Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Baröinn fiskaöi fyrir 42,5 miljónir i ár. Nær miljón í hlut á Baröa bað er alltaf driftin i þeim Norðfirðingunum og stór- hugurinn. Annar fyrsti skuttogari landsins var keyptur þangað og árið 1971 fiskaði hann, frá þvi um miðjan febrúar til 20. desember, 2650 tonn. Aflaverðmæti það árið var 36 miljónir og hálfri betur. Hásetahlutur 653 þúsund. Þetta árið hefur Barðinn fiskað, frá 2. janúar til 22. des., 3031 tonn að verðmæti 42,5 miljónir króna. Hásetahlutur er 920 þúsund. Að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra útgeröarfélags sildar- vinnslunnar sem rekur Barðann seldi útgerðin tvo báta á árinu, þá Börk og Birting. Aðra tvo festu þeir Norðfirðingar sér, 1019 tonn nótaskip frá Noregi, sem afhent verður 15. janúar, og skuttogara frá Japan, sem leggur i hann heim 12. janúar. Stærð hans eftir nýju mælingunni er 460-70 tonn. úþ. Er ekki hægt að fá útgerðarresept? — Það er eins með útgerðina og kynhvötina. Hvort tveggja dregur mann áfram, þó svo maður sjái að þetta er bölvuð vitleysa allt saman, sagði ólafur M. Ólafsson á Seyðisfirði þegar við spurðum hann að þvi hvernig útgerð tog- arans Gullvers hefði gengið þetta árið, en Gullver fengu þeir Seyð- firðingar 11. marz. Aflaverðmætið 22 miljónir, en... — Gullver kom úr sinum fyrsta túr i byrjun april, og hefur fiskað ein 1800 tonn, sagði Ólafur enn- fremur. — Aflaverðmætið er 22 miljónir og af þeirri upphæð fær mannskapurinn tæpar 10 miljón- ir, veiöarfæri höfum við keypt fyrir 6 miljónir á árinu, og oliu- kostnaður er 3 miljónir svo ég nefni til 3 kostnaðarliði við út- gerðina. Og svo kostar 1/2 miljón að fara i slipp. Þess vegna vildi ég gjarnan koma þeirri spurningu á framfæri við ráðherrana, hvort ekki væri hægt að fá resept fyrir þvi hvernig eigi að reka togara. Hvernig ætla þeir til að mynda að láta reka 150 miljón króna tog- ara? Nei, útgerðin er alveg kapút. Samt heldur maður þessu alltaf áfram. Enda er þetta okkar lifs- von, Seyðfirðinga, þrátt fyrir allt. Um frekari uppbyggingu hjá okkur á árinu en þessi kaup á Gullver, er það að segja, að við höfum byggt frystihúsið hér upp að mestu leyti, keypt i það nýjar vélar og látið byggja við það kæli- klefa, sem tekur 300 tonn. — Það er ekki til neins að gefast upp. —úþ Gullver við komuna til Seyðisfjarðar. Hann er nú búinn að afla fyrir 22 miljónir króna. Samtökherstöövaandstæöinga í sókn'. Samtökin skipulögð á Austurlandi Fylgi nú aörir landshlutar dæmi Austfirðinga! í fyrrakvöld héldu austfirzkir herstöðvarand- stæðingar fund i Neskaupstað og ákváðu að fylkja liði i Austfirðingafjórðungi um kröfuna um brottför Bandarikjahers á kjörtimabilinu. Var kosin nefnd til að vinna að eflingu samtakanna, og verða nú skipulagðar héraðsnefndir um allt Austurland. Fundurinn gerði ályktanir um herstöðvarmálið þar sem m.a. er lögð áherzla á auknar umræður i fjöl- miðlum um herstöðvarnar og brottför hersins. Herstöðvarandstæðingar á Austurlandi boðuðu til almenns fundar i Neskaupstað