Þjóðviljinn - 09.02.1973, Qupperneq 16
Föstudagur 9. febrúar 1973
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18880.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, næíur og helgidaga-
vakt a heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Loðnuflotinn fyllti
sig á sólarhring
25 loðnubátar streymdu af miðunum hingað suður
Mótmælendur
óðir á Irlandi
BELFAST 7/2 — öl! atvinnu-
starfsemi I Bclfast og I öðrum
borgum I Norður-lrlandi féil
niður f dag af völdum verkfalls
sem mótmælendatrúar verka-
menn heyja gegn þeirri ákvörðun
yfirvalda að varpa tveim öfga-
sinnuðum mótmælendum I
fangelsi án þess að draga þá fyrir
dóm.
Þetta sólarhrings verkfall átti
aö hefjast klukkan sjö að morgni,
en næturvaktin við orkuverin
hafðiekki komiö til vinnu, og var
yfirleitt ljóslaust frá miðnætti.
Mikil ólæti voru viða i Belfast i
dag og mikiö um skothriö. Hópar
unglinga gerðu aðsúg að brezkum
öryggissveitum, og sitthvað fleira
var gert af sama tagi.
Ognarstjórn
i Úganda
Kampala/Genf — 12 menn, sem
dæmdir hafa verið ti! dauða fyrir
skæruliðastarfsemi I Úganda,
verða teknir af lifi opinberlega á
laugardag. Samkvæmt fréttum
útvarpsins f Kampala voru allir
mennirnir dæmdir af herdóm-
stóli. Fjórir þeirra voru foringjar
I hernum og einn lögreglumaður.
ógnarstjórn virðist rikja i
Úganda. Alþjóðlega lögfræðinga-
nefndin f Genf hefur sakað
Úgandastjórn um „lögleysu og
hrottaskap” gegn íbúum lands-
ins. I siöasta hefti af timariti
nefndarinnar er Úganda sagt
lagalaust land. Þar er greint frá
þvi, að æðsti dómari landsins,
Kiwanuka, hafi verið handtekinn
I sjálfri hæstaréttarbyggingunni
og tekinn af lífi tveim stundum
eftir hina ólöglegu handtöku.
Sfðdegis f gær var vitað um
25 loönubáta á leiðinni af mið-
unum til verstööva hér á Suð-
vesturlandi og voru flestir
með fullfermi.
Þá voru um 15 bátar með
fullfermi að dreifa sér á Aust-
fjarðarhafnir til losunar. Er
gert ráð fyrir að þeir bátar
þurfi að biða allt að sólarhring
á höfnunum eystra eftir losun.
Mörg frystihús á Suðurnesj-
um og I Reykjavik ætla að
frysta loðnu úr þessum bátum.
Er kveöloðnan stór og væn, —
3ja til 4ra ára loðna full af
hrognum.
A nær sólarhring fyllti
loðnuflotinn sig á miðunum út
af Eystra - Horni. Fylltu
bátarnir sig jafnóðum og
þeir komu út á miðin.
Sprengdu margir næturnar
vegna stórra kasta.
Fyrstu bátarnir fengu veiði
kl. 8 á miðvikudagsmorgun og
voru að fram á nótt. Fengu
þannig um 40 skip 10 til 12 þús-
und tonn af loðnu á nær sólar-
hring, sagði Andrés Finnboga-
son siödegis i gær. Andrés
vissi dæmi til þess að bátur
hefði sprengt nótina tvisvar
um nóttina.
1 gær var vitað um 25 skip á
leið vestur með loðnufarma af
miöunum. Hafa þessi skip
verið að landa loðnu frá há-
degi i gær þar til i dag frá Þor-
lákshöfn vestur um til Reykja-
víkur.
Jöfnum höndum landa þess-
ir bátar loðnunni til vinnslu i
frystihúsum og til bræðslu i
loðnubræðslum.
Hefur þetta skapað mikla
vinnu i frystihúsum hér Suö-
vestanlands. Heldur lftill afli
hefur horizt á land undanfarið
af vertlðarbátum og stóreykur
þetta vinnu i frystihúsunum.
Andrés taldi aö skipin væru
með um 6 þúsund tonn af loðnu
á leið hingað. Þróarpláss hjá
loðnubræðslum hér syöra er
fyrir um 35 þúsund tonn af
loðnu.
Hvaða bátar
koma suður?
