Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 1
. I Mótmæl afundur í Háskóla- bíói á morgun klukkan tvö Jóhann S. Hannesson Magnús Kjartansson Magnús Torfi ólafsson þórarinn Þórarinsson Eövarð Sigurösson Fjölmennið °g mótmælið kröftuglega loftárásunum Á gamlársdag — á morgun — verður haldinn i Háskólabiói mótmælafundur vegna loftárása Bandarikjanna á Vietnam. Ræðumenn: Jóhann S. Hannesson, fyrrverandi skólameistari Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- herra, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, formaður utanrikismálanefndar alþingis. Fundarstjóri: Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Fjölmörg félagasamtök standa að fundinum. Fjölmennið á mótmælafundinn i Háskólabiói á morgun klukkan tvö! Engiim brezkur togari innan landhelgi í gær Eftir aö brezkir togarahópar höfðu ógnað varöskipunum Ægi og óðni i fyrradag innan 5« mílna markanna fyrir austan hypjuðu þeirsig flestir úr landhelgi þegar i stað. Var ekki vitað um nema þrjá brezka togara út af Hvalbak siðdegis i fyrradag. Þá var ekki vitað um neinn brezkan togara innan 50 milna markanna i gær út af Austurlandi né annars staðar hér viö land, sagöi Hafsteinn Hafsteinsson i gær. Þá var brezka herskipiö Rhyl F 129 farið frá landinu, en það hélt sig i námunda viö brezku togar- ana er þeir gerðu sig liklega til þess að sigla á tvö varðskip, hver á fætur öðrum. Hafsteinn skýrði blaðinu nánar frá ásiglingu brezka togarans Brucella frá Fleetwood aftan á varðskipið óðin út af Austfjörö- um i fyrradag. Hafði óðinn verið að stugga við brezkum togurum um 4 sjómilum innán 50milna markanna milli kl. 11 og 12 um morguninn. Hifðu allir togararnir vörpuna inn og köstuðu strax aftur, þegar varð- skipið yfirgaf þá og hélt svo fram um sinn. Þegar varðskipið stuggaði við brezka togaranum Ross Rodney GY 34, og hann var að hifa inn vörpuna, kom Brucella H 291 á fullri ferð i átt að varöskipinu, og gerði sig liklega til að sigla á varðskipið. Var Brucella þá til- kynnt, að varðskipið myndi nota fallbyssur, ef togarinn reyndi ásiglingu. Brucella sigldi þá tvo hringi kringum Óðin en lónaði siðan frá þvi. Skömmu siðar kom togarinn á hægri ferð i átt til varðskipsins og virtist ekkert liklegur til að reyna ásiglingu, en varðskipið lét reka. Skyndilega sveigði togarinn að varðskipinu, og stefndi á skut þess. Varöskipið setti á fulla ferð áfram, en ekki tókst að forðast árekstur, og lenti stefni togarans skáhallt á skut varðskipsins meö þeim afleiðingum, að lunning varðskipsins bognaði inn og rifa kom i skammdekkið. Um miðjan dag i fyrradag kom brezka herskipið Rhyl F 129 á þessar slóðir og hélt sér skammt fyrir utan brezku togarana. Var það ætið fyrir utan 50 milna mörkin. Herskipið er 2800 tonn að stærð og hefur 235 manna áhöfn. Eftir þennan atburð hópuðust brezku togararnir i tvo hópa og eltu Ægi og Óðin sitt i hvoru lagi. Voru tiu togarar i hvorum hóp og gerðu sig liklega til þess að sigla á varðskipin.Hættu þó þeirri áreitni fljótlega. Skipherra á óðni er Sigurjón Hannesson og skipherra Óðinn i togaraflotanum út af Austfjörðum á Ægi er nú Höskuldur Skarp- héðinsson. Ekki urðu slys á mönnum eins og blaðið skýrði frá i gær, og gerðu varðskipsmenn á Óðni viö skemmdirnar til bráöabirgða. A miðvikudag klippti varðskip vörpuna aftan úr brezka togaran- um Benella frá Fleetwood, en á þeim togara er skipstjóri Harry Eddon, sem bjargaðist af tog- aranum Ross Cleveland. Fórst sá togari á Isafjarðardjúpi i febrú- armánuði 1968. Er hann nú meðal þvermóðsku- fyllstu landhelgisbrjóta á brezk- um togurum hér við land. Hélt hann á burtu frá landinu eftir klippinguna og er nú við veiðar nálægt Færeyjum. V öruskipt ahalli minni en í fyrra Borizt hefur yfirlit frá Hagstofunni um inn- og út- flutning á árinu 1972 til nóvemberloka. Samkvæmt þvi hefur vöruskiptajöfn- uðurinn verið óhagstæður um nálega tvo og hálfan miljarð króna og er það talsvert minni halli en árið áður. Inn hafa verið fluttar vörur á árinu fyrir 17,8 miljarða kr., en út fyrir 15,4 miljarða. 1 jan,—nóv. 1971 var innflutningurinn 16,3 mrð., en útflutningurinn 12,4 mrð. kr. Tekið er fram, að útflutningur á afurðum Albræöslunnar hafi numið 2,4 mrð. kr. á liöandi ári, en var i fyrra tæpl. 900 milj. Inn- flutningur til bræðslunnar nam um 1,3 mrð. kr. hvort ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.