Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓÐVILJIWN — SIÐA 15 Afmæli Framhald af bls. 4. Þrátt fyrir ágætan lækninga- mátt þessa peneselins, varð Skúli ekki alheill, örlitill skáldskapar- sýkilsangi varðeftir og hefur búið um sig. ,,Margur er skáld þó hann ekki yrki” hefur sannazt á Skúla, þess höfum við orðið greinilega vör i ritgerðunum, sem hann hef- ur sent frá sér, og við höfum lesið okkur til ánægju. Það er sama hvort hann lýsir bæjarbrekkunni heima hjá sér, Ljótunnarstaða- brekku, segir frá einstökum mönnum og atburðum eða leiðir okkur inn i hugarheim barnsins, allsstaðar skin á meira og minna bjartan og fagran skáldlega neista, sem oft glitrar af gaman- semi. Það er a.m.k. annað og meira en venjulegur landsupp- dráttur og staðreyndaþula. En nú er bezt að hætta sér ekki frekar út i bókmenntalegar hug- leiðingar og listrænt mat, þvi að þá gæti svo farið, að bókmennta- fræðingar Þjóðvilians oe starfs- bræður þeirra hlægju svo hátt að hvalir hlypu á land i Trékyllisvik og jafnvel alla leið upp i Ljótunn- arstaðabrekku. Þvi skal snúið sér að þvi, sem átti að verða upphaf og innihald þessarar greinar, að Skúli á Ljótunnarstöðum er sjö- tugur i dag; hann er sum sé af- mælisbarnið, og það er af þvi til- efni, að öllu þessu grufli og þrugii er dembt yfir alsaklausa lesendur Þjóðviljans. Þá er að slá botninn i þetta allt saman, þakka afmælisbarninu allt gott og árna þvi allra heilla. Þakka Skúla ágætar ritgerðir hans, blaðagreinar og útvarps- þætti, og þá ekki sizt pistlana, sem hann hefur birt i jólablaði Vestfirðings á undanförnum ár- um og allt annað, sem hann hefur unnið i þágu Alþýðubandalags- ins, stefnu þess, sósialismanum, til framgangs. Arnaðaróskir bið ég Þjóðvilj- ann að flytja honum frá mér per- sónulega, frá blaði okkar Vest- firðingi og siðast en ekki sizt frá samtökum okkar alþýðubanda- lagsmanna i Vestfjarðakjör- dæmi. Halldór ólafsson. Af mæliskveð j a frá Þjóðviljanum Þjóðviljinn sendir hinu siunga afmælisbarni á Ljótunnarstöðum kveðjur sinar og lesenda sinna, þakkir fyrir liðin ár og heillaóskir um ókomin ár. Samfylgd Skúla og Þjóðviljans er orðin löng, og fyrir Þjóðviljann a.m.k. ákaflega ánægjuleg. Skúli hefur verið óþreytandi að skrifa fyrir blaðið, og m.a. skrifað útvarpsgagnrýni reglulega um árabil. Frá skrifum Skúla stafar lifsgleði og birtu, og hefur það verið happ fyrir Þjóð- viljann og lesendur að fá að njóta þess. örlæti Skúla við blaðið og málstað þess er nátengt! stjórn- málaskoðunum og -afskiptum Skúla, en hann hefur jafnan skip- að sér undir merki sósialisma, verklýðshyggju og þjóðfrelsis. Skúli Guðjónssin fæddist 30. janúar 1903 á Ljótunnarstöðum i Bæjarhreppi, Strandasýslu, og þar hefur hann staðið fyrir búi siðan 1936. Kona hans er Þuriður Guöjónsdóttir frá Heydal i sömu sveit. Auk fjölda greina i blöðum og timaritum og frásagna i út- varpi, hafa komið þrjár bækur frá hendi Skúla: Bréf úr myrkri, Það sem ég hef skrifað og Heyrt en ekki séð. Skúli! Þjóðviljinn er ekki búinn að bita úr nálinni við þig né þú við hann. Hafðu þakkir og komdu sem oftast að finna okkur! Kauphækkun Framhald af bls. 1. gert ráð fyrir þessum aðaltekju- stofnum til viðlagasjóðs: 1. 1. marz — 30. september þetta ár greiði atvinnurekendur 5.5% viðlagagjald af launa- skattskyldum vinnulaunum að undanskildum aflahlutum og launum áhafna á fiskiskipum. 2. Auk þessa skulu launa- greiðendur greiða 1% launaskatt i viðbót við þann sem fyrir er i við- lagasjóð. 3. Þeir sem stunda eigin at- vinnurekstur eða hafa tekjur af sjálfstæðri starfsemi skulu og greiða i viðlagasjóð, 6,5%. þ.e. bæði hlut atvinnurekanda og launamanns, en launaskatturinn sem að ofan getur er i rauninni sú kauphækkun sem koma átti til framkvæmda 1. marz næst- komandi. 