Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Algjörlega áhugalausir ENSK KNATTSPYRNA Leikur ÍR og KR i fyrrakvöld var fádæma lélegur i alla staði. Áhugaleysi og doði var einkennandi, sérstaklega hjá KR-ingum, upphugsuð spil eða fléttur var ekkert og varnarleikur beggja liða var i molum. Það sem réð úrslitum i þ''~"um leik var markvarzlan, sem var mjög þokkaleg hjá ÍR-ingum en litil sem engin hjá hinum. en i fyrrakvöld. Það náði afger- andi forystu á fyrstu minútunum og eftir það slakaði það ofurlitið á og virtist setja sér það markmið að halda fengnu forskoti, ekki að auka það. Sigur liðsins hefði get- að orðið mun stærri, lR-ingar voru mun betri og hefðu þeir gjör- nýtt krafta sina hefði munurinn orðið mun meiri. 1 lok fyrri hálf- leiks og byrjun þess siðari varð kæruleysið of mikið, vörnin slak- aði á og Kr-ingar söxuðu á. Bezti maður KR-inga i þessum leik var Haukur Ottesen, linu- sendingar hans voru oft fallegar en nýttust illa. Hjá ÍR-ingum var Brynjólfur Markússon sterkur, svo og Agúsl Svavarsson og Ævar Sigurðsson. —GSP Enn cin glufan i KR vörninni og boltinn fer rakleiðis i netið. Pressuleikur á miðvikudaginn Annað kvöld, miðvikudags- kvöid, ki. 20.15 hefst i Laugar- dalshöllinni leikur landsliðs og pressuliðs þess er blaðamenn hafa valið. t leikhléi leika blaða- menn gegn dómurum. Lið pressunnar er skipað eftir- töldum leikmönnum: Ólafur Benediktsson, Val, Þor- steinn Björnsson, Fram, Sigfús Guðmundsson, Viking, Viðar Simonarson, FH, Brynjólfur Markússon, ÍR, Páll Björgvins- son, Viking, Ingólfur óskarsson, Fram, fyrirliði, Agúst Svav- arsson, IR, Stefa'n Gunnarsson, Val, og Jón Karlsson, Val. Lið landsliðsnefndar er þannig skipað: Hjalti Einarsson, FH, Birgir Finnbogason, FH, Geir Hall- steinsson, FH, Auðunn Óskars- son, FH, Björgvin Björgvinsson, Fram, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, fyrir- liði, Agúst ögmundsson, Val, Ólafur H. Jónsson, Val, Einar Magnússon, Viking, og er Guðjón eini maður liðsins, sem ekki hefur leikið i landsliði áður. KR-ingar tóku forystuna á fyrstu mínútu leiksins með marki frá Birni Péturssyni. Brynjólfur jafnaði strax fyrir IR og eftir það náði KR aldrei yfirhöndinni. Þeir jöfnuðu 2-2, siðan kom 3-2 og á 14. min var staðan orðin 7-3, fjögurra marka forysta sem hélzt nokkurn veginn út leikinn, jókst jafnt og þétt i fyrri hálfleik, en hrapaði úr 5 mörkum (13-8) i hálfleik niður i 3 mörk (13-10) i byrjun siðari hálfleiks. Þá kom 14-10 og á 16. min. var staðan skyndilega orðin 19-11 og draumur KR-inga um áframhald i 1. deild orðinn nokk- uð fjarlægur. Lokatölur leiksins urðu 22-15. I lið KR-inga vantaði 3 menn, þá Björn Blöndal, Karl Jóhanns- son og Steinar. Vera má að fjar- veru þessara manna megi nota að einhverju leyti sem afsökun fyrir lélegum leik iiðsins en engu að siður fannst