Þjóðviljinn - 26.11.1972, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudat'ur 2«. nóvember 1972
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir ingimarsson
Uitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 <5 linur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prcntun: Blaðaprent h.f.
STÖMÍLM Á RÉTIINUM
Á morgun hefjast hér i Reykjavik við-
ræður islenzkra og brezkra ráðherra um
landhelgisdeiluna. Um sex vikur eru nú
liðnar siðan embættismannaviðræðunum
lauk, en árangur þeirra var enginn sem
kunnugt er.
Allan þann tima sem siðan er liðinn
hafa Bretar haldið áfram veiðiþjófnaði i
islenzkri landhelgi og virðast nú við upp-
haf nýrra ráðherraviðræðna gerast jafn-
vel enn ósvifnari, og má þar hafa i huga
áráshóps brezkra togara á islenzka fiski-
báta nú i fyrradag út af Húnaflóa.
Vel má vera, að Bretar telji vænlegustu
leiðina til samninga þá, að tæta i sundur
veiðarfæri islenzku bátanna og grýta sjó-
menn okkar á miðunum. En þarna fara
þeir viltir vegar. Nær lagi væri að ætla, að
aukið ofbeldi af hálfu Breta muni leiða til
þess, að ekki verði við þá talað, hvað þá
heldur við þá samið um nokkra eftirgjöf.
í þessu sambandi má hins vegar minn-
ast ummæla Ólafs Jóhannessonar, for-
sætisráðherra á alþingi i haust þar sem
hann sagði, að það helzta sem Bretar gætu
gert til að greiða fyrir samningum væri að
draga togara sina út úr islenzku landhelg-
inni meðan viðræður stæðu yfir.
Þetta hafa Bretar ekki gert, heldur
magnað ofbeldisaðgerðir á miðunum.
Því er stundum haldið fram hér innan-
lands, að mikil nauðsyn knýi okkur til að
ná einhvers konar samkomulagi við Breta
sem allra fyrst. Þessi áróður er ekki i
samræmi við þjóðarhagsmuni íslendinga.
Það sem skiptir máli er ekki, hvort
samningar takast nú, heldur um hvað
verði samið. Ef Bretar vildu viðurkenna
óskoraðan rétt okkar til 50 milna landhelgi
að loknum samningstima bráðabirgða-
samkomulags, þá gæfi slikt vissulega
svigrúm til að veita þeim nokkurn frest til
að aðlaga togaraútgerð sina nýjum að-
stæðum. En þannig liggur málið ekki fyrir
af Breta hálfu.
Við viljum rifja upp þau atriði, sem
samningamenn Islendinga hafa staðið á i
öllu þessu þófi, en helzt þeirra eru:
1. Allir stærri togarar Bretanna hverfi af
miðunum innan 50 milna nú þegar.
2. Engin minni skip fái hér veiðileyfi,
nema þau hafi verið hér við veiðar sið-
ustu árin.
3. Bretar veiði aðeins á fáum skýrt af-
mörkuðum svæðum og aðeins hluta úr
ári á hverju svæði.
4. íslendingar hafi einir með höndum
framkvæmd samkomulagsins.
5. Undanþágurnar til Breta gildi aðeins til
1. júni 1974.
í embættismannaviðræðunum neituðu
Bretar að ræða nokkuð annað en það atr-
iði, sem lýtur að veiðisvæðum. Rikisstjórn
íslands gaf þvi út tilkynningu um það,
þann 24. október siðast liðinn, að hún teldi
ekki grundvöll til framhaldandi viðræðna
nema Bretar breyttu afstöðu sinni að
þessu leyti og lýstu sig reiðubúna til að
ræða önnur atriði.
Þetta hafa Bretar nú gert og þess vegna
verða þessar ráðherraviðræður hafnar á
morgun.
Á hitt er svo að lita að fyrirfram liggur
ekkert fyrir um, hvað nýtt kann að vera á
bak við viljayfirlýsingu brezku stjórnar-
innar um að ræða nú hluti, sem þeir áður
vildu ekki tala um.
Reynist þeir ekki vilja viðurkenna rétt
okkar frekar en áður, verða þessar við-
ræður tæplega langar og getur orðið langt
að biða næstu tilraunar til samninga.
Þjóðviljinn vill taka undir ályktun þings
Alþýðusambandsins um landhelgismálið,
en þar segir:
„Þingið varar við allri undanlátssemi i
málinu nú, þegar hálfur sigur er unninn.
