Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur J0. desember 1972 Helztu íþróttavið- íslandsmeistarar Fram i knattspyrnu 1972 ár í knatt- spymu Segja má að árið 1972 hafi verið ár Knattspyrnufélagsins Fram, hvað meistaraflokk i knattspyrnu snertir. Liðið vann tvo af þeim þrem titlum sem hægt var fyrir það að vinna. Lið félagsins var bæði Reykjavikur- og tslands- meistari án þess að tapa leik, en gerði þó nokkur jafntefli. t Reykjavikurmótinu gerði liðið aðeins eitt jafntefli, gegn Val i siðasta leik mótsins og hlaut þvi 9 stig af 10 möguleg- um. 1 1. deildarkeppni tslands- mótsins var frammistaða sizt lakari, þar hlaut liðið 22 af 28 stigum mögulegum og tapaði liðið þar heldur ekki leik, en gerði 6 jafntefli en vann 8 leiki. 1 öðru sæti varð fBV með 18 stig, tA i 3ja sæti með 15 stig, tBK i 4. sæti með 15 stig, Valur i 5. sæti með 13 stig, Breiðablik i 6 sæti með 13 stig, KR i 7. sæti með 10 stig, en Vikingur féll niður með 6 stig. Sigurvegari i 2 deild varð lið tBA og leikur þvi i 1. deild næsta ár. Liðið hlaut 26 stig af 28mögulegum, en i 2.sæti varð FH með 23 stig og Þróttur varð i 3 . sæti með 15 stig. Þróttur frá Neskaupstað varð sigurvegari i 3. deild og leikur þvi i 2. deild næsta keppnistimabil. Sigraði Þróttur með yfirburðum i D~ riðli 3. deildar, hlaut 20 stig og sigraði siðan i úrslitakeppni sigurvegara i riðlunum en þar kepptu Þróttur, sem hlaut 5 stig, KS, sem hlaut 4 stig, Viðir, sem hlaut 2 stig og Vikingur frá ólafsvik, sem hlaut 1 stig. ár í bolta Fram sigraði i 1. deildarkeppninni i mfl. karla, hlaut 20 stig af 24 mögulegum, tapaði aðeins tveim leikjum, gegn FH og gegn Vikingi. FH varð i 2. sæti með 19 stig og það var jafntefli 16:16 gegn fall-liðinu Haukum sem gerði það að verkum að FH fékk ekki úrslitaleik við Fram um titilinn. 1 3. sæti varð Valur með 14 stig en i 5. sæti Vikingur með 14 stig og i 5 . sæti varð 1R með 7 stig og i 6. sæti KR með 7 stig en Haukar féllu niður i 2. deild^ hlutu aðeins 3 stig. En vegna fjölgunar liða i 1 . deild. i haust, leika Haukar áfram i 1. deild. Þeir sigruðu Gróttu i úrslitaleikjum um lausa sætið. Ármann sigraði i 2. deildar- keppninni, hlaut 12 stig i B- riðli en Grótta hlaut 13 stig i A- riðli en i úrslitaleikjum um það hvort liðið fferi uppi 1. deild sigraði Ármann. Fyrsti leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi og þá sigraði Grótta 14:13. Ármann vann svo næsta leik 15:13 og þvi þurfti 3ja leikinn og fór hann fram i Hafnarfirði, og lauk honum með sigri Armanns 22:13. Einhvernveginn er það svo, að sigur i l.-deildarkeppni er það sem eftirsóttast er talið,og Islandsmeistaratitill i mfl. ber nafn sigurvegarans hærra en aðrir titlar. Og þegar maður talar um Fram-ár i knatt- spyrnunni er það vegna þessa titils fyrst og fremst. IBV á það ekki siður skilið að árið kallist IBV-ár, þar eð sigrar Iiða frá Vestmanna- eyjum voru miklu fleiri en liða frá nokkru öðru félagi. IBV sigraði i bikarkeppni meistaraflokks, 1. flokks og 2. flokks og er þetta afrek sem aldrei hefur verið leikið fyrr. Auk þess varð 2. flokkur IBV íslandsmeistari og mfl.-liðið varð númer 2 i 1,- deildar- keppninni. Þá má og geta þess, að ekkert islenzkt lið hefur verið slegið jafn naumlega út úr Evrópubikarkeppni i knatt- spyrnu, sem IBV i ár. E,yja- en ekki til Islenzka landsliðið lék 5 landsleiki á siðasta keppnis- timabili, tapaði 4 en vann einn. Segja má þvi að lands- leikirnir hafi ekki verið til menn mættu þar norska liðinu Viking og tapaði 0:1 i Noregi en gerði svo jafntefli i siðari leiknum hér heima 0:0 Árið 1972 var þvi sannarlega afreksár hjá Vpstmannaey- ingum i knattspyrnunni. frama frama frekar en verið hefur á undanförnum árum, en hins - vegar reyndust landsölu- leikirnir við Belgiumenn i Framhald á 15. siðu. Tómas hlaut Ragnars- bikarinn tþróttabandalag Færeyja gaf KSI fagran silfurbikar til minningar um Ragnar heitinn Lárusson, sem i mörg ár átti sæti i stjórn KSl og vann knattspyrnuiþróttinni allt sem hann mátti. Stjórn KSI ákvað að veita þeim leikmanni 1. deildar, sem flest mörk skoraði þennan bikar og nafn hans skráð á hann en KSl varðveitti siðan bikarinn. Að þessu sinni hlaut Tómas Pálsson úr IBV bikarinn, en hann skoraði flest mörk i 1. deild eða 14. F yrsta Islands- mótið í kvenna- knatt- spyrnu Islandsmót i kvennaknatt- spyrnu utanhúss var i fyrsta sinn haldið á árinu 1972. Alls tóku 7 lið þátt i keppninni og sigurvegari varð FH, sem sigraði Ármann 2:0 i úrslita- leik mótsins. Liðin sem tóku þátt i keppn- inni voru, FH, Ármann, Grindavik, IBK, Haukar, Breiðablik og Þróttur. Landsleikir til fjár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.