Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 7
ÞJÖÐVILJINN — SJÐA 7 w t öllum þeim fjórum lýðveldum sem hér um ræðir,Hvitarússlandi, Litháen, Lettlandi og Eistlandi starfar Visindaakademia. t Hvitarússlandi einu starfa 178 visindastofnanir, og alls starfa á sviði visinda og æðri menntunar um 50 þúsund manns, þeirra á meðal 6 þúsund doktorar og kand- idatar (menn sem hafa lokið akademíunnar, segir að tengsli við framleiðsluna hafi mjög ýtt undir þróun visinda i lýðveldinu. Hann minnir á, að enda þótt menn hefðu gefið háleiðnifyrirbærum gaum þegar á sl. öld væri tiltölu- lega stutt siðan sovézkum og bandariskum visindamönnum tókst að gera grein fyrir þeim sem skyldi. Með þvi opnuðust við- i visindaslöð i Kistlandi. Um vísindastarfsemi framhaldsnámi við háskóla). En ibúar landsins eru 9.1 miljón. Hvitrússneskir visindamenn eiga náið samstarf við starfsbræður sina i öðrum hlutum Sovétrikj- anna, og gildir það að sjálfsögðu um visindastarf i öllum hlutum landsins. Hafa þeir lagt drjúgan skerf til lausnar mála er varða atvinnulif rikisins. Hvitarússland var áður van- þróað „kartöfluland”, en er nú i fyrsta sæti i landinu i framleiðslu á tölvum og i öðru sæti i fram- leiðslu vörubifreiða, sem eru allt að 120 smál. Þetta eru nýjar iðn- greinar fyrir landsmenn eins og efnaiðnaður, viðtækjasmiði og oliuvinnsla. Meðlimur Aka- demiunnar, N. Erúgín, hefur ný- lega gert grein fyrir þróun eðlis- fræðirannsókna i lýðveldinu. Þar eru menn einkum framsæknir á sviði ljósfræði og gefa út sérhæft timarit um þau efni fyrir allt rikið. Mikið og vel er unnið að rannsóknum á lasergeislum. Mikil stærðfræðivinna er unnin að þvi að mata tölvur af gerðinni Minsk, en þær eru útbreiddastar allra sovézkra tölvutegunda. EUifræðingar Hvitarússlands hafa komizt að þeirri merku stað- reynd, að málmamagn likamans eykst eftir þvi sem árin færast yfir menn. Þetta opnar að likind- um möguleika á að berjast við elli með þvi að fjarlægja reglulega úr likamanum málma sem þar setjast til. 1 Litháen starfa 10 þúsund manns að visindum (ibúafjöldi er 3.2 miljónir), i Lettlandi meira en 9 þús. (ibúar 2,4 milj.) og i Eist- landi 5 þús. (ibúar eru 1,4 milj.) Fyrir strið störfuðu t.d. i Litháen 400 visindamenn. Alþekktar eru rannsóknir lithá- iskra visindamanna á sviði eðlis- fræði, stærðfræði, rafefnafræði, stjórnunarfræði. Poziela, varaforseti litháísku tækir möguleikar á gerð leiðara sem þola mikinn hita. Þá eru hátiðnibylgjur mikið notaðar i hvers kyns fjarskiptatækni, jafnt við siglingar, flugumferð og geimferðir. Hátiðnibylgjur eiga og mikla framtið fyrir sér i þá veru að auka starfshraða tölva. Eðlisfræðistofnun Litháens hefur unnið árangursrikt starf á sviði hitunar rafeinda i hálf- leiðurum með sterku hátiðniraf- sviði. Nokkur þúsund volt geta t.d. hitað rafeindir á einum senti- metra i germanium eða kisil um meira en 2000 gráður enda þótt sjálfur krystallinn haldi stofuhita og gerist þetta á miljarðasta parti úr sekúndu. Möguleiki á þvi að gera hátiðni hálfleiðara, segir Poziela, mun hafa i för með sér ekki minni