Þingið heitir stjórnvöldum fullum stuðn-
ingi við þá meginstefnu, að hvergi verði
látið undan ofbeldi Breta og Vestur-Þjóð-
verja i þessu lifshagsmunamáli þjóðar-
innar og lýsir jafnframt yfir þvi afdráttar-
lausa áliti sinu, að samningar við þessa
aðila nú komi ekki til greina, nema þeir
byggist á sömu grundvallaratriðum og
samningar þeir, sem rikisstjórnin hefur
þegar gert við Belga”.
Alií þinfrs Sumlxuids islrnzkra nafix'dna og Sainlxuuis íslcnzlmi sveitaiýelaga:
SAMEEMNG DRE3FEVATNA
RAFMAGNS
Fulltrúar Sambands
islenzkra rafveitna boðuðu
til blaðamannafundar
ásamt fulltrúum Sambands
islenzkra sveitarfélaga á
föstudag, til að kynna
meginniöurstöður ráð-
stefnu um uppbyggingu
raforkumála, sem þessir
aðilargengust fyrirnýlega.
Háftslelna þessi fjallabi um
þingsályklunarlillögu iönaöar-
ráöherra. Magnúsar Kjartans-
Dialdið beið
ósigur
LONDON 211/ II. thaldsstjórn
Edwards Heaths i Englandi beih i
gær stærsta ósigur sinn i at-
kvæðagreiðslu i brezka þinginu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
og EBE-andstæðingar úr öðrum
flokkum greiddu atkvæði gegn
nýjum innflytjendalögum stjórn-
arinnar. Frumvarpið var fellt
með 275 atkvæðum gegn 240.
Þessi ósigur stjórnarinnar mun
þó ekki valda stjórnarkreppu á
Bretlandi, en veikir samt stöðu
stjórnarinnar, einkum jneð tilliti
til aukakosninga sem fara eiga
fram i tveimur kjördæmum i
næsta mánuði.
Andstaðan gegn innflytjenda-
frumvarpinu stafar fyrst og
fremst af þvi, að nú S að veikja
réttindi gömlu sam veldisland-
anna en auka þess i stað réttindi
fólks frá hinum nýju bandalags-
rikjum Bretlands i EBE.
sonar. um raforkumál. sem lögð
var fram á siðasta alþingi.
A ráðslelnunni var fjallað um
ályklunina i 5 umræðuhópum. en
lormenn umræðuhópanna settu
saman drög að meginályktun
ráðsfefnunnar. en siðan Ijallaði
stjórn Sambands islenzkra
rafveitna (SÍK) um niður-
stöðurnar og gerði á þeim
smávægilegar breytingar.
Meginniðurstaða ráðstefn-
unnar hljóðar svo:
Inngangur
1. Markmið raforkuiðnaðarins
eru að tryggja næga og sem
ódýrasta ralorku af viðunandi
gæðum til allra notenda. og að
orkubúskapur þjóðarinnar
verði rekinn með hagkvæmni
þjóðarheildarinnar fyrir aug-
um. Viðræður skulu teknar upp
milii eigenda raforkufyrir-
tækja um sameiningu þeirra i
stærri einingar. þar sem hag-
kvæmt er talið. Skal hún grund-
vallast á frjálsum samningum.
framlögum aðila og mati á gildi
markaðarins. Samtök sveitar-
félaga og iðnaðarráðunevtið
beiti áhrifum sinum til að
stuðla að framgangi málsins.
2. Skipting landsins i svæði
markast af aðstæðum á hverj-
um stað. Ilugsanleg framtiðar-
skipan er skipting i eftirtalda
landshluta: Norðurland.
Vesturland. Reykjanes, Suður-
land, Höfuðborgarsvæðið.
Vestfirði og Austurland.
:i. Tekju Orkusjóðs skulu auknar
umíram það. er um getur i 08.
gr. Orkulaga, með almennum
orkuskatti er komi i stað nú-
verandi verðjöfnunargjalds og
leggist á siðasta sölustig
orkunnar. Kemur til álita, að
framlag til raforkukerfisins
verði bundið við skattgjald af
raforkusölunni einni.
Þess má geta að lulltrúi
Kafmagnsveitna rikisins i stjórn
SÍK. Valgarð Thoroddsen, lagði
til að tveim siðari liðum
inngangsins yrði sleppt.
Afram segir i megináliti
ráðstefnunnar:
Raforkuvinnsla
1. Meginstelnan sé, að orku-
vinnslulyrirtæki séu sameign
sveitarlélaga og rikis, eða i
eigu sveitarfélaga eða
sameignarlelaga þeirra. Fyrir-
tækin skulu hafa sérstaka
st jórn
2. Tryggt skal að meiri hluti i
stjórn orkuvinnslufyrirtækjasé
búsettur- á orkuveitusvæði við-
komandi fyrirtækis.
