Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 4
1 SiÐA — ÞJÓDVII.JINN Þriðjudagur 30. janúar 1973 Skúli á Ljótunnarstöðum sjötugur í dag Skúli á Ljótunnarstöðum er sjö- tugur i dag. Það er staðreynd, sem kemur mér til að hugsa um, hvernig tim- inn liður, þvi hraðar sem árin liða. Fyrir tæpum 20 árum vissi ég ekkertannað um Skúla en þaö, að hann skrifaði skemmtilegar greinar i Þjóðviljann, og að hann var blindur. Þegar ég svo kynntist honum, kom mér þaö gleöilega á óvart, að hann var alls ekki blindur, þvi að ég hef kynnzt mörgum sjáandi manninum, sem er blindari en Skúli á Ljótunnarstöðum. t raun var það þannig, aö fyrstu ár kynna okkar kom Skúli mér alltaf á óvart, þar til að þvi kom, að ég hreint og beint gleymdi þvi að hann var blindur. Það er ekki óalgeng sjón, þegar ekiö er hjá garði aö Ljótunnar- stöðum, að sjá Skúla vera að dytta að girðingum sinum eða sinna öðrum búverkum, sem al- sjáandi væri, eða jafnvel við byggingavinnu, þegar hann og synir hans voru aö stækka bæjar- húsin. Eins er það ekki óalgeng sjón, aö sjá hann i fjósafötunum sinum ganga til gegninga eða mjalta, en eitt er vist, að hvenær sem þú kemur að Skúia við vinnu, þá hangir litla transistor-út- varpstækiö um hálsinn á honum. Heim að sækja er Skúli gestris- inn og skemmtilegur og ekki fer hjá þvi, að af fundi hans ferð þú ætið fróðari en áður, þvi að minni hans er frábært. Um greinar Skúla um útvarps- dagskrána, eöa um bækur hans þarf ekki að fjölyrða, en ég man þó, að oft hefur verið á það minnzt, að Þjóðviljinn væri alltaf uppseldur, þegar greinar Skúla birtust i honum. Skúli hefur alla tið verið rót- tækur i skoðunum, og var hann einn af þeim hér i Hrútaf., sem- stofnuðu félagsskap, sem þeir kölluðu „Félag róttækra alþýðu- manna”. Þetta var siðast á þriðja áratugnum. Félagsmenn héldu fundi og skeggræddu þjóðfélags- mál og höfðu leshring, bæði pólit- iskan og bókmenntalegan. Gerð- arbók var haldin yfir þessa starf- semi. Er hún enn i vörzlu Skúla og er hin fróðlegasta. f bók þessari sést, hve róttækir ungir menn voru hér i Hrútafirði i þá daga. Margir af félagsmönnum i ,,Fé- lagi róttækra alþýðumanna” dreifðust svo hingað og þangað um landið, en aðrir breyttu um skoðun, svo að um tima stóð Skúli einn uppi hér i héraðinu, trúr sin- um málstað, en það hefur hann verið til þessa dags, og vart trúi ég þvi, að hann breytist úr þessu. Ég hef verið svo lánsöm um æv- ina, að kynnast mörgum mönn- um, sem birtu hefur stafað af. mönnum sem hafa opnað dyr fyrir mig og vikkað sjóndeildar- hring minn. Einn af þessum mönnum er Skúli. — Þú sagðir, Skúli, i afmælisgrein um sam- eiginlegan vin okkar, Hannibal, nú á dögunum, að með blaöa- greinum á stórafmælum væri á vissan hátt verið aö skrinleggja menn. Þú skalt samt ekki halda, að ég sé að skrinleggja þig, Skúli, heldur vil ég aðeins þakka þér samfylgdina og vináttuna, þakka þér fyrir aö hafa i mörgu opnað mér lokaðar dyr, og þakka þér fyrir baráttu þina og einlægni i störfum fyrir sameiginlegan mál- stað. Stuðningur þinn hefur verið vinstri hreyfingunni ómetanleg- ur. Er við, ég og bóndi minn, nú færum þér þakkir fyrir þetta, óskum viö þér til hamingju og einnig þess, að þú megir halda fullri heilsu alla ævi, — og að end- ingu vil ég segja, eins og ein