Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 27. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
r
Island - Noregur
Framhald af bls. 11.
dæmdu þennan leik ættu að fá á
sig kæru til alþjóðasambandsins
fyrir hlutdrægni, og hafa vart
hlutdrægari dómarar sézt hér á
landi en þessir tveir sænsku
„heiðursmenn”.
. Mörk Islands: Geir 6, Einar 3,
Gunnsteinn, Axel og Ólafur 1
mark hver. — S.dór.
Jafntefli
Framhald af bls. 10.
Brynjólfur Markússon hjá 1R
og Björn Jóhannsson hjá Ar-
manni, og voru þeir marka-
hæstir hvor hjá sinu liði. Ann-
ars léku bæði liðin all-vel, og
leikurinn í heild var nokkuð
góður.
Mörk Armanns: Björn 8,
Hörður 3, Þorsteinn 3, Olfert 2,
Ragnar, Stefán, Guðmundur
og Vilberg 1 mark hver.
Mörk 1R: Brynjólfur 10,
Agúst 6, Jóhannes 3 og Gunn-
laugur 1.
Eyja-börn
Framhald af bls. 3.
blöð um næstu helgi (31.3. -1.4.)
geta sótt eða skrifað eftir eyðu-
blöðum á skrifstofu Rauða
krossins að öldugötu 4 eftir
helgina. Það er mikilvægt að
skila umsóknunum sem allra
fyrst inn á skrifstofu Rkl eða fyrir
9. april, en þá verða þau send til
Noregs, þar sem þátttakendum er
skipt i flokka.
Sú nefnd, sem að þessu máli
stendur I Noregi,eru Hans Höegh
frá Norsk Islandsk samband, Per
Hammer frá Norges Röde Kors,
Ólafur Friðfinnsson starfsmaður
Loftleiða og Skarphéðinn Árna-
son starfsmaður Flugfélags
íslands, báðir frá Islendinga-
félaginu i Osló, Pjetur Þ. Maack
sér um málið að hálfu Rauða
kross íslands, sem annast alla
fyrirgöngu hér á landi.
Fiskimál
Framhald af bls. 2.
fiskimjölsverksmiðjum, og eru
mjög strangar kröfur gerðar i
Noregi um búnað þeirra verk-
smiðja, sem leyfi er veitt til
framleiðslu á manneldismjöli.
Manneldismjöl má aðeins vinna
úr glænýju hráefni, sem komið er
með isvarið i kössum af miðum.
Þó geta matsyfirvöld gefið
undanþágu frá þessu ákvæði og
heimilað að taka ofan af farmi
undir umsjá matsmanns, sé um
glænýtt hráefni að ræða. Við
framleiðslu á manneldisfiski-
mjöli gera Norðmenn svipaðar
hreinlætiskröfur og I annarri fisk-
framleiðslu.
Hraun
Framhald á bls. 15.
Um 100 manns biðu eftir flug-
fari suður, og komust um kvöld-
matarleytið, en allir fiskibátar
voru farnir úr höfninni, og siðasta
farþegaskipið) Hekla, fór frá
Eyjum á sunnudag.
Miklar truflanir voru á sima-
sambandi við Selfoss og Reykja-
vik, og er simastúlka á Selfossi
hafði ekk- heyrt i Eyjum i þrjá
tima hélt hún að eitthvað voðalegt
hefði skeð.
Talsimasamband við útlönd fer
nú fram i gegnum Keflavik
gegnum London.
Talið er að yfir 40 hús hafi orðið
hrauninu að bráð i fyrrinótt og
gærdag.
Vatnsleiðslan fór i gær, en vatn
er til i brunnum og mún duga
nokkra daga.
Á morgun verður reynt að lýsa
þessari nótt nánar i máli og
myndum. Myndir i opnu eru
teknar á laugardag áður en
siðara áhlaupið hófst og sýnir
hvernig umhorfs var eftir fyrra
áhlaupið. sj
Loðnuveiði
Framhald af bls. 7.
HeimirSU 8089
HeimaeyVE 1274
Helga RE 3274
Helga II RE 4919
Helga Guðm.d. BA 7569
HilmirKE 7 3262
HilmirSU 7023
Hinrik Kó 1818
Hrafn Sveinb.son GK 5542
Hrönn VE 1771
Huginn II VE 1519
Höfrungur III AK 6071
Isleifur VE 63 4193
tsleifur IV. VE 2354
Jón Finnsson GK 6585
Jón Garðar GK 6946
Keflvikingur KE 4766
Kristbjörg II VE 2571
|Ljósfari ÞH 3939
Loftur Baldvinsson EA 10512
Lundi VE 1349
Magnús NK 6006
Náttfari ÞH 4732
Ólafur Magnússon EA 2910
Ólafur Sigurðss. AK 4627
Óskar Halldórss. RE 5814
Óskar Magnúss. AK 9453
Pétur Jónss. KÓ 8555
Rauðsey AK 6889
Reykjaborg RE 6692
Seley SU 4196
Skinney SF 4596
Skirnir AK 8053
Súlan EA 8493
Surtsey VE 1334
Sveinn Sveinbj.s. NK 4987
Sæunn GK 2004
Sæberg SU 5685
Viðey RE 1933
Viðir AK 3342
Vonin KE 2355
Vörður ÞH 4398
Þórður Jónass. EA 6226
Þórkatla II GK 2337
Þorsteinn RE 7013
OrnSK 4464
Tvær umferðir
Framhald af bls. 10.
