Þjóðviljinn - 09.02.1973, Page 8

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1973 Samhjálpin ríkir ein I biblíunni er oft greint frá röskun samféiaga. Heilar þjóðir týnast og þjóðarbrot hrekjast iand úr landi undir handleiðslu al- mættisins og höf klofna svo að fólk geti gengið þurrum fótum milli meginlanda. I þessum leiftrum i ald- anna rás er hægt að skynja þjáningar fólksins, og þeg- ar mikið liggur við kviknar samhjálpin, og göfugar hugsanir festast á blað og kenningakerfi taka á sig myndir. Enn í dag eru heilar þjóð- ir eyddar í tæknivæðingu kúgunarog haturs, og göfgi mannlegrar viðleitni heyr ennþá baráttu við öfl hinn- ar mannlegu sérgæzku, og enn Ijósta náttúrlegar hamfarir mannleg sam- félög og tugir þúsunda manna týna lífi eða fara á vergang og missa tengslin við uppruna heimkynna sinna. Þegar svona uppákomur eru hafðar í huga er mikil mildi yfir þeim mannlegu örlögum er fimm þúsund manns bjargast í fiskibát- um yfir úfið haf eina vetrarnótt frá jarðeldum á heimaey sinni. Heill kaupstaður tæmist á fimm klukkustundum. Fólkið hefur komið sér fyr- ir á heimilum í nágranna- byggðum átján klukku- stundum eftir að eldur er laus úr iðrum jarðar. Eng- inn maður hefur týnt lífi; barnið i vöggunni, gamal- mennið í körinni, sjúkling- ur á beði, skólafólkið eða menn á verkfærasta aldri. i þessum þjóðf lutningum taka konur jóðsóttina og ný líf sjá dagsins Ijós er heilt samfélag er á ferðinni á sjó, landi eða í lofti. Hvernig er aðkoman i þennan mannlausa bæ nokkrum dögum eftir? Svart vikurlag liggur yfir hluta bæjarins og mörg hús hafa færzt i kaf og mannlegar verur standa með hendur I vösum fyrir utan húsin. Þeir eru bognir i baki og skynja smæð sina gagnvart um- hverfinu. Heilt fjall hefur risið af grunni i óhugnanlegri nánd við byggðina og miklu nær en menn gera sér grein fyrir uppi á megin- Iandinu. Þarna slútir þetta fjall eldspúandi yfir auð einbýlishúsin og glóandi gjallið skoppar niður hliðarnar, og þetta fjall vex að umfangi. Lif þessa samfélags hefur stöðvazt og er grópað i stein. Þetta er eins og á höggmynda- sýningu mikils listamanns. Klukkuna á horni Útvegsbank- ans vantar tvær minútur i tvö. Hún hætti að mæla timans rás við upphaf hamfaranna. Dagatalið i Fiskiðjunni sýnir ennþá 23. janú- ar. Það hefur ekki verið merkt við dagatölin i þessu samfélagi siðan hamfarirnar byrjuðu. Svona er lifið steinrunnið i þessum vertið- arbæ. Leiðin liggur upp i austurbæinn hulinn vikri og ösku, og þessi ein- kennilegi hvinur gossins hefur setzt að i vitund manns. Við Formannagötu glittir í rimlagirðingu upp úr vikrinum, og limamikið tré er komið á kaf og þarna blaktir gluggatjald fyrir hægri golu I einum glugganum, — vinalegtblóm I jurtapotti; annars eru gluggar húsanna auðir og tómir eins og holar augnatóttir, — lífvana og fjarlægir. Vikurlagið hækkar upp eftir húsunum er ofar dregur I austur- bænum, — flaggstangir og ljósa- staurar mara i kafi, og loks blasa við hólar og hæðir eins og i álfa- byggö, og þarna undir eru miljón- króna einbýlishúsin ; undir vikri og ösku. Við göngum fram á menn með jarðýtu og hún er byrjuð að ýta til stig, þar sem einu sinni var gata er nefndist Gerðisbraut. Uppi á einum hólnum stendur húseigandi og hyggur að húsi sinu á kafi undir vikurlaginu. Húsið hans er númer fjögur við Gerðis- braut, og hann hefur hnýtt