vin- kona þin sagði við þig, þegar þú varðst sextugur: „Megir þú verða allra karla elztur”. Lára Helgadóttir. Afmælisávarp til Skúla. Skúli minn! Ég finn engan frið i minum bein- um, nema senda þér loksins linu áður en það verður um seinan. Það hefir verið svo undur gott, að vita af þér, einmitt þarna á ishafsströndinni, einmitt svona i hafisáttinni. Þú þekkir hlutverk land- vættanna. Ég er ekki beint að telja þig til þeirra, — en samt. Einhver skyldleiki er með hug- renningatengslunum, þvi get ég ekki varizt, það finn ég. Veit ég vel, að þú ert bara einn af oss, veikbyggðum og vanmátt- ugum og fjölfötluðum mannanna börnum. Ekkert væri fjarstæðu- kenndara en setja þig á einhvern ofurmennisstall. En samt. — Eitthvað ertu frábrugðinn þvi al- vanalegasta. Ég hefi verið að reyna að grafast fyrir um hvar þessi ósýnilegi pensildráttur muni falinn i persónu þinni. Það var einhverntima milli dúra, nær óttu en miðmorgni, að þvi laust inná vitundarsviðið. Vitrunin segir að þú sért dálitið skyggn á manneðlið, sért skyggn á innri manninn á bak við mannsrödd- ina, hugrenninguna. Sé þetta ekki fjarri þvi rétta, er skýrt að nokkru hve sjálfgefið er að taka eftir þvi sem þú segir, einkum og sérstaklega fyrir þá sjálfa, sem þú eyðir orðum um. Vist er það skritið, já hreint og beint lýgilegt, að það er bara tvis- var, sem við höfum komizt i beina umgengnissnertingu hvor við annan. Það var nú þegar það var, eins og hann Villi danski heitinn einu sinni sagði, þegar við vorum kosnir blaðafulltrúar bændaráð- stefnunnar, sællar minningar. Reyndar liggur mér við að halda, að blaðafulltrúanafnið hafi ekki verið búið að lita dagsins ljós þá, en blaðafulltrúar vorum við þá samt sem áður, svo mikið var vist. Þá vorum við fleygir og færir, ekki bar á öðru, gengum á vit pressuráðenda og útvarps með skerf okkar af ályktunum og til- lögum varðandi málefni bændanna, þó fyrir litið kæmi. Ekki man ég það nú i smáatrið- um, en fæstir virtu okkur þess að geta okkar að nokkru. Það var ekki svo galin lexia útaf fyrir sig. Til dæmis man ég að ekki kom stafur i Alþýðu- blaðinu af neinu þvi, sem ég tiundaði meö hvað mestri ná- kvæmni við Helga Sæmundsson, enda höfum við bændur löngum haft þá herra við sama heygarðs- hornið alla daga siðan. 1 annað sinn man ég fundum okkar bar saman á Hólmavik haustið 1959, á framboösfundi kvöldið fyrir kjördag. Steingrim- ur okkar Pálsson var svo slunginn, að espa okkur hvorn fyrir sig til þeirrar feröar. Það var þegar við vorum allir inná að- dráttarsviði þessarar björtustu pólitisku halastjörnu, sem herjað hefir himingeim hins islenzka stjórnmálasólkerfis, Hannibals Valdimarssonar. Auk okkar þriggja, voru ræðu- menn Halldór á Kirkjubóli, Her- mann og Sigurvin. Stjórnmála- átök þessa fundar, þau hin dags- daglegu, eru flesthver fyrnd og gleymd að mestu. Frá þessum fundi á ég samt einhverja hugstæðustu minningu, sem varðveitzt hefir i minu minní frá framboðsfundum. Það var viðureign ykkar Halldórs. Svo bar til, að þið tókuð báðir upp þráöinn frá ritdeilu i Skinfaxa, þá fyrir 30 árum, eða þvi sem næst. Þetta var mér stór- sögulegur atburður, ekki deilan sjálf i sjálfu sér, heldur þessir yfirburðahæfileikar i minni, skýrleika, alvöru, málafylgju, vopnfimi og kennimannlegum krafti, sem