Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 7
Þribjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKRIFAR UM BARNARÆKUR ; %\j'/-/érna færðu r St/Orm/fík' f/t að horfa ' • fia/tv fonum rnóff //os/nv snúSv honum Áæyt- ^4. Scrúu r1 " j&ý?® þesst saja seý/r fra þvf scm yer$/st / feröcrg/ Qarbró fvó/c/ etéf . Earbró hsfði ver/ó re/k nokkuð Yenq/ o<f bun /ð /ent^St d/ / t’ó/n/nu smc/ oý /as. Hún hö/d/ fyr'r skömmu /æ/t að /esa, s/o /tún var JÚ////Ö \/eny/ að /esa hei/a bók■ I f/ún rar sð /esa bók t/m .nokkrd /k/a /jra//asat þeysr mamrna kom mn meSý'óf hdnda henni. Teikning úr Grallarastjörnunni Mamma litla Tvœr litlar stúlkur og stjarna á villibraut Mamma litla höf.: Frú E. de Pressensé þýð.: Jóhannes úr Kötlum og Sigurður Thorlacius Iðunn, 1972, 178 bls. Sagan um mömmu litlu kom fyrst út á árunum 1935-36, og verða sjálfsagt mörgum endur- fundirnir við hana kærir. Sjálf mundi ég óljóst eftir sögunni, mjög óljóst, þó fann ég til sviða einhvers staðar innra með mér, þegar ég sá bókina. Ég hlýt að hafa þjáðst mikið með sögu- hetjunni á sínum tima! Þetta er raunasaga tveggja systkina, móöurleysingja, og sagan spannar timabil, sem þau eru einnig föðurlaus, en úr þvi rætist þó i bókarlok. Stúlkan, sem nefnd er mamma litla, er tæpra tiu ára, bróðir hennar, Kalli litli, er fimm ára. Faðir þeirra er fátækur byggingaverkamaður, og þau búa þrjú i leiguherbergi i stóru húsi einhvers staðar i Paris. Faðirinn vinnur allan daginn fyrir viðurværi fjölskyidunnar, og það kemur 1 hlut litlu stúlkunnar að hugsa um bróður sinn. Og þegar faðirinn verður fyrir slysi og þarf að vera á sjúkrahúsi um skeið, kemur það einnig i hennar hlut að næra þau systkinin. Við það verk kynnist hún mörgu fólki og margvislegu. Mamma litla er hugljúf persóna, þolinmæðin og gæzkan uppmáluð. Aldrei missir hún stjórn á skapi sinu, þótt hún verði fyrir ranglæti heimsins. Auðmýkt hennar gengur nærri þvi úr hófi stundum. Einkum hefði bróðir hennar litli gott af þvi, að hún tæki hann fastari tökum. t per- sónu hennar finnst mér koma vel i ljós sú móöurdýrkun, sem barna- bókahöfundum (og raunar skáld- um yfirleitt) hættir svo til. Skemmtilega andstæðu við stúlkuna myndar litli drengurinn. t óþekkri og uppstökkri persónu hans kemur fram gagnrýni á auð- mýkt systurinnar, sem hann kúgar óspart. Oft gripur lesanda löngun til að hirta strákinn, en systur hans þykir svo vænt um hann, að henni dettur ekki i hug að refsa honum fyrir óþægðina. Þrátt fyrir skapið er drengurinn fjörugur og oft fyndinn i tiltekt- um. Foreldrum barnanna kynnist lesandi litið. Móðirin er dáin, eins og áður sagði, og hreinn engill i huga stúlkunnar. Faðirinn virðist vera hægur og rólegur erfiðis- maður, sem börnunum þykir vænt um og þau lita upp til. traunum sinum þurfa þau syst- kinin oft að leita á náðir annarra. Margar þær persónur eru skýrt mótaðar og athyglisverðar. Fyrst verður fyrir konan, sem bar meiri umhyggju fyrir kettinum sinum en börnunum tveim. Hún er þó ekki einhliða vond manneskja. heldur sýnir hún á sér ýmsar Aróra hliðar og er þannig dæmigerð fyrir aukapersónur sögunnar. Þær eru flestar einstaklega mannlegar, hvorki algóðar né illar heldur sambland af hvoru tveggja eins og við erum flest. önnur áberandi persóna er hús- varðarkonan, frú Perlet. Hún er þreytt og leið á amstri lifsins og stöðugri fátækt og þvi hryssings- leg við fyrstu kynni, en reynist börnunum vel. Hún vakir yfir mömmu litlu veikri, þótt hún hafi i mörg horn að lita, og þau hjónin taka Kalla litla að sér um tima: ,,Þar sem sex rúmast nokkurn veginn, rúmast lika sjö, sagði heimilisfaðirinn.” En við kynnumst ekki eingöngu fátæklingum i þessari bók. Til- viljunin leiðir litla, rika stúlku á fund mömmu litlu, og sýndur er ljóslega munurinn á lifskjörum telpnanna, sem eru jafngamlar og jafnmiklum kostum búnar. Rika stúlkan finnur óréttlætið i þessuogspyr: „Hversvegna geta ekki allir verið hamingjusamir, eins og við?” Móðir hennar reynir af veikum mætti að útskýra fyrir henni, hvers vegna sum börn eru svöng og klæðlitill, vanhirt og vansæl, og gætir i þeirri ræðu for- doma moðurinnar, sem stinga mjög i stúf við fordómaleysi barnsins. Þegar hún er orðin stór, ætlar hún að reyna að „korna þvi svo fyrir, að