Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. janúar 1973 Fólk veit ekki um þessa þjónustu Kæri bæjarpóstur. Nýlega var sýnd i sjónvarpinu mynd um vandamál einstæðra foreldra i Bretlandi. Myndin var einkar athyglisverð, svo langt sem hún náði. Hinsvegar var það ekki efni myndarinnar sjálfrar, sem er ástæðan fyrir þessum pistli, heldur nokkur atriði sem komu fram i umræöuþættinum á eftir myndinni. Það vakti furðu að heyra við- horf forstöðukonu fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Rvikur i garð einstæðra foreldra, sem taldi það mjög neikvætt, að einstæðir foreldrar hefðu með sér samtök og reyndu þannig að sameinast sem hópur til að bæta aðstöðu sina og barna sinna. t þessu viðhorfi felst fádæma vanþekking á vandamálum og aðstöðu einstæðra foreldra. 1 samræmi við þetta viðhorf for- stöðukonunnar kom fram nei- kvætt álit hennar á fyrirhugaðri byggingu sambýlishúss, sem félag einstæðra foreldra hefur af stórhug og framsýni sett á stefnu- skrá sina og vill þar með reyna að bæta úr þeim ólýsanlegu hús- næðiserfiðleikum, sem margir einstæðir foreldrar striða við. Það kemur óneitanlega úr hörðustu átt þegar fulltrúi frá F'élagsmálastofnun Rvikur dregur i efa og vill gera litið úr þessari sjálfsbjargarviðleitni og vakandi vitund um stöðu sina, sem einstæðir foreldrar sýna með þvi að sameinast sem hópur, þvi það er fyrst með stofnun sam- takanna, sem einstæðir foreldrar hafa náð árangri varðandi lausn margra vandamála, má t.d. benda á skóladagheimili og rétt- látari ákvæði i tryggingalög- gjöfinni. Þetta ætti fulltrúum Félagsmálastofnunarinnar varla að vera ókunnugt um. Þá hygg ég að mörgum hafi þótt vafasöm sú fullyrðing for- stöðukonunar að halda þvi fram, aö einstæð móðir með 4 börn á framfæri geti hæglega lifaö af 24.000 kr. á mánuði og greitt jafn- framt sjötta hlutann af þeirri upphæð i húsaleigu. En þessar mæður eiga lika að geta valið um það hvort þær vilja vera „bara” heima eða fara út að vinna; allir eiga að hafa frjálst val og það er reynt að gera alla ánægða, sem leita til Félagsmálastofnunarinn- ar. Aðalvandamálið er að fólk veit ekki um þessa þjónustu, en væntanlegur upplýsinga- bæklingur ætti að geta bætt úr þvi. Með þökk fyrir birtinguna. Einn úr hópnum. SAMIÐUM GAFFALBITA TIL SOVÉTRlKJAJNNA ,,I)agana 15.—20. janúar 1973 fóru fram í Moskvu viðskiptavið- ræður milli Sölustofnunar lag- metis og Prodintorg, Moskvu, um kaup og sölu á lagmcti árið 1973. Samingar þessir eru liður i fimm ára viðskiptasamningi landanna, scm undirritaður var 2. nóvem- hcr 1971. Samningar tókust um sölu á 27.500 kössum af gaffalbitum, að verðmæti 73,8 milj. islenzkra króna. Umrætt magn á að af- hendast á fyrra helmingi ársins 1973, en Lagmetisiðjan Siglósild og Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- son & Co. munu framleiða upp i þessa samninga. I islenzku sendinefndinni voru: örn Erlendsson, framkvæmda- stjóri, f.h. Sölustofnunar lagmet- is, Gunnlaugur Briem, fram- kvæmdastjóri, f.h. framleiðenda, Renata Erlendsson, ritari Sölu- stofnunar lagmetis. Af hálfu Prodintorg tóku þátt i samning- um: Petrenko, framkvæmda- stjóri, ásamt þeim Zevakin og Bugaev. Enn er óselt upp i kvóta af rammasamningi fyrir lagmeti árið 1973 og mun Sölustofnun lag- metis- væntaniega óska eftir framhaldsviðræðum um sölu sið- ar á þessu ári”. Eldgosið í Moskvu blöðunum Eins og menn vita er frétta- flutningur mjög ólikur eftir lönd- um og sérstaklega cf