mér fannst þiö báðir vera gæddir — og þið voruð það. Svo sannarlega voruð þiö það. Það veit trúa min. Þvi get ég ekki gleymt. Liklega áttar fólk sig ekki á þvi, að ég skuli taka uppá þessu, að spyrða ykkur svona saman. Bara þeir sem muna fundinn skilja það, og þar á meðal vona ég þú sért. Og að skilja er að fyrirgefa. Ekki svo að skilja að ég biðji þig, eða Halldór, eða nokkurn annan að fyrirgefa þó ég opni hug minn og lýsi aðdáun minni á jafnoka þin- um og þér. Það er afmælis- kveðjan til þin á ishafsströndina norður þangað sem ég veit að þú stendur meðan stætt verður og náttúrulega lengur þó, þvi þá fyrst er nú lifið lif! Játvarðurá Miðjanesi. Orð geta stundum verið undar- lega torskilin, þó þau virð i>st vera einföld og blátt áfram. Ég hef alltaf átt ákaflega erfitt með að skilja muninn á skáldi og alþýðu- skáldi. Þessi greining kemur þó afar viða fram og sannarlega er ákaflega mikill munur á afstöðu samfélagsins til þessara tveggja aðila. 1 augum sumra er alþýðuskáld- ið bara svona pinulitið skáld, allt annað en sjálft — skáldið, — og viss er ég um, að ærið mörgum þeim er við skáldskap fást þætti það hrein óvirðing við sig, ef þeir væru nefndir sliku nafni. Nei, skáld vilja þeir vera, en i guðanna bænum lausir við alþýðuna. Þegar ég var að búa undir prentun bók Skúla, — Það sem ég hefi skrifað, — laukst allt i einu upp fyrir mér alveg nýr skilning- ur á þessu orði, nýr skilningur á þvi hvað það væri, að vera al- þýðuskáld, hvers vegna alþýðan eignaði sér algerlega suma menn og vildi alls ekki rugla þeim saman við aðra, er við lika iðju fengust. Þetta lá einfaldlega i þvi, að sá einn taldist alþýðuskáld, er sótti og varði mál sitt með þeim rökum og þvi táknmáli, er alþýðan skildi, — höfðaði til reynslu henn- ar, liþkjara og framtiðar- drauma, og stóð báðum fótum i þeirri lifsbaráttu, sem hún háði. Ég skildi þá, við lestur þessara greina, að einmitt af þessum ástæðum þótti ýmsum mennta- gæðingum heldur öndótt að lenda i ritdeilum við Skúla á Ljótunnar- stöðum á árunum milli striða. — Það var hreint hvergi i rimnalög- um, — frekar en hjá Kolbeini, hvernig hann sótti og varði og þó verst af öllu hvernig hann læddist undir hin rómantisku silkiklæði sem menn breiddu yfir framtið- ina. Hann hafði enga ofbirtu i augum af bóndanafninu né dreymdi um heldri bænda stétt upp á fornan móð. Hann tilheyrði — bændaalþýðunni, —sem þá var reyndar nýtt hugtak, hugtak, sem hann sjálfur kom með inn i málið. Þeir, sem hafa lesið Jósafat og Jukki, eða þó enn heldur — Menn- ingarástand sveitanna, geta kannski gert sér i hugarlund hvers konar steypiregn þær voru á sinum tima. Og alltaf hefur Skúli haldið þessar skarpskyggni sinni og aldrei svikist um að beita henni, á hverju sem hefur gengið. Sannar- lega hefur hann -oft heldur óþyrmilega gert grin að manni, flett burtu þeirri rósrauðu lýgi, sem samtiminn hefur viljað breiða yfir óþægilegan sannleika. Og hann hefur gert þetta með þeim vopnum, sem mörgum eru heldur óþjál i hendi, með málfari og hugsunarhætti hins islenzka alþýðumanns, sótt rök sin til sóknar og varnar i þá lifsbaráttu, sem alþýðan háir hverju sinni. Hafi það ekki dugað til, hefur hann beitt þvi vopninu, er stund- um er hvað sárbeittast, en það er skopið og það á margur einna