Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 16

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Side 16
UOBVIUINN Þriðjudagur 27. marz. 1973 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgar- þjónusta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 23.-29. marz er i Reykjavikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Eldfjalla- stofnun í Reykjavík á næsta an OSLÓ 26/3. — A fundi mennta- málaráðherra Norðurlanda i Osló náðist samkomulag um að verja sem svarar 105 miljónum islenzkra króna til norræns menningarsamstarfs á næsta ári. Þetta þýðir m.a. að árið 1974 verður stofnsett norræn eldfjailarannsóknar- stofnun i Reykjavik og stofnun til rannsóknar á menningu Lappa. Norðurlandaráð samþykkti 1972 að stofna skyldi eldfjalla- fræðastofnun við Háskóla Is- lands. Lappar munu fá meiri- hluta i stjórn stofnunar þeirrar sem fjalla á um tungu þeirra og menningu. Verður hún i Kautokeino i Noregi. Ný alþingiskantata frumflutt í gœr Er ekki rjómatertan landbúnaðarvara? i gær var frumflutt ný alþingiskantata í þing- húsinu við Austurvöll. Reykvískar húsmæður höfðu boðað til mótmæla- stöðu á Austurvelli vegna hækkunar landbúnaðar- vara en bóndakonur austan úr Árnessýslu stálu frá þeim senunni og fjöl- menntu á þingpalla til að mótmæla mótmælum þeirra reykvísku. Allur þessi kvennafans utan þinghúss og innan setti þingmenn stjórnar- andstöðunnar út af laginu, en þeir risu upp hver af öðr- um til að biðla til annars Kjaradeilan í Danmörku: Sáttatillaga mun nú vera í smíðum Verður samið til þriggja ára? KAUPMANNAHÖFN 26/3. — Að- ilar að vinnudeilunni i Danmörku hafa setið á þindariausum fund- um um helgina og talið var liklegt aö samningum miðaöi það áfram, að hægt yrði að leggja fram sátta- tilboö á morgun eða miðvikudag. Thomas Nielsen, forseti Alþýðu- sambandsins, taldi samt i gær, að deilan mundi standa i þrjár vikur. Blaðamenn hafa ekkert fengið af viðræðum að frétta. Samt tók það að siast út, að viðmælendur væru farnir að ræða möguleika á samningi til þriggja ára I stað tveggja og að vinnuvika yrði stytt I 40 stundir (er nú 41 3/4). Þetta þýðir, að tekinn er upp nýr umræðugrundvöllur og fyrri til- laga rikissáttasemjara lögð til hliðar. Engu að siður eru likur til þess að verkfallið harðni enn meðan á viðræðum stendur og við bætist bilstjórar og flugvirkjar. ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ hvors hópsins og/eða beggja hópa. Reykviskar húsmæður höfðu lengi undirbúið mótmæli sin, vegna hækkunar á landbúnaðar- vörum, en svo gerist þaö fyrir- varalaust, að 25 konur austan úr Arnessýslu koma til höfuð- staðarins og báðu Jónas Árnason að lesa upp mótmæli sin yfir þing- heimi vegna aðfara Reykjavikur- kvenna. Þetta gerði Jónas aö sjálfsögðu, og þar með sprakk blaðran. Eftir að einn þingmanna kjör- dæmisins hafði talað á eftir Jónasi spratt Jóhann Hafstein upp úr sæti sinu og i pontuna. Jóhanni var sýnilega nokkuð niðri fyrir. En kveðja hans var sofelld: „Búkonur þessar hefðu mátt láta aðra þingmenn en kommúnistann Jónas Árnason vita af þvi að þær ætluðu að koma”. Um þetta leyti fóru þær reyk- vlsku að syngja utan dyra og heimta þingmennút á svalir. Allt i einu breyttist sá söngur i heljarmikið baul þegar forsætis- ráðherra lét sjá sig i glugga alþingishússins, og ekki minnkaði það þegar Jóhann Hafstein birtist i öðrum glugga og tók til við að veifa til reykviskra kjósenda sinn. Gullkorn Annars staðar i blaðinu eru um- ræður þessar raktar. Þó er ekki hægt að sleppa svo frásögn af þessari nýju alþingiskantötu, að ekki séu tilgreindlnokkurgullkorn af vörum þingskörunganna: „Þrátt fyrir vonda stjórn hafa kjörin batnað.” (Gylfi Þ.) „Það er illa gert að hækka verð á landbúnaðarvörum... það á að halda áfram að kaupa land- búnaðarvörur þvi þær eru ódýrari en aðrar vörur. ” .