Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 6
<> SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 30. janúar 1973 MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóftviljans Frainkvæmdastjóri: Eióur Kergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson <áb.) ''uglýsingastjóri: lieimir Ingimarsson Kitstjórn, algreiftsla, auglýsingar: Skólav.st. I!). Sfmi 17300 <5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. l.ausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. AÐ HJALPA SER SJALFUR íslendingar eru tiltölulega efnuð þjóð. Þjóðartekjur á mann eru einhverjar þær GRÓUSÖGUR OG RÓGBURÐUR Þegar mikinn vanda ber að höndum er hætt við þvi að ósvifnir aðilar sjáist ekki fyrir og misnoti aðstöðu sem þeir hafa til þess að skapa hræðsluástand sem getur haft i för með sér sundrungu. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, varð á alþingi i gær að verja nokkrum tima i ræðu sinni til þess að mótmæla hverskyns gróusögum sem einhverjir siðlausir ein- staklingar hafa komið á kreik siðustu sólarhringana með hjálp vissra fjölmiðla. Þjóðviljinn fordæmir sundrungariðju; oft hefur verið rætt og ritað um að þjóðin væri á örlagastund en slikt tal hefur i rauninni aldrei verið við hæfi fyrr en nú. Þess vegna hvetur Þjóðviljinn alla landsmenn til þess að standa þétt saman og láta hvorki gróusögur né rógburð villa sér sýn. Þvi verður ekki trúað að til séu aðilar á íslandi, sem vilja notfæra sér slikt ástand sem nú hefur skapazt sér og sinum til framdráttar. A.m.k. er fullvist að stjórnmálaöfl, sem kynnu að hegða sér á þann veg, ættu ekki lengur upp á pall- borðið með þessari þjóð. hæstu i heimi, kaupmáttur er hærri nú hér á landi en nokkru sinni og allt virðist vera i blóma. Nú leit fremur vel út með aflann á þessu ári; spáð er miklum loðnuafla og þorskaflinn ætti senn að geta aukizt vegna aukinnar friðunar á miðunum. En mitt i allri þessari lifskjaraframför i landinu vakna menn upp við vondan draum: Gos i Heimaey. Atvinnutæki, ibúðarhús, bátar fyrir miljarða og miljarða aftur eru i stór- felldri hættu. Á örskömmum tima breytist ein blómlegasta byggð þessa lands i óbyggilega eyðimörk vikurs og hraun- burðar. Fólk flykkist i land þúsundum saman og sezt að til bráðabirgða á ýmsum stöðum á meginlandinu.Þetta fólk er rifið út úr félagslegu samhengi, fjárhagslegt öryggi þess er i voða og atvinnuóvissa al- ger að heita má. Þetta er dökk mynd — íslendingar hafa vart séð hann svartari um áratugaskeið. Og hvað skal gera? Svarið við þeirri spurningu virðist vera nær einróma: Aðgerðir skulu allar við það miðaðar að „búsifjar af völdum náttúru- hamfaranna séu bornar af þjóðinni sameiginlega” eins og það er orðað i þingsályktunartillögu, sem forsætisráð- herra lagði fyrir alþingi i gærdag. Lausn þessa stóra vandamáls verður að byggja á sameiginlegu átaki þjóðarinnar allrar, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, i ræðu sinni á alþingi i gær. Og full- vist er að þjóðin öll er reiðubúin til að axla byrðarnar. Það getur hún nú betur en nokkru sinni fyrr. Afstaða rikisstjórnarinnar eftir náttúruhamfarirnar i Vestmannaeyjum byggist á þessari meginstefnu. Þess vegna hefur forsætisráðherra nú lagt fram á alþingi tillögu til þingsályktunar sem gerir ráð fyrir þvi að unnið verði á grundvelli þeirra meginatriða sem hér að ofan eru nefnd: Að sameiginlegt átak landsmanna leysi vandann og að lands- menn, hvar i flokki sem þeir standa, nái að standa saman um úrræðin. TIL BRETA OG VESTUR-ÞJÓÐVERJA Mikið tal er um það manna á meðal að við eigum að taka við aðstoð og hjálp utanlands frá. Einhverjir aðilar hafa búið til sögur um að rikisstjórnin hafi hafnað einhverri aðstoð — en svo er ekki. Þjóð- viljinn vill nota þetta tækifæri til þess að benda á það að tvær þjóðir i grennd við okkur gætu sýnt drenglyndi með ákaflega einföldum hætti en þó til fyrirmyndar. Þar er átt við Breta og Vestur-Þjóðverja. Þeir ættu nú tafarlaust að viðurkenna islenzku 50 milna landhelgina og þeir mættu lika skila einhverju aftur af þeim fiski sem þeir hafa tekið ófrjálsri hendi á fiskimið- um íslendinga siðustu mánuðina — eða ámóta