um fréttir af stórslysum og náttúruhamförum er að ræða. Gott dæmi um sérstöðu t.d. sovézkra blaða er afgreiðsla þeirra á gosinu i Vestmannaeyj- um. Dagana 24. og 25. janúar, fyrstu tvo sem fréttir spurðust af gosinu birti aðeins eitt Moskvublaðanna, Trúd, stutta tilkynningu fyrir- sagnarlausa, niu linur alls, um að gos væri byrjað á Heimaey, skammt frá kaupstaönum. Rynni hraunið sem betur fer i sjóinn. Ekki var minnzt orði á brottflutn- ing fólksins — en þess má geta, að sá flutningur svarar til þess að allir ibúar Moskvu væru fluttir á brott á svipstundu. Pravda birti daginn eftir gosið að visu eina frétt frá Islandi og meira að segja slysafrétt. En hún er ekki um eldgosið, heldur um bandarisku herflugvélina sem hrapaði i Faxaflóa. Sama dag er reyndar önnur frétt i Prövdu frá Norðurlöndum: þar segir að kommúnistaflokkur- inn norski hafi sett sér merkileg markmið fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar. Komsomolskaja Pravda, blað æskufólks, birtir ekki staf frá Is- landi þessa tvo daga. tzvestia, stjórnarmálgagnið. birtir ekki staf um gosið. Aftur á móti er tvidálka greinarstúfur um tsland i þvi blaði þann 24. janúar. Fjallar hann á hlutlausan hátt um þorskastriðið við Breta, sem ,,nú hefur staðið nokkra mánuði” eins og blaðið segir. Er ekki vitað til, að sovézkt dagblað hafi fyrr um það mál fjallað sér- staklega, þótt landhelgismálið hafi verið nefnt á nafn i greinum um aðra hluti. Eins og menn rekur minni til var enginn stjórn- málamaður jafn afdráttarlaus i fordæmingu sinni á loftárásum Bandarikjamanna á Norður-Vietnam i desember og Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóð- ar. Bar hann árásirnar á Hanoi saman við þau grimmdarverk sem framin voru i Lidice, Oradour, Guernica, Katynskógi, Baby Jar, Sharpeville. Bandaríkjamenn brugðust reiðir við og sögðu Svi- um að það væri alveg óþarfi fyrir þá að senda nýjan sendiherra til Washington. Hér fer á eftir við tal sem útsendari bandariska vikursins Time hefur átt við Palme um þetta mál. Palme: Við höfum vanizt að lita til Bandarikjanna um for- ystu og áhrifavald þegar um er að ræða vandamál friðar og verndun mannlegra grund- vallarverðmæta. Og einmitt þess vegna er harmur okkar og vonbrigði sárari þegar eitt- hvað gerist i ætt við sprengju- kastið á Hanoi og Haiphong. Time: Hvaða rétt hefur sænskur forsætisráðherra til að jafna loftárásunum við verstu grimmdarverk nazista — ef tekið er tillit tii orðstis Sviþjóðar sem hlutlauss rikis i heimsstyrjöldinni siðari? Palme: Ég lagði þetta ekki beint að jöfnu. Það er ekki hægt að bera saman herfor- íngja eða pólitisk kerfi. Það sem ég vildi varpa ljósi á eru áhrif stórfelldra ofbeldisverka á manneskjurnar og hve ógnarlegt það var sem gerðist i loftárásunum á Hanoi og Haiphong. Til að fólk hlusti og skilji þarf að taka sterkt til orða. 1 heimsstyrjöldinni sið- ari höfðum viö lýðræði strang- lega i heiðri i landi okkar. Um- ræður voru opnar. A mjög erf- iðum tima neyddumst við til að hleypa lestum með Þjóð- verjum sem voru að fara i leyfi frá Noregi yfir land okk- ar. En það er einber vitleysa að við höfum haft samstarf við Þjóðverja. Time: Eruð þér með Banda- rikjunum eða á móti? Palme: Hlutleysi hefur aldrei dæmt okkur til að þegja um heimsmálin. Þegar við mótmælum atburðum i Ung- verjalandi, Tékkóslóvakiu eða Berlinarmúrnum með mjög ó- tviræðu orðbragði, þá heyrð- um við ekki bofs frá Hvita húsinu i Washington um hlut- leysi