Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 9
8 SIDA — ÞJ6DV1LJINNÞriðjudagur 30. janúar 1973 ÞriOjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Horft yfir miö- og eystrihiuta Vestmannaeyjakaupstaöar út á höfnina frá Suðurvegi, þar sem öll hús viö efrihluta götunnar eru komin á kaf I gjall og ösku. (Ljösm. vh.) Komum aldrei aftur! Komum strax aftur! Misjafnlega bregðast menn við spurningum um það hvort þeir snúi aftur til Eyja yfirlögregluþjónn sagöi, en hann kom hingað til Eyja á laugardag og tók við yfirstjórn ailra björgunarstarfa hér og er þaö til mikilla bóta, þvi þau höfðu veriö litt skipulögð þangaö til. Ekki hafði veriö hægt aö lenda fyrir hádegið, en með þessari vél átti að koma nýr flokkur lögreglu- þjóna, til að leysa þá af sem verið hafa hér við björgunarstörf og unnið mjög svo kappsamlega siðan á fimmtudag og eru sannar- lega orðnir hvildar þurfi. Mikið hefur veriö af ungum mönnum hér úr lögregluskólanum, og hafa þeir vafalaust fengiö dýrmæta reynslu af störfum sinum hér. Engin breyting varð á rennsli hraunsins um helgina, og i gær- morgun, mánudag, rann það enn til austurs. Er höfnin þvi ekki i neinni hættu þess vegna. Hins vegar getur þetta sifellda öskuregn yfir hana grynnkaö hana verulega, en askan og gjallið er mjög þungt, að þvi er Þorleifur Einarsson jarð- fræöingur sagði mér, og sekkur með það sama. Enginn vikur hefur enn komið úr gignum og er þaö jákvætt, enda mundi vikur fljóta á sjónum i kring um Eyjar, og veröa hættulegur bátum sem þar sigla, þvi hann fer i kælivatn þeirra. Unnið var allan mánudags- morguninn að þvi aö moka þök þeirra húsa sem björgunarmenn hafast við i, svo sem af húsi Isfélagsins, þar sem mötuneytið er, en þar var óttazt aö þakiö væri að gefa sig. Þakið á lögreglu- stöðinni, sem er flatt, er farið aö gefa sig, og ætlar lögreglan að flytja aðsetur sitt á hótelið, að þvi er sagt er. 1 gær var mikið gjall- og ösku- fall yfir bæinn, og jafnframt lagði reykinn frá gosstöðvunum yfir bæinn, svo varla sáust handaskil. Var ákaflega vont að vera úti við i reyknum án þess að hafa gas- grimur. Undir hádegið var gosið með allra mesta móti, að þvi er þeir sögðu, sem fylgzt hafa með þvi frá upphafi, og hefur það ekki verið eins mikið um þessa helgi fyrr. Búizt er við að vindátt snúist siðar i dag. Það versta við þetta ösku- og gjallregn er hve stórir hnullungar falla. Sá stærsti sem sézt hefur er sagður um 50 kilóa þungur, en ekki þori ég að ábyrgjast sann- leiksgildi þess. Frh á bls. 15 Frá Sigurdóri Sigurdórssyni i Vestmannaeyjum. Ég lagði þá spurningu fyrir all- marga Vestmannaeyinga, sem voru hér i Eyjum um helgina að bjarga munum ' snnum, hvort þeir myndu snúa aftur til Vest- mannaeyja ef gosinu linnti áður enmeiratjón yrði en oröið er. Mjög snerust menn misjafnlega við. Flestir þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur og spurðir voru svöruðu þvi til að þeir myndu koma aftur eins fljótt og hægt væri./{,Hvað eigum við að gera þarna/1 fyrir sunnan”, svöruöu þeir til. Svo voru nokkrir, sem alið höfðu allan sinn aldur hér i Eyjum, sem svöruðu þvi til, að þeir myndu ekki snúa aftur til baka. Nokkuð virtust svör manna fara eftir þvi hvar þeir eiga hús i bænum. Þeir sem áttu hús i austurbænum, og þá illa farin, sögöust ekki koma aftur, en þeir sem eiga óskemmd hús, vestast, eru bjartsýnni. Nær