manni allir leik- mennirnir áhugalausir, jafnvel þreyttir á þessu öllu saman. Það er alltaf gott að leikmenn haldi rólyndi sinu sem mest en skapiö má samt alls ekki vanta. A 10 minútum fengu KR-ingar á sig 5 mörk i röð án þess að svara fyrir sig og svo virtist sem þeim stæði alveg á sama. Svo mikiö var kæruleysið. KR-liðið er þó alls ekki lélegt. Margir einstaklingar þar eru mjög efnilegir, aörir þegar orðnir góðir. Leikreynslan er litil, leik- mennirnir ungir en lofa góðu. Ef baráttuviljinn og skapharkan væri meiri má telja nokkuð vist að liðið væri ekki að berjast um fallið nú. IR-liðið hefur oft átt betri leiki Loks tapaði Liverpool Þá kom að þvi að Livcrpool tapaði leik, en það liafa þeir ekki gert i langan tima, eða siðanibyrjun nóvember . Það voru Úlfarnir sem hirtu af þeim bæði stigin sl. laugar- dag. Orslitin á laugardaginn: Arsenal-Newcastle 2-2 Coventry-Manch. Utd. 1-1 C. Palace-Tottenham 0-0 Derby County-WBA 2-0 Everton-Leicester 0-1 Ipswich-Southampton 2-2 Leeds-Stoke City 1-0 Manch. City-Birmingham 1-0 Sheff. Utd.-Norwich 2-0 West Ham-Chelsea 3-1 Woives-Liverpool 2-1 QPR-Burnley 2-0 Staðan i deildinni er þessi: Liverp. 28 17 7 Arsenal 29 16 8 Leeds 27 16 7 Ipswich 28 13 10 Derby 28 13 6 Newcastle28 12 7 West Ham 28 10 Wolves 26 11 Southam, 28 8 12 Tottenh. 27 10 7 Manch.C 27 10 7 Coventry 27 10 7 Chelsea 27 Everton 27 Sh.Utd. 27 Leicester 28 7 Norwich 28 8 Stoke 27 6 Man.Utd. 28 5 C.Palace 26 5 Birmingh.27 5 WBA 26 6 52-29 41 40-27 40 50-27 39 39-28 36 36-38 32 46-37 31 8 10 48-39 28 6 9 39-37 28 8 28-30 28 10 34-31 27 10 37-38 27 10 29-30 27 9 35-35 26 11 28-26 25 6 12 29-39 24 9 12 32-40 23 7 13 26-42 23 8 13 38-41 20 10 13 26-44 20 9 12 25-34 19 9 13 31-44 19 7 13 24-37 19 2 ný sérsambönd innan ÍSÍ FuIItrúar á stofnþingi Júdósambands tslands. Eftirtaldir aöilar stóðu að stofnuninni: tþróttabandalag Reykjavikur, lþróttabandlag Kefla- víkur, iþróttabandalag Suðurnesja, lþróttabandalag Akraness, Ung- mennasamband Kjalarness, Héraðssamband S.-Þingeyingeyinga, iþróttabandalag Hafnarfjarðar. i fyrstu stjórn júdósambandsins vour kjörnir: formaður Eysteinn Þorvaldsson og meöstjórnendur Sigurður Jóhannsson, Þórhallur Stígsson, Jón ögmundur Þormóösson og Óttar Halldórsson. Lyftingasamband islands (LSi).Þessir aðilar stóöu aö stofnun sam- bandsins: iþróttabandalag Reykjavíkur, iþróttabandalag Akraness, iþróttabandalag Suðurnesja, Héraðssamband S-Þingeyinga iþrótta- bandalag Hafnarfjarðar, iþróttabandalag Keflavlkur, iþróttabandalag Vestmannaeyja, Ungmcnnasamband Eyjafjarðar. i fyrstu stjórn Lyft- ingasambandsins vour kjörnir: formaöur Björn R. Lárusson og með- stjornendur Agnar Gústafsson, Sigtryggur Sigurðsson, Kristmundur Baldursson og Finnur Karlsson. KR-ingar töpuðu 15-22 fyrir ÍR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.