snæri i ljóskersstaur við götuna og fær þannig beina linu til viðmiðunar um hvar hús hans stendur. Hann heitir Þórarinn Sigurðs- son og er sjómaður að atvinnu. Hann kvaðst hafa reist þetta hús fyrir tveimur árum og þarf nú að komastofani húsjð til þess að ná I verðmæt skjöl. Við náðum að bjarga hluta af innbúinu og ég er að vona að húsið sé einmitt hérna undir. Fin vikuraskan fyllir vit manna er jarðýtan ryður burtu vikrin- um, og regnið steypist niður þessa stundina og hverfur i þurr- an vikurinn. Siöar um daginn kom ég þarna aftur, og hafði Þórarinn þá fundið hús sitt. Hafði hann grafið sex metra niður og tókst að renna sér inn um glugga i húsinu. Undar- lega þögult hvildi húsið þarna niðri i vikurlaginu, og glitti i þak- skeggið og ljósa steinveggina. Viða er unnið að þvi að negla járn fyrir glugga húsa þennan dag i Eyjum. Þarna er gengið rösklega til verks og ekki spurt um daglaun að kveldi. Unnið er að þvi að pakka hús- munum fólks i gáma. Þeir eru fluttir niður á bryggjur og hverfa niður i lestar skipanna. Björgunarmenn ganga til mat- ar sins i ísfél. og borða sér til viðurværis. Þeir fleygja sér niður til hvildar á stundum milli striða. Peningar hafa horfið úr sam- skiptum manna þarna út i Eyj- um, og samhjálpin rikir ein. Þetta er eins og upphafið mannlif á efsta stigi kommúnismans. Svona er þetta lika úti i skipun- um, — næstum þvi, eða hvað? Um borð I Herjólfi biðja menn um maltflösku og brauðsneiö I einhverju hugsanaleysi, af þvi að menn finna til svengdar. Þarna er þá allt i einu krafizt borgunar fyrir hressingu. Sumir verða reiðir og aðrir bitrir af þvi að þeir skynja hinn ryðgaða hljóm fjármagnsins frá umheiminum. Þetta er eins og sarg i hinni miklu hljómkviðu samhjálpar og göfugra kennda manna. • Um kvöldið magnast eldslitur i lofti, og i myrkrinu stendur eld- súla þráðbeint upp i loftið eins og Geysisgos. Eldgosið magnast alltaf á kvöldin segja sumir þarna útii Eyjum. En er það ekki myrkrið er magnar eldslitinn i gosinu? Þetta er svo óhugnanlega nærri byggð- inni, — þetta gos er i byggðinni' segja Eyjamenn. A Formannagötu geng ég fram á tvo menn er bera föggur sinar til skips. Annar þeirra dregur upp brennivinsfleyg og býður upp á sopa af stút. Fyrir enda götunnar blasa við útlinur hins nýja fjalls i eldsbjarma myrkursins. Ég kem aldrei hingað aftur, sagði þessi Eyjabúi. Hvernig er hægt að bjóða konu og barni upp á svona lifstilveru? Fólkið manns deyr úr hræðslu. Það er ekki hægt að vinna við svona lifsskilyrði. Hann sýpur á fleygnum, og þeir prisa ékki bæjaryfirvöld fyrir bjartsýnina og þessa storkun við almættið. 1 verbúð Fiskiðjunnar er til reiðu svefnpláss fyrir þreyttan Eyjafara. Undir hlýju teppi sofn- ar maður við' þennan einkenni- lega hvin gossins. g.m. Föstudagur 9. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Eyjamenn hafa unnið dag og nótt við björgun á eigum annarra. Rafmagnsstaurar hverfa scnn. Grafið undan þakskeggi eins hússins til þess að komast inn um glugga. Skurðgrafa og ýta viö Geröisbraut. Myndin er tekin i hellirigningu. BRYNJULF5BUO Askan hleðst fyrir búðargluggana, og viðskiptalif er dregiö i dróma. Sjálfboðaliðar snæða í borösal tsfélagsins. Neðarlega í hænum cru stakketfín að hverfa. H Yfirgefnir blómsturpottar i gluggum njóta nú ekki umönnunar. ; .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.