undantekningarlaust svör- uðu yngri menn þvi til að þeir myndu ekki koma aftur. Margir þeirra höfðu nýlokið við að býggja sér hús, sem nú eru ann- aðhvort ónýt eða mikið skemmd, enda eru nýju húsin flest i austur- bænum. Einn sagði: ,,Ég hef ekki að neinu að hverfa hér, og ég get ekki hugsað mér að fara að standa i húsbyggingu aftur”. Svartsýnin virðist þvi einkum rikja hjá yngri mönnunum. Eins fjölgar þeim nú einnig, sem eru svartsýnir á það, að nokkuð verði búið hér aftur i nánustu framtið. Enda var ástandið hér á laugar- dag, og aftur á mánudag, þegar ösku og gjalli rigndi yfir bæinn, og hvert húsið af öðru ýmist hvarf i ösku eða varö eldinum aö bráð, ekki til að lifga upp á bjartsýni manna. Haldi öskugos áfram þarf ekki marga daga með austan- eða suð- austanátt til þess að byggöin hér fari gjörsamlega i kaf. Aöur en farið var aö flytja burt húsgögnin fékk fólk aö sækja nauösyn- legustu föggur meö Heklunni. Hér sjást nokkrir á heimleiö. (Ljósm. vh.) Þótt reynt væri aö flýta störfum ineð þvi aö ryöja allar aöalgötur var þetta algeng sjón: bilar festust og uröu aö fá aöstoö til aö komast áfram. (Ljósm. vh.) Frá Sigurdóri Sigurdórssyni I Vestmannaeyjum. Sá sem ekki hefur reynt það getur vart imyndað sér hve ógnvænlegt ástandið var hér í Vestmannaeyjum aðfararnótt laugardagsins og allan laugardaginn. Þá stóð vindur af suð-austri og því nær beint yf ir bæinn frá gosstöðvunum. Eldi og eimyrju rigndi látlaust yfir, logandi gjall og aska fauk bæinn á enda, allt niðurað Friðarhöfn. Askan færði hvert húsið á fætur öðru í austurbænum á kaf og kveikti i öðrum. Alls munu tólf hús þá hafa brunnið, önnur gáfu sig undan öskuþunganum sem lagðist á þau, jafnvel hús sem ekki stóðu austast í bænum. Á stundum var ástandið þannig, að lífs- hættulegt var að vera utan- dyra í austurbænum þegar gjallhnullungar á stærð við simtól eða stærri féllu allt i kring, en megnið af ösku- steinunum var á stærð við mannshnefa. Enda fór það svo að þessi sólarhringur var sá versti sem komið hefur fyrir kaupstaðinn síðan gosið hófst. Aðfararnótt sunnudagsins snerist áttin til suðurs og suö- vesturs og skipti þá um: ekkert kom frá eldstöövunum yfir bæinn heldur stóð allt af eyjunni. Var unnið kappsamlega að björgunarstörfum af þeim sem komnir voru úr Reykjavik, og fóru bæði Dettifoss og Herjóifur fulihiaðnir héðan á sunnudags- kvöld áleiðis til Rvikur. A iaugardag var taliö að kviknað hefði i 12 húsum vegna þess að glóandi gjallsteinar brutu giugga og kveiktu I giuggatjöld- um eða teppum. Þá sukku mjög mörg hús i ösku, en það er sjálfsagt ekki oftalið þó sagt sé, að um 150 hús séu brunnin, sokkin eða hálfsokkin i ösku sem kalla má þegar askan er komin upp fyrir efri brún glugga. A sunnudaginn rigndi töiuvert og þyngdist þá askan mikið og þök húsa sliguðust. Til að mynda gaf þakiö sig á hinu stóra húsi, Nýja bíói, og þegar askan hrundi niður gáfu veggirnir eftir og sprungu út. Er það nú gerónýtt. Sömu sögu er að segja af nokkuð mörgum húsum i austurbænum sem höfðu flöt þök. Þau gáfu sig þegar askan blotnaði og þyngdist. Kappsamlega var unnið að þvi að negla bárujárnsplötur fyrir austurglugga húsa um allan bæ, enda veitti ekki af, og er þá sama hvort heldur er i austurbænum eða vesturbænum. Skýfalli af hnefastórum hnullungum rigndi yfir allan bæinn i austan og suð- austan áttinni. Ekki