4. Frá 1. febrúar til 31. desem- ber 1973 skal leggja 2% viðlaga- gjald á söluskattstofn allra sömu aðila og ella er kveðið á um i lög- um. 5. Bændur leggi fram til viö- lagasjóðssem svarar 1% gjaldi á >ann hluta gjaldstofns Búnaðar- málasjóðs, sem svarar til hundraðshluta launaliðs verö- lagsgrundvallar búvöru af heildarútgjöldum hans. 6. 1. marz — 31. september skulu fiskkaupendur greiða sem svarar 4% af skiptaverðmæti i stofnfjársjóð fiskiskipa. Af þessari greiðslu reiknast 2/3 hlutar viðlagagjald. 7. A gjaldárinu 1973 skal leggja 30% viðlagagjald á álagðan eignaskatt. Gert er ráð fyrir þvi að með ofangreindum ráðstöfunum renni til viðlagasjóðs á þriðja miljarða króna. Sprengingar Framhald af bls. 1. inn undir ösku, og aska er einnig upp á miðja veggi Landakirkju. Nokkur hús suðvestast i bænum hafa að mestu sloppið við ösku- fallið, eða maður kallar það, þó að aska nái meter upp á veggi húsanna. Þar hefur litið öskufall verið siðan aðfaranótt föstudags- ins, en hætt er við að þar falli aska i nótt, ef hann gerir norð- austan átt eins og spáð er, en þá sleppur lika stærsti hluti bæjar- ins. Búiö aö tæma 5-600 hús Magnús Magnússon, bæjar- stjóri, sagði mér siðdegis i dag að búið væri að tæma 5-600 hús i bænum, og mætti segja að öll hús austan Skólavegar væru tóm, utan örfá, en þar biða eigendur eftir gámum — vilja ekki flytja dót sitt fyrr en þeir fá þá, enda hefur farangur manna skemmzt mikið, ef hann hefur ekki verið fluttur i gámum. Þá sagði Magnús, að strax yrði byrjað að flytja skipulega innbú manna úr vesturbænum, en þvi má bæta við, að þegar er búið að flytja innbú úr mjög mörgum húsum i vesturbænum; það hafa eigendur gert upp á eindæmi og flestir án þess að hafa gáma. Hraunrennslið hefur ekkert breytzt að þvi er jarðfræðingar sögðu siödegis i dag, og rennur si- fellt i austur. Þá var og dýpi hafn- arinnar mælt i dag og hefur engin breyting orðið þar á. Allt skalf og nötraði Gosið hefur verið með allra mesta móti i dal. Sprengingar i gignum tiðar og háværari en und- anfarna daga, einkum var þetta þannig fyrripart dags, en heldur hefur dregið úr sprengingum sið- degis. Þegar mestu sprenging- arnar voru i gignum nötraði allt Þökkum innilega öllum þeim sein auðsyndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, dóttur okkar, systur og mágkonu AUÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR HOWIE, Háteigsvegi 18, Reykjavik James Gordon Howie Þórður Jasonarson Jónina Þórðardóttir Þórður Markús Þórðarson Jenný Einarsdóttir og skalf i bænum. Herjólfur og Esja eru hér i dag og er verið að lesta þau. Von er á Heklunni i nótt og ef til vill fleiri skipum. Talið er að um 600 manns vinni nú að björgunarstörfum i Vest- mannaeyjum i dag. Það versta er að enn stendur á gámum, en aftur á móti er orðið nóg af flutninga- tækjum. Byggja verður Framhald af bls. 1. veitingarnefndar og hófst þing- fundur að nýju kl. 6. Var þá tilbúið nefndarálit og gerði Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar grein fyrir þvi. Nefndin lagði einróma til, að þingsályktunartillagan yrði sam- þykkt með smávægilegri oröa- lagsbreytingu. Er tillagan, eins og hún var endanlega oröuð birt á öðrum stað i blaðinu. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, þakkaði mönnum ein- hug og lét i ljós von um, að menn gætu sameinast um flutning á frumvarpi til fjáröflunar vegna hinna gifurlegu áfalla. Forsætisráðherra minnti á, að við Islendingar erum nú ólikt betur undir það búnir, að mæta afleiðingum stóráfalla vegna jarðelda, eins og nú hafa yfir dunið, heldur en áður var, er þjóðin bjó við sára fátækt. Að ræðu forsætisráðherra lokinni var þingsályktunartil- lagan samþykkt i einu hljóði, og voru siðan 7 alþingismenn kosnir i nefnd þá, er hún gerir ráð fyrir, og komu ekki fram tillögur um fleira en kjósa átti. Þessir voru kjörnir: Eysteinn Jónsson, Halldór E. Sigurösson, Hannibal Valdimarsson, Lúðvik Jósepsson, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson og Gylfi Þ. Gislason. 150 hús Framhald af bls 8. Hins vegar er meðalstærð hnullunganna eins og manns- hnefi, en margir eru eins og sim- tæki að stærð eða enn stærri. Þetta er eins og margoft hefur verið sagt gjall sem splundrast þegar það kemur niður, en það meiðir töluvert ef það kemur i menn, og gerir þetta björgunar- mönnunum erfitt fyrir þótt þeir séu með hjálma, með storm- gleraugu og i þykkum úlpum eða stökkum. Einkum meiðast menn á höndum við að fá gjall- hnullungana i sig, enda eru þeir logandi. En menn láta þetta ekki á sig fá heldur vinna af kappi. Nokkuð hefur verið um smá- meiðsli hér, en læknir er á staðn- um og aðstoðarmenn. Gróusagnir Framhald á 16. siðu. viðræður við forystumenn i sjávarutvegi, Vestmannaeying- ana sjálfa og einnig aðila frá Ltú, fiskimálastjóra, verksmiðjueig- endum, frystihúsaeigendum Sjó- mannasambandinu og Far- manna- og fiskimannasam- bandinu. Lúðvik minnt á þá sérstöku þýðingu, sem Vestmannaeyjar hafa haft fyrir islenzkan sjávar- útveg. Þar hefur m.a. verið lif- höfn fyrir stóran hluta flotans. Rikisstjórnin hefur undanfariö hugað að þeim stórkostlegu fjár- hagsvandamálum, sem upp koma vegna gossins. Frumvarp er til búiö, og verður það lagt fyrir þá þingnefnd, sem hér er ætlunin að kjósa. Lúðvik taldi sjálfsagt, að reynt yrði að ná samstöðú allra þingflokka, væri þess nokkur kostur, en hér væru um stórar fjárhæðir að ræða, sem afla þyrfti Tugir trésmiða hjálpa til í Eyjum 62 trésmiðir frá Trésmiðafélagi Reykjavikur fóru til Eyja á laugardag, og hafa unnið þar sleitulaust siðan. 40 trésmiðir héldu til Eyja i gær til að hvila félaga sina. Nýjar hjálpar- sveitir til Eyj a 1 dag hefur verið unnið að þvi á vegum Almannavarnaráðs að senda óþreyttar hjálparsveitir til skipulagðra björgunarstarfa i Vestmannaeyjum. Fyrri hluta dags fóru um 180 menn úr björgunarsveitum Slysavarna- félagsins, skáta og flug- björgunarsveitum frá ýmsum stöðum á landinu, en fjöldamörg boð um aðstoð hafa borizt frá björgunarsveitum og einstakling- um. Einnig fara i kvöld 40 tré- smiðir og nokkrir bifvélavirkjar. Leysa þessir hópar af hólmi hjálparsveitir, sem verið hafa að björgunarstarfi. Þá hefur verið haldið áfram flutningi ýmis konar búnaðar til notkunar við hjálpar- starfið. Haldið hefur verið áfram samstarfi við skrifstofu Vest- mannaeyjabæjar i Hafnarbúðum um flutning á búslóðum frá Vest- mannaeyjum og skipulagður flutningur á gámum með bifreið- um varnarliðsins milli Þorláks- hafnar og Reykjavikur og útveg- að meira geymslurými til mót- töku á búslóðum i Reykjavik, m.a. flugskýli á Reykjavikurflug- velli. Mun Þröstur Sigtryggsson, skipherra, hafa yfirstjórn þeirra mála af hálfu Almannavarna og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Aætlað er, að nær 400 gámar séu i notkun við flutninga þessa. Eins og undanfarið hefur verið lögð megin áherzla á flutninga með skipum, þar eð flutningar i loft hafa legið niöri vegna veðráttu. Þá hafa i dag farið fram itarlegar viðræður við jarðfræðingana Sig- urð Þórarinsson og Þorleif 1300 saknað í Indókína WASHINGTON 29/1. — Fjöl- skyldur 555 bandariskra striðs- fanga i Vietnam hafa fengiö til- kynningu um að þeir verði látnir lausir á næstunni, 55 hafa fengið staðfestingu á að þeirra nánustu hafi fallið i orustu eða látizt i fangabúðum. Enn biða að- standendur 1300 manna sem saknað var eftir vitneskju um af- drif ættingja sinna. 