Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1972 SKRIFSTOFUR okkar verða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1973 vegna ára- mótauppgjörs. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26B'44 V inningsnúmerin: R- 13959 Hornet SST X- 686 Peugeot 304 R' 25869 Datsun 1200 Ó- 205 VW 1300 Happdrætti Styrktarfélags vangefinn^. Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða fulltrúa I til starfa nú þegar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Raf- veitunnar. Rafveita Hafnarfjarðar. Flugfreyjur LOFTLEIÐIR H.F. ætla frá og meö maímánuði 1973 að ráða allmargar nýjar flugfreyjur og flugþjóna til starfa. í sambandi við væntanlegar umsóknir, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu — eða verði 20 ára fyrir 1. júlí 1973 og ekki eldri en 26 ára. Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáll. 2. Líkamsþyngd svari til hæðar. 3. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnámskelð í febrúar/marz n.k. (ca. 5 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 4. Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. 5. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. 6. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá félaginu, skulu hafa borlzt starfsmannahaldi fyrir 7. janúar n.k. 7. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu félagsins, Vesturgötu 2 og Reykjavikurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum úti um land, og skulu hafa borizt starfsmannahaldi, Reykjavíkur- flugvelli, fyrir 7. janúar n.k. LITLI GLLGGINN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu Það byrjaði að lýsa af degi. Það var enn hvasst og nú gekk hann líka á með skúrum. „Það verður bráðum orðið bjart," sagði Nikulás önugur. ,,Við verðum að reyna aftur við fílskömmina." Síðan fóru þeir niður í kjallarann og reyndu á ný. Þeir veltu fílnum á hrygginn, svo fæturnir stóðu beint upp í loftið, til að vita hvort það gengi betur þannig. Það gerði það ekki. Það var aldeilis útilokað að fíllinn kæmist innum litlu kjallara- dyrnar. Herra Nikulás var farinn að verða hræddur. Það var bráðum kominn morgunn og það var ekki skemmti- legt að sjást í kjallaranum i húsi Diðriks bakarameistara með fíl. ,,Hvað eigum við að gera við þennan árans fíl?" Þrumaði hann. ,,Við getum ekki staðið hér næstu tvær vikurnar yfir fíl. Ég er viss um að herra Diðrik þolir ekki fila. Við neyðumst víst til að koma honum einhvers staðar af okkur. Þú skalt ekki vera leiður yfir því úrsus. Við stelum þá bara einhverju öðru." ,,Ég veit hvað við getum gert", sagði úrsus. „Við getum borið hann upp til herra Grepps. Hann er dýra- vinur og hann verður ábyggilega góður við hann. Á eftir getum við hjólað út og stolið öðrum fíl." Þcssa mynd sendi Guðjón Simonarson, 8 ára, okkur. Við þökkum Guðjóni fyrir. Áskorun Bandalags kvenna: Kvölddagskrá sé felld niðurl7. juní Rvík Bandalag kvenna i Reykjavík hefur skorað á borgarráð og þjóðhátíðarnefnd að fella niður kvöld- dagskrá á þjóðhátiðardaginn 17. júni, að fenginni reynslu undanfarinna ára. Áskorunin er liður i samþykkt aðalfundar bandalagsins um áfengismál, en i henni er einnig tekið undir samþykkt landsþings Kvenréttindafélagsins, að öll sala ÁTVR á áfengi verði bundin við nafnskirteini, auk þess sem minnt er á nauðsyn þess að herða eftirlit með smygli á áfengi og sölu þess. Þá taldi aðalfundurinn, sem haldinn var fyrstu helgina i nóv ember, nauðsynlegt að koma upp fleiri vistheimilum fyrir drykkjusjúklinga, konur ekki siður en karla, og hjálpa þessu fólki að eignast eigið heimili og komast aftur til eðlilegra lifnaðarhátta að lækningameð- ferð lokinni, en kostnaður verði greiddur úr rikissjóði. Skorað var á landsmenn að hagnýta berjafeng til heimilis- þarfa, en selja hann ekki Áfengis- verzluninni til blöndunar i áfenga drykki. Og að lokum var skorað á fólk, sem hefur áfengi um hönd i heimahúsum, að gæta þess, að börn og unglingar hafi ekki aðgang að áfengisbirgðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.