mun þó lokið við að negla fyrir glugga, enda skorti bæði mannskap og efni þar til á sunnudagskvöld er margir menn komu frá björgunar- sveitinni Ingólfi og hjálparsveit skáta. A mánudagsmorguninn, snemma, snerist vindur aftur til suð-austan áttar og siðan til austurs, og hófst þá sama gjall- og öskuregniö yfir bæinn og á laugardag, en þó verra. Mjög mikið öskulag bættist á götur og þök húsa á fáum klukkustundum, og um klukkan 10 i gærmorgun, hafði bætzt viö i það minnsta 5 cm lag vestast i bænum. Með kvöldinu á vindur aftur að snúast til suð-vesturs og iagast ástandið þá vonandi fljótlega. Um hádegið í gær hafði ekki kviknað i neinu húsi til viðbótar, og þakka menn það þvi, að búið er að negla fyrir glugga flestra þeirra húsa sem eru á mesta hættusvæðinu. Sifellt verður erfiðara að komast um götur bæjarins eftir þvi sem öskulagið eykst. Hafa vegheflar og jarðýtur vart undan lengur að halda götum opnum og má sjá flokka vera að ýta vörubil- um sem hafa fest sig á götunum. I gær átti að reyna flug hingað til Eyja að þvi er Bjarki Eliasson Kirkjugarðurinn I Eyjum eins og hann leit út eftir öskufallið fyrir helgjna. prestar munu hafa yfirgefið staðinn strax er gosið hófst I Helga- felli, en ljós hefur logað í kirkjunni æ siöan og kirkjudyr veriö ólæstar, en nú hefur lagzt svo mikill vikur fyrir frainan þær, að ekki er lengur unnt að opna. (Ljósm. vh.) Sérfréttatímar um og fyrir Eyjamenn Útvarpsráð ákvað i gær i sam- ráði við bæjarstjórn Vestmanna- eyja að taka upp sérstaka frétta- tima fyrir Vestmannaeyinga i hljóövarpi og er stefnt að þvi, að þetta verði daglcgir þættir að loknum aðalkvöldfréttum út- varpsins. Siðar er ætlunin að einnig verði teknir upp ákveðnir tilkynninga- timar fyrir Eyjamenn. Að sögn Njarðar P. Njarðvik, sem fór ásamt fleiri fulltrúum útvarps- ráðs til Vestmannaeyja um helgina til að kanna aðstæður og ræða við bæjarstjórn þar, er þessum fréttaþáttum ætlað að flytja Eyjamönnum i landi og Eyjum nákvæmari fréttir af at- burðum, eyðileggingu og björg- unarstarfinu er ætla má að varði almenning, og fjalla um málefni þeirra, verða eins konar tengi- liður milli Eyjamanna er þeir dreifast á ýmsa staði á landinu. Þá má geta þess, að annað kvöld verður umræðuþáttur um málefni Vestmannaeyinga i sjón- varpinu og verða þar mættir til viöræðna Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Almannavarnaráös, og jarðfræð- ingar, en Eyjamenn verða i sjón- varpssal. Magnús Bjarnfreðsson stjórnar umræðum. — vh Hvað á barnið að heita? Hæsti tindur hins nýja fjall- garðs sem myndazt hefur við gosiö i Vestmannaeyjum og þegar slagar hátt i foreldri sitt, Helgafell, hefur enn ekki hlotið ákveðiö nafn. Sin á milli eru Eyjamenn þó þegar farnir að kalla fellið ýmsum nöfnum, hvað sem nú festist og verður endanlegt. Hafa heyrzt nöfn eins og Kirkjufell — eftir Kirkjubæ, Pislarfell — eftir Jóni pislarvotti, Urðarfell — eftir Uröartanga, Bersi, Nýjafeli og að lokum Litla Helga eða jafnvel Lilia Hegga i höfuðið á foreldrinu. — vh Launþegar og atvinnurekendur gefi eitt dagsverk Þjóðviljanum barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Málm- og skipasmlðasam- bandi tslands og Sambandi málm- og skipasmiöja: Sameiginlegur fundur stjórnar Málm- og skipa- smiðasambands tslands og Sambands málm- og skipa- smiðja, þ.e. launþega og vinnuveitendasamtaka i málm