Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
LOKS KOM SIGURINN
YFIR SOVÉTMÖNNUM
Frábær markvarzla
Olafs Benediktssonar í síöari
hálfleik tryggði sigurinn
Loks í 5. landsleik islendinga og Sovétmanna i
handknattleik bar islenzka liðið sigur úr býtum og
það svo að um munaði eða 23:19. Þessi sigur var
fyllilega verðskuldaður og hefði getað orðið mun
stærri ef óvarlega hefði ekki verið farið i sókninni
undir lokin þegar séð var að íslenzkur sigur var i
höfn. Það má fullyrða að frábær markvarzla Ólafs
Benediktssonar, sem var tekinn inn i liðið fyrir
Birgi Finnbogason einhverra hluta vegna, hafi ráð-
ið úrslitum. Hjalti Einarsson varði markið i fyrri
hálfleik og hefur oft staðið sig betur, en eftir að
Ólafur kom i markið i síðari hálfleik tók hann til við
að verja hvert skotið á fætur öðru,og siðari hluta
hálfleiksins hreinlega lokaði hann markinu.
Það var þó allt annað en að
byrjun leiksins væri glæsileg hjá
báðum liðum. Fyrstu 3 sóknir
beggja liða runnu út i sandinn.
Það var ekki fyrr en 4 mfnútur
voru liðnar af leik að Sovétmenn
skoruðu fyrsta markið. Geir
jafnaði strax i næstu sókn isl. liðs-
ins og voru þá um það bii 6
minútur liðnar. 1 næstu sókn hitti
Einar Magnússon stöngina og þar
næst hitti Geir ekki markið en úr
báðum sinum sóknum skoruðu
Sovétmenn og staðan þvi orðin
3:1.
Guðjón Magnússon nýliðinn i
islcnzka liðinu skoraði 2. mark
islenzka liðsins og Geir jafnaði úr
viti þegar 10 minútur voru liðnar.
Siðan var jafnt 4:4, 5:5 6:6 og 7:7.
Þá tóku Sovétmenn góðan kipp og
skoruðu 3 mörk i röð án þess að
landanum tækist að skora og
staðan varð 10:7. Þá var einum
sovézku leikmanninum visað af
ieikvelli og á meðan skoruðu
fslendingarnir 2 mörk og þannig
var staðan 10:9 i leikhléi.
í siðari hálfleik byrjaði Geir á
því að jafna 10:10. Það var svo
ekki fyrr en eftir 6 minútur af leik
að fslendingarnir komust i fyrsta
sinn yfir 13:12 en þá hafði Ólafur
varið af snilld. Siðan kom 14:12 en
Sovétmenn jöfnuðu 14:14 og
komust yfir 15:14. En jafnt varð
16:16 og þá voru um það bil 14
minútur liðnar og þá fyrst fór
Ólafur að sýna sinar beztu hliðar i
markinu. Hann varði nú hvert
skotið á fætur öðru og félagi hans
Ólafur H. Jónsson sýndi einhvern
bezta leik sem maður hefur séð til
hans og skoraði hvert markið á
fætur öðru, eða gaf á linuna svo
mörkin komu. Staðan var svo
orðin 19:16 fyrir tsland þegar 19
min. voru liðnar og 21:16 þegar
liðnar voru 23 minútur og má
segja að þar með hafi sigurinn
verið i höfn. tslenzka liðið slakaði
mjög undir lokin, þannig að loka-
tölurnar urðu 23:19 sigur fyrir
tsland.
Það verður að scgjast eins og
er, að íslenzka liðið lék mjög
misvel þennan leik. Nokkrir leik-
menn voru langt frá sinu bezta,
menn eins og til að mynda Axel
Axelsson og Einar Magnússon
voru ekki svipur hjá sjón á móti
þvi sem þeir hafa beztir verifk
Guðjóni Magnússyni fyrirgefst
meira en öðrum þar eð hann var
að leika sinn fyrsta landsleik og
taugarnar ef til vill ekki i sem
beztu lagi.
En mennirnir sem báru af á
vellinum voru þeir Ólafur H.
Jónsson og Ólafur Benediktsson.
Ólafur Jónsson var bezti maður-
inn bæði i vörn og sókn og greini-
lega sá er rak aðra áfram með
krafti sinum og hörku. Geir
Hallsteinsson átti ágætan leik i
sókninni en gerði margar skyssur
i vörninni, sem Sovétmenn not-
færðu sér til hins ýtrasta. Gunn-
steinn, Auðunn og Agúst-
ögmundsson áttu allir góðan leik
lengst af, svo og þeir Sigurbergur
og Björgvin Björgvinsson.
Það er auðvitað af og frá að
þetta sovézka lið sé bezta lið
Sovétríkjanna i handknattleik,
langt þvi frá. Enda mun þetta
vcra Grúsiu-úrval sem Sovét-
menn senda hingað að þessu
sinni. Allir leikmennirnir eru
mjög lágvaxnir, en snöggir og
leiknir með boltann. Liðið hefur
enga langskyttu en skemmtilega
linumenn og góða markverði.
Beztu menn Iiðsins fundust mér
Bunadze (5), Beriashvili (6) og
Chkonija (15) Mörk islcnzka liðs-
ins: Geir 8 (4 viti) Ólafur 5, Einar
3, Gunnsteinn 2, Auðunn 2,
Björgvin Guðjón og Agúst 1 mark
hver. — S.dór.
181*
Ólafur H. Jónsson, bezti maður islenzka liðsins ógnar hér, en sovézka liðið er vel á verði eins og ailtaf
þegar hann fékk boltann og aö siðustu var hann eltur hvert fótmál. (Ljósm. Gunnar Steinn)
Einar Magnusson stekkur upp og ognar. (Ljósm. Gunnar Steinn)