Nú eru eins og áður segir 2
umferðir eftir. Valur á eftir að
leika við Breiðablik og Fram, en
Fram á einnig eftir Armann.
Aðeins Valur og Fram geta
unnið mótið úr þessu. En öll hin
liðin, Ármann, KR, Breiðablik
og Vikingur,geta enn fallið niður
i 2 . deild.
Sveitakonur
Framhald af bls. 3.
ráðar um það, hversu dýran og
óhollan mat þær gefa börnum sin-
um. En við mótmælum herferð
þeirra gegn islenzku bændafólki.
Við álitum, að það væri nær að
hætta að kaupa brezkar og
vestur-þýzkar vörur, á meðan
þær þjóðir stunda ólöglegar
veiðar i islenzkri fiskveiðiland-
helgi. Við skorum á konur að
sniðganga brezkar og v-þýzkar
vörur, þar til samningar hafa
tekizt i fiskveiðideilunni. Við
skorum á konur að kaupa ávallt
islenzkar vörur, ef verð og gæði
standast samanburð við erlendar
vörur ’
Konur úr Árnessýslu.
Er Jónas Arnason fylgdi
ályktun bændakvennanna úr
hlaði sagði hann m.a.:
1 dag hefur það gerzt, sem að
likindum hefur aldrei fyrr gerzt i
sögu alþingis. Eg á þá ekki við|
það að álitlegur hópur reykviskra
húsmæðra hefur skroppið hingað
til að heiðra okkur með nærveru
sinni. Þess eru þegar allmörg
dæmi að reykviskar húsmæður
hafi lagt slikt á sig. En hingað eru
lika komnar aðrar konur. Þær eru
komnar um lengri veg en hinar.
Þær eru komnar austan yfir fjall.
Þetta eru sveitakonur. Þetta eru
fulltrúar þeirra islenzku hús-
mæðra, sem yfirleitt eiga ekki
heimangengt, fulltrúar þeirra
kvenna, sem hvern dag ársins eru
bundnar, ekki aðeins við barna-
uppeldi og venjuleg heimilisstörf
heldur og þau verk önnur marg-
visleg, sem þær verða að vinna
við hlið eiginmanna sinna...
Það er ástæða til að bjóða vel-
komnar allar þær konur, sem i
dag eru hér staddar. En persónu-
lega leyfi ég mér að bjóða sér-
staklega velkomnar þær konur,
sem ég nú nefndi.
Það er nærvera þessara
kvenna, sem gerir þennan dag
einstakari i sögu alþingis....
Þær munu hafa orðið að fara
óvenju snemma á fætur I morgun
þessar konur að austan til að
Ijúka morgunverkunum og geta i
tæka tið safnazt saman i þann al-
menningsvagn, sem þær leigðu
sér til ferðarinnar.
En þessar konur eru vissulega
ekki komnar hér að ástæðulausu,
— þær hafa boðskap að flytja.
Flutti Jónas siðan samþykkt
kvennanna að austan, sem birtist
hér að ofan.
Rjómaterta
Framhald áT bls. 16.
lega 200 húsmæður. Þegar frétta-
menn Þjóðviljans bar að var for-
maður Húsmæðrafélags Reykja-
vikur að halda ræðu, sem að visu
heyrðist ekki nema til þeirra sem
næst formanninum stóðu. En það
gerði ekkert til. Undirtektirnar
voru ágætar.
Tvær konur sögðu höstulega og
bentu upp i glugga þinghússins
þar sem Pétur sjómaður og
Birgir Kjaran stóðu skæibrosandi
framan i frúrnar: „Þeim væri
nær að vinna þessum skripaköll-
um heldur en að standa úti i
glugga og hlæja að húsmæðrum
Reykjavikur, — og á fullu kaupi”.
önnur setning flaug fyrir, og
mælandinn var fagurlega klædd
frú: „Nú vantar bara eggin.” En
egg eru landbúnaðarafurðir.
Rjómakökur
Allt tekur enda og lika alþingis-
kantötur. Um þrjúleytið héldu
þær reykvisku á brott eftir að
hafa gengið einn hring i kring um
alþingishúsið. Á pöllum þing-
hússins sátu sveitakonurnar eftir
og hlýddu á mál þingmanna.
Þegar blaðamaður Þjóðv. gekk
burt frá leiknum, varð honum
hugsað til þeirra ummæla Svövu
Jakobsdóttur, að erfitt yrði að
fylgjast með þvi hvað keypt yrði
af landbúnaðarvörum, þvi hús-
mæður gætu auðveldlega fyllt hjá
sér frystikistuna og dregið upp úr
herini kjöt, þá vikuna sem ekkert
slikt ætti að kaupa i búð. Líklega
yrði að innsigla kisturnar.