fimmtu- dagskvöldið 28. desember og sóttu hann yfir 50 manns. Sérstök undirbúningsnefnd boðaði til fundarins og setti Smári Geirsson fundinn fyrir hennar hönd og skipaði Baldur Ilöðvarsson fundarstjóra. Framsögu á fundinum höfðu Hjörleifur Guttormsson, Nés- kaupstað, Kristján Ingólfsson, Hallormsstað, Sigurður ó. Páls- son, Eiðum, og Skjöldur Eiriks- son, Skjöldólfsstöðum. Itæddu þeir herstöðvarmálið frá ýmsum hliðum og margt i tengslum við það. Lögðu þeir áherzlu á nauð- syn skipulegrar baráttu um land allt til að tryggja brottför hcrsins hið fyrsta i samræini við ákvæði stjórnarsáttmála rikisst jórnar- innar og minntust góðs stuðnings Austfirðinga fyrr á árum við mál- stað hernámsandstæðinga. Að framsöguræðum loknum hófust almennar umræður og tóku til máls 7 fundarmenn auk framsögumanna sem svöruðu fyrirspurnum. Fundurinn ákvað að kjósa 5 manna nefnd Austfirðinga til að vinna að eflingu Samtaka her- Stöðvaandstæðingai fjórðungnum á næstu mánuðum og hafa sam- band við samtökin i öðrum lands- hlutum. Völdust i nefndina ofan- greindir framsögumenn, svo og Smári Geirsson háskólanemi. Hefur nefndin þegar haldið fund og ákveðið að leita á næstunni til nokkurra manna i hverju byggðarlagi á Austurlandi með ósk um að þeir taki sæti i nefnd- um til stuönings baráttunni fyrir brottför Bandarikjahers frá Is- llandi. Þá samþykkti fundurinn i Nes- kaupstað einróma eftirfarandi Alyktanir: 1. Almennur fundur um her- stöðvarmál, haldinn i Nes- kaupstað 28. desember 1972, skorar á rikisstjórn Islands að hraða undirbúningi uppsagnar herverndarsamningsins þannig, að allur erlendur her verði af landinu á kjörtimabil- inu, svo sem stefnt er að i mál- efnasamningi núverandi rikis- stjórnar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til rikisstjórnarinnar að hún geri þjóðinni jafnharðan grein fyrir framgangi málsins og stuðlað verði að umræðum um mál þetta i aðal-fjölmiðlum lands- ins. 2. Fundur herstöðvaandstæðinga, haldinn i Neskaupstað 28. des- ember 1972, fagnar þeirri hreyfingu sem nú er að mynd- ast i landinu til baráttu fyrir brottför hersins. Fundurinn hvetur herstöðvaandstæðinga i öllum landshlutum til að skipu- leggja hið fyrsta samtök sin, þannig að órofa þjóðfylgi verði sem fyrst til staðar tii að tryggja sigur i þessu máli. Um kauplagsnefnd Kauplagsnefnd er að lögum sjálfstæður gerðardómur og starfar án afskipta stjórnarvalda i sambandi við mælingu á verðlagsþróun og breyt- ingar á verðlagsuppbótum heyrist oft minnzt á einn aðila, sem vinnur störf sin i kyrrþey og almenningur veit lítið um. Það er kaup- lagsnefnd. Það er kauplagsnefnd sem reiknar og gefur út visitölu framfærslukostnaðar, yfir- leitt 3svar á ári, og jafnoft reiknar hún út kaup- greiðsluvisitölu sem kveður á um þær verðlagsupp- bætur sem launþegar fá vegna dýrtiðarinnar. Kauplagsnefnd hefur verið til með lítt breyttum verkefnum allt frá árinu 1939, er fyrst var tekið að greiða verðlagsuppbætur á kaup samkvæmt visitölu. Núgild- andi lög um skipun kaupgjalds- nefndar eru frá árinu 1959. Segir þar svo um skipan nefndarinnar: i kauplagsnefnd eiga sæti þrir menn, einn skipaður eftir tilnefningu hæstaréttar og er hann formaður, cn hinir eftir til- nefningu Alþýðusambands islands og Vinnuveitendasam- bands islands, bvors um sig. — Nefndin vinnur störf sin í samráði við Hagstofu islands. 