bylt- ingu i tækni og daglegu lifi en uppgötvun transistora á sinum tima. Hann telur vist að samstarf litháiskra visindamanna við starfsbræður i Leningrad, Moskvu og Novosibirsk muni tryggja farsæla lausn þess máls. Litháískir verkfræðingar hafa unnið frábært starf fyrir iðnað lýðveldisins. Það er miðað við fólksfjölda fremst i landinu i framleiðslu rennibekkja, sér næstum þvi öllu landinu fyrir vissum tækjum eins og t.d. raf- mælum. Þá er lýðveldið og framarlega á sviði rafsuðutækni, skipasmiða og er að byrja á oliu- hreinsun. Raforkuframleiðslan kemst upp i 11 miljarði kvtstunda 1975. Undir Akademiu Lettlands heyra 14 stórar visindastofnanir. Þar fást menn við merk vanda- mál eins og t.d. könnun jarðfræði- legrar byggingar hafsbotnsins og þeirra lögmála sem ráða dreif- ingu nytsamra jarðefna á hafs- botni. Við Eðlisfræðistofnunina starfar sérhæfð hönnunarskrif- stofa sem býr til nýjan útbúnað fyrir málmbræðslu. Þar eru og gerðar rafseguldælur til að dæla iljótandi málmum og er hér um mjög efnilegt starfssvið að ræða. Rannsóknir visindamannsins U. Úlmanisar hafa sýnt, að geislun breytir eigindum hálf- leiðaratækja. Gölluðum og ónákvæmum transistorum má gefa vissan skammt af hröðum nevtrónum og færa þá i rétt lag með þvi móti. Þetta skiptir miklu útvarpstækjaiðnað Lettlands, en þar er fimmta hvert transistor- tæki i landinu framleitt. Þekkt eru i visindaheiminum störf Stofnunar lifrænnar synt- esu, sem Solomon Geller stjórnar. Þar eru sett saman lyf gegn veirusjúkdómum, berklum og krampa. Lyfjaiðnaðurinn er þegar farinn að framleiða lyf sem stofnunin hefur búið til gegn krabbameini. Rafeinda- og tölustofnun lett- nesku akademíunnar (F. Krogius o.fl.) hefur m.a. sýnt fram á að hægt er að nota aðferðir stjórn- fræði og tölvur til að spá um stærð fiskitorfa, reikna út heppilega nýtingu fiskistofna. Starfsmenn lifefnastofu Fiski- málastofnunarinnar i Rigu hafa leyst það verkefni að ala upp styrju og laxategundir i gervi- vötnum. Þeir hafa fundið fæðu sem tryggir það, að seiðin verða 7-10 grömm yfir sumarið og ná þeim þroska á tólf mánuðum að hægt er að hleypa þeim i sjó — en það er helmingi styttri timi en venjulegt er. Hér við bætist að i sjó heldur fiskurinn áfram að vaxa með sama hraða og i eldis- stöðinni. Arið 1971 ólu lettneskar fiskiræktarstöðvar upp h.u.b. hálfa miljón laxa. 100 þúsund styrjuseiði frá Kaspiahafi hafa setzt að i vötnum Eystrasalts- landa og i Eystrasalti sjálfu á sl. árum sem og seiði frá ám Sibiriu og Bækalvatni. Styrjurnar hafa á 4-6 árum lagað sig fyllilega að nýjum aðstæðum. A. Veimer, forseti Akademiu Eistlands, skýrir svo frá, að i lýðveldinu starfi rúmlega 70 visindastofnanir. Helztu menntam iðstöðvar eru Há- skólinn i Tartu og Verkfræði- skólinn i Tallin. Eitt helzta við- fangsefni eistneskra visinda- manna er hagnýting oliuleirs þess, sem er verðmætasta jarð- efni landsins. Úr honum eru unnin ýmisleg efni — tjörutegundir, sýrur, efni sem örva vöxt jurta o.fl. Auk þess er mikið unnið á sviði stjórnfræði, eðlisfræði, dýrafræði, grasafræði.tölvusmið- Úr oliuleir