verst með að þola. Við eigum marga góða rit- gerðamenn — (esseyista) — og ég held að Skúli sé i hópi þeirra beztu. Það ritform leikur svo i hendi hans, að unun er að en þar um er annarra að dæma. Þetta átti ekki að verða nema kveðja til hans, enda i flýti gert og til þess eins, fyrst og fremst, að þakka honum fyrir vökuna, hversu hann hefur verið fljótur að stugga við manni, ef honum hefur fundizt að maður ætlaði að gerast um of trúaður á rósrauða róman- tikina, eða láta ihaldið blekkja sig i hvaða mynd sem það tók á sig, og siðast en ekki sizt vildi ég þakka honum áralanga samvinnu og umgengni. Það er til siðs að sæma menn orðum og titlum fyrir vel unnin störf, en að visu á það nú kannski bráðum að falla burt, — en mætti ég sæma Skúla einhverju vildi ég sæma hann heitinu — alþýðu- skáldið okkar — og óska þess um leið að hvers konar ihaldsöfl verði ætið tilneydd að tauta fyrir munni sér, svo sem skrattinn er hann kvaðst á við Kolbein: — Þetta er hvergi i rimnalögum. Pétur Sumarliðason. A sextugsafmæli Skúla Guð- jónssonar á Ljótunnarstöum birt- ist afmælisviðtal við hann i Þjóð- viljanum. Það var sá ágæti við- ræðumaður Jón heitinn Bjarna- son, sem þá spjallaði við afmælis- barnið. f þessu viðtali kennir margra grasa, margt er þar skemmtilegt og maður kynnist næsta náið þeim ágæta manni Skúla á Ljót- unnarstöum. Hann segir þar frá uppruna sinum og þar kemur fram, að hann er af kynþætti Hún- vetninga og Dalamanna. Faðir hans Guðjón Guðmundsson og Guðjón alþingismaður Guðlaugs- son voru bræðrungar og i mörgu likir. Guðjón Guðlaugsson var i áratugi þingmaöur Stranda- manna og kaupfélagsstjóri á Hólmavik, auk þess sem hann lét önnur héraðsmál til sin taka. Um hann eru þessar tvær visur i Alþingisrimum: „Spýttust „eiturornar” þá út úr Guðjóns túla; og engir brandar bitu á berserkinn i Múla. Guðjón rauðan hristi haus með hrotta-glott á vörum, aldrei blauður, ótta-laus öskraði, sauð og vall og gaus.” Þá kemur fram i viðtalinu, að eftir fermingu voru uppi ráða- gerðir um að Skúli gengi mennta- veginn.eins og það er kallað, og yrði prestur. Segir hann sjálfur, að til þess hafi hugur sinn staðið á þeim árum. Úr þessu varð ekkert annað en ráðagerðin og Skúli seg- ist una vel þeim málalokum. Við, sem stöndum utan við svona atburði, erum stundum að velta þvi fyrir okkur, hvað orðið hefði úr mönnum, sem við þekkj- um eða höfum spurnir af, ef lifs- ferill þeirra hefði fallið i annan farveg. Hvað um Bólu-Hjálmar — hefðu lifskjör hans orðið önnur og betri? Stórskáld myndu flestir álykta og það með töluverðum likum. En þá hefðum við engan Bólu-Hjálmar átt. Við getum á sama hátt ályktað, að stólræðurn- ar hans séra Skúla Guðjónssonar hefðu marga hrifið, en hver hefði þá komið i stað Skúla okkar á Ljótunnarstöðum? Þegar menntavegurinnlokaðist Skúla, ákvað hann að gerast skáld, en þá reyndist Jónas á Hriflu það peneselin, sem losaði hann við þá bakteriu. Eftir það segist Skúli aðeins stöku sinnum setja saman visu, þegar hann sé að mjólka kýrnar, en ætið siðan hafi sér verið hlýtt til Jónasar. Frh. á bls. 15 BÚTASALA Bútar og efnisafgangar á lágu verði Gluggatjöld ^ I AI !/'■' Al/CZ'l / / t . r PV, 1 • LAUGAVEGI 66 (2. HÆÐ), SÍMI 1 7450

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.