:i. Við val á mannvirkjagerð til
raforkuvinnslu og aðalflutnings
ber að láta hagkvæmni- og
örvggissjónarmið ráða. Stefna
ber að samtengingu raforku-
vera og orkuveitukerfa.
Samtengingar komi til fram-
kvæmda. þegar þær eru hag-
kvæmari en aðrir valkostir til
orkuöflunar eða tryggja betur
öryggi.
4. Koma skal á fót samstarfs-
nefnd landshlutafyrirtækjanna
varðandi orkuvinnslu og sam-
rekstur.
Þarsem hagkvæmt telst. getur
sama ívrirta’ki annazt bæði
raforkuvinnslu og dreifingu.
6. Stefna ber að sömu
heildsölugjaldskrá innan hvers
landshluta.
Við (i. lið þessarar tillögu vildi
V'algarð Thoroddsen láta bæta
eftirfarandi: Ensiðar verði stefnt
að sameiginlegri verðskrá á öllu
landinu.
Þriðji hluti meginályktunar
þingsins hljóðaði svo:
Raforkudreifing
1. Unnið skal að þvi að allar
dreifiveitur verði eign sveitar-
félaga eða sameignarfélaga
þeirra.
2. Stefnt skal að sameiningu
dreifiveitna i stærri einingar,
þar sem hagkvæmt þykir.
Stærð slikra fyrirtækja er háð
landfræðilegum og félagsleg-
um mörkum. sem þurfa ekki að
falla að mörkum orkuvinnslu-
svæða.
:i. Þær dreifiveitur i strjálbýli,
sem eru fjárhagslega
óhagkvæmar, fái óafturkræf
stofnfjárlramlög úr Orkusjóði,
sbr. 71. gr. gildandi Orkulaga.
Þær dreifiveitur. sem búa við
sérstaklega hátt heildsöluverð
raforku, fái verðjöfnunar-
greiðslur úr Orkusjóði til
niðurgreiðslu á smásöluverði.
4. Koma skal á samræmdri
smásölugjaldskrá (staðal-
gjaldskrá) fyrir allar veitur,
þannig að raunverulegur
samanburður fáist a orkuverði
til notenda.
Fyrsta grein þessa hluta
ályktunarinnar lagði Valgarð til
að hljóðaði syo:
Dreifiveitur skulu vera eign
rikis, sveitarfélaga og eða
sameignarfélag þeirra. Stefnt
skal að aukinni aðíld sveitar-
félaga að rekstri dreiliveitna i
eign rikisins.
— O —
Þess má geta i lokin að
smásöluaðilar rafmagns i landinu
eru nú 24 rafmagnsveitur.
Lög um raforku eru að stofni til
siðan 1946, en Orkulög þó siðan
1967. Orkumálaráðherra hefur
skipað nefnd. sem nú er
starfandi. til þess að endurskoða
Orkulögin. — úþ.
Ráðstefna um snáði
verkamannabústaða
Dagana 27. — 29. nóvember n.k.
verður haldin ráðstefna um
bvggingu verkamannabústaða á
vegum llúsnæðismálastofnunar
rikisins.
Til ráðstefnunnar er boðið
öllum stjórnum verkamanna-
bústaða. eða fulltrúum þeirra.
Káðstefnan verður haldin að
llótel Esju. og hefst klukkan 10
fyrir hádegi mánudaginn 27. nóv.
Sigurður E. Guðm undsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
málastofnunarinnar, setur
ráðstefnuna . en siðan flytur
llannibal Valdimarsson félags-
málaráðherra ávarp.
Á ráðstefnunni verður fjallað
um 10 málaflokka og eru þeir
þessir: 1. Fjármögnun
verkamannabústaða o.fl. 2. Lög
og reglugerð um verkamanna-
bústaði. 3. Áætlanagerð.
fjárhagsleg og framkvæmdaleg.
4. Starf framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar i Reykjavik,
5. Starf stjórnar Verkamanna-
bústaða á Sauðárkróki. 6. Mögu-
leikar á samræmingu eða
sameiginlegum framkvæmdum á
sama stað, á vissum svæðum, 7.
Sameiginleg efniskaup til
bygginga, 8. Hönnun ibúðarhúsa
meö tilliti til kostnaðar og fram-
kvæmdahraða. 9. Stöðlun i
ibúðarbyggingum. 10. Starfsemi
Húsnæðismálastofnunarinnar.
Þátttakendur i ráðstefnunni
munu heimsækja
Kannsóknarstofnun bygginga-
iðnaðarins að Keldnaholti, og
einnig heimsækja þeir
Framkvæmdanefnd byggingar-
áætlunar i Reykjavik og sitja að
lokum boð félagsmálaráðherra.