1 kauplagsnefnd sitja nú Torfi Asgeirsson hagfræðingur frá Alþýðusambandinu, Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri frá Vinnuveitendasambandinu og Guðmundur Skaftason lögmaður frá Hæstarétti, og er hann þvi oddamaður. Hagstofa íslands er það ráðu- neyti sem fer með málefni kaup- lagsnefndar, og nefndin heyrir þvi undir ráðherra þeirrar stjórnardeildar, Magnús Torfa Ólafsson Staða kauplagsnefndar i stjórn- kerfi landsins er talin sambærileg við félagsdóm, sexmannanefnd eða kjaradóm. Hún er sjálfstæður og óháður aðili og tekur ekki við fyrirmælum af hálfu stjórnvalda. Úrskurðum hennar er ekki hægt að áfrýja. Samkvæmt útreikningi Kaup- lagsnefndar skal á timabilinu 1. janúar til 28. febrúar 1973 greiða 17% verðlagsuppbót á laun, eða óbreytta frá þvi, sem gilt hefur siðan 1. júni 1972. Er þetta niöur- staöa útreiknings á kaupgreiðslu- visitölu fyrir þessa tvo mánuði, sem mælt er fyrir um i lögum nr. 100, 28. desember 1972, en þau voru samþykkt á Alþingi 21. þ.m. Útreikningur þessi er i aðal- atriðum sem hér segir: Við gild- andi kaupgreiðsluvisitölu, 117 stig, leggjast 2,5 stig, sem laun- þegar eiga eftir að fá verðbætt, en hins vegar koma hér til frá- dráttar 0,8 stig, er eigi skulu verðbætt samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Einnig kemur til frádráttar eitt visitölustig vegna ákvæða i siðari málsgrein 1. greinar i fyrr nefndum lögum. Þar er Kauplagsnefnd heimilað að meta allt að einu visitölustigi þá hagsmuni, ,,sem launþegar geta talizt hafa af þvi, að fram —■- Kauplagsnefnd starfar sam- kvæmt lögum og þvi umboði er henni er falið samkvæmt kjara- samningum. Varðandi visitölu framfærslukostnaðar er kaup- lagsnefnd bundin af ákvæðum laga frá 1967, sem kváðu á um Frh. á bls. 15 verði haldið að fullu niðurgreiðslu búvöruverðs, samkvæmt bráða- birgðalögum um timabundnar efnahagsráöstafanir frá 11. júli 1972, mánuðina janúar og febrúar 1973. Þetta skal þó ekki metið til meira en 1. stigs lækkunar kaup- greiðsluvisitölu”. Kauplagsnefnd mat þessa hagsmuni þannig, að rétt væri að nota þessa heimild að fullu, og kemur þvi eitt visitölu- stig, ásamt 0,8 stigum, til frá- dráttar 119.5 stigum ( þ.e. 117 + 2.5 stigum). Fást þá 1L7,7 stig. Rikisstjórnin ákvað að auka fjölskyldubætur i janúar og febrúar 1973 sem svarar mismun 117.7 stiga og 117.0 stiga, enda skal samkvæmt 1. gr. fyrr nefndra laga taka tillit til sliks við útreikning þennan. Helzt þvi verðlagsuppbót óbreytt 17%, eins og áður segir. Hækkun þessi á fjölskyldubótum er sem svarar 1320 kr. með hverju barni á árs- grundvelli. (Frétt frá kauplagsnefnd) Afstaða kauplagsnefndar: Kaupgreiðsluvísi talan er óbreytt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.