100-150 fangar munu innan viku sóttir til Hanoi, en allir eiga fangarnir að vera komnir heim áður en marz er liðinn. Samtök aðstandenda striðsfanga bera Norður-Vietnemum það á brýn, að þeir hafi ekki staðið við loforð sin um að gera grein fyrir öllum striðsföngum i Vietnam og Laos. Húsnœðiskönnun sveitarfélaga Flest eða öll sveitarfelög hafa nú fengiö eyðublöð frá Rauða krossinum til þess að geta gert könnun þá á húsnæði sem nú fer fram um allt land vegna náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum. Nokkur sveitarfélög munu hafa brugðizt fljótt og vel við, og eru Keflvíkingar meðal annars búnir að setja upp skrifstofu fyrir þá Vestmannaeyinga sem þangað kunna að leita. önnur sveitarfé- lög munu vera i þann veginn að hefja þessa könnun. Snorri Hallgrímsson látinn 60 ára Snorri Hallgrimsson, prófessor, er látinn. Snorri fæddist 9. októ- bcr 1912 og var þvi aöeins liölega scxtugur er hann lézt. Snorri Hallgrimsson var einn kunnasti og virtasti maður tslendinga á sviði læknavisindanna, — gegndi hann prófessorsembætti og yfir- læknisstööu árum saman og var kunnur erlendis fyrir störf sín að læknisfræði. Einarsson og prófessor Þorbjörn Sigurbjörnsson, eðlisfræðing, um ástand og horfur frá öryggis sjónarmiði. 29. janúar 1973. Svanur heldur * styrktartónleika Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika næstkomandi laugar- dag 3. febrúar klukkkan 15, klukkan 3 e.h. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Rauða kross Islands og verður varið til hjálpar- starfs vegna eldgossins i Vest mannaeyjum. Stjórnandi er Jón Sigr js- son og einleikari á klarinettu er Björn Leifsson. Sérstakur gestur lúðrasveit- arinnar verður Ellert Karls- son, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, og mun hann stjórna útsetningu sinni á lagasyrpu eftir Arna Thorsteinsson. Flutt verður tónlist við allra hæfi. Aðgöngumiðar kosta aðeins 100 krónur og fást hjá Svans- mönnum og við innganginn. Viðkomustaðir bókabiianna Simi bókabilanna er 36270 kl 9—12 Arbæjarhvcrfi Hraunbær 162 mánud. kl. 3.30—5.00 Verzl. Hraunbær 102 þriðjud. kl. 7.00—9.00 Verzl. Rofabæ 7—9 mánud. kl. 1.30—3.00. þriðjud. kl. 4.00—6.00 Hlesugróf Blesugróf — 6.15. mánud. kl. 5.30- Hrciöholt Breiðholtsskóli mánud. kl 7.15— 9.00. fimmtud. kl. 7.00 —9.00 föstud. kl. 1.30—3.30 Fremristekkur fimmtud kl. 1.30—3.00. Verzl Straumnes fimmtud. kl 4.15— 6.15 Þórufell þriðjud kl. 1.30—3.15 föstud. kl. 4.00 -5.00 Háalei tishverfi Alftamýrarskóli fimmtud. kl. 1.30—3.30 Austurver, Háaleitisbr., mánud. kl. 3.00—4.00 Miðbær, Háaleit- isbr. mánud. kl. 4.30—6.15 miðvikud. kl. 1.30—3.30 föstud. kl. 5,45—7.00 llolt — Hliöar Stakkahlið 17 mánud. kl. 1.30—2.30 miðvikud. kl. 7.00- —9.00 Æfingaskóli Kennara- sk . miðvikud. kl. 4.15—6.00 Laugarás Hrafnista föstud. kl. 3.15- —4.15 Verzl. Norðurbrún þriðjud. kl. 5.00—6.30 föstud. kl. 4.30—5.45 Laugarneshverfi Dalbraut/Kleppsv. þriðjud. kl. 7.15—9.00 Laugalækur- /Hrisat. föstud. kl. 1.30- —3.00 Sund Verzl. við Sæviðarsund þriðjud.kl. 3.00—4.30 föstud. kl. 6.00—7.00 Tún Hátún 10 þriðjud. kl. 1.30- —2.30 Vesturbær KR-heimilið fimmtud. kl. 7.15— 9.00 Skerjafjörður- Einarsnes fimmtud. kl. 3.45—4.30 Verzl. Hjarðar- haga 47 mánud. kl. 7.15- —9.00 fimmtud, kl. 5.00- —6.30 Nýja bókasafnið i Bústaða- kirkju — Bústaðaútibú — er opiðmánud. til föstud. kl. 2.00 —9.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.