Þjóðviljinn - 29.12.1972, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Qupperneq 10
ÍO.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur 29. desember 1972 Þessar myndir éru meðal margra frægra sem komu I Life á sfnum tima. Efst: A friöardaginn I New York 1945 og Borgaravöröur Erancos. i miðjunni: Sveltandi barn f Biafra, Churchill að mála og hauskúpa hermanns á eyðilögöum skriðdreka (1943). Neðst eru myndir frá orustunni við Hue 1968 og af teiknibóluskvisunni Ritu Hayworth frá 1941. Myndablaðið volduga, sem sjónvarp sœrði til ólífis Bandaríska vikuritið Life var frægt um allan heim, og útbreiðsla þess var ekki lítil — 5,5 miljónir eintaka. Engu að síður var tap á þessu blaði, og var það lagt niður fyrir skömmu. Sumirtöldu þetta svipað áfall fyrir Bandarikin og að hætt væri skyndilega að framleiða rjómaís. Það var blaðakóngurinn Henry Luce sem skapaði Life og hafði meiri og viðtækari áhrif á blaðamennsku i heiminum en flestir aðrir. Hann skildi flestum betur framsókn myndarinnar á kostnað hins prentaða orðs; menn vilja sjá og vera sýndir, sagði hann. Hann lofaði að sýna i blaðinu „stórviðburði, sjaldgæfa hluti, menn við störf sín, skugga á tunglinu, konur sem menn elska og mörg börn”. Life var siðasta „risa- myndablaðið” sem enn hjarði, litprentað og á glans pappir — ekki annað en prentað sjónvarp. Stundum voru skrifaðar fyrir það merkar greinar, en áhrif þess byggðust fyrst og fremst á myndinni. Life byrjaði á þvi að segja sögur i ljósmyndum og réði til þess mjög fræga menn — sögur af spænska borgarastriðinu og af fæðingu barns (það hefti blaðsins var bannað i 33 borgum Bandarikjanna) , um fátækra- hverfin i Rio og um herra þess heims i Hvita húsinu, Kreml eða Kanslarahöllinni. En sjónvarpið vann á þess- um heimi með tæknilegum yfirburðum og aðgangi að enn stærra hópi fóiks. Auk þess gerði það myndablaðið ekki eins trúverðugt i vitund manna. A siðari árum var blaðið rekið með 30 miljón dollara halla. Keppinautar þess lognuðust út af hver af öðrum — Saturday Evening Post 1969 og Look 1971. Auglýsingasiður voru i fyrra 1000 færri en árið 1966 . Og þá skyssu sem úrslit- um réði gerðu ráðamenn Life einmitt þegar Saturday Evening Post hætti og þeir fengu i hendur hálfa aðra miljón áskrifenda þess. Þeir fóru að senda þeim blaðið ókeypis til reynslu — en þurftu að hækka um leið auglýsinga- verðið að miklum mun til að mæta auknum kostnaði. Einmitt þá gáfust auglýsendur upp i stórum hóp- um. Miklar bygginga framkvæmdir í sveitum Moskvu. — A undanförnum árum hafa stórfelldar bygg- ingaframkvæmdir átt sér stað i sveitahéruðunum i Sovétrikjun- um. A árunum 1967-1970 var t.d. lokið við smiði á byggingum, sem rúma fimm milljónir gripa og tekin i notkun hús, búin full- komnasta vélakosti, fyrir 7,4 millj. varphænur og 39 millj. kjúklinga. A sama tima hafa kornhlöður verið reistar sem rúma 6,6 millj. lesta af korni, skólahúsnæði fyrir liðlega milljón nemendur og ibúðarhús samtals 19,6 millj. ferm. að grunnfleti. I niundu fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir miklum bygg- ingaframkvæmdum til sveita; til framkvæmdanna eru áætlaðar nokkrir tugir milljarða rúblna. Ætlunin er að leggja sérstaka áherzlu á að koma upp á næstu árum stórum framleiðslu- og vinnslumið- stöðvum búvara: kjöts, mjólkurafurða og eggja. Togarinn Bjarni Ben. Fyrsti skuttogari Bæjarútgerð- ar Reykjavikur, sem hlotið hefur nafnið Bjarni Benediktsson og smiðaður er á Spáni, leggur af stað heimleiðis frá Spáni strax eftir áramótin. Togarinn er 969 lestir á stærð. Skipstjóri á honum verður Sigur- jón Stefánsson, sem v.erið hefur skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni. Ivar Eskeland hlýtur verðlaun Á siðastliðnu vori hlaut Ivar Eskeland hin svonefndu Bastian- verðlaun fyrir þýðingu sina á Det gode háb eftir William Heinesen. Verðlaun þessi veitir Norska þýð- endafélagið fyrir afburðaþýðing- ar. Hinn 11. nóvember s.l. voru honum veitt „Verðlaun prófess- ors Nikolaus Gjelsriks” fyrir sömu þýðingu og þess getið, að verðlaunin féllu honum i skaut fyrir „beztu bók ársins að máli og stil”. Bifreiðar á síma 32046 og 30764 Dregið var i Simahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra i skrifstofu borgarfógeta laugardaginn 23. desember. Vinningsnúmer eru: PEUGEOT-bifreið 304 árgerð 1973 kom á nr. 32046. VW F ASTBACK-1600 árgerð 1973 kom á nr. 30764. 70 aukavinningar: vörur eftir frjálsu vali, hver að upphæð 10.000 krónur. Svæðisnúmer: 91-11260, 91-12626, 91-12852, 91- 13392, 91-15691, 91-16473, 91-18097, 91-19022 91-20106 91-22022 91-26017 91-26038 91-30147 91-30823 91-30975 91-32210 91-33474 91-35304 91-35389 91-35422 91-36234 91-38198 91-38983 91-43239 91-43333 91-43336 91-43788 91-43986 91-51434 91-52268 91-53193 91-66253 91-81485 91-81598 91-81723 91-82664 91-82800 91-82872 91-82898 91-82996 91-83410 91-83908 91-83925 91-83941 91-85166 91-85167 91-85541 91- 86066 91-86068 91-86204 92-02584 92- 07457 92-07459 92-08155 93-01162 94-03050 94-03801 95-05199 96-11467 96-12164 96-12165 96-12396 96-21916 96-41395 96-41524 98-01308 98-01337 98-01341 98-01443 99-03210

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.