Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2(i. nóvcmber 1(172 Móóir ofí sonur i nýjustu mynd Louis Malle sem sýnd verður i Háskólabiói á morgun. [kvikmyndirj SKEMMTILEG SIFJASPELL Mánudagsmyndir Há- skólabiós hefjast aö nýju á morgun, nú þegar Guöfar- irinn hefur fengið hvíldina. Sýnd veröur franska mynd- in ,,Sorg í hjarta", en hún haföi áður verið sýnd tvo mánudaga, og eru þetta því síðustu sýningar. Myndin gerist i Irönskum smá- bæ árið 1054. „Þetta ér eitt aí þýð- ingármeslu ártölum mannkyns- sögunnar”, segir leikstjórinn Louis Malle. „Það var þá sem öll Veslur-Kvrópa varð að viður- kenna að (iiap hershölðingi væri snjallari en allir frönsku hers- höi'ðingjarnir lil samans, að ó- sigurinn i Dien Hien I’hu var eng- in tilviljun. Að Kvrópa og þá sór- staklega Krakkland væri ekki lengur iixull heimsins. Það var sérstaklega erl'itt lyrir okkur Kransmenn að skilja þetta. Við skildum það aldrei, en við neydd- umst til að viðurkenna það sem gerðist”. Með nokkrum einl'iildum atrið- um hel'ur Malle endurvakið and- rúmslolt þessa tima. Hilgerðir, kheðnaður og upplýsingar um at- burði liðandi stundar fimasetja myndina mjiig nákva'mlega. Kn hér kemur fleira til. I lýsingu sinni á elnaðri heknisfjölskyldu heppnast honum að draga upp mvnd af borgaralegum lilsvenj- um sem eru bundnar ákveðnu timabili. Og Malle lýsir upphaf inu að endalokum hinnar borg- aralegu hugmyndafræði. lyrstu upplausnarmerkjunum og efa- semdunum um viðurkennd verð- mæli. Að hans áliti er það á þess- um tima sem allt byrjar. Kull- orðna lólkið i mvndinni tekur falli n\lenduveldisins hnerðum og hræddum huga. en unga fólkið hetur sér látf finnast um hin gömlu „verðmæti”. Iljónaband foreldranna ber einnig svip upplausnar. Við matarborðið er allt öruggt, slétt og lellt ylirborðið. Kn þess utan er aðra sögu að segja. Kn tiðarandinn og umhverfis- lýsingin er aðeins ramminn um eiginlega sögu myndarinnar. llún fjallarum yngsta son læknishjón- anna. Laurent, löáraað aldri, og kynlerðisþroska hans. Við sjáum i fjölmörgum atriðum. flestum dýrlega skemmtilegum, hvernig hann smám sam an kynnist leyndardómum lifsins. Samband hans við móður sina halði alla tið verið ástúðlegt og eitt sinn haga atvikin þvi þannig að þau hafa mök saman. Þetta er i rauninni vigsla Laurents inn i kynlifið. Hann er fullorðinn. Mönnum gæti kannski dottið i hug án þess að sjá myndina, að hér væri eitthvað voðalegt á ferð- inni, en það er mesti misskilning- ur. Þessi sifjaspell, sem ollu ó- hemju fjaðrafoki áðuren myndin var Irumsýnd, eru svo eðlileg og sjálfsögð i sinu rétta samhengi i myndinni. að hún ætti ekki að hneyksla neinn. Atriðið er snilldarlega unnið. eins og reynd- ar myndin öll. Svolitið er ótrúlegt þó. hversu létt strákur syndir i gegnum þetta allt. en Malle lætur gamanið alls staðar sitja i fyrir- rúmi. í Frakklandi verða öll kvik myndahandrit að fara i gegnum svokallaðan „fyrsta censur”, þ.e. hljóta samþykki opinberra aðila áður en hægt er að hefjast handa um kvikmyndagerðina. Og Malle fékk algjöra synjun i fyrstu til- raun. Sifjaspell, nei takk... Hann fór þvi i kringum lögin og efndi til fransk- italsk- þýzkrar-samvinnu um gerð myndarinnar og þannig gat hann komið henni á almennan markað, og hún hefur alls staðar verið sýnd við góðan orðstir. „Eiginlega lit ég ekki á hið opin- bera eftirlit (censur) sem hættu- legl lyrirbæri. Það er alltaf hægt að fara i kringum það. Hið hættu- lega er „sjálfscensurinn”: er maður fer sjálfur að taka tillit til þessa og hins. Allt slikt var fjarri mér i „Sorg i hjarta”. Myndin er eins og kafli úr lifi minu, eitthvað sem ég varð að gera. Ég skrifaði þessa sögu i striklotu. Bræður minir eru ekki neitt sérlega hrifn- ir... Kn öll vandamálin við gerð myndarinnar eru nú i dag bros- lega litilf jörleg. Myndin hefur slegið i gegn. En hefði hún mis- heppnazt hefði ég kannski nú ver- ið hugaðasti kvikmyndahöfundur Frakklands... sem þorði að fjalla um sifjaspell eftir að allir siðferð- ispostular höfðu sagt nei. Kf til vill er ég hugrakkur þegar öllu er á botninn hvolft: ég hef nelnilega lagt feril minn að veði með þessari mynd. Ég hefði aldrei látið hana ógerða”. Malle og Luis Bunuel eru miklir vinir og Malle kallar gamla manninn „k vikmyndapabba ” sinn. „Bunuel lizt ekkert á Sorg i hjarta” sagði Malle. „Hann kom til okkar einn dag og fylgdist með upptökunni á sifjaspjallaatriðinu. Ilann sagði undireins við mig: „Ég verð ekki hrifinn af þessari kvikmynd”. Mér reyndist næst- um ómögulegt að fá hann til að sjá myndina lullgerða. En á eftir var hann mjög æstur og sagði: „Ég var nú eiginlega búinn að ákveða að gera ekki fleiri kvik- mvndir. Kn ég hef skipt um skoð- un. Ég ætla að gera eina: Mater purissima (Hin hreina móðirl”. Þess má geta. að Háskólabió mun sýna aðra mynd eltir Louis Malle á mánudagssýningum, Calcutta. heimildarmynd frá Ind- landi gerða á árinu 1968. Ég mæli mjög eindregið með þessari mynd i Háskólabíói á morgun. hún er ekki par sorgleg þótt hið islenzka heiti hennar gæti gefið það til kynna. heldur eins og áður sagði leikandi létt og bráð- skemmtileg. Lea Massari og Beoit Ferreux i hlutverkum sínum. Þ.S.tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.