Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Laugardagur 30. desember 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Lyfjaþjónusta apótekanna vikuna 23.-29. des. er i Ingólfsapóteki og i Laugar- nesapóteki. Nætur- og helgi- dagavarzla er i Ingólfs- apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opÍQ .ail- an sólarhringinn. Kvðld-, nætur og helgiófaga- vakl á heilsuvernarstöóinni. Simi 21230. Bandariskar sprengjur fluttar um borö I bandarlskar sprengjuflugvél- Fórnarlömb Bandarikjahers, varnarhers islands, i Noröur-Víetnam. ar á flugvéiamóöurskipinu „Constellation”. Ognarárásum haldið áfram á N-Vietnam SAIGON/PARÍS 29/12 — Loftárásum Bandarikja- manna á borgirnar Hanoi og Haiphong i Norður- Vietnam var haldið áfram i dag, 10. daginn i röð, og árásirnar verða sifellt harðari, segir i fréttum frá Hanoi. Talsmaður bandarisku her- stjórnarinnar i Saigon sagði i morgun, að loftárásunum yrði haldið áfram og engin áform væru uppi um það að hætta þeim eða draga úr þeim. Blaðið Tin Song i Saigon, sem er málgagn Saigon-stjórnar, birti hins vegar i gær frétt um að ambassador Drengi- legasti íþrótta- maðurinn Samtökum Islenzkra iþróttafréttamanna var send- ur listi frá Aiþjóðasambandi Iþróttafréttamanna, þar sem þeir voru beönir aö velja iþróttamann ársins og einnig „drengilegasta Iþróttamann- inn” (fair play). Þegar iþróttafréttamenn komu saman til þess aö fylla listann út voru allir sem einn USA, Ellsworth Bunker, hefði skýrt Thieu forseta frá þvi, að Bandarikjastjórn hefði hug á að stöðva loftárásirnar i nokkra daga, ef það gæti orðið til þess að samningaviðræður hæfust að nýju. Hanoi-útvarpið skýrði frá þvi i dag að tvær sprengjuþotur af gerðinni B-52 hefðu verið skotnar niður yfir Hanoi i gærkvöldi með loftvarnareldflaugum. Jafnframt var frá þvi skýrt að samtals 76 bandariskar árásarflugvélar hefðu verið skotnar niður siðan 18. desember yfir Norður-Viet- nam, þar af 33 af gerðinni B-52. Bandariska herstjórnin hefur hins vegar ekki viðurkennt að hafa misst nema 15 slikar vélar. Heimildir eru fyrir þvi hjá bandarisku herstjórninni i Saigon að 5000 lestum af sprengiefni hafi verið varpað yfir Norður-Viet- nam fyrsta daginn eftir að loft- árásir á Hanoi hófust að nýju. Þetta hefði verið harðasta loft- árás i allri verajdarsögunni. Bandarikjamenn hafa tilkynnt RÓM/MONTEVIDEO 29/12 — Hópur ungra rugby-knattleiks- manna frá Uraguy, sem höföust við 110 vikur I Andersf jöllurn eftir flugslys, viðurkenndu i gærkvöldi að þeir hefðu borðað mannakjöt til þess að halda I sér lifinu. 10 þeirra 16 sem lifðu slysið af, héldu blaðamannafund i Monte- video i gær og skýrðu frá mannát- inu sem þeir liktu við siðustu kvöldmáltið Jesús Krists. 