Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Nauðsyn á ítarlegu manntali Silfurhesturinn var Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur tekiö viö Silfurhesti fyrir beztu bók ársins 1972 (Ljósm. Þjv. AK.) afhentur á laugardag Afhending Silfurhestsins, bók- menntaverðlauna dagblaðanna, fór fram á laugardag. Eins og fyrr segir i fréttum hlaut Ólafur Jóhann Sigurðsson verðlaunin að þessu sinni fyrir skáldsögu sina, Hreiðrið. Næst að stigum var skáldsaga Vésteins Lúðviksson- ar, Gunnar og Kjartan. Ólafur Jónsson, gagnrýnandi Visis, gerði grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar, sem nú fór fram i sjöunda sinn. Helgi Sæ- mundsson frá Alþýðublaðinu fór nokkrum orðum um verðlauna- hafann og ágætt framlag hans til islenzkra samtimabókmennta og afhenti verðlaunagripinn, sem Jóhannes Jóhannesson smiðaði eins og hina fyrri. Ólafur Jóhann kvaðst hafa orð- ið undrandi á þeim sóma sem sögunni um Hreiðrið hefði verið sýndur og þakkaði hann. Hann bætti þvi við, að vissulega hefði hér ekki farið fram neitt fulln- aðarpróf á sögunni — enn hefði framtiðin ekki kveðið upp sinn dóm. Pípulagnir Getum bætt við okkur verkefnum i pipu- lögnum. Nýlagnir. Breytingar. Viðgerðir. Tenging tækja. Svarað i sima eftir kl. 6. Simi: :J(»929, H.J. I»;mkinn er Riaklijjarl BÚNAÐARBANKÍNN útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri hringið i Z0255 milli kl. 14-17 Manntal Vestmannaeyinga er að sjálfsögðu erfitt viðfangs þessa stundina. Við hittum að máli Harald Arngrimsson og spurðum hann hvort allir væru komnir á nýja skrá. — Þvi miður gætu Vestmanna- eyingar gert betur i þvi að láta skrá sig. Þctta er mjög aðkail- andi vegna þess að ákaflega margt skyldfólk utan af landi er að reyna að ná sambandi. Fólk þarf að koma hingað niðureftir til að skýra frá þvi er það hefur fengið eitthvert hús- næði, og segja hvar þetta hús- næði er. Það þarf líka að gefa upp húsráðanda i hverju tilviki og simanúmer hans. Þá þarf það að gefa upp fæðingardag sinn og ár, maka og barna. Það er nauðsyn- legt að þetta sé gert rétt, vegna þess að þjóðskráin fær þessar upplýsingar og verður að geta treyst þeim. Ilaraldur Arngrimssön aðstoöar Kyjabúa við aö komast á þjóð- skrá á ný. — Var frumskráning fólksins ekki vel heppnuð? — Ekki nógu vel, þvi að sumir komust á einhvern hátt hjá þvi að skrá sig. Svo voru margir sem skráðu sig á skóla i byrjun, en okkur vantar samband við þetta fólk, og það fólk sem ekki var skráð við komuna hingað. Þetta fólk er að tinast hingað smátt og smátt, en árangurinn er samt ekki nógu góður. Sérstaklega vantar okkur samband við það fólk sem hefur farið út á land, þvi verkefni okkar er að búa til nýja þjóðskrá yfir Vestmannaeyinga, og það er nauðsynlegt að hún sé sem itarlegust. sj 1 ?/VN iIÍS BVVIN ÍV'I Bauki allm laiuLsnumm Innbú og innstæða Þaö er dýrt aö stofna heimili og margt sem þarf að kaupa. Stundum er ungt fólk bráölátt. Því finnst taka langan tíma aö spara fyrir því, sem þaö vill eignast. Nú kemur Landsbankinn til móts viö sparifjáreigendur meö nýju sparilánakerfi Sparilán eru nýr þáttur í þjónustu Lands- bankans. Reglubundinn sparnaöur skapar yður rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt. Ungt fólk getur gert áætlun um væntanlegan innbúskostnað. Síöan ákveður það hve mikiö það vill spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tima tekur þaö út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fær Sparilán til viðbótar. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskiptavin- arins. Reglubundinn sparnaöur og reglu- semi í viöskiptum eru einu skilyrðin. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Kynniö yöur þjónustu Landsbank- ans. Biðjiö bankann um bæklinginn um Sparilán.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.