Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1973, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ályktun alþingis um neyðarráðstafanir vegna jarðelda 1 gær lagði forsætisráðherra fram á alþingi tillögu til þings- ályktunar um neyðarráð- stafanir vegna jarðelda I Vest- mannaeyjum. Tillagan var strax tekin til umræöu I Sameinuðu þingi og var svo afgreidd i gærkvöld og sam- þykkt samhljóða. Tillagan — sem nú er orðin ályktun alþingis — er á þessa leið: Alþingi ályktar að kjósa nefnd sjö þingmanna til þess að gera tillögu um neyðarráð- stafanir vegna eldgossins á Heimaey og um fjáröflun þeirra vegna. Skal hún þegar hefja starf og skila tillögum sinum i frumvarpsformi svo fljótt sem nokkur kostur er. Tillögur nefndarinnar skulu við það miðaðar, að búsifjar af völdum náttúruhamfaranna séu bornar af þjóðinni allri sameiginlega. Jafnframt heimilar Alþingi rikisstjórninni að taka bráða- birgðalán i Seðlabanka Is- lands eða annars staðar, að fjárhæð allt að 500 miljónir króna, til þess að standa undir kostnaði sem þegar er áfall- inn, og margvislegum ráðstöf- unum.sem ekki verður komizt hjá að gera án tafar. Bráðabirgðalán þetta skal endurgreitt af væntanlegri fjáröflun skv. ákvörðun Alþingis. Ráðstöfun fjár þess, er tekið verður að láni tií bráðabirgða samkvæmt framansögðu,- skal vera i höndum nefndar þeirrar, sem rikisstjórnin skipaði 23. janúar s.l. til að rannsaka, hverjar afleiðingar náttúru- hamfarirnar i Vestmanna- eyjum geta haft fyrir efna- hagslega afkomu þjóðar- búsins og hver úrræði eru helzt fyrir hendi til að draga úr þeim afleiðingum. Sam- kvæmt skipunarbréfi sinu ber þeirri nefnd að hafa samráð við bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Jón Kjartansson SU af V attamesi innlend sökk út Hið mikla aflaskip Jón Kjartansson SU frá Eski- firði sökk hálfa aðra sjó- mílu út af Vattarnesi, nákvæmlega kl. 21,15 á sunnudagskvöld. Hafði þá skipshöfn verið bjargað um borð i Dagfara. Skipstjóri á bátnum var Þorsteinn Erlingsson. Mörgum kom til hugar fyrst i stað að þetta mikla aflaskip hafi sokkið sökum ofhleðslu út á miðunum. Það er ekki raunin. Farmur mun hafa kastazt til i lest bátsins á sunnuriagsmorgun og Keflavikingar hafa, að öörum byggðarlögum ólöstuðum, tekiö hvað stórmannlegast á, til lausn- ar vanda Vestmannaeyinga. Þegar er ósk þeirra til stjórn- valda um að Kanar rými húsnæði i Keflavik komin áleiðis i em- bættismannakerfinu, og bæjar- stjórnin hefur opnað upplýsinga- og miölunarskrifstofu fyrir Vest- mannaeyinga að Klapparstig 7 i Keflavik. Jóhann Einvarðsson, bæjar- stjóri i Keflavik, varð fyrir svör- um á hinni nýju upplýsingamið- stöð fyrir Eyjamenn i Keflavik. Sagði hann aö þarna væri ætlunin að skrá fólk, hvort tveggja sem væri að leita eftir atvinnu eöa húsnæði. — Eru margir Vestmanna- eyingar búnir að leita til ykkar? — bað eru mjög margir búnir að þvi nú þegar. Ég hef þó ekki tölu á þvi, þar sem ekki hefur unnizt timi til að telja þá saman, en segja má að það sé óhemju fjöldi. — Er þá leitaö bæði eftir hús- næði og vinnu? — Já. Þó virðist mestur vandinn vera meö húsnæði. Flest virðast þetta vera sjómenn á Eyjabátum, og fólk sem vill komast i frystihúsin, en þar er kom þá þegar mikill bakborðs- halli á bátinn. Var báturinn þá staddur út af Hvalbak. Dagfari frá Húsavik tilkynnti kl. 10,24 á sunnudagsmorgun aö hann fylgdi Jóni Kjartanssyni eftir ásamt fleiri bátum. Skipið var þá talið i mikilli hættu, en skipshöfn talin óhult. Atti að reyna að sigla bátnum til Eski- fjarðar. Kl. 11,15 sneri Jón Kjartansson