Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 27. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Eftir Whit Masterson það mistókst, hafði hann lent i hring umhverfis Andy og Ilenzt þar. Skyldur hans voru hálf- óljösar. Hann var samband af trúnaðarmanni, sáttasemjara og Frjádegi Róbinsons Crusoe. — Þarna kemur lögreglan, sagöi Thornburg. Hub hafði ekki tekizt sérlega vel að dreifa fiöldanum. Fólkið kom til baka jafnnraðan og hann stuggaöi þvi burt Nú komu fáeinir einkennisklæddir lög- regluþjónar til hjálpar,og það fór að koma skilsmynd á allt saman. — En hvar i fjandanum eru ljós- myndararnir? — Ég verð að muna eftir að striða Hubmeðþessu, sagði Bake ihugandi. — Það er búningurinn en ekki maðurinn sem máli skiptir. — Ég myndi ekki gera það i þinum sporum, sagði Andy. — Hub er dálitið viðkvæmur hvað þetta snertir, og ég greiði ekki spitalavist fyrir þig. — Ég geri það samt, sagði Bake striðnislega, en Andy vissi aö Bake færi að ráðum hans. Þaö var ekki vegna þess að Bake væri hræddur við Hub, alls ekki. En Hub — Hubbard Wiley — var ekki einn af þeim sem auðvelt var aö gantast við. Hann hafði verið lögregluþjónn, einkaspæjari og atvinnuglimumaður, og eini veiki blettur hans var drafandi röddin. Hub var snöggur og hann var Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Kozlovska og Cardoso i Ohrid árið 1971. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 9. 1. Dg5 Kh7 2. Hd3 Dc8 3. Hh3 Be3 4. Hh5 Kg8 5. Dxg6 fxD 6. Hg7 mát. Lausn á síðustu krossgátu 1 = F,2 = R,3 = E,4 = L,5 = S, 6 = 1, 7 = T, 8=1, 9 = K, 10 = A, 11 = Þ, 12=0, 13 = N, 14 = Ð, 15 = A, 16 = P, 17 = 0, 18 = 0, 19 = M, 20 = U, 21 = Æ, 22 = B, 23 = G, 24 = H, 25=0, 26 = J, 27 = V, 28= D, 29 = Y.I skynugur, og þótt hann hefði ekki vott af skopskyni, þá var ekkert við þvi að gera. Enginn réð sér lifvörð til að hlusta á hann segja brandara. Hub opnaði afturdyrnar á Kádilljáknum. — Allt i landi, herra Paxton. Andy hafði oft hvatt hann til að kalla hann skirnarnafni, en Hub var form- fastur. Bake steig út fyrst og Andy á eftir. Lögregluþjónarnir voru eins konar högghlifar og hindruðu æsta unglingana i að kremja Andy upp viö bilinn. Veifað var rithandabókum, rétt eins og fánum. — Svona, svona, vikiö frá, sagöi Hub. — Herra Paxton þarf að komast leiðar sinnar. En þeir héldu áfram að hrópa og veifa bókunum. Andy hnippti i Hub: — Verum svolitið liðlegir. Þau hafa beðið hér i þokunni. Hann drap tittlinga til Lannys Munce. — Það er þetta fólk sem kaupir plöturnar. Hub benti á stúlku i fremstu röð. — Allt i lagi. Þú ert sú fyrsta. Einn i einu og engan troðning. Andi fór að skrifa nafnið sitt, en tók varla eftir andlitum þeirra sem otuðu bókunum að honum. Hann heyrði ekki mikið af orðum þeirra heldurjallir reyndu að tala i einu. Hann brosti og kinkaði kolli og sagði vinsamleg einsat- kvæðisorð. Einhver hrópaði: — Hvar er Lissa? Andy leit upp og brosti. — Hún er auðvitað barn- fóstra. Bake hvislaði að honum: — Það er orðið framorðið. — Allt i lagi. Ég er næstum búinn. Hann rétti siðustu bókina til eigandans og veifaði fjöldanum. Fylgdarlið hans dró hann næstum að innganginum. Táningarnir eltu hann og hrópuðu til hans hvatningarorð. Thornburg sagði hlæjandi: — Heill þér, Cæsar! Hann fyrirleit allt þetta grófa smjaður, vissi vel mikinn þátt menn eins og hann áttu i að skapa það. Vinstri fótur hans var bæklaður eftir lömunar- veiki i æsku,og bæklun hans fjar- lægði hann fjöldanum engu siður en atvinnan. Thornburg var hvorki hetja né hetjudýrkandi.og hann hafði fundið sér ágætan sess i tilverunni sem hetjuskapari. — Þú hefur misskilið þetta allt, Ed, sagði Bake. — Nú á dögum eru þeir að leita að spegilmynd Og hver er fallegastur af þeim öllum? Andy vandist aldrei þessu tali, þegar þeir ræddu um hann sem afurð en ekki sem persónu. Ykkur hefur aldrei dottið i hug, að þeim þætti kannski einfaldlega gaman að hlusta á mig syngja. — Ef honum dytti einhvern tima eitthvað i hug, myndi hann ekki vera blaðafulltrúi, sagði Bake. Þeir gengu inn um sviðsdyrnar og stálhurðirnar féllu að stöfum bakvið þá. Til gamans þrýsti Bake sér upp að þeim með skelfingu i svipnum. — Guði sé lof, loksins erum við öruggir. Enginn tók eftir honum. Þeir höfðu komið úr einum mannsöfnuði i annan. Bak við sviðið var troðfullt af fólki, raf- virkjum og sviðsmönnum, sem hagræddu útbúnaðinum, tónlist- armönnunum, sem stilltu hljóð- færi sin, og sæg af fólki, körlum og konum, sem virtust ekki vera að gera neitt sérstakt, heldur ráf- uðu um ringluð á svip. Og handan við rauða flauelstjaldið beið enn einn hópur, áhorfendur fyrstu sýningar, eftir þvi að röðin kæmi að þeim. Þessi litli heimur snerist um einn öxul þetta kvöld, og sá öxull var Andy Paxton. Andy reyndi að sýna öllum alúð, meðan fylgdarmenn hans leiddu hann i áttina að stiganum sem lá til búningsherbergjanna i kjallaranum. Já, hann