Þjóðviljinn - 02.11.1972, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Skúli á Ljótunnarstöðum skrifar um sumardagskrá útvarpsins EIRÐARLEYSIOG ÓRÓI 1 vor er leið, var einhverntima veriö að jagast út af þvi i Morgun- 'blaðsleiðara, að rikisstjórnjn og útvarpsráð, hefðu uppi tilburði i þá átt, að afkristna þjóðina. Þessu til sönnunar var á það bent, aö fækka ætti eitthvað messu- gjörðum á stórhátiðum, frá þvi sem verið hefði. Það er litið, sem hundstungan finnur ekki. Ég man nú ekki lengur, hvort það var fyrir eða eftir birtingu þessa leiðara, að sá háttur var upptekinn hjá útvarpinu, að láta morgunútvarp á sunnudögum byrja hálftima fyrr, en tiðkazt hafði. Og það sem meira var, þetta morgunútvarp hófst með helgistund. Og það sem er enn meira, sjálfur biskupinn annast um þessa helgistund. Þessi helgi- stund biskupsins, væri ekki margra fiska virði, ef hún slagaði ekki nokkuð upp i brottfall þeirra messugerða sem Morgunblaðið hélt i vor, að myndi afkristna þjóðina. Raunar hefst þessi helgistund oftast á söng, svo nöturlegum að hrökkva myndi langdrægt til þess að afkristna heila þjóð, ef vak- andi væri. En sennilega er guð svo miskunnsamur, að lofa meginþorra þjóðarinnar að sofa, meðan biskupinn fremur sitt helgihald. Það er galli á okkar ágæta bisk- upi, sem hann að visu fær ekki við gert, að þegar hann upphefur raust sina, er hún með slikum hryggðarblæ, að maður fær hjart- slátt og hrekkur i kút, og manni finnst, sem hann ætli, að fara að herma frá válegum tiðindum, t.d. skipsskaða, eða flugvélarslysi, jafnvel tilkynna lát guðs. ~~ En manni léttir fyrir brjósti og hjartað slær aftur eðlilega, þegar maður heyrir, að ekkert hefur komið fyrir, guð er ekki dáinn, þvi það er einmitt verið að biðja hann um að láta ekkert óþægilegt koma fyrir. Svo kemur guðspjall dagsins, og svo kemur aftur bæn og guð- spjöllin standa alltaf fyrir sinu og svo kemur aftur bæn og svo kemur aftur þessi leiðinlegi söng- ur og þar með er þetta búið og hið veraldlega útvarp tekur við. En hérna á dögunum gerði út- varpið mér verulega hverft við. I hádeginu i þann mund, sem frétt- ir áttu að hefjast, var farið að spila einhverskonar sorgarhljóm- list, sem ég kannaðist við að hefði verið leikin áður, þegar válegir atburðir höfðu gerzt. Og þetta ætlaði engan enda að taka. Mér flaug i hug, að Bretar hefðu siglt niður eitthvert islenzkt skip, eða flugvélaræningi hefði grandað einhverri Loftleiðavélinni. Loksins kom svo skýringin. Ás- geir Ásgeirsson, fyrrverandi for- seti var látinn. Þjóðin kann áreiðanlega að meta og virða sinn látna forseta, þótt hún hefði ekki verið hrædd að ófyrirsynju með sliku spilverki og væri með ólik- indum, að slikt hefði verið hinum rólynda og dagfarsprúða forseta að skapi. Hitt var svo annað mál, aö vel fór á þvi að spila eitthvert sorgar- lag eftir að lát forsetans hafði verið tilkynnt. Útvarpið hefur löngum verið okkar almanak og klukka. Af ýmsum liðum dagskrárinnar, auglýsingum og fréttum, höfum við skynjað hvar við höfum veriö staddir i timanum. En með stytt- ingu vinnudagsins hefur allt timaskyn okkar gengið úr skorð- um og komizt á ringulreið. Allt er komið á fleygiferð, rétt eins og sjálft þyngdarlögmálið hafi gufað upp. Það er mánudagurinn, sem einna helzt gæti minnt á hvildar- dag. Þá