Vitað var um eftirtalin skip
á leið vestur af miöunum sið-
degis i gær: Eldborg með 570
tonn, landar annað hvort i
Þorlákshöfn eða i Hafnarfirði,
Pétur Jónsson ÞH með 360
tonn, landar i Sandgerði,
Reykjaborg 320 tonn, Héðinn
420 tonn, Hilmir KE 180 tonn
til Grindavikur, Albert 300
tonn til Grindavikur, Óskar
Halldórsson 330 tonn, Þor-
steinn 330 tonn til Þorláks-
hafnar, Grimseyingur 220
tonn, óskar Magnússon 460
tonn, Guðmundur RE 700 tonn
til Þorlákshafnar, Loftur
Baldvinsson 400 tonn, Jón
Garðar 300 tonn, Bjarni ólafs-
son 300 tonn, Gisli Arni 330
tonn, Asgeir RE 300 tonn og
Náttfari með 240 tonn.
Við spurðum Andrés um
þróarpláss hjá loðnubræðslum
hér á Suðvesturlandi. Hann
kvað Þorlákshöfn geta tekið á
móti 3700 tonnum og ynni
bræðslan þar 300 tonn á sólar-
hring. Enginn vafi er á þvi að
þar fyllist fyrst þróarpláss hér
á Suðurlandi. Yfirleitt er ekki
reiknað með Eyjum til mót-
töku á loðnu. Þar er hins vegar
þróarpláss fyrir um 25 þúsund
tonn.
Þróarpláss á
Suöurnesjum
Þá getur Grindavik tekið á
móti 2 þúsund tonnum af loðnu
i þrær. Afkastageta verk-
smiðjunnar þar er 250 tonn á
sólarhring. Þróarpláss I Sand-
gerði er fyrir 3 þúsund tonn,
afkastageta verksmiðjunnar
200 tonn á sólarhring, pláss
fyrir 8 þúsund tonn i Keflavík,
afkastageta 550 tonn á dag, 7
þúsund tonna pláss i Hafnar-
firði, afkastageta bræðslunnar
þar 500 tonn, 11 þúsund tonna
pláss i Reykjavik með 800
tonna afköst á dag, á Akranesi
er þróarpláss fyrir 3 þúsund
tonn af loðnu, en verksmiðjan
afkastar þar 380 tonn á sólar-
hring.
Sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjan að Kletti var þegar
farin að undirbúa móttöku
loðnu i gær. Þá er unniö að
gangsetningu verksmiðjanna
úti á Granda og inn á Kletti. í
fyrravetur tóku loðnubræðsl-
urnar hér i Reykjavik á móti
16 þúsund tonnum af loðnu á
nokkrum dögum. Gekk heldur
illa að bræða þessa loðnu i
fyrra. Þær ætla ekki að brenna
sig á þessu aftur og hafa nú
gefið upp þróarpláss fyrir 11
þúsund tonn. Bezt er að bræða
loðnuna sjö daga gamla og
gengur vinnslan þá greiðleg-
ast. g.m.
Dóminikanska lýðveldið
Skæruliðar þjarma
að her Balaguers
Santo Domingo 8/2 Miklu
herliði ásamt herbilum og bryn-
vögnum var I dag stefnt til höfuð-
borgar Dominikanska lýðveldis-
ins samkvæmt skipun Joaquin
Balaguer forseta, en hann er
sagður óttast uppreisn I höfuð-
borginni.
Striðsvögnunum var raðað
fyrir framan háskólann og við
brúna sem tengir borgarhlutana.
Brynvagnar með herlið og
lögreglumenn brunuðu um
göturnar.
Balaguer forseti er sagður
óttast vaxandi starfsemi skæru-
liða i landinu, og nú kveðst hann
hafa fengið fréttir um að skæru-
liðasveitir, þjálfaðar á Kúbu, hafi
komið til landsins nýlega.
Blaöið E1 sol i höfuðborginni
fullyrðir, að harðir bardagar hafi
geisað undanfarið á suðurströnd-
inni milli skæruliða og hers
stjórnarinnar. A.m.k. fjórir her-
menn og einn lögreglumaður hafi
iallið i átökum þeim.
