessu er ákveðin tegund fersk- leika, sem ég held að sé i þessari mynd. Hvað snertir tækni voru henni auövitað mikil takmörk sett. T.d. var ekki hægt að taka samstillthljóð og mynd og hljóðið þvi fellt inn i eftir á. Uppbygging hljóðsins er viða i lausum tengslum við myndina. Tilgangur Aö sýna fram á fáranleik kosn- ingabaráttunnar almennt. Ég hafði gert áætlun áður en Fram- boðsflokkurinn kom til sögunnar um að gera mynd um kosninga- baráttuna. En þarna var skyndi- lega kominn flokkur með svipað markmið og þvi var eðlileg lausn að kvikmynda baráttu hans eins og hún kom fyrir.” t>ú hefur ekki fallið i þá freistni að taka sýnishorn af „al- vöru”-flokkunum og stilla þeim upp viö hliö Framboðsflokksins? „Ég lét mér detta það i hug, en strákarnir gerðu svo vel grein fyrir þvi hvernig hinir litu út i ræðum að ekki þurfti við að bæta. Það má litillega greina viðbrögð talsmanna hinna flokkanna i atriðinu sem tekið er á kosninga- fundinum, þar sem Ingólfur Jóns- son kemur m.a. við sögu. Þá eru einnig skoðuð svipbrigði nokkurra fundarmanna undir ræðu Gunnlaugs stýrimanns.” Tónlistin i myndinni er bráð- skemmtileg, eins konar sirkus- músikk, þá væntanlega til að undirstrika fáránleikann. „Þetta er alveg rétt, hluti hennar heitir reyndar „Sircusmúsikk”. Ég valdi tón- listina með aðstoð tónlistarsér- fræöings skólans. Uppbygging tónlistar og hljóðs innan kvik- myndar er mjög mikilvæg og krefst yfirleitt sérþekkingar á tónlist, auk góðrar tilfinningar fyrir mynd. Aðalstefið er komið frá beat-hljómsveit, glettin út- færsla á alvarlegri tónlist. Fjármál Voru myndinni sett einhver timamörk af skólanum? „Nei, alls ekki. Myndin er annars óvenjulöng, 25 minútur, en flestar myndirnar i skólanum af þessu tagi eru aðeins 10 minútur, enda ræður enginn viö annað fjárhagslega. Ég hefði viljað taka miklu meira efni til þess að vinna úr, en peningarnir voru búnir.” Og hvað kostar þá svona mynd? „Framboðsflokkurinn” kostaði mig sennilega u.þ.b. 150 þúsund krónur. Hefði ég notað tæki is- lenzka sjónvarpsins hefði myndin kostað mig u.þ.b. 300 þús. í þessum tölum er ekki reiknað með launum starfsmanna, svo sem fyrir leikstjórn, handrit, myndatöku, skipulagningu, framleiðslu, textalestur og flutn- ing tónlistar og ekki heldur reiknað með flutningi tækja, ferða- og dvalarkostnaði, en allir þessir liðir ættu að vera með i dæminu. Myndin mundi þannig varla kosta undir 600 þús. kr. i framleiðslu. Af Svium og Islendingum Ég hcf frétt að „Framboðs- flokkurinn” hafi veriö sýnd i sænska sjónvarpinu. Hvenær verður hún sýnd hér? „Já, Sviarnir sýndu myndina i sumar i pólitiskum menningar- þætti sem þeir kalla „Moment.” Stjórnendur þessa þáttar voru hér að safna efni og settu saman tvo þætti. Sá fyrri var mynd min ásamt viðtali þeirra við Gunnlaug stýrimann, en hinn fjallaði um menningaráhrif frá bandarisku herstöðinni. Ég bauð islenzka sjónvarpinu myndina, og eftir athugn þar var mér tilkynnt að hún yrði ekki sýnd. Þegar ég spurði um ástæð- una var sagt: „Myndin er ekki nógu góð.” Útvarpsráð frétti svo af þessu og vill fá að skoða mynd- ina. Það var haft eftir Emil Bjdrnssyni, að ástæöan fyrir þessu væri sú, að of stutt væri frá kosningunum og Framboðs- flokkurinn hefði þegar fengið allt of mikla auglýsingu i sjónvarp- inu. En þetta kom mér ekki á óvart. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem þeir hafa neitað islenzkri kvikmynd. Ég bauð þeim mynd i fyrra, sem ég kalla „Hopp” en þeir höföu engan áhuga. Sögðust svo sem geta sýnt hana til þess að sýna hvað „við þessir kvikmynd- arar” værum að gera og buðu fyrir myndina smánarlega upp- hæð . Hún var siðar sýnd á vegum Sine við góðar undirtektir. Nú, sama er að segja um myndir Þorgeirs Þorgeirssonar; það hefur enginn áhugi verið fyrir að sýna þær,og svo er um fleiri. En það er ekki nóg með að sjón- varpsmenn vilji ekki sýna þessar myndir, heldur hafa þeir einnig neitað að lána tæki og aðstöðu. Yfirmenn sjónvarpsins ættu að gera sér grein fyrir þvi, að án samvinnu við Islenzka kvik- myndagerðarmenn verður sjón- varpið okkar aldrei islenzkt sjón- varp, 'heldur einungis þýðinga- miðstöð fyrir erlent sjónvarps- efni. Þeir bera stundum fyrir sig, að ekki séu til peningar til að sýna svona myndir, en þeirra fram- leiðsla kostar alveg jafn mikið, efni sem oft fer beint i ruslakörf- una eftir sýningu. Það væri gaman að fá reiknað út hvað minútan af islenzka efninu kostaði. Á meðan sjónvarpið stendur ekki i sinu hlutverki, þá vantar dreifingarkerfi fyrir þessar myndir sem tryggði að fólk gæti séð þær og höfundarnir fengju kostnaðinn greiddan. Ég hringdi i eitt bióið hér i bæ og bauð þeim mynd. „Ha, islenzk kvikmynd, hvað er nú það, iss! ” var svarið. Annars er alls ekki heppilegt að sýna svona myndir sem auka- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■. Missið ekki af þeim Þrjár frábærar kvikmyndir eru nú sýndar hér i Reykjavik þessa dagana. Háskólabió sýnir brezku myndina „Sendiboðann” (The Go-Between) eftir Joseph Losey, en myndin hlaut guilpálmann i Cannes 1971. Mánudagsmyndin á morgun er franska myndin „Sorg i hjarta” gerð af Louis Malle, en hún var einnig sýnd í Cannes ’71 og hlaut fádæma góðar viðtökur, enda bráöskemmtileg. Þessar nýju myndir hafa verið taldar i hópi 10 beztu mynda sem gerðar voru á árinu 1971. Þá sýnir Laugarásbió Isadóru, sem gerð er af Karel Reisz áriö 1968. Myndin er byggð á ævisögu ísadóru Duncan, sem er all við- burðarik svo ekki sé meira sagt. Vanessa Redgrave er stórkostleg i aðalhlutverkinu, þaö er sjaldan að maður sér svona leik í kvik- myndum. Þessara þriggja mynda verður getið nánar hér i Þjóðvilj- anum næstu daga. Þ.S. 2D Þessi mynd er úr kvikmynd þeirri sem Háskólabíó sýnir þessa dag- ana, Sendiboðanum. Myndin er af tveim aðalleikurunum, Julie Christie og Dominic Guard.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.