eru það einkum kaupa- héðnar og hið opinbera sem eru á ferð i auglýsingatimum útvarps- ins og fréttir af innbrotum og bil- slysum og fylliríi eru ekki mjög áberandi. A miövikudögum og jafnvel á þriöjudögum finnur maður á sér að skammt muni til næstu helgar. Þá er farið að auglýsa föstudagsböllin, þar sem hljómsveitir með hinum furðu- legustu nöfnum eiga að leika fyrir dansi. Siðan færist auglýsingahriðin jafnt og þétt i aukana, unz hún nær hámarki á föstudag. A laugardagsmorgna heyrum við svo i fréttum útvarpsins, hvernig menn hafa byrjað sitt langa helgarfri, innbrot, mikil ölvun og ölvun við akstur. Sá grunur læðist að okkur, að þeir séu grátlega margir, sem ekki kunna aö hagnýta sér hina góðu gjöf, styttingu vinnudagsins. Laugardagsdagskrá útvarpsins er svo miðuö við þaö, að hún geti orðið iðjulausu fólki til nokkurrar afþreyingar og er það út af fyrir sig guðsþakkarvert. Svo kemur sunnudagurinn, meö biskupinn, og aðra kennimenn, andlega tón- list og ýmislegt fleira, er gæti orðið til sálubótar þvi fólki, sem tekið hefur á sig þann kross, að vinna ekki nema þrjátiu og fimm klukkutima á viku hverri. En við sem vinnum jafnt alla daga vikunnar, hlökkum til mánudagsins. Hann er okkar andiegi hvildardagur og við vikj- um svolitið við orðum Steins Steinarrs og segjum: Mánudagur og lifið gengur sinn gang. Það hefur verið óvenjumikið eirðarleysi og óróri i þjóðinni á þessu liðna sumri. Hún hefur þeytzt um landið þvert og endi- langt i sumarleyfum sinum meir en nokkru sinni fyrr. Hún hefur ferðazt til útlanda i miklu striðari straumum, en nokkru sinni fyrr og hún hefur dansað þrjár nætur af hverjum sjö i viku hverri á brostnum rekstrargrundvelli at- vinnuveganna, að þvi er okkur er sagt. Og þyturinn af þessum þeytingi berst okkur i hinum afskekktu byggðum, gegnum hátalara út- varpstækjanna. Við spyrjum i okkar fávisi: Hvernig stendur á þessum ósköp- um? Er þetta kannski riksistjórn- inni okkar að þakka eða kenna, svona eftir þvi hvernig á það er litið? Hefur fólkið notað kjarabæt- urnar, sem það hlaut i fyrravetur til þess að bregða á leik, meir en áður hefur tiðkazt, fyrst þvi tókst að nudda fram af sér viðreisnar- beizlinu. En við lofum guð fyrir að standa utan við þetta allt saman. Við höfum heldur ekki yfir neinu að kvarta. Sumarið hefur verið okkur gjöfult. Grasið, sem á jörðinni grær, er okkar kjarabót, okkar viðreisn. Margt hefur að visu verið i þessari sumardagskrá, sem ekki vitnar um hraða timans. Þó hafa flestir þáttanna um dag og veg vitnað um þennan hraða. Mörg- um hefur orðið ærið skrafdrjúgt um skákeinvigið mikla og ýmsir hafa nefnt landhlegismálið. Undir haustið fóru menn svo að venju að velta vöngum yfir vandræðabarni þjóðarinnar, landbúnaðinum, og mun erindi Björns Matthiassonar hafa orðið kveikjan að þeim orð- ræðum, en það heyrði ég þvi miður ekki. Ingi Tryggvason svaraði honum að visu nokkru siðar, með góðum rökum, en hefði þó mátt vera beinskeyttari. Þá minnist ég þess, að ein- hverntíma var einhver, að jagast út af þvi, að birzt höfðu i sjón- varpi og i Þjóðviljanum myndir af einhverjum húsum og að hval- veiðibátur heföi verið tekinn leigunámi og likti þessu við flug- vélarán og önnur hryðjuverk, framin i útlandinu. En af þvi, að mér verður alltaf minnistæðara