Þjóðviljinn - 09.02.1973, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVII..IINN Föstudagur 9. febrúar 1973
LÍF OG FJÖR
Á FÖSTUDÖGUM
Þvegnar Denimbuxur
Smekkbuxur úr rifluðu flaueli
Duffle Coat úlpur í
nýjum litum
Bundnir alullarjakkar
MUNIÐ VIÐSKIPTAKOIITIN
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD
Sex stofncndur Félags isl. iðnrekenda.
Afmæli Félags isl. iðnrekenda:
Fimmtíu starfsmenn
Framleiöi Sól.ó-eldavélar af inörgum stæröum og gerft-
um.—einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði
og báta.
— Varalilutaþjónusta —
Viijuin sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla
fyrir smærri háta og litla sumarbústaði.
K U ) A V É UAVK KKSIÆÐI
.IÓIIANNS FK. KKISTJANSSONAK Il.F.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069.
LAUS UNDAN
REYKINGARVENJUNNI
Á FIMM DÖGUM
ÍSLENZKA BINDIND-
ISFÉLAGIÐ O G
KRABBAMEINSFÉ-
LAG ÍSLANDS BJÓÐA
ÖLLU IiEYKINGA-
FÓLKI AÐ TAKA
ÞATT í NAMSKEIÐI
U N I) I R H A N D -
LEIÐSLU SÉR-
FRÓÐRA MANNA:
Fimm kvöld við kvikmyndir, erindi og
rökræður með Dr. J.D. Henriksen frá
London.
Fyrsta kvöldið verður sunnudaginn 11.
febrúar kl. 20:30 I Norræna húsinu. Þá
verður handbók námskeiðisins afhent —
kostar kr. 200. Annars allt aðkostnaðar-
lausu. Hringið i sima 13899 og 36655 til að
tryggja aðgang. Svarað verður i simana
frá kl. 9:00—22:00.
heiðraðir eftir
fjörutíu ára starf
Félag fslenzkra iðn-
rekenda átti 40 ára afmæli
á þriðjudaginn, og var af
því tilefni efnt til margs-
konar fagnaðar. Heiðraðir
voru menn er starfað höfðu
í iðnaði 40 ár eða lengur.
Fyrstu stjórn Félags isl. iðn-
rekenda skipuðu Eggert
Kristjánsson, Sigurjón Pétursson
og H.J. Hólmjárn. Stofnendur
félagsins voru 14 talsins og eru 7
þeirra á lifi. Mættu 6 eftirlifandi
stofnenda til afmælisfagnaðarins.
Vantaði aðeins Ragnar Jónsson i
Smára.
Þeir stofnendur félagsins sem
mættu til afmælishófsins eru hér
á myndinni sem fylgir þessum
linum. Þeir eru þessir:
Gunnlaugur Stefánsson, sem rak
um árabil kaffibætisverksmiðju
G.S. er áður hét Kaffibrennsla
Reykjavikur. Gunnlaugur er átt-
ræður.
Konráð Gislason var stofnandi
fyrir hönd fyrirtækisins Fiski-
mjöls h.f. Hann rekur nú
verzlunina Hellas.
Sigurður Waage var stofnandi á
vegum fyrirtækisins Sanitas h.f.
Hann hefur verið forstjóri þess
fyrirtækis siðan 1924.
Stefán Thorarensen rak til
skamms tima Efnagerð Reykja-
vikur. Hann rekur nú Laugavegs-
apótek.
Sveinn Valfells stofnaði Vinnu-
fatagerð Islands. Hann varð
þriðji formaður Félags isl. iðn-
rekenda.
Og þá er komið að Ragnari
Jónssyni. Hann gerðist stofnandi
fyrir Smjörlikisgerðina h.f.
A afmæli Félags iðnrekenda
voru heiðraðir starfsmenn sem
unnið hafa 40 ár eða lengur við
iðnað. Þeir sem heiðraðir voru
eru sem hér segir:
Óli M. Isaksson (starfaði siðan
1916), Anna Kristin Þorkelsdóttir,
Kristin Kristjánsdóttir, Sig-
tryggur Jónsson og Sigurður P.
