Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 64 Alistair Mair: Það var sumar í gaer — Elskið þér hana? spurði hann blátt áfram. — Já, sagði Carstairs. — Já, ég geri það. — Gott og vel, sagði Peter. — Byrjið þá að sýna það. Reynið að horfast i augu við staðreyndirnar með manndómi í stað þess að leita að einhverjum til að skella skuldinni á. Þetta verðið þér að gera yður ljóst. Það er ekki hægt að kenna neinum um. Það er ekki við neinn að sakast nema guð. En það er margt sem við getum gert til að gera henni lifið ánægju- legt, gera hana hamingjusama. Það ætti að vera yður hjartans mál, engu siður en mér. — Já, tautaði Carstairs. — Já, þér hafið rétt fyrir yður. — Gott og vel, sagði Peter. Tölum þá ekki meira um það. — En áður en þér farið — - Já? — Það sem ég sagði um mál- sókn. Ég hef kannski talað i fljót- ræði — — Sleppum þvi, sagði Peter stuttur i spuna og gekk út i morgungrámann. Það hafði alltaf verið mikið að gera um jólaleytið öll þau ár sem hann hafði verið i Pitford. Siðustu dagana fyrir jól var biðstofan ævinlega full og vitjanalistinn nær óendanlegur. Siðan tók við rólegt timabil, sem hélzt fram yfir áramót, þegar fólki fannst það geta orðið veikt á nýjan leik. Þetta ár var engin undantekning. Þennan laugardag sem Bob var fjarverandi, lauk Peter Ashe ekki við vitjanir sinar fyrr en langt var liðið á dag. Þá fór hann heim og kom að fjölskyldu sinni i óða önn við litrikar jólaskreytingar. Hann heyrði rödd Elfsabetar um leið og hann kom i dyrnar. — Ert það þU, elskan?. — Já, kallaði hann. — Gættu að hvar þU gengur i anddyrinu. Jólaljósin liggja á gólfinu. Hann ste'ig varlega innanum mislitar ljósaperurnar en upp- götvaði þá að hann komst ekki i fataskápinn fyrir stiga sem Susan stóð i og var að festa upp mUsa- stiga. — Tekur enga stund, sagði hUn. — Ég ætla bara að festa þennan nagla. — t viðinn þá, sagði Peter. — Ekki i gipsið, annars hrynur hálfur veggurinn niður. — Ó pabbi! HUn horfði niður til hans með umburðarlyndu brosi. — Það mætti halda að ég hefði aldrei gert þetta áður. — Allt i lagi, sagði Peter. — En tituprjónn i tréverkið myndi duga. — Það er ekkert gagn i titu- prjóni, sagði Susan. — Þyngdin togar hann Ut undir eins. Það verður að vera nagli. — Allt i lagi, sagði Peter. — ÞU um það. Hann beygði sig undir pappirs- vafninginn sem hékk niður Ur höndum dóttur hans, hrasaði um kassana sem stóðu fyrir neðan hana og bölvaði lágt. — Komdu og sjáðu tréð, kallaði Simon. Það stóð i skotinu hjá stiganum, nakið og beið eftir skrautinu, og loftið var þrungið trjákvoðuilmi Ur sundurskornum stofninum. — Það er fallegt, sagði Peter. — Já, það er næstum hálfum metra hærra en tréð sem við höfðum i fyrra. Ég þarf að dreifa ljósunum vel um það. Og okkur vantar eitthvað af viðbótar- skraUti. Við eigum ekki annað en það sem er i kassanum. Peter horfði á glerkUlurnar og lituðu ávextina og upplitað málm- skrautið. Elisabet og hann höfðu keypt þetta fyrstu jólin, sem Simon lifði, svo að þau gætu horft á gleðina i augum drengsins sins. A hverju ári eftir það höfðu þau pakkað dótinu varlega niður á þrettandanum, þvi þau áttu enga peninga aflögu tiPað eyða i jóla- skraut En loks þegar ungbarnið var