það sem vel er gert, en hitt, sem fer miður vel úr hendi, man ég bezt eftir þrem þáttum, sem Einar Bragi flutti i vor, og eftir þætti, sem fluttur var af húnvetnskri bóndakonu, einhverntima snemma i sumar. Og fannst mér þetta allt ágætt á að hlýða. Árni Gunnarsson er eins og rjúpan. Hann skiptir um lit eftir árstiðum. Hann kvaddi hér á dög- unum i þætti sinum Mál til með- ferðar og heilsaði svo i nýjum þætti eða þætti með nýju nafni, næsta sunnudag og nefnist sá Fréttaspegill og virðist vera svip- aður þeim er hann áður hafði og andaðist á haustnóttum. Hann hefur viljað hafa sinn spegil, eins og sá sem hefur þann er um er- lendu málefnin fjallar og Gunnar Eyþórsson sér um. Annars virðist það æ vera að færast i aukana að heimafólkið á Skúlagötu 4, sjái um efni i dag- skrána. En á þessu sumri hraðans og eirðarleysins, hafa kvöldvök- urnar eða sumarvökurnar eins og þær nefnast á útvarpsmáli orðið manni helzt til hvildar og hress- ingar. Minnisstæðast af þeim vett- vangi verður mér erindaflokkur Benedikts frá Hofteigi, Vopnfirð- ingar á Fellsrétt. Héraðið og fólkið sem þar hefur lifað og starfað stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. P?n ógleymanlegastur verður manni þó Jósep á Felli þegar hann stendur i hlaðvarpanum og sigar hundrað hundum á hesta réttarmanna, sem komnir eru i túnið. Þvi var það að þegar Valdimar Lárusson var að lesa Dalafólk Guðrúnar frá Lundi, fannst okkur, sem að Jósep á Felli væri þar kominn, sigandi hundrað hundum á útvarpshlustendur. I-iefði þó verk Guðrúnar átt skilið aðra og skárri meðferð en slikan þjösnaskap. Svo er það að endingu hug- leiðing Sverris Kristjánssonar, Fögur er hliðin. Það eru ekki einungis, máltöfr- ar Sverris og hinn ljóðræni blær, sem verður okkur ógleymanlegur heldur einnig boðskapurinn svo augljós og einfaldur að okkur sést yfir hann i daglegri önn. Það eru ekki hin tiginbornu fjöll, sem fá Gunnar til að snúa aftur, heldur hinir bleiku akrar og slegnu tún. Það er notagildi landsins, sem verður þyngra á metunum, en hitt, sem er aðeins fyrir augað. Og þannig er þetta enn þann dag i dag. Sú náttúruvernd, sem aðeins er fyrir augað, verður aldrei i askana látin. Þegar skammvitrir menn, langlærðir, fara hamförum og flytja þjóðinni þann fagnaðarboð- skap, að hún eigi að draga saman landbúskap og kaupa búvörur frá örðum þjóðum, er kominn timi til að spyrna við fótum og segja, hingað og ekki lengra. Þeir timar gætu komið að fisk- urinn yrði frá okkur tekinn og þá, gæti jafnvel svo farið, að sjálft landið, með sinar hliðar, dalir þess og strendur, með sinum bleiku ökrum og slegnu túnum, reyndust. þjóðinni „lifsvonin eina”. SIGURÐI ÞÖKKUÐ MIKIL STÖRF Flokksráðsfundur Al- þýðubandalagsins, sem haldinn var um fyrri helgi samþykkti að senda Sigurði Guð- mundssyni, fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans, skeyti þar sem honum voru færðar þakkir fyrir mikilsverð störf við rit- stjórn Þjóðviljans. Skeytið er svofellt: Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn í Kópavogi 20. okt. 1972 sendir Sigurði Guðmunds- syni hlýjar kveðjur og þakkir fyrir framúrskar- andi fórnfúst og gæfuríkt starf við ritstjórn Þjóðvilj- ans allt frá upphafi blaðs- ins. 14. til 16. okt. 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.