Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. marz. 1973
Hver er beztur?
UMSJÓN: JÓN G. BRIEM
Nýlega var birtur listi FIDE,
alþjóðaskáksambandsins, yfir
skákstig ársins 1972.
A þessum lista eru nöfn allra
þeirra skákmanna sem tekið hafa
þátt i viðurkenndum skákmótum
upp á siðkastið, og skákstig
þeirra skv. Elo útreikningi.
Skv. listanum eru eftirtaldir
menn beztu skákmenn heimsins i
árslok 1972:
stig:
1. R.Fischer 2785
2. B. Spasky 2660
3-4. Petrosjan 2645
3-4. Polugajevsky 2645
5-6. Portisch 2640
5-6. Kortsnoj 2640
7-8. Karpov 2630
7-8. Botvinnik 2630
9-10. Tal 2625
9-10. Larsen 2625
11-12. Stein 2620
11-12. Smyslov 2620
13. Hort 2600
Af þessum 13 mönnum eru 9 frá
Sovétrikjunum.
Smyslov og Botvinnik virðast
lifa enn á fornri frægð, en þeir
verða liklega ekki mjög lengi
ennþá á lista yfir beztu skák-
mennina.
Meðal þeirra sem hafa verið á
slikum lista en ná þvi ekki að
þessu sinni má nefna Geller 2590,
'l'aimanov 2590 og Gligoric 2575.
Þeir tslendingar, sem ofarlega
eru, eru eins og vænta má Friðrik
Ólafsson 2570 og Guðmundur
Sigurjónsson, 2480. Friðrik hefur
lengi haft þessa sömu stigatölu,
en Guðmundur hefur komizt i
2500 stig en virðist vera i ein-
hverjum öldudal nú.
Það hlýtur að vekja athygli
hversu geysimikla yfirburði
Fischer hefur yfir aðra á
listanum, og eins hve hátt Karpov
er kominn. Fjölmargir telja
liklegt að hann verði næsti heims-
meistari, en ennþá virðist hann
eins og aðiri eiga langt i land með
að geta veitt Fischer einhverja
keppni.
Arangur Tals er einnig mjög
athyglisverður, og verður hann
eflaust enn hærri þegar næsti listi
birtist um mitt þetta ár.
Geti maður skoðað marga
svona skákstigalista má sjá
breytingar á gengi einstakra
skákmanna.
Júgóslavinn Rabar hefur gert
lista sem á að sýna gengi skák-
manna á árabilinu 1969-1972.
Hann hefur fundið út meðalstiga-
tölu timabilsins og reiknað út
hvort menn hafa bætt stigum
við sig á timabilinu eða ekki.
Skv. lista hans hafa tiu beztu
skákmenn timabilsins verið:
stig:
1. Fischer 1133
2. Spassky 982
3. Kortsnoj 950
4-5. Polugajevsky 936
4-5. Larsen 936
6. Petrosjan 927
7. Portisch 925
8. Hort 912
9. Tal 888
10. Karpov 866
A þessum lista eru að mestu
sömu menn og á lista FIDE.
Munurinn er sá að Hort er hér
meðal 10 beztu i stað Botvinniks á
hinum listanum. Svo virðist sem
Botvinnik hafi alveg gleymzt á
lista Rabars.
A þessum lista má sjá hverjir
hafa sótt sig mest á timabilinu.
Ég geri ráð fyrir, að flestir
gizki á þann sama, þ.e. Rússann
unga Karpov, enda verður sú
raunin á.
Framfarir og afturfarir eru
gefnar til kynna með e.k.
prósentureikningi, og þar er
Karpov hæstur, hefur bætt við sig
5%.
Fischer hefur bætt sig um 2,5%,
Polugajevsky um 1,8 Hort 0,8 og
Tal 1,0.
Eins og við mátti búast eru það
ungu skákmennirnir sem mestu
bæta við sig.
A þessum lista má sjá að
Hiibner nr. 11 hefur bætt sig um
3%, Smejkal nr. 18 um 2,5%,
Ljubojevic nr. 22 um 4,0%
Mecking nr. 23 um 2,0%,Ribli nr.
43 um 3,3%, Vaganjan nr. 66 um
3,0%, og Timman nr. 74 hefur á
timabilinu bætt sig um 4,0%.
A þessum lista eru 104 menn.
Friðrik Ólafsson er nr. 35, og
Guðmundur Sigurjónsson er nr.
90.
Afturfarir einstakra manna eru
Tal
gefnar til kynna á sama hátt,
nema prósentan er neikvæð.
Á þvi sviði eru það frekar þeir
eldrisem ráða rfkjum. Nefna má
Najdorf nr. 45 sem sýnir afturför
sem nemur 2,5, Holmov nr. 58
einnig 2,5%,Seutin nr. 42 3,0%
Matulovic nr. 27 l,8%,Reshevsky
nr. 28, 1,0%, Geller nr. 16, 2,0%,
Smyslov nr. 13 1,3% og meðal
efstu manna sýna Spassky 0,5%
Kortsnoj 1,8% og Larsen 1,2%
einnig merki um afturför á tima-
bilinu.