er nýlega byrjað aö framleiða efni sem heitir nerosin og kemur að miklu gagni við að hefta sandfok og uppblástur i Mið-Asiu. A þessu ári eru 12 miljarðar kvtstunda raforku framleiddar i Eistlandi. Þar er háþróuð raf- lækjasmiði og rafeindatækni. Eðlis- og stjarnfræðistofnunin i Tartu vinnur mikið starf, allt frá kerfun öreinda til athuguna á þróun vetrarbrauta. Yfirmaður hennar, Herald Keres, hefur komizt að frumlegum niður- stöðum, sem dýpka skilning manna á afstæðiskenningu Ein- steins. Stór hópur fræðimanna vinnur þar undir stjórn Karls Rebane að smiði krystalla með fyrirfram ákveðnum eigindum — koma þeir að miklum notum við lasertækni, hálfleiðara, háleiðara og tölvur. Forseti Akademúmnar sagði, að visindastofnanirnar ættu fasta viðskiptavini meðal framleiðslu- lyrirtækja og annarra hagnýtra stofnana. Til dæmis hefur „hreinni” fræðastofnun eins og Eðlisfræðistofnuninni verið falið að gera sjálfvirkan útbúnað, sem finnur sérstæðar hreyfingar i jarðskorpunni, sem fara á undan jarðskjálftum. Hefur slikur út- búnaður að sjálfsögöu mikla þýð- ingu fyrir jarðskjálftasvæði landsins, þar eð viðvörun um aðsteðjandi hættu getur að sjálf- sögðu bjargað mannslifum og verðmætum. APN. ífyrstd sinn eftir menningarbyltingu: Kínverjar skopast að eigin ávirðingum i fyrsta sinn síðan í menningarbyltingu hafa ibúar Peking fengið kabarettsýningar, þar sem gert er gys að vissum stjórnarstofnunum — í fremur varkáru formi þó. Þar má til dæmis sjá senu þar sem simastúlka ein „þjónar fólkinu” með þvi að setja ai- menning i samband við skriffinna þá sem vilja halda sér einangruð- um frá fjöldanum. Aðrir leikarar gera gys að allri þeirri lygilega stóru hrúgu af eyðublöðum sem menn verða að útfylla i Kina i dag. Sýningin heitir „Byltingar- senur” og er hún flutt i litlu leik- húsi skammt frá Markaði austanvinda i Peking. Erlendir Kinverjar, sem hafa komið á sýningar þessar þegar þeir heimsóttu Peking, hafa skýrt sér þvi, að áhorfendur skemmti sér hið bezta og hlægi mjög hjartanlega að grininu um skriffinnana. — Þetta er einskonar kabarett segja þeir, með söngvum, döns- um og skopi um heimsvaldasinna og Sovétrikin, en einnig um ýmsa þætti i stjórnsýslu heima fyrir. Það skop lýtur einkum að eyðu- blaðaæðinu og þvi hve erfitt sé að komast i samband við embættis- menn . 1 einu atriði kvartar ung söng- kona yfir þvi að hún eigi þegar fjögur börn, enda þótt hún sé aðeins 24 ára að aldri. Þessu atriði er ætlað að flytja áróður fyrir getnaðarvörnum. Sérlega vel lukkað er atriði sem sýnir þrjá bandariska hers- höfðingja i Vietnam sem rifast sin á milli um það, hvort það sé land- her, flugher eða flotinn sem hafi tapað striðinu og fara siðan i hár saman út af öllu saman. Útlendingar, sem hafa reynt að kaupa miða á sýningu þessa, hafa rekizt á óvinnandi vegg kin- verskrar skriffinnsku. Þeim er sagt, að þeir verði að panta miða sina i stofnun þeirri sem sér um þjónustu ýmislega við útlendinga, og i þeirri stofnun er þvi jafnan fram haldið, að allir miðar séu uppseldir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.