Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 1
(RO Maður skotinn til bana Sá atburður gerðist á Höfn i Hornafirði á sunnudags- morgun að Stefán Egilsson, 32ja ára, var skotinn til bana. Banamaður Stefáns, sem var drukkinn er atburðurinn átti sér stað, var strax handtekinn og siðan fluttur til Reykjavik- ur, þar sem málið verður tekið til rannsóknar. Banamaöur Stefáns skaut tveimur skotum úr hagla- byssu, og lézt Stefán sam- stundis. Stefán var ókvæntur. Einar Agústsson utanrikisráðherra: Hart að hafa erlent fólk í íbúðum þegarsvona stendur á 1 viðtali við útvarpið i gærkvöld sagði Einar Agústson utanrikis- ráðherra aö utanrikisráðuneytiö heföi ekki enn fengið bréf bæjar- stjórnar Keflavikur varðandi rýmingu húsnæðis þess sem Amerikumenn dvelja i þar i bæ, svo hægt veröi að hýsa Eyjamenn i Keflavik. Um erindi Keflvikinga sagði Einar m.a. eitthvað á þessa leið: Hugmyndin er ekki óeðlileg i þessum erfiðleikum. Þaö er hart að horfa upp á að erlent fólk sé i ibúðum þegar svona stendur á hjá okkur. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, aö þeir erlendu menn og fjölskyldur þeirra, sem hér dvelja á vegum „Varnaliðsins”, eigi að vera i húsnæði á þess veg- um. Miklar sprengingar í gígnum í gœr Búið að tæma nær öll hús austan Skólavegar Frá fréttamanni Þjóðviljans i Vestmannaeyjum, Sigurdóri Sigurdórssyni, i gærkvöld : Vindur snerist Heldur skánaði ástandið hér i Vestmannaeyjum eftir hádegi i dag. Vindur hafði verið suðaustan frá þvi i nótt er leið, en um kl. 2 snerist hann eins og hendi væri veifað i hreina sunnanátt, um leið tók öskufalliö af bænum svo og reykjarmökkinn. Með þessari sunnanátt birti til og gerði hið bezta veður, og vona auðvitað all- ir að þetta góðviðri haldist eitt- hvað, svo menn losni við öskufall- ið meðan unnið er að björgun úr húsum i bænum, en öskufallið og gjallregnið gerir mönnum mjög erfitt fyrir. Enn brenna hús Eldur kviknaði i einu húsi aust- arlega i bænum um hádegi i dag, og einnig var greinilegt að annað hús var að brenna undir öskunni. Ég skoðaði austurbæinn eftir að vindáttin breyttist. Enn hafa nokkur hús sokkið i ösku. Þá er kirkjugarðurinn algjörlega kom Krh. á bls. 15 Búslóöin komin út og biður þess að verða sett i gám Ólafur Jóhannesson, forsœtisráðherra á alþingi í gœr Byggja verður á heildar- átaki allrar þjóðarinnar Tillaga forsætisráðherra vegna jarðeldanna samþykkt samhljóða 40 ár frá valdatöku Hitlers 1 dag, 30. janúar eru 40 ár liðin frá valdatöku Hitlers og rikis- stjórnar nazista i Þýzkalandi. 1 þessu tilefni mun Þjóðviljinn birta einhvern næstu daga grein um upphaf nazismans, eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Ríkisst jórnin hefur ákveðiö að leggja sérstakt frumvarp fyrir nefnd þá er alþingi kaus i gær um ráö- stafanir vegna jarðeldanna i Eyjum. I frumvarpi þessu er gert ráð fyrir þvi að kauphækkun þeirri sem t gær var afgreidd i Sameinuðu þingisem ályktun alþingis tiilaga frá forsætisráöherra um ncyðar- ráðstafanir vegna jarðelda i Hei maey. Var tillagan samþykkt samhijóða á þingfundinum og er