bakborðshlið upp i vindinn og lagðist þá skipið yfir á stjórn- borða með svipuðum halla. Fóru þá allir menn um borð i Dagfara utan þrir skipverjar. Halli bátsins jókst á siglingunni til Eskifjarðar og björguðu skip- oftast pláss fyrir vinnuafla, ekki sizt ef bátar bætast við hér. Einnig hef ég óljósar fréttir af nokkrum handverks- og iðnaðar- mönnum sem eru komnir i vinnu, eða búnir að fá loforð fyrir vinnu. En það er samt sem áður hús- næðið sem viö erum mest að basla við, og það hefur lýgilega mikið komið út úr fyrirspurnun- um um húsnæði, þó það sé engan vegin nægilegt. Ætlunin er að þetta veröi mið- stöð hér á Suðurnesjasvæðinu, þannig að hér geta Vestmanna- eyingar fengið upplýsingar um eitt og annað, þar á meðal dótið Reykjanes t gærmorgun strandaði Reykjancsið frá Hafnarfirði á Ilvalbak fyrir austan, en þar i kring hafa hringnótabátar kastað á loðnumiðum. Strandið varð kl. 6,20 i gær- morgun, en hins végar kom báturinn til hafnar kl. 16,45 i gær. Næstu skip voru Dagfari frá Húsavik og Höfrungur III frá Akranesi. Tókst skipverjum á Dagfara að koma linu um borð i verjar á Dagfara hinum þremur mönnum um borð um kl. 20 og var þá skipið statt um 1 1/2 milu út af Vattarnesi. M.s. Hafaldan kom til móts við Jón Kjartansson út á miðin. Hafði hún brunadælu um borð og átti að freista þess að dæla úr bátnum. Það þótti hinsvegar ekki fært fyrr en báturinn kæmi inn á fjörðinn. Jón Kjartansson var áður togarinn Jörundur, smiðaður 1949 og var 491 tonn að stærð. Vélar voru nýjar i bátnum. Eigendur bátsins voru Jón Kjartansson h.f. á Eskifirði og Gislason h.f. i Reykjavik. Þar á meðal hinn góðkunni aflaskip- stjóri Þorsteinn Gislason. g.m. sitt. Einnig er meiningin að efri- hæð hússins verði búin einhverri þeirri aðstöðu að Vestmannaey- ingar geti hitzt þar, eða haft þar einhverja bækistöð. Rétt er að geta þess að simi þessarar upplýsingamiðstöðvar er 1800, en svæðisnúmerið 92. 1 gær fengum við fréttir af þvi að Keflvikingar almennt hefðu tekiö mjög vel i samþykkt bæjar- stjórnarinnar um að rýma ibúðir fyrir Vestmannaeyingum með þvi að flytja Kana upp á Vöíl. Meðal annars hafa nokkrir aðilar, sem árum saman hafa leigt Amerikumönnum húsnæði, sagt upp leigusamningum til þess að geta tekið Eyjamenn i ibúðir sin- ar þess i stað. = + + + = 168 ibúðir hafa nú verið boðnar Vestmannaeyingum, viða um land. —úþ. strandar hinn strandaða bát um kl. 8 um morguninn. Var þá sjór kominn i dæluhús og forlest bátsins, en ekki flæddi i afturlest eða vélar- rúm. Hafði Reykjanesið strandað á grynningum landmegin við Hval- bak, en það er klettur er stendur einstakur upp úr sjó úti á hafi. Þannig hefur Dagfari bjargað tveim skipshöfnum á sólarhring. Skipstjóri á Dagfara er Sigurður Sigurðsson frá Húsavik. Brœðsla byrjuð á Breiðdalsvík Breiðdalsvik, 29/1. — Hingað hafa borizt um 400 tonn af loðnu úr tveim bátum, Heimi frá Stöðvarfirði og Arna Magnússyni SU. Er Arni Magnússon gerður út héðan. 1 dag fer i gang loðnubræðsla. Bræðir hún 500 til 800 mál á sólar- hring. Þá er ætlunin að frysta hér loðnu siðar i vetur á vegum hrað- frystihúss. Siðar i vetur fer Sigurður Jónsson SU á þorskanet. 6200 tonn af loðnu til Eskifjarðar Eskifirði 29/1. — Hingað hafa borizt i dag um þúsund tonn af loðnu. Hafa eftirfarandi bátar landað hér loðnu eftir nætur- veiðina: Jón Finnsson, Fifill, Gisli Arni, Arni Magnússon og Arinbjörn. Er meðalafli um 200 tonn á bát. Hingað hafa borizt um 6200 tonn af loðnu. Byrjaði bræðsla i morgun á loðnu, sem hefur borizt hingað siðan á föstudag. Aður var búið að bræða rösk þúsund tonn. Þá hefur nokkuð verið fryst af loðnu i beitu. 