(Ingólfur á Hellu) (Þegar Ingólfur haföi þetta mælt spratt Jóhann Hafstein upp úr sæti sinu, gekk i átt til Ingólfs og hvislaði i eyra hans einhverjum fyrirmælum þar sem Ingólfur stóð i pontunni. Hætti Ingólfur þá tali sinu fljótt eftir þessar ávitur frá skottu-for- manninum.) „Bændur hafa ekki fengið nóga hækkun á vörum slnum”. (Ingólfur á Hellu) „Þessi stjórn gaf út loforðin 10. Þau hefur hún öll svikið nema tvö, sem hún vildi svikja, en gat ekki svikið.” (Gylfi Þ. ) Utan dyra Úti fyrir þinghúsinu stóðu rúm- Framhald á bls. 15. Þrjú dœgur á reki á fleka í ofviðri WASHINGTON 26/3. — 1 gær fannst á lestarhlera Stein Gabrielsen, ungur piltur frá Osló, og mun hann hafa kom- izt einn lifs af er norska skipið Norse Variant sökk i óveðri á Suður-Atlanzhafi á föstudags- kvöld. Hafði hann þá rekið um 100 sjómilur frá slysstað og hafði hann einskis neytt i um þrjá sólarhringa er hann fannst. Stein Gabrielsen er nú um borð i bandarisku beitiskipi og er liðan hans sögð góð. Flug- vél fann hann, og vörpuðu tveir froskmenn sér út i fall- hlif til hans. Norse Variant fékk á sig háar öldur, sem burtu upp lestarhlera. Fylltist skipið af sjó og sökk skömmu siðar, að- þvi er Gabrielsen segir. Óvist er, hvort timi vannst til að setja á flot björgunarbáta. A skipinu voru um 30 manns. Leitinni er haldið áfram. Danska stjórnin spar- ar 16 miljarða króna KAUPMANNAHÖFN 26/3. — Náðst hefur samkomulag um að Sósialiski alþýðuflokkurinn, SF, styðji sparnaðaráætlun minni- hlutastjórnar sósialdemókrata, sem miðar að þvi að draga úr opinberum útgjöldum um 1100 miljónir danskra króna á þessu ári, eða meira en 16 miljarði isl. króna. Atök stóðu milli flokkanna um sparnað á útgjöldum til félags- mála. Stjórnin ætlaði að spara 4Ö0 miljónir á þeim lið, en SF fékk þá upphæð minnkaða I 172 miljónir. Hætt var við að skerða fjölskyldu- bætur o.fl. Niðurskurður þessi er gerður til að koma i veg fyrir frekari hækk- un skatta i Danmörku. Reyndi að eyðileggja r yörpu Guðbjarts IS Fáskrúðsfjörður — Reyðarfjörður Alþýðubandalagið boðar til fundar n.k. laugardag á Reyðarfirði og n.k. sunnudag á Fáskrúðsfiröi. Arnmundur Bachmann fulltrúi, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi og Helgi Seljan alþingismaður mæta á fundunum. Fundirnir eru öllum opnir. Húsavik — Akureyri Alþýðubandalagið boðar til fundar n.k. föstudag á Húsavik og n.k. laugardag á Akureyri. Fundirnir verða nánar auglýstir siðar. Umræðufundur Lúðvik Jósepsson, ráðherra, verður málshefj- andi á umræðufundi Alþýðubandalagsins i Reykjavik á fimmtudagskvöldið. Fundurinn verður að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30. Um- ræðuefnið er Island og viðskipta- og efnahags- bandalögin og er allt áhugafólk velkomið á fund- inn. Borgarmálaráð Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins i Reykjavik boðar til fundar annað