Þjóðviljinn - 09.02.1973, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1973
DJQÐVIUINN
MALGAGN sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Úlgefandi: Útgáfufélag Þjööviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ititstjórar: Kjartan ólafssun
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverö kr. 235.00 á mánuði.
Lausasöluverö kr. 15.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
LANDKYNNING MORGUNBLAÐSINS
Það féllu mörg fögur orð á alþingi i
fyrradag, þegar fjallað var um fjáröflun
og neyðarráðstafanir vegna jarðelda á
Heimaey. Fulltrúar allra flokka lýstu
ánægju sinni með þá samstöðu, sem náðst
hefði um fyrstu skrefin á erfiðri braut,
sem framundan er. Enginn minntist á, að
við ættum að gera erlent gjafafé að
meginstofni þess stóra sjóðs, sem óhjá-
kvæmilega verður að byggja upp vegna
áfallsins i Vestmannaeyjum.
Þvert á móti voru orð manna almennt i
samræmi við þau ummæli Eysteins Jóns-
sonar, forseta sameinaðs alþingis, ,,að
megin þungann verðum við að bera
sjálfir” eða eins og Gylfi Þ. Gislason for-
maður Alþýðuflokksins sagði um erlenda
aðstoð: — ,,En þá getum við með beztri
samvizku þegið og þakkað, þegar við
höfum sýnt i verki, að sjálfir tökum við
strax á herðar okkar nauðsynlegar byrð-
ar, — og erum sammála um það”.
Sá vilji sem fram kom i ræðum manna á
alþingi við þessar umræður á vonandi eft-
ir að stuðla að vaxandi einingu þjóðar-
innar til sameiginlegs átaks, svo að
eldraunin, sem að höndum hefur borið
verði til að treysta þjóðlega samheldni og
styrkja þá innviði, sem tengja okkur öll
hvert við annað, og land og þjóð.
Fæstum kemur til hugar að þær 2000
miljónir króna, sem alþingi hefur ákveðið
að afla muni nægja til að mæta þeim
búsifjum, sem eldurinn veldur. Og engum
dettur i hug að þessara tveggja miljarða
verði aflað án þess, að það snerti lifskjör
manna almennt
Samt ætlar stjórnarandstöðublöðunum
að ganga heldur illa að komast i takt við
þá einingu, sem kom fram á alþingi i
fyrradag. Morgunblaðið segir þannig enn i
leiðara i gær: ,,Það eru hreinar blekk-
ingar, ef stjórnarflokkarnir halda áfram
að hamra á þvi, að aðrar aðgerðir þurfi að
gera vegna tjónsins i Eyjum. Ef rikis-
stjórnin heldur fast við fyrirætlanir sínar
um kjaraskerðingu er ljóst, að það er gert
vegna óreiðunnar i efnahagsmálum, en
kemur náttúruhamförunum nákvæmlega
ekki neitt við”.
Enn er þvi sem sagt haldið fram að eyð-
ing byggðar i Vestmannaeyjum um
ófyrirsjáanlega framtið komi þjóðarbú-
skap íslendinga ekkert við og það sé bara
rikisstjórnin sem af illu innræti vilji
skerða umsamin launakjör. Þessi söngur
glymur i eyrum landsmanna dag eftir
dag, enda þótt lagið verði falskara með
hverjum degi sem liður.
Vissulega felst skerðing á umsömdum
kjörum launafólks i þeim lögum, sem al-
þingi hefur nú sett með atbeina allra þing-
flokka. Þegar til kom treysti enginn aðili
inn á alþingi sér til þess, að fylgja linu
stjórnarandstöðublaðanna um að þjóðin
ætti að lifa og leika sér eins og ekkert hefði
gerzt, vandamálin væru Vestmannaey-
inga einna og þau mætti leysa með inn-
lendu og erlendu gjafafé.
En i gær hefur Morgunblaðið reyndar
uppgötvað nýjan sannleik, sem það birtir
lesendum sinum fagnandi — það hefur
komizt yfir nokkrar úrklippur úr dönskum
blöðum, þar sem menn vitna um hversu
þreyttir þeir séu orðnir á Vietnam og
hvetja aðra Dani til að láta þær krónur,
sem þeir ætluðu Vietnömum renna til okk-
ar íslendinga.
Já, „sjaldan hef ég flotinu neitað”
stendur einhvern staðar i orðabók þeirra
Morgunblaðsmanna.