fullorðið, hafði það breytzt. Hann dró fram veskiö sitt. — Kauptu eitthvað i viöbót, sagði hann. — En bUðirnar fara að loka. ÞU verður að flýta þér. Simon tók við seðlinum án allrar hrifningar. — Svona dót er dýrt, sagði hann efablandinn. — ÞU færð ekki mikið fyrir pund. — En þetta er svo ómerkilegt, sagði Peter. — Þetta er ekki annað en málmpappir og gler og ögn af málningu. — Já, ég veit það. En það kostar sitt, pabbi. Það veit ég. — Allt i lagi, sagði Peter þreytulega og rétti fram annan seðil. — En tvö pund eru hámark- ið. Hann sneri sér frá. — Hvar er mamma þin? — I eldhUsinu, sagði Simon. — A kafi i kökunni. Og pabbi? - Já? — Get ég tekið bilinn? Það mundi spara tima. — Allt i lagi, sagði Peter. — En engan asa. — Nei, pabbi. Peter gekk að eldhUsdyrunum og horfði á konu sina. HUn laut yfir borðið og var að skreyta kök- una sem hUn hafði bakað sjálf. HUn leit upp til hans og brosti þreytulega. — Þetta er ljóta verkið, sagði hann. — Ég skil ekki hvernig sumar konur geta þetta fyrir- hafnarlaust. Hann fór Ur frakkanum. — Mér sýnist hUn stórfin, sagði hann. — Mjög skrautleg. — HUn er ekki fin, sagði Elisa- bet. — HUn er eins og vigvöllur. En hUn verður að duga. HUn steig til baka. — En sykurbráð og kökuskraut gerir kraftaverk. — Hvernig var dagurinn? — Eins og i gamla daga, sagði Peter. — Óendanlega langur sjUklingalisti og enginn til að vinna verkin nema ég. — En ert þU bUinn? — Já, sagði Peter. — t bili. En ég er enn á vakt. — Já, ég veit. HUn hengdi upp handklæðið. — Og ég vildi að svo væri ekki, vinur. Hann yppti öxlum. — Ég hef verið á vakt hver jól i sautján ár. Þau átjandu ættu ekki að skipta miklu máli. — Já, en það er nU einu sinni svona að vera á vakt. Það er ekki hægt að slaka á. ÞU veizt aldrei nema kallað verði á þig. Og ég var bUin að óska þess að þessi jól yrðu öðru visi. — Oðru visi? — JU auðvitað eru þau öðru visi. Þetta er i fyrsta skipti sem við höfum ekki verið að farast Ur áhyggjum yfir fjárútlátunum. En það hefði verið notalegt að geta lokað ailt annað Uti, notið jólanna fjögur saman og slakað á. En það er ekki hægt, þegar þU ert á vakt. Það er meinið. — Við höfum áramótin, sagði Peter hugsi. — Þá er ég i frii. — Jæja? — Já, sagði Peter. — I þrjá Brúðkaup Þann 30. september sl. voru gefin saman i hjónaband I Hóls- kirkju i Bolungarvik, af sira Sig urði Kristjánssyni prófasti á tsa- firði, ungfrU Jensina Sævarsdótt- ir og Sveinbjörn Ragnarsson. Heimili þeirra verður að Þjóð- ólfsvegi 16, Bolungarvik. Ljós myndastofan Engjavegi 28, tsa- firði. Þann 2. des. voru gefin saman i hjónaband i kapellunni á Hnifs- dal, af sira Sigurði Kristjánssyni prófasti, ungfrU Sigriður JUliana Kristjánsdóttir og Aðalbjörn Jóakimsson. Heimili þeirra verður að Mjallargötu 6, tsafirði. (Ljósm.st. Engjavegi 28, tsa- firði). Þann 25. nóv. sl. voru gefin saman i hjónaband i kapellunni i Hnifsdal, af sira Sigurði Kristjánssyni, ungfrU Ólöf Helga- dóttir og Kristján Pálsson. Heim- ili þeirra veröur að Strandgötu 3, Hnifsdal. (Ljósm.st. Engjavegi 28, Isafiröi). LAUGARDAGUR 30.desember 7.00 M orgunútvarp . Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Herdis Egilsdóttir les frumsamda mUsasögu i ljóðum og sögu af álfkonu. