Þjóðviljinn - 09.02.1973, Qupperneq 10
1« SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1973
Tíu lið
mótmu
Umsóknarfrestur til þátt-
töku í Islandsmótinu i blaki er
nú útrunninn og hafa 10 lið til-
kynnt þátttöku, sem er mun
meira en búizt var við fyrir-
fram.
Eins og áöur scgir verður
tslandsmótið i fyrstu lotu skipt
niður i svæðismót. A vestur-
landi munu keppa IS, íslands-
meistararnir 1970 og 1971,
UMF isiendingur, en það lið
skipa nemendur á bænda-
skólanum á Hvanneyri, og
UMSK, en það lið munu skipa
kennarar viö skólana í Kópa-
vogi og Garðaltreppi.
i Norðurtandsriöli kcppa
ÍMA , nemendur Mennta-
skóians á Akureyri, en þéir
uröu islandsmeistarar i fyrra,
UMSE og HSÞ.
Aðeins eitt lið kemur frá
Austurlandi, li A, og munu
nemendur Eiðaskóla fylla þaö
lið.
Frá Suðurlandi koma þessi
liö: UMF Laugdæla. en það lið
skipa kennarar frá Laugar-
vatni, UMF Biskupstungna,
skipað nemendum iþrótta-
kennaraskóla islands, og
UMF Hvöt Grtinsnesi, en það
munu vera nemendur
Menntaskólans á Laugar-
vatni.
Fyrst fer fram svæðiskeppni
eins og áður scgir og á hún aö
hefjast t inarz. Úr hverjum
riðli koma svo 2 liö til úrstita-
keppninnar, sem fer fram i
Revkjavlk og á Akureyri.
Þar sem aðcins eitt iiö
kemur úr Auslurlandsriðli
mun það lcika við þau tvÖ lið
sem veröa cfst í Norðurlands-
ríölinum.
Úrslitakcppnin fer fram
tvær fyrstu helgarnar i april.
r
*
l
iþróttafélag Menntaskólans
á Akureyri, IMA, hefur
ákveðið að gangast fyrir blak-
móti f iþróttaskemmunni á
Akureyri á sunnudaginn og
munu 3 lið keppa, ÍMA, ÍS og
UMSE. Aðgangur að móti
þessu er ókeypis.
Skólamót
í blaki á
vegum
Blakasamband islands
hefur ákveöið að gangast fyrir
skólamótí Í biakl milli fram-
haldsskólanna ( Reykjavik og
nágrenni. Aætlað er að mótinu
ljúki fyrir 1. april en frestur til
að skila þátttökutilkynningum
rennur út 15. febrúar nk. Skai
senda tilkynningar til BLi i
pósthólf 864 sem allra fyrst og
má senda eitt lið pilta og eitt
lið stúlkna frá hverjum skóla.
Tilgreina þarf nafn þjálfara
eða fyrirliða f umsókninni.
Unglingameistaramót
Íslands í lyftingum
háð á sunnudaginn
A sunnudaginn kemur fer
fram fyrsta lyftingamót þessa
árs, en það er unglinga-
meistaramótið. Keppt verður i
lyftingasalnum að Brautarholti
22 og hefst keppni kl. 14.
Hinn stór efnilegi lyftinga-
maður Gústaf Agnarsson
verður meðal keppenda i
þungavigt og er hætt við að
hann fái litla sem enga keppni i
sjálfu mótinu, en hinsvegar
mun Guðmundur Sigurðsson
keppa sem gestur i þungavigt og
verður eflaust um keppni milli
hans og Gústafs aö ræða.
Þá mun Óskar Sigurpálsson
einnig kcppa sem gestur á
mótinu. Það má þvf búast viö all
skemmtilegri keppni á þessu
móti.
Þess má svo að iokum geta,
að sjálft islandsmeistaramótið
fer fram dagana 17. og 18. marz
nk.
Tveir af beztu lyftingamönnum okkar, þeir Guömundur Sigurðsson tv.
og Gústaf Agnarsson th., verða meöal keppenda á lyftingamótinu á
sunnudaginn. En þar sem þetta er u-meistaramót keppir Guömundur
sem gestur.
Keino
gerist
atvinnu
maður
Kipchoge Keino frá Kenya
hefur undirritað samning við
Frjálsiþróttasamband at-
vinnumanna.
Keino, sem hlaut gullverð-
laun i 1500 m hlaupi á ÓL i
Mexikó og gullverðiaun i
hindrunarhlaupi á ÓL i
Múnchen, mun þvf hinn 23.
marz nk. mæta heimsmet-
hafanum i 1500 m hlaupi Jim
Ryan og einnig hinum fræga
hlaupara Tom van Ruden, en
þeir hafa báðir gerzt atvinnu-
menn og fyrsta mót atvinnu-
mannasainbandsins verður
haldið i Alpuqucrque í Nýja
Mexikó 23. marz.
Það gerist nú æ tíðar að
frægir iþróttamenn, bæði i
frjálsiþróttum og skauta-
hlaupi, gerist atvinnumenn
hvað sem þvi veldur. Ef til vill
búast menn við að hinar úreltu
áhugamannareglur verði af-
numdar á Ólympiuleikunum i
framtiðinni.
Júgóslavneska liðið
Zagreb til Islands
Nú er skammt stórra
högga í milli í íslenzkum
handknattleik. Sovézka
landsliðið lék hér fyrri
leikinn við hið íslenzka í
gærkvöld og liðin leika
síðari leikinn á morgun,
og strax eftir helgina
kemur júgoslavneska
liðið Zagreb hingað til
lands í boði KR, sem á
vetrarheimsóknina að
þessu sinni.
Zagreb mun leika hér
f jóra leiki, og þann fyrsta
á þriðjudaginn. Það mun
leika við Fram, Val, FH
og úrvalslið HS(.
Um það þarf ekki að
fara mörgum orðum hve
sterkir Júgóslavar eru í
handknattleik, það vita
allir. Þeir urðu Olympíu-
meistarar í Múnchen og
lið frá Júgóslavíu varð
Evrópumeistari félags-
liða á síðasta ári.
Sem dæmi um styrk-
leika j úgósla vneska
landsliðsins á ÖL má
nefna að það sigraði hið
japanska 20:14, banda-
ríska 25:15 og hið ung-
verska 18:16. ( milliriðli
sigruðu Júgóslavar V-
Þjóðverja 24:15 og
Rúmena 14:13. Síðan
sigruðu þeir Tékka í úr-
slitum 21:16.
Þetta er enginn smá
árangur, og þegar þess er
gætt að Zagreb-liðið er
eitt allra bezta lið
Júgóslavíu í dag. þá
verður ekki við neina smá
karla að etja fyrir
íslenzku liðin þegar þau
mæta því.
Við munum skýra nánar
frá Júgóslavneska liðinu í
blaðinu á þriðjudaginn
kemur.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson