Þjóðviljinn - 09.02.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Qupperneq 13
Föstudagur 9. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 HRAFNINN SAKAMÁLASAGA EFTIRSTEN WILDING — Hef ég nokkurn tima haldið öðru fram, sagði ég rólega. — Hver er — eða var — Sven Bolin? — Það var hann sem átti heima i húsinu sem þér hafið á leigu..sagði Anders og augu hans voru fjarræn. — Hvenær dó hann? — í júni..af slysförum. — En það getur staðið heima, hrópaði ég. Susanna lét fallast niður á stól. Það var skelfing i augum hennar. — Nei, það stendur ekki heima..tautaði hún. — Af hverju ekki? — Sven Bolin var jarðaður i Nesi hinn tuttugasta júni. Við vorum sjálf viðstödd útförina. Það fór hrollur um mig og hrifning min hafði rénað talsvert. Ég leit tviráður á Hansson. — En það getur ekki verið, sagði ég. — Það hlýtur að vera hægt að ganga úr skugga um það..með þvi að opna gröfina... — Nei, sagði Susanna vesaldarlega. — Það er ekki hægt. Hann var brenndur. Hálftima seinna skreiddist ég innundir rekkjuvoðirnar i kofan- um minum — sem var engan veginn auðvelt eins og bakið á mér var á sig komið — og slökkti á gaslampanum hjá rúminu. Ég lá og hlustaði á regnhljóðið á þakinu og reyndi að koma skipu- lagi á hugsanir minar eftir hina ruglingslegu viðburði kvöldsins. Ég hafði ekki getað áttað mig á neinu niðriá bænum. Susanna ein virtist hrædd við það sem gerzt hafði, eiginmaðurinn reyndi að róa hana, en eftir að ég hafði full- yrt að likið hefði verið af Bolin, virtist vantrúin hafa vaxið að mun. Bæði lögregluþjónarnir og ég höfðum afþakkað málamynda- tilboð um kaffi, og siðan höfðu leiðir skilizt saknaðarlaust. Ég skal viðurkenna að ég átti enga skýringu tiltæka á þvi, hvernig á þvi stóð að ég hafði fundið likið af Sven Bolin, sem átti að vera duft og aska, tiltölu- lega óskaddað i dökku skógar- Brúðkaup Laugardaginn 2/12, voru gefin saman i hjónaband i Bústaða- kirkju af sr. Birni Jónssyni ung- frú Ingibjörg Pálsdóttir og hr. Steinar Berg ísleifsson. Heimili þeirra verður að Kleppsvegi 134, Reykjavik. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) tjörninni. Mig verkjaði i höfuðið, ég reyndi að bægja burt öllum hugsunum, og loks tókst mér að fall i órólegt mók. En þá nótt fékk ég martröð. Ég sá fyrir mér likið á botni tjarnarinnar, vafið keðju, ég sá það liggja á steinhellunni meðan hrafninn hnitaði hringa fyrir ofan það...Loks vaknaði ég I svitabaði, fálmaði eftir eldspýtustokk og kveikti skjálfhentur á gas- luktinni. Klukkan var hálfþrjú, það var niðamyrkur úti og regnið buldi á rúðunum. Svefn kom ekki til greina i bili, ég kveikti mér i sigarettu og horföi á dimma skuggana i hornunum. Hér i húsinu hafði Sven Bolin sem sé átt heima, i þessu rúmi hafði hann legið. 8 Hvers konar maður hafði hann verið? Það marraði og brakaði i gamla húsinu og imyndunarafl mitt lék lausum hala. Hvaða þrusk var þetta fyrir utan? Skógardýr? Um miðja nótt? Nei, auðvitað var þetta min eigin imyndun sem var að leika á mig. Eða hvað? Ugla vældi einhvers staðar úti i skóginum og klukkan sniglaöist áfram meðan ég sat á rúm- stokknum og reykti hverja siga- rettuna af annarri. Loks sást fyrsta gráa skiman á lofti þá slökkti ég á lampanum, lagðist útaf og smám saman tókst mér að sofna. Ég vaknaði um niuleytið og mér til undrunar var glampandi sólskin og heiður himinn. Þungur i höfðinu, og dálitið vankaður, gleypti ég tvær magnyl, sótti vatn i brunnin, fáein egg og fleskbita i jarðhúsið; óþefurinn þar var óþolandi. Meðan gastækið gerði sitt, lagaði ég til i stofunni — þvi Laugardaginn 30/12 voru gefin saman i hjónaband af sr. Jóni Arna Sigurðssyni ungfrú Hrönn Agústsdóttir og hr. Þorsteinn Óskarsson. Heimili þeirra verður að Staðarhrauni 12, Grindavik. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) hafði ég ekki komið i verk kvöldið áður. Ég drakk kaffið og reykti siga- rettu i garðstólnum fyrir utan húsið og smám saman fór mér að liða betur. Fuglarnir sungu i birkitrjánumskuggaleg hugar- fóstur næturinnar virtust óraun- veruleg. En hvernig átti ég að verja deginum? Ég hafði engan sérstakan áhuga á fiskveiðum i bráð. Varla kom til greina að fara i vatnið eins og bakið á mér var á sig komið, en ef til vill hefði ég gott af að labba mig niður á bað- ströndina. Réttast hefði verið að fara aftur til Svörtutjarnar og leita að ummerkjum eftir atburði kvöldsins á undan, en það yrði að biða fram eftir degi — um- hugsunin ein fyllti mig ógeði. Ég fann almennu baðströndina við Seftjörn án fyrirhafnar. Það var töluvert af fólki á gulum sandinuni, flestallt mæður með börn, en i miðjum hópnum vel byggður, ljóshærður og sólbrúnn herramaður sem var i boltaleik við eitthvað af börnunum. Ég sá allt i einu að þar var kominn maðurinn sem ég hafði séð við brautarmótin daginn áður. A milli lék hann listir sinar börnun- um til mikillar ánægju, gekk á höndunum og hjólaði og hvað þær nú heita allar þessar kúnstir; ég hafði grun um að sýningin væri þó ekki fyrst og fremst fyrir börnin, heldur fyrir glæsistúlkurnar á ströndinni, sem voru trúlega mæður þeirra, þótt ótrúlegt mætti virðast. Mér þótti umhverfið ekki sér- lega friðsælt. Viða söng i smára- tækjum, til allrar hamingju á sama prógrammi; hvað verður þegar rásunum fjölgar i þessu blessaða landi? A nálægu bila- stæði fyrir almenning virtist ung- lingur á rauðum Volvo vera að at- huga hve mikinn hávaða bilvél getur framleitt, og ég ákvað að draga mig i hlé. Þar sem sand- breiðunni lauk, hætti krakka- skvaldrið og útvarpsgargið og ég rölti eftir ósléttu grjóti i leit að bátnum sem Uvmarkfjölskyldan hafði boðið afnot af. Ég fann hann fljótlega, vel hirtan smábát með fjögra hestafla utanborðsmótor; hann var ólæstur. Ég fór um borð, vélin fór i gang við aðra tilraun, hún virtist ganga hljóðlega, og siðan lá leiðin út á vatnið. Ég hafði uppgötvað dálitið sker i vatninu miðju, þar sem hægt ætti að vera að njóta útiloftsins fjarri hávaöa menningarinnar. Eftir tiu minútur var ég kominn þangað.lenti varlega i litilli vik milli kletta, klifraði upp á skerið og stóð þar agndofa. Liggjandi á maganum lágrann- vaxin kona i bikinibaðfötum beint fyrir framan mig, og hún óprýddi svo sem ekki skerið. Hún horfði á mig gegnum stór sólgleraugu; þar var Ingela Casparsson. — Fyrirgefið, tautaði ég, — ég vissi ekki að hér væri neinn. — 0, þetta mun vera likfundar- maðurinn Linder, sagði hún. — En gaman. Tyllið þér yður. Ég hikaði, dálitið gramur yfir nafngiftinni. — Þakka fyrir, en þér hafið auðvitað farið hingað til að vera i friði, sagði ég, — og ég get dregið mig i hlé. — Ég býst við að þér hafið átt sama erindi, og oft getur fólk verið út af fyrir sig i sameiningu. Við getum kvartað yfir þessum forheimskandi tónlistaráhuga al- mennings. Hún virti mig fyrir sér meðan ég gekk nær henni, og ósjálfrátt dró ég inn magann og þandi út bringuna undir þunnri skyrtunni. — Með einu skilyrði, bætti hún við. — Að þér slakið á maga- vöðvunum svo að þér deyið ekki úr köfnun i návist minni. Ég vona að þér hafið einhverja aðra kosti