Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. marz. 1973 Hjónin Gréta Þórarinsdóttir og Engilbert Kolbeinsson Fórust með Sjöstjörnunni Þann 1. marz fór fram minn- ingarathöfn um hjónin Grétu Þórarinsdóttur og Engilbert Kol- beinsson. Okkur langar að minn- ast þeira með örfáum orðum. A stundum sem þessum er svo erfitt að horfast í augu við veruleikann, en þó yndislegt að eiga jafn bjart- ar og góðar minningar og um þau tvö. Það má segja að þau hafi verið samvalin hjón, svo vönduð, heiðvirð, glöð og góð. Þó voru okkar kynni af Engilbert nánari, þar serr. hann var okkar bernsku- vinur og félagi. Og ljúfar eru þær minningar er við lékum okkur saman kátir krakkar á Strönd- inni. Við munum hann sem kraft- mikinn ljóshærðan og bláeygan strák, sem alltaf var til i tuskið við okkur, þótt við værum stelpur. Við renndum okkur á skautum á tjörnunum að Auðnum og Höfða og ærsluðumst upp um tún og móa, byggðum kofa og höfðum bú sem ennþá stendur, en núna eru ábúendurnir börnin okkar allra. Við uxum úr grasi, giftumst og stofnuðum alvörubú og leiðir skildu um sinn, en aldrei slitnaði strengur bernskuvináttunnar. Al- vara lifsins kom og leikir hurfu fyrir lifsbaráttunni. Svo fyrir fimm árum dvöldum við systurn- ar með börnin okkar sumarlangt að Höfða. Þá kom hann oft við hjá okkur til að grinast við gamla leikfélaga og minnast bernsku- brekanna yfir kaffibolla. Þá var oft hlegið hressilega i gömlu bað- stofunni,og þegar hann fór skildi hann vanalega eftir vænan poka og sagði glettnislega: „Þarna hafið þið i soðið, stelpur”. Sama viðkvæðið hjá Kolbeini föður hans þegar hann kom úr róðri, enda sögðum við oft að við hefðum verið i fæði hjá þeim feðgum á Auðnum þettá sumar. Og eitt er vist að hlýtt er það vinarþel, sem að okkur hefur snúið frá þvi heimili. Maðurinn getur ekki snúið baki við örlögum sinum, hversu hörð sem þau virðast. Foreldrar þeirra Gétu og Engilberts, sem nú sjá bak bak kærum syni og dóttur og börn föður og móður, þau munu minnast þess að Guð sem gefur veitir likn og þraut og vakir yfir. Berti og Gréta eru komin yfir móðuna miklu, þau munu lifa i hugum okkar sem tær minning og veita birtu þeim, sem áttu þá gleði að kynnast þeim. Guð styrki og styðji fjölskyldur þeirra og láti þau minnast þess að öll hittumst við um siðir. Með hjartans þakklæti l'yrir samfylgdina. 1. marz fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju minningarathöfn um skipverjana á mótorbátnum Sjöstjörnunni frá Keflavik, er fórst i hafinu á milli Islands og Færeyja hinn ellefta febrúar sið- astliðinn. Með skipinu fórust tiu manns, og þar á meðal hjónin Gréta Þórarinsdóttir og Engil- bert Kolbeinsson skipstjóri. Gréta og Berti, en svo var hann kallaður af þeim er hann þekktu, voru sambýlisfólk mitt allt sið- astliðið ár. Gréta var fædd hinn 29. september árið 1945 i Hafnar- firði. Foreldrar hennar voru þau Anna Kristmundsdóttir frá Brunnastöðum og Þórarinn Guð- mundsson frá Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd. Gréta ólst upp hjá móður sinni og fósturföður Hannesi Kristjánssyni frá Suður- koti, sem reyndist henni sem bezti faðir og leit á hana eins og sinar eigin dætur. Berti var fædd- ur hinn sjöunda september árið 1938 i Reykjakoti i ölfusi, en flutt- ist á fyrsta ári með foreldrum sinum að Auðnum á Vatnsleysu- strönd. Foreldrar hans eru þau hjónin Kapitola Sigurjónsdóttir og Kolbeinn Guðmundsson, en þau eru bæði Vestfirðingar að ætt. Berti ólst upp i foreldrahúsum. Hann var aðeins þrettán ára gamall, þegar hann byrjaði að stunda róðra með föður sinum.og siðan hefur hann haft sjómennsku að atvinnu, að undanskildum þeim tveim