og skipasmiðaiðnaði, haldinn 29. jan. 1973, gerði eftirfarandi samþykkt vegna eldgossins i Vestmannaeyj- um: „Samböndin beina þeim til- mælum til allra starfsmanna i málm- og skipasmiöaiðn- greinum, þ.e. verkafólks, skrifstofufólks, verkstjóra og annarra stjórenda fyrirtækja, að þessir aðilar leggi fram i fjársöfnun til stuðnings Vest- mannaeyingum upphæð, sem svarar til launa fyrir eitt dagsverk. Óskað er að fyrirtækin af- hendi þetta fé að viðbættri fjárhæð sem svarar til leyfðr- ar álagningar. Stjórnir framangreindra samtaka óska þess, að þeir sem þannig vilja leggja sitt af mörkum, tilkynni það sem fyrst skrifstofu viðkomandi fyrirtækis.” Stjórn Málm- og skipa- smiðasambands Islands: Snorri Jónsson( sign) Guðjón Jónsson (sign) Sigurgestur Guðjónss. (sign) Kristján Ottósson (sign) Sigurður Brynjólfss. (sign) Helgi Arnlaugsson (sign) Astvaldur Andrésson (sign) Stjórn Sambands málm- og skipasmiðja. Þórður Gröndal (sign) Sveinn A. Sæmundss. (sign) Steinar Steinsson (sign) Geir Þorsteinsson (sign) Jón Sveinsson (sign) Að sögn Guðjóns Jónssonar, formanns Málm- og skipa- smiðasambands Islands, gæti almenn þátttaka hlutaðeig- andi aðila i þessari fjársöf nun þýtt um 5 miljónir króna sjóö fyrir Vestmannaeyinga. Sögusögn kveðin niður Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá forsætis- ráðuneytinu: „Vegna sögusagna, sem i gangi eru um að rikisstjórnin hafi hafnað aðstoð, sem boðin hefur verið fram af erlendum rikis- stjórnum vegna náttúruhamfar- anna i Vestmannaeyjum, skal tekið fram, að engri slikri aðstoö hefur verið hafnað heldur tekiö fram, að rikisstjórnin væri mjög þakklát fyrir slik boð og myndi þiggja framboðna aðstoð eða fyrirgreiðslu, en nánar yröi að athuga um hvers konar aðstoö og i hvaða formi gæti veriö um aö ræða og kæmi að mestu gagni.” Póstkortasala til styrktar Eyjabúum Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá kven- félaginu Heimaey i Vestmanna- eyjum: Með samþykki bæjarstjórnar Vestmannaeyja hyggst kvenfé- lagið Heimaey hefja útgáfu á all- mörgum lit-póstkortum frá náttúruhamförunum i Eyjum. Þeim til aðstoöar verður Sólar- filma sf. svo og hópur gamalla skáta frá Vestmannaeyjum, sem nefna sig Útlaga. Tilgangur þessarar útgáfu er aö afla fjár til hjálparstarfsins. Þeir, sem að þessum málum standa, munu vinnan endur- gjaldslaust, svo að allur ágóði geti runnið óskiptur til Vest- mannaeyinga. Allir aðilar, sem eiga myndir og vilja leggja þessu máli lið með þvi að láta þær i té, eru góðfús- lega beönir aö snúa sér til Sólar- filmu, Bragagötu 27 i Reykjavík — Simi: 12277 — sem allra fyrst, en þar verður myndunum veitt viðtaka og greitt fyriri þær eftir samkomulagi. Ráðgert er að selja kortin um allt land og erlendis lika. Þvi er treyst, aö margir verði til aö út- vega myndir, og vonir standa til, aö töluvert fé megi hafa upp úr þessari útgafu. Samtökin, sem að þessu standa, vænta þess að fljótt verði brugðið við, þvi að nokkurn tima tekur að vinna myndirnar og koma þeim á framfæri. Heitiö er á alla góöa menn og konur að leggja málinu lið.” Björgunarstarfið í Eyjum gengur vel Almannavarnaráð, bæjarstjórn Vestmannaeyja og aðrir aðilar, sem að björgunarmálum starfa i Vestmannaeyjum, vilja, af gefnu tilefni, taka fram, að náið og gott samstarf er milli allra aðila, sem að skipulögðum björgunar- störfum vinna i Vestmanna- eyjum. Lokið