en unglingsmitti. Ég var vægast sagt dálitið ringlaður þegar ég settist hjá henni. Likami hennar var fallega gullinbrúnn. Hann minnti mig einhverra hluta vegna á ofn- steiktan kjúkling, táneglurnar gátu i dag minnt á reyniberja- hlaup. — Var fjörutarzan að leika list- ir sinar? sagði hún. — Já, ekki sá ég betur. — Við fórum saman niður á ströndina, hann og ég, en það er dálitið þreytandi að tala við fólk, sem vill endilega standa á höfði fyrir framan mann. Og þess vegna synti ég hingað út; tarzan kemstekki einu sinni tvö hundruð metrana á sundi, hugsið yður það. Föstudagur 9. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45; Hulda Runólfsdóttir heldur áfram að endursegja söguna um Nilla Hólmgeirs- son eftir Selmu Lagerlöf (17) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45 Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.25. Fræðslu- þáttur um almannatrygg- ingar kl. 10.25: Fjallað verður um sjúkratrygging- ar. Umsión: Orn Eiðsson. Morgunpopp kl. 10.45: Hljómsveitin Mountain syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsaga,endurt. þáttur Atla Heimis Sveins- sonar. kl. 11.35: Tónleikar: György Cziffra leikur á píanó þekkt klassisk lög eft- ir ýmsa höfunda. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Búnaðarþáttur. Gisli Kristjánsson ritstjóri ræðir við Hall Björnsson hrepp- stjóra á Rangá i Hróars- tungu. (endurt. þáttur) 14.30 Siðdegissagan: „Jón Gereksson” eftir Jón Hjörnsson. Sigriður Schiöth les (17). 15.00 Miðdegistónleikar: Sönglög. Maureen Forrester syngur lög eftir Schumann og Carl Loewe. Ezio Pinza syngur lög eftir Sarti, Buononcini, Scar- latti, Legrenzi o.fl. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 17.40 Tónlistartlmi barnanna. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar islands I Háskólabió kvöldið áður. Hljómsveitar- stjóri: Miklos Erdélyi frá Ungvcrjalandi. Einleikari á flautu: Robert Aitken frá Kanada.a. Sinfónia nr. 5 i B-dúr eftir Franz Schubert. b. Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson (frum- flutningur) c. Sinfónia nr. 2 i D-dúr op. 73 eftir Johannes Brahms. 21.25 Þegar brezki hcrinn skaut á okkur. Jón frá Pálmholti flytur frásögn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill. Bænaorð. 22.35 Utvarpssagan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þórðar- son. Þorsteinn Hannesson les (3). 23.00 Létt múslk á síðkvöldi. Sinfóniuhljómsveit belgiska útvarpsins flytur. Stjórn- endur: René Deffossez og Daniel Sternfeld. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. fréttaskýringaþattur um 20.25 Veður og auglýsingar. innlend og erlend málefni. 20.30 Karlar I krapinu. Banda- 22.05 Lcitin að sjálfum sér. riskur kúrekamyndaflokkur Bandarisk mynd um i gamansömum tón. Ekki „Sufistana”, sem eru eins eru allar ferðir til fjár. konar dulspekingar Islams- Þýðandi Kristmann Eiðs- trúar. Þýðandi Óskar Ingi- son. marsson. 21.20 Sjónaukinn. Umræðu-og 22.30 Dagskrárlok. tfftWZsroiöki.lJ. m. C/ INDVERSK UNDKAVEROLI) * Csl JI Nýtt og ntjög Ijiilbreytt úrval austurlenzkra skrautmuna til tækifcærisgjala TIIAI — SII.KI I úrvali. Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina sem veilir varanlega ánægju fáið þér I JASIvIÍN við lllemmlorg (I.augavegi 133) FELAC ISLEiWKHA HL.IOiVILISTAIiiMAAAA #útvegar yður hljóðfaraleikara og hljómsveitir við hverskonar lcekifœri Vinsamloqast hringið i 20255 milli kl. 14-17 Riðiiikinii or Rmklijarl ;BÚNAÐARBANKINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.