4000 tonn af loðtiu til Reyðarfjarðar lteyðarfirði, 29/1 — Hér er stillilogn á firðinum sem á sumardegi og hóf verksmiðjan að bræða loðnu i morgun. Hefur ekki verið hreyft við þessari gömlu sildarverksmiðju lengi. Hingað hafa borizt 4000 tonn af loðnu og lönduöu fjórir bátar hér i gær: Guðmundur RE 300 tonnum, Sæberg 250 tonnum, Súlan 300 tonnum og Þóröur Jónasson ein- hverjum afla. Hins vegar hefur enginn bátur komið hingað i dag. Engin loðna til Borgarfjarðar Borgarfirði eystra, 29/1. — Hingað hefur engin loöna borizt og stendur ekki til að taka á móti henni hér, sagði Sigriður Eyjólfs- dóttir við blaðið. Margir eru farnir á vertið héðan. Fóru menn aðallega til Hornafjarðar og Grindavikur. Aðeins þrir fóru á vertið i Eyjum. Er það af sem áöur var, þegar menn fjölmenntu þangað á vertið. 2400 tonn af loðnu til Seyðisfjarðar Seyðisfirði, 29/1. — Þrir bátar hafa komið hingað i dag eftir veiði næturinnar austur af Gerpi og er stutt fyrir bátana að sigla hingað inn af veiðisvæðinu. Þessir bátar losa hér I dag: Guðmundur RE 400 tonn, Reykja- borgin 200 tonn og Asberg RE 250 tonn. Hingað eru komin 2400 tonn af loðnu i verksmiðju Hafsildar. Er þegar farið aö rjúka úr reykháf- um loðnubræðslunnar. Hér er logn og stillur á firðinum sem á bliðum sumardegi. Ekki er farið að hreyfa við sildarverksmiðju rikisins hér á staönum. 1500 tonn af loðnu til Stöðvarfjarðar Stöðvarfirði, 29/1. — Hingað kom Alftafelliö með 260 tonn af loðnu i dag. Hafði það fengið hana um 50 sjómilur út af Norð- fjarðarhorni. Loðnubræösla byrjaði hér á hádegi i gær og liggja nú hér 1500 tonn af loðnu i þróm. Stillilogn er hér á firðinum og veður gott. Hins vegar er spá verri á morgun. Safnað á ísafirði isafirði, 29/1. — Bæjarstjórn hefur samþykkt að láta i té alla þá aðstoð til handa Eyjabúum er i valdi hennar er og lýsir yfir sam- úð vegna þessara atburða. Fjársöfnun er nú i gangi hér meðal sjómanna um borð i fiski- bátum og verkafólks i hraöfrysti- húsum og er gert ráð fyrir að tvö þúsund kr. framlag komi frá hverjum einstökum. Þá hefur vélbátabyrgðarsjóður samþykkt að gefa 250 þúsund kr. i Vestmannaeyjasöfnun i tilefni af afmæli sjóðsins. Sól sést frá byggð ísafirði, 29/1.— Þorrablót eru hér um hverju helgi og þá haldin mörg i senn á vegum átthaga- félaga. Nýliðin er árshátið Sunnu- kórsins og sólardagurinn er alltaf 25. janúar. Var boðið upp á sólar- kaffi þann dag. Eiginlega ætti að halda upp á sólardaginn tvisvar hér. Daginn áður sést nefnilega til sólar i efri byggðinni i bænum. Þrœr fullar á Fáskrúðsfirði A Fáskrúðsfiröi eru komin á land 2500 tonn af loönu og átti bræösla að hefjast i gærkvöld, en afkastageta verksmiðjunnar er 200 tonn á sólarhring. I gær varö aö neita bátum um löndun vegna þess að þróarrými var fullnýtt. Hoffell hefur verið á linu en aflað treglega, er með um 50 tonn i þessum mánuði. Við erum tilbúnir að taka á móti Vestmannaeyingum, sagöi kaupfélagsstjórinn á Fáskrúös- firði, útvega þeim net og fyrir- greiðslu i landi. Aftur á móti er erfitt með húsnæði en sveitar- stjórnin er nú að kanna það mál. Kveðjur frá hafnarstjórn Reykjavíkur „Hafnarstjórn Reykjavikur sendir Vestmannaeyingum kveðjur sinar vegna þeirra vá- legu náttúruhamfara sem yfir Eyjarnar hafa dunið. Jafnframt heitir hafnarstjórn útvegsmönnum og sjómönnum frá Vestmannaeyjum allri til- tækri fyrirgreiðslu hafnarinnar”. Keflvíkingar reynast Eyjamönnum vel Opna upplýsinga skrifstofu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.