1 flug- vélinni, sem var á leið frá Uraguy til Chile, voru 45 menn og fórust margir þegar vélin lenti á fjalls- tindi I Andersfjöllum. Nokkrir fórust i snjóflóði skömmu siðar. Gino Concetti, áhrifamikill kaþólskur guðfræðingur sem. skrifar i málgagn páfastóls L’Osservatore Romano, segir að réttlætanlegt sé að éta manna- kjöt, ef um sé að ræða örþrifaráð til að bjarga lifinu. tbúðarhverfi I Hanoi I rústum eftir loftárásir Bandarlkjamanna. að 24 klukkustunda hlé verði gert á loftárásum um nýárið. Formaður bandarisku viðræðu- nefndarinnar i Paris átti i dag fund með Maurice Schumann utanrikisráðherra Frakklands, en ráðherrann ætlar sé að reyna að miðla málum varðandi samn- ingaviðræðurnar, sem sigldu al- gjörlega i strand er Bandarikja- menn hófu hinar gifurlegu loft- árásir á Norður-Vietnam fyrir 12 dögum. Talsmaður norður-vietnömsku sendinefndarinnar i Paris itreK- aði i dag að Norður-Vietnamar væru reiðubúnir að hefja viðræð- ur að nýju ef Bandarikjamenn hættu loftárásunum. öllum mætti vera ljóst að loftárásirnar myndu á engan hátt buga Norður-Viet- nama eða auðvelda Bandarikja- mönnum samningsgerðina. Talsmaðurinn sagði, að Norð- ur-Vietnamar hefðu lagt til, að viðræður hæfust aftur i þessari viku, en Bandarikjamenn hefðu hafnað þvi. Mótmœla- alda rís PARÍS 29/12 Mótmælaalda gegn sprengjuárásum Banda- rikjamanna I Norður-Vietnam ris stöðugt hærra um allan heim. Mótmælagöngur og fjöldafundir voru i mörgum löndum. Mótmælin ná um allan heim og koma fram með ýmsum hætti. Sums staðar hafa stjórnvöld mótmælt harðlega og á öðrum stöðum hafa verkamenn sett afgreiðslu- bann á bandariskar vörur, t.d. I Ástralíu. A Norðurlöndum eru mótmælin hvað hörðust I Sviþjóð, þar sem allir stjórn- málaflokkar hafa sameinazt I andstöðu við árásarstefnu Bandarikjanna. Allir stjórn- málaforystumenn i Sviþjóð með Palme forsætisráðherra I fararbroddi vinna að almennri undirskriftasöfnun undir mót- mælin. 1 dag voru þegar kom- in 200 þúsund undirskriftir, en markmiðið er að safna tveim- ur miljónum undirskrifta fyrir janúarlok. öll verkalýðssamtök i Finn- landi fordæmdu i dag loftárás- ir Bandarikjamanna. Allir finnsku stjórnmálaflokkarnir nema svokallaður Dreifbýlis- flokkur, mótmæltu loftárásun- um i gær. Finnsku verkalýðs- samtökin hafa tekið undir til- lögu formanns danska verka- lýðssambandsins um sam- eiginlegt afgreiðslubann á bandariskar vörur i allri Evrópu. 1 Danmörku verður sérstak- ur rikisstjórnarfundur haldinn 2. janúar til að ræða hjálpar- aðgerðir til handa Norður- Vietnam og áskorun til fram-' kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að hann beiti áhrifum sinum til að stöðva árásirnar. Hungursneyð og drep- sóttir yfirvofandi MANAGUA 28/12 — Átta menn voru skotnir til bana af herliði á jarðskjálfta- svæðinu í Managua í gær- kvöldi. Áður hefur verið til- kynnt að tveir ræningjar og einn lögreglumaður fallið f skotbardaga. hafi Höfuðborg Nicaragua liktist draugaborg eftir að rikisstjórnin hafði gefið herliðinu skipun um að skjóta alla þá sem staðnir væru að ránum i borgarrústunum og þrjózkuðust við að fara þaðan. Ýmsir ibúanna hafa neitað skip- unum um að yfirgefa hálfhrunin hús sin i borginni og þess i stað vopnazt til að verjast ræningjum. Framhald á 15. siðu. sammála um að velja Boris Spasský sem „drengilegasta iþróttamanninn”, og hefur bréf með nafni hans verið sent út. En sem iþróttamann ársins kusu iþróttafréttamenn bandariska sundmanninn Mark Spitz efstan á 10 manna lista. —S.dór Fjölmennið á mótmœlafundinn í Háskólabiói á morgun klukkan 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.