Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. desember 1972 Umfangsmestu rannsóknir á þorsk- inum til þessa Arni Kriðriksson fer strax til lo&nuleitar en Bjarni Sæmundsson eltir þorskinn meir en hingað til hefur tiðkazt. í spjalli við Jón Jónsson, for- stöðumann Haf rannsóknar- stofnunarinnar, kom fram að í vetur verða gerðar umfangs- meiri athuganir á göngu þorsks- ins og umhverfi hans en áður hefur þekkzt. Þá heldur Árni Friðriksson strax eftir áramótin til loðnuleitar. I Breiðafirði verða gerðar athuganir og f ram- kvæmdar merkingar á hörpu- diski í janúar og febrúar. Jón segir nánar frá þessu hér á eftir: Árni Friðriksson fer í loðnuleit strax 3. janúar og athugar fyrst loðnugöngur fyrir austan og mun svo fylgjast með loðnunni stöðugtfram i marz-apríl. Jakob Jakobsson verður leiðangurs- stjóri, en Hjálmar Vilhjálmsson var búinn að gera loðnuathug- anir og merkingar um borð í Eldborginni, en veður spillti mjög þeim athugunum. Þeir urðu þó varir við loðnu, veiddu hana í troll, og reyndist hún feit og góð miðað við árstíma. Nákvæm athugun á þorskinum Bjarni Sæmundsson fer strax uppúr áramótum í vertíðarrann- sóknir, eins og við köllum það. Þær rannsóknir beinast aðallega að þorskinum, og það er ætlunin að skipið verði við þessar rann- sóknir svo til alla vetrarvertið- ina. í fyrsta lagi á að athuga um hverfi þorsksins, hita, seltu og strauma, og gera nákvæmar sjó- mælingar á svæðinu frá Vest- mannaeyjum og Hornbjargi til að athuga hitastigið, vegna þess að það eru sveiflur i því hvað þorskur gengur langt— stundum er aðalveiðin fyrir norðan Snæ- fellsnesog stundum fyrir sunnan nesið. Við ætlum að reyna að kortleggja svæðið nákvæmlega gagnvart hitastigsspursmálinu. Finna út hvernig þorskurinn gengur inn á svæðin í öðru lagi á skipið að fylgjast með göngum inn á svæðið, bæði með veiðitilraunum og dýptar- mælingum. Við ætlum líka að reyna að gera einhverjar taln- ingará fiskinum og reyna þann- ig að fá einhverja hugmynd um stærð stofnsins og vera skipun- um þá um leið innan handar ef við finnum fisk þar sem þau eru ekki að veiðum. Svo gerum við yfirgripsmiklar merkingar á þorskinum til að finna út hvern- ig hann gengur inn á veiðisvæð- in. Fyrstu vikurnar mun athygli okkar fyrst og f remst beinast að norðanverðum Vestfjörðum, en þar er fiskurinn núna á leið suð- ureftir til hrygningar, og við ætlum semsagt að fylgja honum eftirá þann hátt sem ég var bú- inn að lýsa áður. Gamall draumur að rætast — Eru þetta ekki yfirgrips- meiri rannsóknir nú en áður? — Við höfum aldrei getað framkvæmt þessar rannsóknir fyrr en við eignuðumst þetta skip. Þetta er gamall draumur okkar að geta virkilega einbeitt okkurað þorskinum á vetrarver- tíðinni og þetta er fyrsta alvar- lega tilraunin hjá okkur. Tilfærsla á hörpudiski og stærð stofnsins Þá ætlum við að taka skip á leigu og merkja hörpudisk í Breiðafirðinum og gera rann- sóknir á hörpudiskasvæðunum þar. — Hvað ætlið þið að fá fram með þessum rannsóknum? — I fyrsta lagi ætlum við að finna út hver er tilfærsla hörpu- disksins innan svæðisins. Það er vitað að talsverðar göngur eiga sér stað, og við ætlum að hann gangi inn á svæði sem er búið að nýta mikið. I öðru lagi, sem er aðalatriðið, á að reyna að meta stærð stofnsins. Við skulum segja að við merkjum nokkur þúsund hörpudiska og þegar við svo veiðum merktan hörpudisk þá ættum við að geta gert okkur grein fyrir stærð stofnsins miðað við tíðni merkts hörpudisks sem veiðist. Með hliðsjón af þessu ætti að vera hægt að gera skyn- samlega takmörkun veiðanna í framtíðinni. si Ögri og Vigri: Skipstjórar ánægöirmeð sjóhæfni og ganghraða Við leituðum frétta af um og hefur ekkert frétzt nýju skuttogurunum af honum ennþá, en Vigri tveimur, ögra og Vigra, og landar sennilega erlendis8. fengum þær upplýsingar að janúar þar sem aflinn er ögri fór út á veiðar 2. i jól- blandaður ufsa og karfa I 1 f J JA Vigri selur erlendis 8. janúar, en ögri fór í fyrstu veiöiferðina á annan i jóium. sem ekki er hentugur fyrir innanlandsvinnslu. — Hvernig finnst skipstjórun- um hafa gengið? —- Það hefur gengið frekar stirt vegna byrjunarörðugleika, sem komu i ljós á Vigra.en voru allir bættir á ögra, svo að hann kom hingað betur úr garði gerður. Þeir eru mjög ánægðir með skipin sem sjóskip og ganghraði hefur reynzt yfir 14 milur i reynd með 75% nýtingu á vélarafli. Skip- stjórarnir koma af þeim beztu skipum sem við höfum átt, Sigurði og Vikingi, og þeir vilja halda þvi fram að ögri og Vigri séu betri skip. — Hvað er mikill mannskapur um borð i togurunum? — Það eru 23 á hvoru skipi, en gæti orðið 21 þegar gengið hefur frá samningum að fullu, sem væntanlega verða gerðir fljótlega eftir áramótin, þvi það er vont að gera út þegar hlutirnir eru i lausu lofti. sj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.