verðmætum. Staldrað við í Hafnarbúðum: „Hús til sölu... hægt að flytja inn strax” Hvað er i matinn? hugsar þessi litia Eyjastúlka og teygir sig eins og hún hefur lengd til. Börn innan 12 ára aldurs fá fritt fæOi i HafnarbúOum. Mikill fjöldi Vestmannaeyinga var samankominn i Hafnar- búOum i gærdag er fréttamaður Þjóðviljans leit þar inn. Þarna er miöpunktur alls, sem Eyjamenn þarfnast brýnast — hvers konar u p pl ý s i n ga m i ðl u n , greiðslur frá almannatrygg- ingum, styrkveitingar, úthlutun fatnaðar og þess háttar. Þarna cr fjölmennt starfslið Kauða kross- ins og Vcstmannaeyjabæjar og I mörgu að snúast scm vonlegt er. Skrifstofa almannatrygginga og sjúkrasa m lags Vestmanna- eyja tók til starfa i Hafnarbúöum á föstudaginn og vegna aðstæðna eru fjölskyIdubætur greiddar fram I timann. Veggblöð og orðsendingar Hingað og þangað á veggjum eru margs konar orð- sendingar, þar á meðal hangir á vegg 1. tölublað Fréttablaðs Vest- mannaeyinga, en ábyrgðarmaður er Gisli Þorsteinsson. Þar eru m.a. tilkynningar um sima lækna og þjónustu heilsuverndarstöðvar Reykjavikur við Eyjamenn. A öðrum stað er plagg um veitinga- sölu, og þar má lesa að hádegis- verður kostar 50 krónur, en ókeypis fyrir börn inna 12 ára aldurs. Kaffibrauð kostar 10 kr. per stykki. Hér koma nokkur sýnishorn af orðsendingum: Junior Chamber Kóp.avogi, annast húsgagnaílutninga laugardaga og sur.nudaga, simi 25543 (Rauði krossinn).... Þeir Vestmannaeyingar sem hyggjast leita sér að húsnæði og atvinnu á Akranesi fá fritt far með Akraborginni ... Og undirskriftalisti: Vér undirritaðir Vestmannaeyingar förum þess á leit, að fjárhagsað- stoð sú, sem erlendar rikis- stjórnir hafi boðið oss , verði þegnar. Rikisstjórnin byrji strax á móttöku þess fjármagns sem hefur boðizt. Valgerður Jónsdóttir getur tekið 100 kindur og 4 hesta. Barnarúm til láns.... Stefania Sigurjónsdóttir tekur að sér fiska og fugla.... Ómar Guðjónsson, Höfða, Bisk- upstungum, getur tekiö að sér þrjá hesta, 10-20 kindur. Hefur ibúð, tvö herbergi og eldhús. Bragi Hermannsson i Garða- hreppi getur tekið að sér kaninur.... Páll Jónsson, tannlæknir á Sel- fossi, getur tekið að sér hesta.... Getum komið fyrir i geymslu hundum, köttum, kindum, fuglum, hænsnum og kindum...... Hreinn Ólafsson — pláss fyriri hænsni og búslóð... Hænsni ,nokkur hundruð, Jón Stefánsson... Sigriður Pétursdóttir Lauga- vegi 28 vill taka að sér hunda... Dýrapössun — Hafnarfjörður... Hús til sölu i Þorlákshöfn.Hsgt að flytja inn strax — fimm her- bergi og ein stofa... Einbýlishús i Bolungarvik fyrir sjómann. 9 manna fjölskylda kemst fyrir... Athugið': Munaðarnes 23 ibúöir (næg atvinna, skóli og ferðir), DAS sumarhús, 12 fjölskyldur, 15 min. frá Selfossi. Lækjarbotnar Kópavogi, sumardvalarheimili, 6 fjölskyldur. Sumardvalarheimili sjómanna, As Grimsnesi, 20 her- bergi. Grimsnes er stutt frá Eyrarbakka og Selfossi, þar sem atvinnumöguleikar eru góðir. Og fólkið vann baðað i sjón- Starfsfólk Rauðakrossins er önnum kafið eins og þessi mynd sýnir. (Ljósm. sj.) varpsljósum, þvi aö þarna voru að starfi sjónvarpsmenn frá bandarisku sjónvarpsstöðinni NBC. Þeir komu á laugardag og höfðu enn ekki fengið leyfi til að fara til Eyja, — á meðan létu þeir sér nægja að kvikmynda i Hafnarbúðum, en þar er útaf fyrir sig nægilegt myndaefni. sj 5200 tonn af loðnu til Neskaupstaðar Neskaupstað, 29/1 — Nokkrir bátar fengu loðnu út af Norðfjarð- arhorni i nótt. Hafa bátar verið að streyma hingað inn með afla. Þessir hafa tilkynnt afla til losun- ar hér i dag: Hilmir 350 tonn, Skirnir 110 tonn, Helga Guð- mundsdóttir 220 tonn, Bjarni Ólafsson 160 tonn, Sveinn Svein- björnsson 160 tonn, Náttfari 160 og Magnús 130 tonn. Tveir bátar eru begar komnir á loðnu frá Neskaupstað, Sveinn Sveinbjörnsson og Magnús. Hafa þeir landað hér 3svar i loðnu- bræðslu, — ekki þó með fullfermi. Nú eru komin rösk 5 þúsund tonn af loðnu i þrær Sildarvinnsl- unnar. Byrjaði bræðslan kl. 8 i gærmorgun og fóru fyrstu loðnurnar inn um miðjan dag. Bezt er að bræða loðnu sjö daga gamla. Er elzta loðnan i þró, ekki orðin svo gömul.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.