Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 6
(> SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur :!(). descmber 1 «172 MOÐVIUINN MaLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓDFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Bitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (á"b.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. I!). Simi 1750(1. (5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 13.00. Prentun: Blaðaprent b.f. ENN SÝNA „BANNDAMENNIRNIR” OFBELDI Á ÍSLANDSMIÐUM Stærsti atburður þess árs sem nú er senn á enda er án alls efa landhelgismálið. Það var 1. september sem landhelgin var færð út i 50 milur að undangenginni undir- ritun reglugerðar i júlimánuði. Þá reglu- gerð undirritaði Lúðvik Jósepsson, sjáv- arútvegsráðherra. Siðan reglugerðin var undirrituð og gefin út höfum við átt i si- felldum deilum um landhelgina við tvær erlendar þjóðir; rikisstjórnir þeirra hafa haldið fram ákaflega óbilgjörnum kröfum og hafa i engu viljað gefa eftir i þeim „réttindum” arðránsins sem þær telja sig hafa öðlazt i gegnum aldirnar. En þjóðir fá aldrei hefðbundinn rétt til þess að ræna fremur en einstaklingar. Maður, sem hef- ur komizt upp með það að ræna og féfletta einstaklinga um langt árabil, öðlast ekki hefðbundinn rétt til þeirrar iðju þó að hon- um takist að halda henni áfram óáreittum lengi vel. Framkoma Breta og Vestur- Þjóðverja hlýtur að dæmast og fordæmast á sama hátt. Eftir að landhelgin var færð út hefur verið tiltölulega litið um átök á miðunum. Mikill fjöldi fólks i landinu er óánægður með hversu að framkvæmd landhelgis- gæzlunnar hefur verið staðið og fullvist er að það hlýtur að verða eitt meginverkefni næsta árs að friða landhelgina algerlega fyrir erlendum veiðiþjófum. í landhelgismálinu verða íslendingar að standa þétt saman og fylgja málstað sin- um fram til sigurs af fullri einurð. Þar dugar engin linkind. Fiskistofnarnir eru bókstaflega talað fjöregg islenzku þjóðar- innar; missum við fjöreggið er horfin for- senda þeirra lifskjara, sem við búum við i dag. Þetta er mergurinn málsins. Og nú hafa Bretar enn sýnt sitt rétta andlit á miðunum umhverfis landið. Þeir hafa gert tilraun til þess að sigla niður eitt islenzku varðskipanna. Slik tilraun er svo hrikaleg að hana er ekki unnt að fjalla um nema af þyngstu alvöru. Framkomu eins og Bretar sýndu á miðunum við ísland í fyrradag á ekki að liða. Það á að gera ráð- stafanir til þess að slíkt geti ekki endur- tekið sig og það verður ekki gert nema með þvi að hreinsa landhelgina af erlend- um veiðiþjófum. Annað er óþolandi — og ella inunu brezku og vestur-þýzku ofbeld- isseggirnir enn færa sig upp á skaftið i frekju og yfirgangi sinum. Það má ekki verða okkur fjötur um fót i einörðum aðgerðum gegn veiðiþjófunum að þeir eru aðilar að Atlanzhafsbandalag- inu. Auðvitað væri rökréttast svar við yf- irgangi þessara tveggja rikja i landhelgi Islands, að tslendingar segðu sig hiklaust úr Atlanzhafsbandalaginu. Allavega má i engu hika. Það er þjóðarkrafa. Handahófsframkvæmdir mega ekki eyðileggja svip gamla miðbæjarins Meðal þeirra ály ktunartil- lagna, sem við flytjum, er tillaga um skipulagsmál. Skipulagsmál borgarinnar hafa verið i megnasta ólestri i mörg ár. Það lftur helzt út fyrir, að gerð aðalskipulagsins hafi tekið svo a skipulagsmenn borgarinnar, að þeir hafi lagzt i dá siðan. Með hverju árinu sem liður hrannast upp verkefni, sem biða úrlausnar og verða að æ stærri og stærri vandamálum þvi lengri timi sem liður án lausnar þeirra. Vandamál umferðarinnar i borg- inni eru þegar orðin það mikil að þau eru hverjum manni augljós. Engin ákvörðun er tekin um það á hvern hátt skuli leysa um- ferðarvandamálin, ef frá eru taldar lausnir á einstaka gatna- mótum, sem oftast flytja um- ferðarhnútinn yfir á næstu gatna- mót. Það eru bannaðar vinstri- beygjur á gatnamótum, götur