Petrosjan og Protisch standa i
stað. Friðrik Ólafsson sýnir
afturför um 0,3%, en Guðmundur
Sigurjónsson framför um 0,5%.
Eftir þessum lista má sem sagt
fylgjast með skákferli beztu
skákmanna heimsins i s.l. 3 ár.
Nú hefur verið reiknað út hver
náði beztum árangri á árinu 1972
sem er hið siðasta þeirra þriggja
sem til athugunar hafa verið.
Þar kemur röð skákmanna
eflaust nokkuð á óvart.
Þegar Spassky og Fischer eru
undanskildir, hefur Tal náð
beztum árangri i skák á siðasta
ári. Og ekki er nóg með það,
heldur er hann búinn að tefla i
Fischer
tveimur mjög öflugum skák-
mótum á árinu, og sigra i þeim
báðum.
Ef Tal heldur þessu áfram, þarf
ekki að efast um að hann muni
tefla einvigi um heims-
meistaratitilinn bráðlega, og var
ég reyndar búinn að spá þvi áður i
skákþætti hér i blaðinu.
A eftir Tal koma i réttri röð: 2.
Polugajevsky, 3. Karpov, 4. Port-
isch, 5. Petrosjan, 6. Kortsnoj, 7.
Hiibner, 8. Hort, 9. Larsen, 10.
Ljubojevic.
Þetta eru þvi þeir 10 sem
beztum árangri náðu á siðasta
ári, og auk þeirra koma svo
Fischer og Spassky, en báðir voru
þeir heimsmeistarar á siðasta
ári, Spassky fyrri hluta ársins og
Fischer þann siðari.
Frá skákkeppni stofnana.
Keppninni lauk i A-flokki á
fimmtudaginn var með sigri
Otvegsbankans sem hlaut 21
vinning. I öðru sæti Stjórnarráðið
með 18 v.og i fjórða sæti Orator
með 17 v.
Nánar verður fjallað um
keppnina i næsta þætti.
Jón G. Briem
Líklega bjargar grænlenzki
þorskurinn vetrarvertíðinni
Norðmenn framleiða nú manneldismjöl úr ioðnu.
Um 20. febr. s.l. fékk ég þær
fréttir frá Vestur-Grænlandi, að
hitastig sjávar þar á miðum við
ströndina væri i kringum O
gráður á Celcius. Þá var sagt að
þorskgengd væri þar litil, og var
kuldanum i sjónum kennt um.
Þær fisktegundir, sem aðallega
fengust þar á miðum á þessum
tima, væru steinbitur, karfi, grá-
lúða og langhali. Ef hitastigið
verður svona lágt áfram á miðum
Vestur-Grænlands, eins og leit út
að verða mundi seint i febrúar-
mánuði, þá eru litlar likur á að
grænlenzki þorskurinn geti
hrygnt á Grænlandsmiðum i ár.
Það er þvi trúlegt, að hann muni
leita á miðin hér við suður- og
suðvesturlandið til að hrygna i
hlýrri sjó. A undanförnum árum,
þegar likt hefur staðið á með hita-
stig i sjónum á miðunum við
Grænland, hefur það ekki
brugðizt, að þorskaflinn hér á
vertið hefur verið mikið
blandaður grænlenzkum þorski.
Sérstaklega hefur þetta verið
áberandi úr þvi kominn hefur
verið aprilmánuður. Það kæmi
mér þvi ekki á óvart, að græn-
lenzki þorskstofninn bjargaði
vertiðinni hjá okkur i ár.
Norskir hag-
fræðingar eru
á annarri
skoðun en þeir
íslenzku
Hér á landi er fyrsta ráðið, sem
efnahagssérfræðingar benda á til
úrlausnar, gengislækkun, þegar
kreppir að sjávarútveginum
vegna of mikils tilkostnaðar.
Þannig hafa allar islenzkar
gengislækkanir verið rökstuddar,
hverjir svo sem farið hafa með
stjórn. Þessum málum er hins
vegar á annan veg farið i Noregi.
Þar hefur sjávarútvegurinn
barizt gegn lækkun norsku krón-
unnar, og hagfræðingarnir þar,
sem um málið hafa fjallað, hafa
talið gengislækkun norsku
krónunnar skaðlega fyrir fram-
leiðsluatvinnuvegina. í tilefni af
lækkun dollarans, svo og fleiri
gjaldmiðla, Iét Johan J. Toft, for-
maður i Norges Fiskarlag sem
er landsfélagsskapur norskrar
fiskútgerðar og fiskimanna, þau
orð falla nýiega, að Norges
Fiskarlag væri ánægt með þá
stefnu rikisstjórnarinnar og efna-
hagssérfræðinga hennar að fella
ekki gengi norsku krónunnar. Svo
bætir íormaðurinn við, að gengis-
lækkun norsku krónunnar gæti
ekki leyst þann vanda, sem
lækkun dollarans og fleiri gjald-
miðla hafi I för með sér fyrir
norskan sjávarútveg; þar yrði að
gripa til haldbetri úrræða. Johan
J. Toft segir, að þegar horft sé
fram á veginn og reiknaðar út
þær verðhækkanir sem
óhjákvæmilega kæmu i kjölfar
lækkunar á norsku krónunni, þá
mundi það koma hart niður á
sjávarútveginum, sem mikið
fjármagnsþurfandi atvinnuvegi.