yrði að hafa handhljóðnema þegar hann söng fyrir áhorfendur....Nei, hann vildi fyrst hafa einn ljós- kastara, en þegar hann væri búinn ...Já, hann ætlaði að láta mynda sig, ef einhver vildi minna hann á það seinna Andlit birtust fyrir framan hann eins og korktappar i vatni og hurfu næstum samstundis aftur. Lou DuVol, kenndur eins og ævin- lega, en albezti undirleikari sem hægt var að fá. Raymond Fox, litli harðstjórinn sem stjórnaði hljómsveitinni. Nat Tully og Sidney Domen er fengnir höfðu verið frá New York til að sjá hon- um fyrir réttu efni. Þeir voru dapurlegir á svip, alveg eins og allir fyrsta flokks textahöfundar. Enginn hafði i rauninni neitt við hann að segja, en samt reyndu allir að segja eitthvað. Þetta var allt saman þáttur i taugaóstyrk frumsýningarkvöldsins. Þeir vissu að sýningunni yrði ekki breytt eða hún endurbætt á siðustu minútu. En samt sem áður... Varaðu þig á byrjuninni á „Granada”, Andy. Ég skal gera það, Lou. Hafðu ekki áhyggjur af hraðanum, Andy, við fylgjum þér eftir. Ég veit það, Ray. Legðu áherzlu á setninguna um spila- vélarnar, Andy, áheyrendur mega ekki missa af henni. Já, ég skal gera það. Gangi þér vel, gangi þér vel... Lanny Munce skildi við hann efst i stiganum. — Ég ætla fram fyrir, Andy. Þar er heilt borð af plötusnúðum og ég verö að gæta þess að þeir drekki ekki út allan hagnað plötuútgáfunnar. Hann þreif i ermina á Andy. — Þú ættir að segja eitthvað við þá, ef þú færð tækifæri til.Þú skilur, svo að ÞRIÐJUDAGUR 27. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugs- dóttir heldur áfram að lesa söguna um „Litla bróöur og Stúf” eftir Anne Cath. - Vestly (11) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjó- innkl. 10.25: Halldór Gisla- son verkfræðingur talar um frystihús og búnao þeirra. Morgunpopp kl. 10.45: Hljómsveitin Pink Floyd syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00. H1 jóm plöturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Fræðsluþáttur um almannatryggingar (endur- tekinn). örn Eiðsson stýrir þætti um greiöslufyrir- komulag tryggingabóta. 14.30 Skólahættan og tvenndarskóli. Kristján Friðriksson forstjóri flytur erindi i tilefni af grunn- skólafrumvarpinu. 15.00 Miödegistónleikar: Minnzt 125. ártiðar Mendelssohns á tónleikum Berlinarútvarpsins. Vera Lejskova, Vlastimil Lejsek og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins i Berlin leika Kon- sert i E-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit; Helmut Koch stj. Félagar i óperuhljóm- sveit Berlinar leika Oktett fyrir f jórar fiðlur, tvær lág- fiðlur og tvær knéfiðlur. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið, 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og erper- anto. 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson is- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (2). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 UmhverfismálSnæbjörn Jónasson yfirverkfræðingur talar. 19.50 Barnið og samfélagið. Maria Kjeld sérkennari talar um uppeldisskilyrði þroskaheftra barna á for- skólaaldri. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 20.50 tþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Pianósónata nr. 4 op. 54 eftir Pál Kadosa. Höfund- urinn leikur. 21.25 t ljóðahugleiðingum. Konráð Þorsteinsson les nokkur ljóð i þýðingu Magnúsar Asgeirssonar og spjallar um þau. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passlusálma (31). 22.25 Rannsóknir og fræðiJón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við dr. Þorvarð Helga- son. 22.50 Harmónikulög. Viola Turpeinen og hljómsveit hennar leika. 23.00 A hljóöbérgi. Danska skáldið Martin A. Hansen les smásögu sina „Soldaten og pigen”. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 27. marz 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 46. þáttur. Skyn- semin ræður.Þýöandi Heba Júliusdóttir. Efni 45. þáttar: Davið er á batavegi eftir slysið. Hann hefur slasazt á höfði og læknarnir telja að honum verði ekki leyft að fljúga framar. Sheila heim- sækir hann á sjúkrahúsið. Hann reynir að vekja meðaumkun hennar, og eftir mikið táraflóð ákveða þau að gera enn eina tilraun til að lappa upp á hjóna- bandið. 21.20 Vinnan. Fræðsla fullorð- inna. Fræösla utan hins hefðbundna skólakerfis er athyglisverður og þýðingar- mikill þáttur I menntun fólks, til að fylgjast með I sinu starfi. Þessi þáttur er filmaður á ýmsum stöðum, þar sem slik kennsla fer fram. Rætt er við nemendur og formann nefndar sem vinnur að lagasetningu á þessu sviði. Umsjónar- maður Baldur öskarsson. 22.00 Listhlaup á skautum. Orslit parakeppninnar á heimsmeistaramóti i list- hlaupi á skautum, sem fram fór i Bratislava i Tékkóslóvakiu um siðustu mánaðamót. Þulur Ömar Ragnarsson. (Evróvision — Tékkneska sjónvarpiö) 22.40 Dagskrárlok. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.