kvöld að Grettisgötu 9. Hefst fundurinn kl. 21. A fundinn eru boð- aöir allir þeir, er eiga sæti I nefndum borgarinnar á vegum Alþýðu- bandalagsins. Viðtalstimar Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður verður til viðtals annað kvöld að Grettisgötu 3 frá kl. 5 til kl. 6. Slminn er 19835. Mikil tiðindi gerðust á miðun- um um helgina og i gærmorgun. Kom til átaka eftir að brezkir tog- arar höfðu reynt ásiglingu, var klippt á togvira og skotið föstum skotum og púðurskotum að brezku landhelgisþjófunum. Bretarnir gerðu sig seka um at- hæfi um helgina sem ekki á sinn lika i deilunni áöur; brezkur tog- ari skautneyðareldflaug með linu yfir varðskip og i gærmorgun reyndi brezkur togari að eyði- leggja veiðarfæri islenzka togar- ans Guðbjarts tS. Hér fer á eftir skýrsla land- helgisgæziunnar um atburði þá er áttu sér stað um helgina. Klukkan 16 á sunnudag stugg- aði varðskipið Ægir viö brezku togurunum Wyre Defence FD 37 og Brucella H291 sem voru að veiöum við 12 mílna mörkin suður af Surtsey. Brucella hifði fljót- lega og gerði itrekaðar ásigl- ingartilraunir en hinn togarinn hélt áfram veiðum. Brucella var með hótanir um ásiglingu og framkvæmdi tilraun til ásiglingar og skaut varöskipið þá einu púðurskoti fyrir framan togarann og þremur púðurskotum að hon- um. A meðan hifði Wyre Defence og tók þátt i ásiglingartilraunum Brucella um stund en hættu þó báðir fljótlega. Niu islenzk tog- skip voru á þessu sviði. Nokkru fyrir klukkan 18 sama dag hindraði varðskipið brezka togarann Brucella i að hefja veið- ar að nýju. Togarinn skaut þá neyðarrakettu að varðskipinu en rakettan fór yfir skipið og lenti lina hennar á varðskipinu. Varð- skipið sem hér átti hlut að máli var Ægir. Um klukkan 23.50 um kvöldið skar varðskipið Ægir báða tog- vira brezka togarans Wyre Defence FD 37 eftir mjög grófa ásiglingartilraun af hálfu togar- ans. Atburður þessi átti sér stað um 15 sjómilur suðvestur af Surtsey. Um klukkan 10 á mánudags- morgun skar varðskipið Ægir á báða togvira brezka togarans St. Leger H 178 sem var að veiðum 17,5 sjómilur suðvestur af Surts- ey. Með þessu hefur veriö skorið á vira fjögurra vesturþýzkra og 38 brezkra togara eða alls 42 síðan 1. september s.l.,þar með talið er að Oðinn skar á fótreipi vörpu Robert Hewett LO 65 og er Týr skar á annan togvir brezka togar- ans Peter Scott H 103 þann 19. þessa mánaðar og missti við það virahnif sinn. Eftir að varðskipið skar á tog- vira St. Leger i morgun barst beiðni um aðstoð frá Guðbjarti IS 16 vegna þess að St. Leger væri að koma með akkerið úti og gerði sig liklegan til að slita af þeim trollið. Kom hann inn á bak- borðssiðu Guðbjarts i beygju en Guðbjartur gat forðað árekstri með þvi að setja á fullu ferð. Klukkan 10.40 kallaði varðskipið i St. Leger og tjáði honum að ef hann léti ekki skipið i friði yrði skotið á hann föstum skotum. Klukkan 10.46 var komið að skip- unum og höfðu þá Brucella og Jacinta FD 159 bætzt i hópinn. Var skotið sex púðurskotum að togurunum og þeim sagt að hafa sig frá Guðbjarti — öðrum kosti yrði skotið skörpum skotum. Þessu lauk með þvi að Guðbjart- ur náði inn veiðarfærunum heil- um og St. Leger náði akkerinu inn eftir talsverða erfiðleika. Varð- skipið sem hér um ræðir er Ægir. Hfttumst i kaupfélagínu -

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.