Um næstu mánaðamót á islenzkt launa-
fólk von á kauphækkun, sem nemur að
meðtöldum visitölubótum 12 — 13% Það
hefur verið eitt helzta árásarefni Morgun-
blaðsins og útibúa þess á rikisstjórnina, að
hún lét sér detta i hug að fresta um nokkra
mánuði hluta af þessari umsömdu launa-
hækkun
Sennilega er það trú þeirra Morgun-
blaðsmanna, að erlendar þjóðir verði
þeim mun fúsari á fé okkur til handa, eftir
þvi sem þær hafa spurnir af stærri launa-
hækkunum hjá okkur sjálfum, samkvæmt
þeirri reglu að auður leiti þangað sem fé
er fyrir, en gamla kenningin um að guð
hjálpi þeim, sem hjálpa sér sjálfir. sé úrelt
orðin, og þá ekki siður samvizkan, sem dr.
Gylfi minntist á i þingræðunni er getið var
um hér áðan.
Fyrir nokkru skýrði Morgunblaðið frá
þvi, að það hefði sent blaðamenn sina til
flestra erlendra sendiráða i Reykjavik til
að huga að fjáröflun íslendingum til
handa. Samkvæmt frásögn blaðsins var
m.a. komið við i sovétsendiráðinu i
Reykjavik, en þaðan hefur Morgunblaðið
löngum talið peninga von. Hver veit nema
ritstjórar Morgunblaðsins geti sannað
árangur sinn að lokum með þvi að birta
af sér mynd i eigin blaði við að telja
krónurnar sem sneru við frá Vietnam, og
„Rússa-gullið” i bland við bandariska
dollara!
En eitt er vist, að 20 miljónirnar sem
von er á frá Færeyjum og samsvara
miðað við ibúatölu 100.000 miljónum frá
Bandarikjunum, munu aldrei fara um
hendur Morgunblaðsins.
þingsjá þjóðviljans
Deilt um veggjald
A fundi Sameinaðs þings
var eingöngu rætt um
þingsályktunartillögu um
innheimtu veggjalds af
Frumvarp
um skipulag
ferðamála
A miövikudaginn var lagt fram
á Alþingi stjórnarfrumvarp um
>kipulag ferðamála. Tilgangur
laganna er að stuðla að þróun
ferðamála og skipulagningu
ferðaþjónustu fyrir islenzkt og
erlent ferðafólk.
Þar er kveðið á um miklu við-
tækara starfssvið Ferðamála-
sjóðs, en verið hefur samkvæmt
gildandi lögum. Hann skal vera
stofnlánasjóður þeirra starfs-
greina, sem ferðaþjónusta
byggist einkum á.
Stjórn ferðamála skal vera i
höndum svokallaðrar Feröa-
málastofnunar íslands undir yfir-
stjórn samgönguráðuneytisins.
Gert er ráð fyrir árlegum ráð-
stefnum um feröamál, Ferða-
málaþingum.
Frumvarp þetta er samiö af
nefnd, er samgönguráðuneytiö
skipaði i febrúar i fyrra.
hraðbrautum. Samkvæmt
95. gr. vegalaganna frá
1963 er samgönguráðherra
heimilt að ákveða með
reglugerð að greiða skuli
sérstakt umferðargjald af
bifreiðum, er fara um til-
tekna vegi eða brýr.
Við afgreiðslu þings-
ályktunar um vegaáætlun
fyrirárin 1972—75 á siðasta
þingi var samþykkt að fella
burt veggjald úr tekjuáætl-
un vegasjóðs.
Ólafur G. Einarsson (S) tók
fyrstur til máls, en þetta var
framhald umræöu, frá 1. þessa
mánaöar. ólafur vildi meina, aö
einu rökin fyrir innheimtu veg-
gjalds á hraöbrautum væri það
álit sumra, að það teldist til for-
réttinda að aka á varanlegu slit-
lagi. Það væri þó ógerlegt að
halda við malarvegi, ef umferð
um hann væri meiri en 1000 bif-
reiðir á sólarhring.
Góöir vegir löðuðu aö sér aukna
umferð og ykju þannig tekjur
rikissjóðs af t.d. bensingjaldi.
Vilhjálmur Hjálmarsson (F),
einn flutningsmanna tillögunnar,
sagðist vilja setja fram sína skoð-
un með eftirfarandi setningu:
„Ég býst við, að ýmsir lands-
menn væru þvi þakklátir, ef þeir
mættu greiða veggjald fyrir að
aka jafn ágætan veg og Reykja-
nesbraut”. Ekki kvaðst Vilhjálm-
ur eiga höfundarrétt á þessari
málsgrein, heldur væri þaö
Ingólfur Jónsson, fyrrv. sam-
gönguráðherra. Nú kvæði við
annan tón i Ingólfi en 1963, enda
væri nú rætt um innheimtu veg-
gjalds i hans kjördæmi.