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunkaff- ið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða dagskrá Utvarpsins. Einnig sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund.Asi i Bæ ræður dagskránni. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Stanz.Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siödegistónleikar: Tón- list eftir Schubert a. Wil- helm Kempff leikur Pianó- sónötu i G-dUr op. 78. b. Rikishljómsveitin i Dresden leikur Sinfóniu nr. 3 i D-dUr; Wolfgang Sawallisch stj. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Egill á Bakka” eftir John Lie.Bjarni Jónsson islenzk- aði. Gunnar Valdimarsson les sögulok (5). 18.05 Söngvar i léttum tón. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 „Allar jarðir við Djúp eru góðar". Geir Christen- sen ræðirVið Ragnar Helga- son frá Hlið i Alftafirði við IsafjarðardjUp, sem fer með kveðskap sinn. 20.00 Hljómplöturabb Þorst, Hannessonar. 20.55 Kramhaldsleikritið: „Landsins iukka" eftir Gunnar M. Magnúss.Tiundi þáttur: Fáni við hUn i Grindavik. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: SkUli landfógeti: Sigurður Karlsson. Steinunn kona hans: Margrét Guömunds- dóttir. Rannveig dóttir þeirra: Helga Stephensen. Bjarni Pálsson læknir: KnUtur MagnUsson. Budtz kaupmaður: Lárus Ingólfs- son. Niels Loy bUðarþjónn: Guðlaugur Einarsson. Hall- dór Vidalin stUdent: Guð- mundur MagnUsson. Frið- rik konungur: Þorsteinn Gunnarsson. 21.40 Gömlu dansarnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir, Danslög, 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Lauqardagur 3(L desember 1972 17.00 Endurtekið cfni. Tölvan. Bandarisk fræðslumynd um tölvur og tölvutækni. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. Aður. á dagskrá 21. október s.l. 17.30 Skákkennsla. Kennari Friðrik Olafsson. 18.00 iþróttir.Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Kréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 llcimurinn minn.Banda- riskur gamanmyndaflokk- ur, byggður á sögum og teiknimyndum eftir James Thurber. Þýðandi GuðrUn Jörundsdóttir. 20.50 Sæhaukurinn.Bandarisk biómynd frá árinu 1940, byggð á skáldsögu eftir Rafael Sabatini. Leikstjóri Michael Curtiz. Aðalhlut- verk Errol Flynn, Brenda Marshall, Claude Rains, Donald Crisp og Flora Rob- son. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin gerist á siðari hluta 16. aldar, skömmu áður en i odda skerst með flota Elisabetar fyrstu af Englandi og sjóher Filippusar Spánarkonungs. Sjóræningjaforingi nokkur ákveður að afla enska rik- inu fjár til styrjaldar við Spánverja, með ránsferð til Panama, og i þeirri ferð lenda hann og menn hans i hinum háskalegustu ævin- týrum. 22.50 „Primadonnur” Skemmtiþáttur með söng- konunum Elizabet Söder- ström og Kjerstin Dellert. t þættinum syngja þær lög Ur ýmsum áttum og ræða sam- an i gamni og alvöru. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. FfUG f8LEI\IZKRA HU()V1LIST\!!V1A\^\ 1'líveSar y^ur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri iinsamlnqast hringiði zozss imlli kl. U-\l éOIDIBÍLASIÚplNHf —i ----“ — —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.