gerðar að aðalbrautum eða ein- stefnuakstursgötum án þess að um nokkra heildaráætlun um um- ferð i borginni sé að ræða, ef frá er talið það, sem sagt er i þeirri helgu bók Aðalskipulaginu. Akvörðun um skipulag nýs mið- bæjar dregst ár frá ári.og líður um það bil ár milli funda um það skipulag nú orðið. Á meðan er staðsetning verzlunarhúsa og stofnana samþykkt hér og þar um borgina án nokkurs tillits til þess, hvaða áhrif ákvörðun um nýjan miðbæ hefur á starfsemi þeirra eða hvaða áhrif tilvera þeirra hefur á möguleika á að skapa nýjan miöbæ. Þá held ég, að alvarlegasta veilan i skipulagi borgarinnar sé skortur á skipulagningu gamla miðbæjarins. Tjarnarumhverfiö Miðbærinn i Reykjavik og þá alvég sérstaklega umhverfi Tjarnarinnar og Lækjargatan er einhver viðkvæmasti bletturinn i Reykjavik. Engin ákvörðun hefur ennþá verið tekin um það hvort það umhverfi skuli varðveitt i þeirri mynd, sem það er i dag. Ennþá stendur óhögguö sú sam- þykkt borgarstjórnar að byggja ráðhús við norðurenda Tjarnar- innar. Ennþá stendur óhögguð ákvörðun Aðalskipulags um að framlengja Grettisgötu niður i Lækjargötu og tengja hana Kirkjustræti. Ef þessum sam- þykktum yrði í'ullnægt, þá myndi svipmót miðbæjarins vissulega breytast. Sem betur fer gerir engirm lengur ráð fyrir. að ráðhús verði byggt við tjörnina og likurnar fyrir framiengingu Grettisgötu niður i Lækjargötu fara heldur minnkandi. En nákvæmt skipulag er ekki til og ákvörðun er engin tekin um breytingar. Á meöan borgarstjórn er tvi- átta og veit ekki hvort hún á að friða svipmót Tjarnarumhverfis- ins eða ekki, þá er veriö að taka ákvarðanir um hvern blettinn á fætur öðrum án nokkurrar heildarmyndar. Breikkun Lækjargötu og skerð ing Stjórnarráðsblettsins var framkvæmt að forsögn Aðal- skipulags og þurfti þvi ekki ai) leita sérstakrar samþykktar fyriir þvi. Þegar er búið að byggja tvo hluta af svokallaðri ,,Geirsbrú,” sem liggur eftir þökum Toll- stöðvarinnar og Eimskipafélags- skemmunnar og samkvæmt fjár- hagsáætlun meirihlutans nú, á að verja um 18 milj. kr. i það fyrir- ta'ki. Þetta er gert án þess, að skipu- lag miðbæjarins hafi verið endur- skoðað með hliðsjón af nýjum viðhorfum. Þetta er gert þrátt fyrir það, að allar breytingar á hugmyndum um framtiðarskipu- lag i miðbænum hafi veruleg áhrif á þörf þessara fram- kvæmda, sem kosta munu hundr- uð miljóna króna, ef framkvæmd- ir verða. Hinn nýkjörni borgarstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, hefur kynnt það sem sérstakt áhugamál sitt að fegra borgina. Fegurö er afstætt hugtak og þvi erfitt um fullyrðingar i þeim efnum. En það er skoðun min og fjölmargra annarra, að Tjarnarumhverfið og Lækjargatan sé fagurt umhverfi, sem beri að varðveita handa ókomnum kynslóðum. Miðbærinn er viðkvæmur, og vixlspor i uppbyggingu hans eru óbætanleg. Þessvegna er ástæða til að gaumgæfa vel allt, sem þar er gert og skoða i samhengi við annað. Til þess að það sé mögu- legt, þarf skipulag og það skipu- lag verður að vinna fljótt. öllum er kunnugt, að þær skoð- anir eru uppi hjá sumum mönnum að rifa beri gömlu húsin i miðbænum og byggja i stað þeirra nytizku steinbákn. Það er skrítin en skemmtileg staðreynd og verð umhugsunar, að i öðrum enda miðbæjarkvos- arinnar er grafið ár eftir ár með ærnum tilkostnaði til að reyna að finna menjar um landnámsbæ Ingólfs, en i hinum enda kvosar- innar vilja sumir jafna við jörðu hús af þvi að þau eru gömul. Hefði bær Ingólfs staðið fram á þessa öld, hefði áreiðanlega verið sett á hann jarðýta. En hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á friðun húsa, þá ættu allir að geta orðið sammála um, að skipulagslausum fram- kvæmdum i miðbænum verður að hætta. Þar veröur að móta fram- liðarskipulag hið allra fyrsta, eins og tillaga okkar gerir ráð fyrir. Úr ræöu Sigurjóns Péturssonar, viö afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.