Þjóðviljinn - 25.03.1973, Side 11

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Side 11
Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11' Fjölmargir höfðu samband við okkur hér á Þjóðviljanum útaf gömlu myndun- um, sem birtust i blaðinu á sunnudag- inn var, og hjá Hall- dóri safnverði stöðvaðist siminn varla á mánudaginn. Kunnum við lesend- um beztu þakkir fyrir skjót og góð vinnu- brögð og hjálpsemi. Flestir þeirra, sem hringdu, þekktu Norðurpólinn, gamaH- timburhús, sem enn stendur við Hlemmtorg, tilheyrir Hverfisgögu og er nr. 125, eins og sjást mun á myndinni af þvi á baksiðu blaðsins i dag. Þarna var um tima rekin veitingasala og benti einn les- enda á, að myndin hlyti að vera tekin eftir 1907, þvi hann hafði séð mynd af húsinu frá konungskomunni og þá var skilti á þakinu, sem á stóð Norðurpóllinn. Mótar á mynd- inni fyrir þvi, hvar þetta skilti hefur vetið. Fólkið hefur eng- inn þekkt og ekki hefur fengizt útskýring á þvi til hvers þessi undarlega viðbygging vinstra megin við húsið hefur verið notuð. Hvaöan eru myndirnar? Ver ætlaði að ganga með bæinn til að byrja með, en svo kom hingað á föstudegi mað- ur, sem fæddur er á þessum bæ og uppalinn til tiu ára ald- urs, Sigurður Einarsson bif- reiðastjóri á Hreyfli, og kvað uppúr með, að þetta væru Kárastaðir i Þingvallasveit. Kunni hann mas. nöfn á ein- stökum hlutum hússins, stig- um og fleiru i umhverfinu. Það er faðir Sigurðar, Einar Halldórsson bóndi, sem stend- ur i bæjardyrunum og myndin mun fekin 1907. Margir hafa þekkt myndarlega manninn i slagkápunni sem Ólaf ólafs- son prest i Arnarbæli, siðar frikirkjuprest og með saman- burði við aðrar myndir, sem til eru af honum i safninu, var hægtaðstaðfesta það. Þá mun maðurinn, sem situr i grasinu fyrir miðju, vera Hannes Þor- steinsson, þjóðskjalavörður. Og hver þekkir þess- ar? Mynd nr. 3 er greinilega úr einhverri verslun, en hvaða § verzlun? Og hvar er hún? Hvenær gæti myndin verið tekin? Það yrði áreiðanlega slegizt um lampana þá arna væru þeir boðnir til sölu i einhverri verzluninni nú. Og takið eftir leikföngunum i hill- unum hægra megin og hráka- dallinum á gólfinu við enda jk *' | ' | | búðarborðsins. Um þessa mynd er ekkert vitað nema að Pétur Brynjólfsson tók hana. Gizkað er á, að hin myndin, nr. 4, sé frá Austfjörðum. Þó er það ekki vitað. Bryggjan er sérkennileg og fremsta húsið lika. Þeir sem hafa séð þetta hús, hljóta að muna eftir þvi. Þá ætti landslagið að geta gefið yngra fólkinu visbend- ingu. Spurt er: Hvar er þetta? Og hvaða hús? Og hvaða eyri út i fjörðinn? Enn treystum við lesendum að koma okkur til liðveizlu og hringja þá annað hvort i Halldór Jónsson safnvörð á Þjóðminjasafninu, simi 13264, eða i Vilborgu Harðardóttur blaðamann, Þjóðviljanum, simi 17500. Bréf eru lika vel þegin. — vh Miðstöðvarofnar Reyndir með 12 kg/cm2 þrýstingi. Leitið verðtilboða. ÍSLEIFUR JÓNSSON HF., byggingavöruverzlun, Bolholti 4, sími 36920 - 36921.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.