er við að bjarga innbúi úr liðlega helmingi allra ibúðarhúsa i kaupstaðnum, og búið að byrgja glugga, sem að gosstöðvunum snúa, svo og þakglugga, á öllum húsum frá Skólavegi austurfyrir Suðurveg. Afram verður unnið að þessum störfum eftir þvi sem aðstæður frekasí leyfa. Ekki er vitað til að nein hús hafi eyðilagzt siðastlið- inn sólarhring og engin slys hafa orðið á mönnum, þrátt fyrir mikið gjallregn. Um 500 manns starfa nú að skipulgöðum björgunarstörfum, að meðtöldu slökk viliði og lögregluliði, og er ekki talin þörf á meira starfsliði að svo stöddu. Misjafnt framlag í Eyjasöfnunina All mörg sveitarfélög hafa til- kynnt um framlög til Vestmanna- eyjasöfnunarinnar, ýmist til Rauða Krossins eða Sambands is- lenzkra sveitarfélaga. Frá þessum framlögum hefur flestum verið skýrt hér i blaðinu jafn- skjótt og fréttir hafa borizt um hver þau eru. Austur-Landeyjahreppur, sem er beint i noröur frá Vestmanna- eyjum, hefur lagt fram úr sjóðum sinum 200 þúsund krónur, og jafn- framt gekkst hreppsnefndin fyrir söfnun i hreppnum meðal ein- staklinga og félaga, og nam söfnunar upphæðin 300 þúsund krónum. Ibúar Austur-Land- eyjarhrepps eru 186, og er þá framlag þaðan um 3 þúsund krónur á ibúa, þvi samtals kemur þaðan hálf miljón. Reykjavíkurborg ákvað fyrsta dag gossins að veita 150 þús. kr. úr sinum sjóðum i Vestmanna- eyjasöfnunina. Um 18 miljónir komnar Rauði kross Islands hafði tekið á móti 14.5 miljónum króna i Vestmannaeyjasöfnunina i gær. I gær bárust 2 miljónir 440 þúsund krónur frá Bandarikjastjórn, og hálf miljón króna frá kvenfélag- inu Hvitabandinu. Útgjöld eru nú talin nema 10-11 miljónum króna. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur borizt hátt á þriðju miljón króna i Vestmannaeyjasöfnun- ina. Fjölskyldu- skemmtun í Háskólabíói Vegna hinna válegu atburða sem hafa átt sér stað í Vest- mannaeyjum hafa allir Islend- ingar fundiö knýjandi þörf innra með sér að leggja allt sitt fram til að veita Vestmannaeyingum alla þá hjálp og stuðning sem mest má verða. Á miðvikudaginn þann 31. janúar verður haldin fjölda- skemmtun i Háskólabiói tii styrktar hjálparstarfi þessu. Fjöldi landsþekktra skemmti- krafta ogannarra sem koma fram á þessu kvöldi vill sýna hug sinn i garö Vestmannaeyinga og er öll þeirra vinna lögð fram endur- gjaldslaust. Háskólaráð lagði fúslega fram Háskólabió sem einnig er lánað endurgjaldslaust. Fjöldi manna hefur unnið að þvi að hrinda þessu máli i framkvæmd. Samúöin ein með Vestmannaey- ingum er ekki alveg nóg og vonast allir sem skerf sinn til máls þessa leggja, að Reykvikingar og fólk annarsstaðar af landinu fjöl- menni á miðvikudagskvöldiö i Háskólabiói. Skemmtunin hefst kl. 9 og kostar aðgöngumiðinn kr. 300. Sérleeir gestir kvöldsins veröa: forseti Islands, Kristján Eldjárn, biskupinn yfir Islandi, séra Sigurbjörn Einarsson, borgarstjóri Reykjavikur, Birgir ísleifur Gunnarsson, og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna i almanna- vörnum, Bandarikjamaðurinn Will H. Perry. Eftirfarandi skemmtikraftar koma fram á skemmtuninni: Litið eitt. Þorvaldur Halldórsson Gisli & Júlli Kristin Lilliendahl Rió Trió Náttúra Ómar Ragnarsson Maria Lierena frá Kúbu Guðbergur Auðunsson Jónas & Einar Haukur Snorrason Guðrún Á Simonar Jón Gunnlaugsson & Jörundur. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.