okkar. Það er allt i lagi fyrir stór- veldin að draga úr viðsjám. En ein hættan af þvi, að risa- veldin semji sin á milli um vinsamlegri sambúð er sú, að þeim finnist þau hafi frjálsari hendur til að skipa smærri rikjum fyrir verkum. Hættan er sú, að hið mikla afl risa- veldanna verði ógnun við sjálfstæði og tilverurétt smá- þjóða. Við verðum að halda uppi vörnum fyrir rétt smá- rikja til að skapa sér framtið. Time:GætuBandarikin haft gagn af þeirri reynslu sem þið hafið i samskiptum við Norður-Vietnam? Palme: Viðkvæmnin er mikil i sambandi við það mál, en engu að siður er byggt á rauntækum grundvelli. Við hugsuðum um möguleika á að skapa nýja tegund alþjóðlegra samtaka til að beina i einn far- veg uppbyggingarviðleitni þannig, að hún yrði ekki á veg- um neins eins rikis, heldur al- þjóðlegt átak margra. Uppi hafa verið hugmyndir um að skapa alþjóðlega samstarfs- nefnd, þar sem Vietnamar réðu miklu, vegna þess að þeir eru tortryggnir á alþjóðasam- tök. Time: Hvaða þýðingu hafa loftárásirnar á Hanoi fyrir álit Bandarikjanna i Evrópu? Verður þeim fljótlega gleymt? Palme: Ef að Bandarikin halda áfram svipuðum ógnar- verkum hvað verður þá þegar næst koma upp vandamál i Austur-Evrópu? Bandarikin hafa týnt öllum siðferðilegum grundvelli til að mótmæla i þeim tilvikum. Hér fer fram einskonar sambræðsla hins sovézka og hins bandariska kerfis. Bandarikin hafa gert nokkuð það sem Sovétrikin voru reiðubúin til að gera i Tékkóslóvakiu. Kenningar þeirra Brézhnéfs og Nixons eru smárikjum hættulegar. Time: Hefur almennings- álitið i heiminum áhrif á stjórnmálaákvarðanir? Palme: Já, en ekki alltaf, og aldrei fullnaðaráhrif. En segið mér — af hverju láta Rússar þrátt fyrir allt enn undan ýms- um kröfum sovézkra Gyð- inga? Almenningsálitið gagn- vart Tékkóslóvakiu gerði þeim marga skráveifu. Nixon hafði margar ástæður til að stöðva Ioftárásirnar. Al- menningsálitið i heiminum var eitt þeirra. erlendum vettvangí Palme: hlutleysi er ekki sama og að þegja um alþjóðamál. Stórveldin og rödd smáþjóða Bátaábyrgðarfélag ísafjarðar 70 ára Gáfu 250 þúsund í Eyjasöfnunina Bataábyrgðarfélag lsafjarðar varð 70 ára 24. þessa mánaðar, en það var stofnað 1903. Afmælisins var minnst i Félagsheimilinu á Hnifsdal, þar sem saman voru komnir út- gerðarmenn af Vestfjörðum og fleiri. Forstjóri félagsins er Matthias Bjarnason alþingismaður, en Guðfinnur Einarsson stjórnar- formaður félagsins flutti yfirlits- erindi um sögu þess. Guðfinnur gat þess fyrsta umræða um báta- ábyrgðarfélag hefði fraið fram 1851, og félagið siðan stofnað 1854, og mun hafa starfað fram til 1872. Stofnendur þess félags, sem nú starfar, voru 17 talsins, en 22 bát- ar lofuðu að tryggja hjá félaginu. Starfsemi félagsins hefur farið sivaxandi. Fyrst starfaði félagið aðeins við Djúpið, en að starfs- sviðið frá 1948 hefur verið Vest- firðir frá Látrabjargi að Skaga og Húnaflóasvæðiö með. Nú tryggja hjá félaginu um 200 bátar og skip, og i sjóði á félagið rúmar 8 miljónir, en átti 1914—’ 19 650 krónur. A hátiðarfundinum var samþykkt að gefa 250 þúsund krónur til uppbyggingar sjó- mannafræðslu á Vestfjörðum, sem samtök útvegsmanna eiga að ráðstafa. Einnig var sambvkkt að eefa 250 þúsund krónur i Vestmanna- eyjasögnunina. Halldór Ólafsson, fréttaritari blaðsins á tsafirði, sagði okkur þessi tiðindi, og talaði um að senda blaðinu grein með myndum um félagið innan skamms. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.