engir fátæklingar verði til”. Þetta er holl lesning og góð, þótt nokkuð dapurleg sé. Þýðingin er afbragðsgóð eins og vænta mátti, og skemmtilegt þótti mér að finna hvergi stafinn z! Frágangur allur á bókinni er meö ágætum, myndir fallegar, en listamanns ekki getið. Áróra og litli blái bíllinn höf.: Anne-Cath. Vestly þýö.: Stefán Sigurðsson myndir: Johan Vestly Iðunn, 1972, 151 bls. Bækurnar um Aróru litlu i blokk X ættu að vera skyldu- lesning fyrir alla foreldra. Þaö er gott að lesa um erfiðleika, sem fólk striðir við sjálft, og sjá þá kannski i nýju ljósi, sjá a.m.k. hvernig annað fólk leysir þá. Það er gaman t.d. að lesa um litla drenginn, sem raskar matfriði og nætursvefni foreldra sinna, þótt auðvitað sárvorkenni lesandi sögupersónunum. Þetta erþriðja bókin um Aróru, jafnskemmtileg og hinar tvær. Sögurnar fjalla auövitað um Áróru, sem er liklega u.þ.b. fimm ára gömul fjörug telpa með mikiö imyndunarafl; en þær fjalla um hana sem hluta af fjölskyldu, ekki hana eina með fjölskylduna i bak- sýn. Raunar er faðirinn kannski aðalpersónan, einkar geðþekkur maöur, sem vinnur að doktorsrit- gerð um Grikki hina fornu og sér um börnin sin tvö, Aróru og Sókrates, ársgamlan hnokka. Móðirin vinnur fyrir lifsbjörginni á lögfræðiskrifstofu i miðborg Osló, en fjölskyldan býr i blokk i úthverfi borgarinnar. Sögurnar segja frá daglegu lifi þeirra, striti föðurins við að ná bilprófi og ljúka ritgerðinni sinni, rýjuþvotti, matartilbúningi, óvelkomnum reikningum, sumarfrii i viku á litlu sveitahóteli, og baráttu þeirra við fordóma fólks, sem finnst hlutverkaskipting foreldranna ósæmilegt brot á viö- teknum venjum. Höfundur hefur einstakt lag á að gera hversdagslegustu atburði skemmtilega. Hún þarf ekki að leita á náðir lagabrjóta og lög- reglu til að gera bækur sinar spennandi. Og margt barnið getur þekkt þarna atburði úr eigin lifi'; þaö held ég að gefi börnum öryggistilfinningu. Ég veit, að börn sem ég þekki leita si og æ i bækur Anne-Cath. Vestly, lesa þær aftur og aftur, og það hljóta að vera meðmæli með þeim. Þýðingin er góö, prentvillur mjög fáar og frágangur góður. Myndirnar eru skemmtilegar, en kannsi ekki við smekk allra barna. Grallarastjarnan höf.: Inger og Lasse Sandberg þýð.: Guðrún Svava Svavars- dóttir Bókaútgáfan Þing, 1971. Grallarastjarnan sker sig úr barnabókum á siðasta jóla- markaði. Þetta er teiknimynda- saga, en ekki ætluð litlum börnum ólæsum, heldur stórum börnum, þvi hún krefst skilnings og þroska. Auk þess er þetta eina sagan, sem fjallar um vandamál á borð við umhverfisvernd og mengun auk annarra mála, sem mikið eru rædd manna á meðal og i fjölmiðlum, svo sem stöðnun manna i starfi, kvenréttindi og barnaréttindi. Nú gæti einhver haldið, að þetta væri of stór biti i barnsháls, en efnið er sett fram á afar auðskilinn hátt með hjálp myndanna” Eini gallinn er, að það þarf vellæstbárn til að lesa letrið. Sagan gerist á Grallara- stjörnunni, en litil jarðarstúlka, Barbró, fær tækifæri til að fylgjast með gangi mála þar gegnum kikinn sinn. A Grallara- stjörnunni er allt i kaldakoli. Loftið er svo mengað i höfuð- borginni, að fólk þarf að hafa geyma af hreinu lofti með sér út, einkum á mestu umferðartimun- um. Þá svifa falleg fjólublá ský yfir borginni. Vötnin eru svo óhrein af úrgangsefnum verk- smiðja, að fiskarnir úr þeim eru óætir. Berjarunnar eru sprautaðir eitri, svo að ávextir þeirra eru banvænir. Þessu ástandi vilja kjólgrallarar og smágrallarar ekki una. Með þvi að láta söguna gerast utan jarðarinnar okkar skirtskota höfundar til imyndunarafls lesanda en með spurningum i bókarlok reyna þeir svo að tengja hinn iqiyndaða heim okkar heimi, og þar er tilvalið að foreldrarnir taki upp þráðinn, ræði efni bókarinnar við börnin og snúi þvi upp á jarðarkringluna okkar. Þeir geta t.d. minnt á gas- grimurnar i Japan og fleira. Þetta er gegn bók og þroskandi en lika skemmtileg og spennandi. Þýðingin er mjög góð, svo og allur frágangur. Nýtt og mjög Ijölbreytt úrval austurlenzkra skrautmuna til tækifærisgjafa THAI — SILKI í úrvali. Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina sein veitir varanlega ánægju fáiö þér i JASMÍN við lllemmtorg (Laugavegi 133)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.