vetrum, er hann var i Stýrimannaskólanum i Reykja- vik, en þaðan lauk hann hinu meira fiskimannaprófi vorið 1965. Strax, þegar hann kom úr skólan- um, tók hann við skipstjórn á vél- bátnum Strák frá Siglufirði, og hefur hann verið skipstjóri siðan, með ýmsa báta þar til um haustið 1969 að hann ræður sig til Sjö- stjörnunnar hf. i Keflavik og þar hefur hann verið skipstjóri siðan. Berti var mjög gætinn og ihug- ull skipstjóri. Haustið 1965 er hann var skipstjóri á vélbátnum Strák frá Siglufirði, (er var á leigu hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar) og var á leið til Hafnar- fjarðar frá Vestmannaeyjum, kom skyndilega mikill leki að bátnum og talið er af kunnugum mönnum að skipshöfnin af Strák hafi aðallega bjargazt vegna snilli og kunnáttu skipstjórn- armanna, en stýrimaður hjá Berta var þá Gisli Ölafsson frá Hafnarfirði. Þann 14. aprfl árið 1963 kvænt- ist Berti fyrri konu sinni Kristinu Valdimarsdóttur úr Reykjavik. Sama ár flytjast þau til Hafnar- fjarðar. Þau slitu samvistir árið 1970. Með henni átti Berti þrjú börn. Elzt þeirra er Sigurrós fædd 8. 1.1963, Guðmundur fæddur 8. 4. 1964 og Kolbeinn, fæddur 26. 9. 1965, og eru þau hjá móður sinni norður I Húnavatnssýslu. Þann 25. marz 1972 giftu þau sig Gréta og Berti. Þau áttu saman eina dóttur, er heitir Anna Kapitola, fædd 15. 2. 1972. Þau stofnsettu sitt heimili að Holtsgötu 35 i Ytri Njarðvik, og þar varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að verða sam- býlismaður þeirra og kunningi. Gréta bjó þeim mikið og gott heimili. Þau voru mjög samrýnd og einhuga hjón og sérstaklega ef þau gátu gert náunganum greiða. Bæði voru þau hjónin mjög barn- góð og hændust börnin min alveg sérstaklega að þeim. A slikri örlagastundu verður manni orðfátt, þrátt fyrir það að margar góðar og bjartar minn- ingar komi fram i hugann. Snyrti-1 mennskan og formfestan á öIIuitö sviðum svo, að þar varð hver hlutur að vera á réttum stað, og þegar eitthvað fór aflaga var þvi strax komið i réttar skorður, ekk- ert var trassað. Eftir þau kynni sem ég hafði af þeim hjónum á.þeim stutta tima sem okkur auðnaðist að eiga samleið, veit ég að til var fólk sem hugsaði fyrst um hag og vel ferð annarra á undan sinum eigin. Við hjónin og börnin flytjum þeim okkar beztu þakkir fyrir mjög svo góða viðkynningu á þessu stutta timabili og þá þolin- mæði og umhyggju sem þau sýndu börnunum. Ennfremur vottum við okkar dýpstu samúð foreldrum þeirra, fósturföður, systkinum, börnum og öðrum aðstandendum. Morguninn, sem Berti fór héðan úr húsinu i síðasta sinn, 5. janúar s.l. með mjög litlum fyrirvara, hafði hann skilið eftir sig af- mæliskveðju til min, en ég átti einmitt afmæli þann dag. Hann átti það oft til að kasta fram stöku við ýmis tækifæri, og voru þessar linur I bundnu máli. Siðustu hend- ingarnar hans vil ég gera að min- um kveðjuorðum, kæru vinir. ,,Guð veri með þér góði maður, ég get ekki alls staðar verið”. Systurnar fra llofða Frá Vélskóla íslands Ef nægileg þátttaka fæst, verður haldið námskeið fyrir vélstjóra við Vélskóla ís- lands i Reykjavik frá 28. mai til 10. júni 1973. Verkefni: 1. Stýristækni. 2. Rafeindatækni. 3. Ilafmagnsfræði. Námskeiðið er ætlað fyrir vélstjóra, er lokið hafa prófi úr rafmagnsdeild skólans eða 4. stigi. Þátttaka tilkynnist bréflega fyrir 15. mai til: VÉLSKÓLA ÍSLANDS Sjóinannaskólanum. Pósthólf 5134, Reykjavik. TEIKNARI JEAN EFFEL — Og hérna hefurðu svo sjónvarpið — Og hvað kallar þú þau? — Olfaldi, kýr, grfs.. — Gott. Við setjum þetta i orðabók háskólans Július Högnason, Holtsgötu 35, Ytri Njarðvik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.