Og þegar haft sé i huga framtiðar
sjónarmið, þá mundi gengis-
lækkun færa sjávarútveginum
tap en ekki hagnað.
Talið er að gengislækkun
dollarans muni koma harðast
niður á norskum niðursuðu-
iðnaði; frysti fiskurinn og salt-
fiskiðnaðurinn eru báðir taldir
standa betur að vigi.
Blaðið Nordlys i Tromsö átti
nýlega viðtal um þessi mál við
Knut Hoem, fyrverandi sjávarút-
vegsráðherra Noregs, sem nú er
forstjóri hjá Norges Ráfisklag.
Hann segir, að til þess geti komið
að gera þurfi sérstakar efnahags-
ráðstafanir til að koma i veg fyrir
erfiðleika af völdum lækkunar
dollarans. Þá biratir blaðið
Fiskaren viðtal við Asbjörn Sol-
bakk forstjóra hjá A.S. Unidas,
sem áður hafði birzt i
„Romsdalsposten”. Unidas-
hlutafélagið er nú stærsti saltfisk-
útfiytjandi Noregs. Forstjórinn
segir, að þetta sé allt mjög flókið
eins og er, en málið muni skýrast
á næstu vikum. — Asbjörn Sol-
bakk segir, að þeir hjá „Unidas”
selji á Evrópumarkað fyrir
norskar krónur, og þar af leiðandi
hafi lækkun dollarans ekki
lækkað markaðsverð.
Hins vegar sé salan á
Brasiliu i dollurum, og þar þurfi
að nást 10% hækkun. á verði.
Hvort það takist, sé ekki gott að
segja um nú, eða hvort slik
hækkun gæti þýtt samdrátt i
neyzlu. Annars er þessi forstjóri
alls ekki svartsýnn á horfurnar,
og hann heldur að þetta jafnist að
nokkrum tima liðnum. Það er
mjög athyglisvert, að þó ýmsir
fiskframleiðendur i Noregi kvarti
yfir þeim erfiðleikum sem
norskir útflytjendur verða nú að
glima við, vegna gengislækkunar
dollarans, þá hef ég hvergi getað
rekizt á rödd sem bendir á
gengislækkun norsku krónunnar
til lausnar á þeim vanda. Þar
virðast norskir og íslenzkir efna-
hagssérfræðingar vera á önd-
verðum meiði, þegar finna skal
úrræði til að tryggja rekstur út-
flutningsatvinnuvega, eins og t.d.
sjávarútvegs.
fiskimál
^eftir Jóhann J, E. Kúld^
Manneldismj öl
úr loðnu
Norðmenn hafa nú breytt
nokkrum fiskimjölsverksmiðjum
þannig að þær geta framleitt
manneldisfiskimjöl. Sildarverk-
smiðjan i Halsa á Hálogalandi
framleiddi i fyrra 305 tonn af sliku
mjöli sem selt var til Bangla Desh
á Indlandsskaga. Mjölið llkaði
þar mjög vel, og virðist nú
markaður vera að opnast fyrir
slika vöru. Kringum 20. febrúar
s.l. var þessi verksmiðja búin að
framleiða 500 tonn af loðnumjöli
til manneldis, en ætlaði að fram-
leiða 1000 tonn af sliku mjöli og
taldi sig hafa markað fyrir það
magn. Þá byrjaði sildar-
verksmiðjan I Jövik i Ullsfirði nú
i vetur framleiðslu á manneldis-
fiskimjöli úr loðnu, svo og sildar-
mjölsverksmiðjan i Bodöy.
Markaðsverð á manneldisfiski-
mjöli er kringum 40 aurar
norskir; hærra fyrir kiló af
mjölinu heldur en venjulegu
fiskimjöli, sem ætlað er til
skepnufóðurs.
Norðmenn hafa gefið þessari
nýju fiskframleiðsluvöru sinni
nafn og kalla hana:
„fiskepulvakonsentrat”,
skammstafað F.P.S. Það eru lik-
lega bráðum tvö ár, siðan norska
fiskimálastjórnin gaf út reglu-
gerðum framleiðslu á manneldis-
fiskimjöli. Slikt mjöl er ekki leyfi-
legt að framleiða i venjulegum
Framhald af bls. 15.