Stefán Valgeirsson (F) undrað-
ist einnig þá stefnubreytingu,
sem orðið heföii: hjá Ingólfi Jóns-
syni, þeim manni sem barðist
fyrir að koma á innheimtu veg-
gjalds á Reykjanesbraut 1963.
Karvel Pálmason (SFV) sagði,
að tekið yrði eftir, hvaða þing-
menn greiddu atkvæði á móti til-
lögunni, svo fremi að þeim yrði
ekki aö þeirri ósk sinni, er Ingólf-
ur Jónsson lét i ljós 1. febrúar, að
tillagan fengi hægt andlát i nefnd.
Ilelgi Seljan (Ab) taldi veg-
gjaldið ákveðna greiðslu á þjón-
ustu og hana mjög óverulega.
Rétt væri, að þeir, sem þjónust-
unnar nytu greiddu hana, en þaö
væru einmitt þeir, sem vegina
ækju. Hann taldi þá afstöðu
Ingólfs Jónssonar, að álita tillög-
una setta fram i ógáti, óskiljan-
lega. Ekki nema það væri al-
mennt álit Ingólfs á geröi.r fyrr-
verandi rikisstjórnar. Helgi
sagði, að þeir, sem slæmu vegina
ækju, gyldu þungbærastan veg-
tollinn. Hann kvaðst aldrei skilja
kveinstafakenndan barlóm vegna
gjaldsins. Sjálfur væri hann
þakklátur, ef hann fengi fyrir
sáralitiö gjald að aka hlemmi-
braut, borgaði minna fyrir rekst-
ur bifreiðar og nyti i alla staði
ánægjulegri ferðar. „Hver vill
skipta á Reykjanesbraut og
meðalvegi til dæmis á Austur-
landi?”
Björn Pálsson (F) taldi, að
aldrei fengist samstaða lands-
manna um veggjaldiö. Þvi væri
betra að fara aðrar leiðir; lækka
þungaskatt á bifreiðum, er
skrásettar væru utan hraðbrauta-
svæðisins, eða setja aukaskatt á
bifreiðar á hraðbrautasvæöinu.
Matthias Bjarnason (S) sagð -
ist álla tið hafa verið samþykkur
innheimtu veggjalds á hraðbraut-
um. óánægjan hjá mönnum með
gjaldið hefði verið horfin, nema
þá hjá einstaka nöldursseggjum.
Frumvarp um hækk-
un útflutningsgjalda
A miðvikudaginn siðastliðinn
var lagt fram á þingi stjórnar-
frumvarp um breytingu á
útflutningsgjaldi á sjávarafurð-
um. Er þar gert ráö fyrir nokk-
urri hækkun á útflutningsgjaldi,
nema hvaö gjaldið lækkar á
frystum karfa og ufsaflökum og
þurrkuðum saltufsa. Einnig er
gjaldi af skelfiski breytt úr magn-
verði i hlutfallsverð og verður nú
6% af fob.-verði.
Mest munar um hækkunina á
gjöldum á fiskimjöli og loönu-
afurðum. Verðlag á þessum vör-
um hefur hækkað mjög mikið og
þykir þvi rétt að breyta gjaldinu
til samræmis við hækkað
útflutningsverð þessara vöruteg-
unda.
Magngjald af frystum fiski er
hækkað til samræmis við verð-
hækkanir, þannig að greiðsluhlut-
fallaf vörum, sem magngjöld eru
greidd af.breytist ekki miöað við
aörar vörur.
Hækkun gjaldanna er öll við
það miöuð að auka tekjur
Tryggingasjóðs fiskiskipa, en
hann hefur verið rekinn með
verulegum halla á árunum 1971
og 1972.
Fyrirspurn um ríkisjarðir
1 gær var lögð fram i
Sameinuðu þingi fyrirspurn frá
Helga Seljan til landbúnaðarráö-
herra um fjölda og ráðstöfun
rikisjarða.
Fyrirspurn Helga er i nokkrum
liðum. a) Hver er fjöldi bújarða i
eigu rikisins i hverju kjördæmi?
b) A hvað mörgum þeirra er búið
sjálfstæðu búi? c) Hve margar
jarðanna eru nytjaðar frá öðrum
bújöröum? d) Hve margar rikia-
jarðir eru leigöar öðrum en bænd-
um? e) Til hve langs tíma eru
jarðirnar að jafnaði leigðar, og
eftir hvaða reglum er farið við
ákvörðun um það, hverjum skuli
leigja þær jarðir, er losna>