endanieg gerð tillögunnar birt á 3. siðu biaösins i dag. Forsætisráðherra flutti til- löguna og mælti fyrir henni. Hann rakti tjón það sem oröið er I Eyj- um fyrir þjóðarheildina, einstak- linga og sveitarfélagið i Eyjum. koma átti til framkvæmda 1. marz n.k. — 6 og 7% — verði frestað til 1. október, en atvinnurekendur greiði hækkunina i sérstakan „Viðlagasjóð" sem stofnaður yrði. Forsætisráðherra ólafur Taldi ráðherrann að þegar á þessu ári þyrfti að afla a.m.k. 2.000 milj. kr. til þess að tryggt væri að þjóðfélagiö stæði örugg- lega undir skyidum sinum við Vestmannaeyinga. En að auki er svo áfall þjóðarbúsins i heild og þess vegna yrði m.a. að draga úr heildarútgjöldum og innflutningi. Forsætisráðherra skýrði frá þvi að lauslegt áætlunarverð þeirra eigna sem óflytjanlegar væru sé talið um 10 miljarða króna. Jóhannesson greindi frá þvi I gær er hann mælti fyrir tiilögu sinni um neyöarráðstafanir vcgna jarðclda I Eyjum, að rikisstjórnin hefði gengið frá frumvarpi um ráðstafanir cða sérstakt gjald, ..viðlagagjald” sem renni til „viðlagasjóðs” en tilgangur hans er að standa straum af þeim 1 ræðu sinni vék forsætisráð- herra að tveimur meginatriðum þessa máls. 1 fyrsta lagi að rikis- stjórnin hefði lagt áherzlu á að landsmenn allir öxluðu þær byrðar sem tjóninu fylgja og i öðru lagi að nást yrði samstaða um þær aögerðir sem gripið yrði til. Þess vegna hefði rikisstjórnin ákveðið að leggja til að skipuð yrði nefnd fulltrúa allra flokka til að fjalla um málið og gera til- lögur. Rikisstjórnin myndi leggja búsifjum sem nú verða vcgna jaröcldanna i Vestmannaeyjum. t frumvarpi þvi sem rikis- stjórnin hafði tilbúið og hún mun nú leggja fyrir nefnd þá, scm alþingi kaus i gær, til þess að lryggja samstöðu allra flokka þingsins um ráöstafanirnar, er Frh. á bls. 15 fyrir nefndina frumvarp það er hún sjálf hefði gengið frá um neyðarráðstafanir. Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason lýstu stuðningi við þingsályktunartillögu rikis- stjórnarinnar og vilja til sam- starfs viö rikisstjórnina i þessu máli. Jóhann Hafstein óskaði eftir þvi, að tillögunni yrði visað til nefndar, og var orðiö við þeirri ósk. Einnig töluðu ráðherrarnir Iiannibal Valdimarsson og Lúð- vik Jósepsson og segir annars staðar frá ræðu Lúðviks. Hannibal sagði, að það væri tvi- mælalaust skylda samfélagsins, að standa straum af þeim ráð- stöfunum, er gera þyrfti til að tryggja Vestmannaeyingum örugga lifsafkomu þann tima, sem þeir verða að dveljast fjarri sinni heimabyggð. Hann skýrði frá þvi, að tekizt hafi að útvega 1000 manns bráða- birgðahúsnæði á vegum Rauða Krossins og nefndar þeirrar, sem rikisstjórnin skipaði i þau mál. En allt meginverkefnið er þó eftir, sagði Hannibal. Það kom fram i ræðu Hanni- bals, að talið er að með 50 miljón króna tilkostnaði megi skapa allt að 50 bátum til viðbótar aðstöðu i Grindavikurhöfn. Málinu var svo visað til fjár- Frh. á bls. 15 Kauphækkun frestað— upphæðin renni í sjóð — er bœti búsifjar vegna jarðelda í Heimaey

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.