Gestsson frá Vinnufatagerð
Islands, Einar Waage (frá 1907
við bólstrun), Jakob Einarsson,
Þorsteinn Þórðarson, Þórir Þor-
leifsson, Max Jeppesen og Ólafur
ögmundsson hjá Viði, Guðrún
Sigurðardóttir hjá Faco, Ingi-
björg Guðjónsdóttir hjá Svan,
Þórdis Guðjónsdóttir og Kristin
Jónsdóttir hjá Sjóklæðagerðinni,
Karl Einarsson hjá Hreini, Anna
Sveinsdóttir hjá Vikingi, Sigurður
Waage (54 ár) og Matthias Waage
(47 ár) hjá Sanitas. Sigurþór
Þórðarson (52 ár) hjá J.B.
Péturssyni, Jón Hjörtur Jónsson
hjá Rafha, Jóhann Kr. Þor-
• steinsson hjá Hörpu, Þorsteinn
Frh. á bls. 15
Sildarsaltendur halda aðalfund:
Vel sé fylgzt með að síld-
veiðibann sé ekki brotið
Aðalfundur Félags sildarsalt-
enda á Suðvesturlandi var hald-
inn að Hótel Sögu fimmtudaginn
1. febrúar s.l.
Formaður félagsins, Jón Arna-
son alþm. Akranesi stjórnaði
fundinum og minntist i upphafi á
hina válegu atburði, sem undan-
farna daga hefðu verið að gerast i
Vestmannaeyjum. Formaður
upplýsti að i þessu sambandi
hefði stjórn félagsins samþykkt
að leggja fram eftirfarandi til-
lögu:
,,Aðalfundur Félags sildarsalt-
enda á Suðvesturlandi samþykkir
að afhenda Rauða krossi Islands
kr. 250.000,00 vegna atburðanna i
Vestmannaeyjum.
Framlaginu fylgja einlægar
óskir fundarmanna um að brátt
muni blómlegt athafnalif aftur
risa i Eyjum”.
Var framangreind tillaga sam-
þykkt einróma.
Siðan minntist formaður Guð-
steins Einarssonar, framkv.stj.
frá Grindavik, sem nýlega er lát-
inn, en Guðsteinn var einn af
stjórnarmönnum félagsins um
árabil.
Formaður flutti skýrslu félags-
stjórnar.
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar einróma:
„Aðalfundur Félags sildarsalt-
enda á Suðvesturlandi samþykkir
að beina þeim eindregnu tilmæl-
um til sjávarútvegsráðuneytisins
og Hafrannsóknastofnunarinnar,
að m jög vel verði fylgzt með þvi á
yfirstandandi loðnuvertið, að nú-
verandi sildveiðibann verði ekki
brotið á þann hátt, að sild verði
veidd með loðnunni, þar sem vit-
að er að mikið magn af uppvax-
andi sild er nú fyrir Suðurlandi á
þeim slóðum, sem liklegt er að
loðnan fari um”.
„Aðalfundur Félags sildarsalt-
enda á Suðvesturlandi samþykkir
að skora á sjávarútvegsráðuneyt-
ið og Hafrannsóknastofnunina að
hlutast til um, að sildarstofninn
suðvestanlands verði rannsakað-
ur vandlega áður en veiðifyrir-
komulag sildarinnar verður
ákveðið að nýju, svo hægt verði
að skipuleggja veiðarnar á
grundvelli þeirra upplýsinga,
sem fást”.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa þeir:
Jón Arnason, aiþm., Akranesi,
formaður,
Ólafur Jónsson, framkv.stj. frá
Sandgerði, varaformaður,
Margeir Jónsson, framkv.stj.,
Keflavik,
Tómas Þorvaldsson, fram-
kv.stj. Grindavik, og
Hörður Vilhjálmsson, fram-
kv.stj., Hafnarfirði.
(Frá Félagi sildarsaltenda )