Þjóðviljinn - 08.10.1972, Qupperneq 16
UOÐVIUINN
Sunnudagur 8. október 1972.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinr\ar'
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavfkur,
simi 18888.
Kvöldvarzla vikuna 7.-13.
október er i Reykjavikur-
apóteki og Borgarapóteki.
Næturvarzla er i Reykja-
vikurapóteki.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
:ý:v:v:,:,:-CTEwMwwOwTO^m^^w^^^^TOwfó:*:':':>:v:v:
ííSÍ
íííií
1
■
m
'iííií
III
III
gjííi
111
jííái
ÆGÍLEG HUSNÆÐISEKLA
í HÖFUÐBORGINNI
w*
m
m
i:::::i:i:
Siíií
Það var ekki of djúpt í
árinni tekið hjá neinum
þeirra sem við töiuðum
við. En af frásögnum
þeirra mátti ráða um
ástandið: Það er ægiteg
húsnæðisekla i Reykja-
vik. Fólk virðist greiða
um 8.000 krónur fyrir
venjulega 2ja herbergja
ibúð, og allt upp í 10.000
krónur. Fyrir þriggja
herbergja ibúð i meðal-
flokki borga menn al-
mennt 12.000 til 15.000 á
mánuði. Dæmin um
hæstu greiðslur eru
hrikalegri: 20.000 á
mánuði, ár fyrirfram.
Fyrirframgreiðslur hafa
færzt geysimikid í vöxt.
Nú þýðir ekkert að reyna
að fá íbúöir nema með
mikilli fyrirfram-
greiðslu.
Fyrir helgina hringdu
blaðamenn Þjóðviljans í
fólk sem birt haföi hús-
næðisauglýsingar i blöð-
unum. Og niðurstaðan
ferhérá eftir. Viö töluð-
um við um 20 manns, en
11 vildu láta hafa eftir
sér, og árangurinn er
svofelldur:
Á móti barnafólki.
„Við höfum veriö að leita
fyrir okkur um húsnæði i um
það bil tvo mánuði. Það er
svona 2ja til 3ja herbergja
ibúð sem við erum að leita eft-
ir. Við höfum reynt að bjóða i
húsnæði og það virðist ekki
þýða aö nefna minna en 10
þúsund. fyrir 2ja herbergja
ibþðir, það er algert lágmark,
og er þá miðað við a.m.k.
hálfsárs fyrirframgreiðslu og
upp i ár. Það virðist vera
nokkurnveginn eins leiga hvar
sem er i bænum. — Þetta er
miðað við venjulegar tekjur
okkar, um 1/3 af tekjunum,
aðeins annað vinnur úti. —
Frá einu vildi ég segja, og það
er þetta: Þegar fólk heyrir um
að maður sé með börn, þá vill
það bara helzt ekki tala við
mann, virðist aldrei hafa átt
börn sjálft eða umgengizt
börn. Þetta finnst mér ein-
kennilegt. Ég held að barna-
fólk sé ekki verra i sambýli en
annað fólk”.
Kinstæð með
4 börn.
Fyrir svörum varð kona
sem leigir einstæðri móður
með 4 börn. ,,Hún býr hér i
herbergi i kjallara, þar er lágt
undir ioft, ekkert salerni eða
handlaug og i allastaði óvist-
legt. Hún er búin að búa hér i
mánuð og er semsagt alveg á
götunni. Þeir geta ekki hjálp-
að henni hjá bænum. — Hún
myndi taka hvaða húsnæði
sem er. Hún hefur ekki treyst
sér til að borga þá húsaleigu,
sem sett hefur verið upp t.d. 15
þús. uppi i Arbæ og árið fyrir-
fram. Þetta var 5 herbergja
ibúð. — I Holtunum hefur
•henni boðizt ibúð, 3 herbergi
og eldhús, skápalaus ibúð, og
ógeðslegt salerni, fyrir 12 þús-
und og árið fyrirfram. Mér
finnst það óhuggulegt hvað
sett er upp i húsaleigu núna.
Það er ekki hægt fyrir ein-
stæða móður með 4 börn að
borgá 12 þús. kr., hvað þá 15
þús., á mánuði i húsaleigu og
árið fyrirfram”.
Fólk býr i misjafnlega dýru
húsnæði, sagði eidri maður i
Kópavogi. Algengt er núna i
haust að leigja 15 fermetra
herbergi fyrir 3 þúsund kr. á
mánuði. Þó veit ég um dæmi
um að stofa með húsgögnum
hafi verið leigð á 3 þúsund kr. i
Reykjavik, — Ifka hefur stór
stofa verið leigð fyrir 8 þúsund
kr. á mánuði.
,,Heppin”!
„Þetta gekk lengi mjög illa,
og svo hringdi kona, og við er-
um varla búin að átta okkur
á hvað við vorum heppin. Við
fengum tveggja herbergja
ibúð fyrir 9 þúsund krónur á
mánuði, og erum örugg i 9 til
10 mánuði. Við greiddum fyr-
irframgreiðslu”.
Þau höfðu látið skrá sig hjá
ibúðaleigu og fengið tilboð um
ibúðir til leigu fyrir 12-15 þús-
und krónur, ýmist án eða með
fyrirframgreiðslu.
húsaleigumið-
Um
stöð.
