Þjóðviljinn - 02.11.1972, Side 10

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Kdgar Snow með Maó i Jenan 1926 Ný bók eftir Edgar Snow: Nixon: kannski ekki eins svikull og hinir? Maó kann betur við Nixon en kratana Maó Tse-tung, sem i ýmsum kínverskum söngvum er kallaður „stýrimaðurinn mikli", kýs heldur að eiga við- skipti við menn eins og Nixon forseta en sósía Idemókrata og endurskoðunarsinna. Hann segir að siðar- nefndir hafi nefnilega þá áráttu að breyta um afstöðu þegar þeir eru búnir að fá völd í sinar hendur. Eða svo segir i bók einni sem nýlega er komin út og Edgar Snow hefur samið, þekktur sérfræðingur i málum Kina, góðvinur Maós for- manns, nýlega látinn. Bókin heitir „Byltingin langa"og geymir nokkur viö- töl bæði við Maó og Sjú En-læ. Gefur hún meðal annars nokkra innsýn i það, af hverju Kinverjar ekki tóku þátt i Indókinastyrjöldinni á s.l. áratug, þrátt fyrir margar spár bandariskra framámanna þar að lútandi. í viðtali við Snow árið 1965 segir Maó meðal annars, að kinverskir herir muni þvi aðeins halda yfir landamæri landsins, að Bandarikjamenn ráðist á Kina. Auk þess er það haft eftir Maó um þetta tima- bil, að Kinverjar hafi allt of mikið að gera á heima- vigstöðvum til að skipta sér af striðinu, ennfremur sé það þeirra meginregla, að styðja að visu byltingarhreyfingar, en aldrei með innrásum. Að þvi er varðar saman- burðinn á Nixon og sósialdemókrötum, þá kemur hann fram i lýsingu Snows á þvi, hvernig Pekingheimsókn Nixons var til komin. Eftir þessu hafði Sjú En-læ þegar gefið það til kynna við Snow árið 1969, að Nixon og ráðgjafi hans gætukomið til Peking til að ræða um framtið Tævan. Þá barst ekkert svar frá Hvita húsinu, og eftir að Banda- rikjamenn gerðu innrás i Kambodju árið 1970 munu Kinverjar hafa ályktað sem svo, að einskis svars væri að vænta frá Bandarikjamönn- um. En svarið kom samt sem áður ekki löngu siðar. Og bréf- berinn var þá — árið 1970 — enginn annar en einræðis- herra Pakistans, Jahja Khan. 1 bréfi, sem hann afhenti þá i Peking, lýsti Nixon sig reiðu- búinn til að senda Henry Kissinger á undan sér til að reifa Tævanmálið. t umræðu um væntanlega heimsókn frá Washington á Maó að hafa sagt á þá leið, að Nixon kunni„að vera maður svikull, en kannski ekki alveg einsslæmur og aðrir”. Og þótt hann geti verið harður i horn að taka, áleit Maó, þá á hann til mildar hliðar. Jahja Khan og Pakistanir höfðu miklu hlutverki að gegna við að koma á Peking- heimsókninni. Þessi stað- reynd skýrir að verulegu leyti hvers vegna Bandarikjastjórn tók jafn harða afstöðu gegn Indlandi og raun ber vitni i striðinu um Bangladesh: Nixon átti Khan og hans mönnum skuld að gjalda. En það sem Snow telur mestu ráða um það, að saman dró með Bandarikjamönnum og Kinverjum, var, að Banda- rikin voru reiðubúin orðin til að viðurkenna að Tævan væri óaðskiljanlegur hluti af alþýðulýðveldinu. Sæljón með griptöng í trýninu. Það kafar dýpra en mennskir kafarar. Grindhvalurinn er alveg nógu greindur til að veiða sokkið tundurdufl úr sjó. Mark Spitz selur medalíurnar Ekki leið á löngu frá þvi að Mark Spitz hafði unnið fágæt af- rek i Miinchen þar til hann var kominn i bandarlskan sjóbisness. Spitz, sem hefur verið við nám i tannlækningum, tók að sér að draga visdómstönn úr þeim gamla fimmaurabrandarakarli, Bob Hope, i 10 minútna sjón- varpsþætti. Hlýtur hann koss ágætan að launum, eins og myndin sýnir — og þar fyrir utan skitnar 750 þúsund krónur, eða sem þvi svarar. Kvikmyndafyrirtækin Colum- bia og Metro-Goldwyn-Mayer hafa i hyggju að semja við Spitz um kvikmyndaleik og veifa um, 100 þúsund dollurum. En Spitz á ekki að synda i kvikmyndum eins og gerði fyrirrennari hans, sund- kappinn Johny Weissmuller, sem| árum saman lék Tarzan i herfi-( legum myndum. Kvikmynda- kóngar hafa vist i huga að gera Spitz að nýjum James Bond. Sœkvikindi í herþjónustu: Sæljón og hvalir kafa fyrir flotann Það er ekki nýtt að dýr séu þjálfuö til starfa sem hafa hernaðarlega þýðingu. Og nýlega hefur bandariski flotinn tekið i þjónustu sína sæljón og grindhvali. Dýr þessi eru þjálfuð með það fyrir augum að ná upp af hafs- botni ýmsum málmhlutum — til dæmis tundurskeytum — sem flotinn hefur af einhverjum ástæðum misst i sjóinn. Við trýni þeirra er fest sjálfvirk griptöng, og við hana taug sem liggur upp á yfirborðið. Sæljónin eða hvalirnir kafa siðan niður eftir þvi sem til er ætlazt, festa á viðkomandi hlut griptöngina og láta svo þjálfara sina um að hifa þá um borð. Sækvikindi þessi eru miklu hag- stæðari leiguhermenn en mann- fólk. Þau geta kafað miklu dýpra en kafarar (sem varla komast niður fyrir 190 metra) — sæljón leika sér að þvi að fara niður á 250 metra dýpi og grindhvalur kemst niður á meira en 700 metra dýpi. Og þau krefjast ekki annarrar umbunar , en magafylli af siid. Eins og fyrr segir eru dýr engir nýliðar á vigvöllum. Filar voru skriðdrekar fornaldar. Hestar tryggðu Húnum sigur yfir Ger- mönnum. Bréfdúfur fluttu meira en 100 þúsund skilaboð i styrjöld Frakka og Þjóðverja árið 1870-71. Og nú siðast hafa Bandarikja- menn þjálfað gæsir til varðgæzlu i Vietnam (rétt eins og Rómverjar hinir fornu) — og ennfremur hafa þeir þjálfað höfrunga i þvi að leita uppi froskmenn og granda þeim.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.