Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.12.1972, Blaðsíða 4
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. desember 1972 F rímerkj asýning í Reykjavík 1973 Hér með er auglýst eftir umsóknum um þátttöku i samkeppnisdeild Frimerkja- sýningarinnar Islandia 73, sem haldin verður i myndlistarhúsinu á Miklatúni i Reykjavík dagana 31. ágúst til 9. septem- ber 1973. Samkeppnisdeildinni verður skipt i eftir- talda flokka: 1. Heildarsöfn islenzkra frimerkja 2. Söfn islenzkra frimerkja frá þvi fyrir 1900 3. Söfn islenzkra frimerkja frá siðustu aldamótum 4. Sérsöfn og rannsóknarsöfn 5. Tegundasöfn 0. Æskulýðssöfn Umsóknir á sérstökum eyðublöðum skulu hafa borizt sýningarnefndinni fyrir 1. marz 1973. Eyðublöð verða fáanleg á flestum pósthúsum landsins og á skrif- stofu sýningarnefndar i húsi Pósts og sima við Austurvöll, svo og hjá frimerkjaverzl- unum i Reykjavík. Reykjavík, 28. desember 1972. Framkvæmdastjórnin. 1 BORGARSPÍTALINN Heimsóknartími Frá og með 2. janúar 1973 verða heim- sóknartimar i Borgarspitalanum i Foss- vogi sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30-19.30 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-14.30 ogkl. 18.30-19.00 Heimsóknartimar geðdeildar i Hvita- bandinu og hjúkrunar- og endurhæfingar- deildar i Heilsuverndarstöðinni verða óbreyttir. Reykjavík, 28. desember 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. SKRIFSTOFU - STIJLKA Óskum eftir að ráða skirfstofustúlku, nokkurra ára reynsla ásamt góðri ensku- kunnáttu nauðsynleg, þýzkukunnátta æskileg. Ráðning nú þegar eða eftir sam- komulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík og bókabúð Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 5. janúar 1972 í póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK IÐNÞJÓNUSTAN S.E. Sími 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA Vöruhappdrœtti SIBS Fleiri og hærri vinningar Nýtt starfsár Vöruhappdrættis S.l.B.S. er að hefjast. Miklar breytingar verða nú gerðar á vinningaskrá happdrættisins, og eru þær fólgnar i þvi, að vinning- um fjölgar og þeir hækka veru- lega. Meðalháum vinningum fjölgar mcst. Sem dæmi má nefna, að tiuþúsund króna vinn- ingum fjölgar úr 500 i 1000; e i 11hundraðþúsund króna vinningum fjölgar úr 15 i 20; bætt verður við vinningaskrána 12 tvö- hundruðþúsund króna vinning- um. og fim mhundruðþúsund króna vinningum fjölgar úr 1 i 11. i desember verður hæsti vinningur ein miljón króna. Lægsti vinningur verður 3. 000 krónur. Eins og undanfarin ár verður dreginn út aukavinningur i júni- mánuði, og verður hann að þessu sinni Range Rover bifreið ásamt vönduðu hjólhýsi, með svefnrými fyrir fimm manns. Á siðasta ári (1972) seldust yfir 90 af hundraöi útgefinna miða i happdrættinu, og hefur miðasala stóraukizt i happdrættinu hin siðari ár. Útgefnum miðum verður ekki fjölgað um þessi ára- mót, og má þvi búast við, að miðar seljist nú upp i flestum um- boðum landsins. Verð miðanna er 150 krónur á mánuði. öllum hagnaði happdrættisins er varið til að reisa og reka endurh æf i ngarstöðvar og öryrkjavinnustofur, en eins og kunnugt er, rekur S.l.B.S. nú þrjár slikar stöðvar: Reykjalund i Mosfellssveit, Múlalund i Reykjavik og litla vinnustofu i Kristneshæli. Um mitt ár 1971 hófust fram- kvæmdir við mikla stækkun Reykjalundar, og er áætlað að ljúka þeim framkvæmdum á árinu 1975. I meginatriðum eru áformaður byggingafram- kvæmdir þessar: Stækkun aðalbyggingar, sem gerir kleyft að fjölga vistmönnum um 50. t kjallara þessarar við- byggingar fær sjúkraþjálfunar- deild stóraukið húsnæði. Þar verður meðal annars stærri og hagkvæmari sundlaug en áður hefur verið að Reykjalundi, ásamt viðeigandi búningsher- bergjum og baðaðstöðu. A fyrstu hæð hinnar nýju viðbyggingar verða dagstofur, bókasafn og ies- stofa, tvö anddyri, snyrting, fata- geymslur o.fl.. Annað and- dyranna verður þannig úr garði gert, að inn- og útgangur verður mjög greiður, og inn af þvi verður lyfta upp á efri hæðirnar. Endan- legur frágangur á hlaðinu fyrir framan anddyrin verður einnig á þann veg, að hljólastólaumferð verður þar greið og óhindruð frá sérstökum bilastæðum ætluðum einkum þeim, sem i hjólastólum eru, eða eru hindraðir til gangs. Þá verður byggð hæð ofan á nú- verandi skrifstofu- og geymslu- húsnæði. Skrifstofur munu flytjast þangað, en við þá ráð- stöfun fæst húsnæði fyrir ýmsa þætti endurhæfingar, sem ekki hefur verið unnt að sinna hingað til vegna skorts á húsnæði, svo sem iðjuþjálfun og starfshæfnis- prófanir. Þá er vel á veg komin rúmlega 800 fermetra bygging, þar sem röraframleiðslan verður til húsa ásamt vörugeymslu. Ýmsar aðrar endurbætur og breytingar verða gerðar á húsa- kosti heimilisins, þótt þær verði eigi taldar hér. Mikið hefur verið unnið á liðn- um árum að frágangi og fegrun umhverfis Reykjalundar, m.a. lagðar götur úr varanlegu efni meðfram smáhýsum, sett þar lýsing, ræktað svæðið fyrir framan vinnuskálana og gróður- sett hundruð trjáa og runna. Þó hefur ýmis frágangur utanhúss af eðlilegum ástæðum orðið að biða, þar til byggingaframkvæmdir eru komnar betur á veg, en gengið verður endanlega írá um- hverfi húsa, akbrautum og bila- stæðum jafnóðum og byggingar eru fullgerðar. Geðverndarfélag íslands tekur þátt i byggingaframkvæmdum Frh. á bls. 15 þú vaknar hressari í fyrramálid Hættu ad reykja strax f dag,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.