Stýrimaður auglýsir eftir
2ja herbergja ibúð eða góðu
herbergi. Hann sagði:
„Ég er búinn að fá 2ja her-
bergja ibúð fyrir 6 þúsund
krónur á mánuði. Fyrirfram-
greiðsla var ekki skilyrði, en
samt mun ég greiða dálitið
fyrirfram. Nei, ég fékk ekkert
svar við þessari auglýsingu i
Visi, heldur kom þetta i gegn-
um Húsaleigumiðstöðina, sem
ég greiddi 500 krónur. Ég kann
ekki við þann viðskiptamáta
að greiða þessa upphæð, þó
hún gildi i tvo mánuði, fyrir-
fram, heldur finnst mér að
upphæðina eigi að greiða
þegar húsnæðið hefur verið út-
vegað. Samsvarandi stofnanir
i Danmörku taka 50 krónur
danskar, en það er ekki greitt
fyrr en útvegun húsnæðis hef-
ur tekizt”.
Ungur Hollendingur.
Það er útlendingur sem er
að leita sér að ibúð. Hann
ætlar að setja saman heimili
hér á landi og er i vinnu sem
gefur talsvert góðar tekjur.
Ég veit ekki fyrir vist, hvað
þau treysta sér til að greiða,
hjónakornin, en ég held þau
láti sér detta i hug svimandi
háar upphæðir. Fólk verður
oft að sætta sig við ósann-
gjarna leigu, ef það á yfirleitt
nokkuð að fá. Það er neyðin,
sem veldur þvi, að fólk greiðir
kannski 10-15 þúsund fyrir
húsnæði, sem ekki væri nema
6-7 þúsund króna virði. Nei,
þau eru ekkert búin að fá enn
og eru búin að leita stanzlaust
i 2 mánuði.
reiknum með að komast af
með svona átta þúsund krón-
ur.
En ekki höfum við ráð á að
borga mikið fyrirfram. Tekjur
fjölskyldunnar eru um 50 þús-
und krónur á mánuði”.
:5.ja herbergja ibúð... Fyrir náð.
,yið erum hér tvær stúlkur,
sem ætlum að vera saman i
ibúð. Leitin að húsnæði hefur
nú staðið hálfan annan mánuð,
og við virðumst ekkert nær
takmarkinu. Þrisvar höfum
við auglýst, og eiginlega
aldrei fengið svar. Þó var einu
sinni boðið fram herbergi. Það
er eitt barn á okkar vegum, og
það er óhætt að segja, að i
sumum tilfellum virðist það
gera erfiðara fyrir með að fá
ibúð. Þó er þetta vel stálpað
barn."
/\ð byrja að leita!
„Við erum i leiguibúð og
eigum að fara út 1. des. Ibúðin
er 3ja herbergja. Við erum að
byrja að leita fyrir okkur, og
enn hefur ekkert boðizt. Við
höfum borgað sex þúsund kr. á
mánuði. Höfum tæp 30.000 á
mánuði að jafnaði.'’,
Nýflutt.
„Við erum tvö með eitt barn
á framfæri. Við erum að koma
utan af landi og verðum að
setja okkur niður hér vegna
breyttra starfshátta. Við höf-
um átt möguleika á einni ibúð
sem átti að kosta 9.000 á
mánuði og 70 þúsund fyrir-
fram. Þessi ibúð var tveggja
herbergja.
Við erum að hugsa um
tveggja herbergja ibúð og
Tvennt barnlaust auglýsir
eftir ibúð: „Við urðum að
flytja út 1. okt. Búum nú hjá
ættingjunum fyrir náð. Höfð-
um áður eitt herbergi. Fyrir
það þurftum við að borga 3.000
kr. á mánuði. Þessu herbergi
fylgdi þó ekki aðgangur að
eldhúsi og ekki aðstaða til
þvotta. Enn hefur ekkert boð-
izt sem hentaði.
Við skoðuðum til dæmis eina
2ja herbergja ibúð. Eigandinn
hafði þá fengið 10.000 kr. tilboð
og hálft ár fyrirfram. Okkur
var gefinn kostur á að bjóða i
ibúðina, en við hurfum að
sjálfsögðu frá.
Við vildum helzt ekki þurfa
að borga meira en 6.500 kr. -
7.000 kr. á mánuði fyrir 2ja
herbergja ibúð.
Tekjur okkar hjónanna eru
um 30 þús. kr. á mánuði”.
^Viðerum með fjóra krakka.
Tekjur mannsins mins eru
samanlagt — með öllum auka-
störfunum — um sextiu þús-
und á mánuði. Maður sér þann
mann aldrei. Við höfum leitað
og leitað að húsnæði og aug-
lýst nokkrum sinnum. En það
þýðir ekkert fyrir barnafólk
að auglýsa. Við verðum að
reyna að fljóta á klikuskapn-
um. Þetta erhroðalegt ástand.
Við eigum að fara út um miðj-
an þennan mánuð. — Borga?
Teldum okkur sleppa sæmi-
lega með 15 þúsund."
Þjóðviljinn rœðir við fólk sem
auglýsir eftir húsnœði
II
: :