Balaguer óttast uppreisn
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagsfólk Árnessýslu.
| ’jaíyK Þriðji fræðslufundur Alþýðu-
bandalagsins i Arnessýslu verður
f JHjHK haldinn i Hveragerði i kvöld
Ragnar Arnalds ræðir um upp-
byggingu þjóðfélagsins og stjórn-
'ÆL Einnig mætir Garðar Sigurðs-
Hk 'MðHw son alþingismaöur á fundinum.
Stjórnin.
Loðnubátar
sólarhring
a leioinni
llm hádegi I dag kom fyrsti
loðnubáturinn hingað til Grinda-
víkur og hafði þá verið sólarhring
á leiðinni af miðunum við Eystra-
Horn. Var þetta Jón Garðar með
fullfermi. Þegar er farið að aka
loðnunni á bilum I frystihúsin hér
i Grindavlk til frystingar. Þá fer
hiuti af aflanum i þrær loðnu-
bræðslunnar hérna. Taka þær um
tvöþúsund tonn af loðnu, en verk-
smiðjan afkastar 250 tonnum á
sólarhring.
Von er á fleiri bátum i kvöld og
nótt. Þannig er von á Alberti og
Grindvíkingi og fleirum.
Ef mikið verður af vænni kven-
loðnu I þessum afla verður loðn-
unni ekið á bilum i frystihús i
Garðinn, Keflavik, Vogana og
Hafnarfjörð, — jafnvel til
Reykjavikur.
Hvað á fellið að heita?
Örnefnanefndin enn
ekki komin í málið
Mjög er á reiki, hvað menn
kalla i ræðu og riti hiö nýja
fell, sem myndazt hefur af
gosinu I Vestmannaeyjum, og
virðist timi til kominn fyrir ör-
nefndanefnd að gera ákveöna
tillögu um nafn ef einhver
smekkleysan á ekki að festast
við fjalliö. Þegar Surtseyjar-
nafnið var valið fjallaði
nefndin um það mál sam-
kvæmt tilmælum mennta-
málaráðuneytisins, en engum
slikum tilmælum hefur verið
beint til hennar að þessu sinni.
Þjóðviljinn hefur áöur getið
ýmissa heita á fellinu, sem
gengið hafa manna á milli,
eins og Bessi, Gámur, Pisla-
fell, Urðarfell, Kirkjufell og
fleiri, og nú siðast heyrðum
við, að stungið hefði verið upp
á nafninu Þrymur og sú tillaga
studd þeim rökum, að það
væri hávaðanafn, sbr. þruma,
Nýjasta tillagan
auk þess sem það lýsti hinu
óvænta, eins og gosið hefði
sannarlega verið, sbr. að vera
sem þrumulostinn, þruma úr
heiðskiru lofti. Þá þýðir sögn-
in að þruma að vera kyrr,
gnæfa yfir, og að lokum væri
þetta nafn hliðstæða Surts á
Surtsey, en hvor tveggja orðin
er Þrymur
væru persónugervingar i
goðafræðinni.
Enn hefur ekki verið leitað
til örnefnanefndar varðandi
nafn á fellið, að þvi er prófess-
or Þórhallur Vilmundarson
formaður hennar sagði Þjóð-
viljanum. Þegar Surti var gef-
ið nafn á sinum tima leitaði
menntamálaráðuneytið eftir
áliti nefndarinnar, og voru þá
þegar ýmis nöfn i gangi, en
nefndin mælti endanlega með
nöfnunum Surtur og Surtsey,
sem siðan festust.
Prófessor Þórhallur benti á,
að algengt væri hér á landi, að
fjöll drægju heiti af lögun sinni
og þá lika eldfjöll eins og t.d.
Katla, Askja, Keilir, Skjald-
breiður og fleiri, en þau hefðu
reyndar hlotið nöfn sln mörg-
um öldum eftir að þau hefðu
gosið.
Öðru máli gegndi um fjöll
mynduð i gosi, sem gerðist
mitt á meðal manna, fannst
honum, þá væri ekki siður
eðlilegt, að upplifunin
speglaðist i nafninu, eins og
verið hefði um Surt, sem m.a.
dregur nafn sitt af svörtum lit
hraunsins. Hann benti á að
Kirkjufell væri oftast lögunar-
nafn samanber Kirkjufell við
Grundarfjörð, og Bessi væri
nánast útilokað, þar sem það
væri þegar nafn á nálægu
skeri, og ekki væri vert að
flytja nafn þannig til og
brengla. —vh