Það hafði nefnilega hagað svo
til, að kona nokkur kom i búð að
kaupa sér i soðið og meðal annars
mjólk. Venja hennar var að
kaupa 2 potta dag hvern. A
laugardaginn keypti hún 12 potta,
og lét svo um mælt, aðspurð, að
hún ætlaði sér sko að taka þátt i
mótmælum Reykjavikurkvenna
og kaupa ekki landbúnaðar-
afurðir næstu viku!
Og þar sem leiðin frá þing-
húsinu upp á Þjóðvilja liggur
fram hjá þeim gamla veitinga-
stað „Hressó” varð ekki hjá þvi
komizt að lita inn um leið og
framhjá var gengið.
Og viti menn.
Sitja þar ekki þrjár reykviskar
húsmæður, nýkomnar frá þvi að
mótmæla hækkunum á land-
búnaðarvörum, með það fyrir
augum að kaupa engar slikar til
heimilishaldsins næstu viku.
Og hvað með það.
Jú, frúrnar voru að sötra kaffi,
og meðlætið.. meðlætið var alsett
landbúnaðarafurð, rjómakökur...
Þar þarf að innsigla fleira en
kisturnar. —úþ
Lúðvik
Framhald af bls. 1
innar? — Það sem hefur verið að
gerast i flestum viðskiptalöndum
okkar er, að verðlag hefur farið
þar stórlega hækkandi, og inn-
flutningsverð á flestum vöruteg-
undum, sem við flytjum inn.þvi
hækkað mjög. Ekki er það rikis-
stjórnarinnar sök.
Hækkanir á
innflutningsveröi
A árinu 1972 hækkaði t.d.
innflutningsverð á timbri um
68%, á járni og stáli um 71%, á
hveiti um 50%, á fóðurvörum um
49%, á sykri og kaffi um 45%. Það
hcfur verið svo siðustu tvö árin i
fyrsta skipti i marga áratugi, að
verðbólga hefur verið hór minni
en i mörgum helztu viðskipta-
löndum okkar. Sem dæmi má
nefna að i Bretlandi óx veröbólga
um 11% árið 1971 og um 12% árið
1972.
Auðvitað hafa lika orðið
nokkrar hækkanir hér innanlands
vegna þess, að óhjákvæmilegt
var að hækka laun helztu vinnu-
stéttanna i landinu, m.a. i sam-
ræmi við hækkun launa embættis
manna, sem viðreisnarstjórnin
hafði nýlega samið um, er hún
lét af völdum.
En hafa þá núverandi stiórnar-
andstæðingar beitt sér fyrir þvi á
siðustu 2 árum, að halda verðlagi
niðri? Nei þvi fer fjarri.
Reykjavíkurborg
heimtar risahækkanir
Tökum Reykjavikurborg sem
dæmi. Þeir sem þar stjórna hafa
nú nýlega heimtað:
1) 44% hækkun á strætisvagna-
fargjöldum, en fengu 25%.
2) 22,6% hækkun á rafmagns-
verði en fcngu 15%.
3) 29,6% hækkun á hitaveitu-
gjöldum, en fengu 20%.
Og enn standa kröfur óaf-
greiddar frá Reykjavíkurborg
um að hækka daggjöld á barna-
heimilum um 80% og selda
heimilishjálp um 50%.
Þetta er verðlagspólitik meiri-
hluta Sjálfstæöisflokksins, i
borgarstjórn Reykjavikur, þess
sama flokks og mest talar um það
hér á alþingi, að rikisstjórnin
magni verðbólguna.
Skyldi Sjálfstæðis-
flokkurinn þekkja þá
Og nú heimta heildsalarnir 36%
hækk <n á álagningu. Skyldi Sjálf-
stæðisfiokkurinn þekkja nokkuð
af þeim mönnum, sem þar fara
fremstir I flokki.
1 sambandi við myndun
Viðlagasjóðs vegna Vestmanna-
eyja stefndi rikisstjórnin að þvi
að fresta 6 og 7% grunnkaups-
hækkunum um 7 mánuði, eins og
kunnugt er, en þá hefðu auðvitað
ekki komið til þær hækkanir á
landbúnaðarvörum, sem nú hafa
orðið. — En Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn máttu ekki
heyra þetta nefnt. Að visu sagðist
Gylfi i byrjun vilja fallast á þetta,
en hljóp svo strax frá afstöðu
sinni, þar sem hann taldi ein-
hverja aðra vera á móti. Svo
koma þessir sömu menn nú og
þykjaststórhneykslaðirá hækkun
landbúnaðarvaranna, sem allir
gátu þó séð fyrir, þegar ákveðið
var að láta kaupið hækka eins og
gert var 1. marz.
Hvers vegna hækka
landbúnaðarvörur?
Samkvæmt samningum
hækkaði verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarvara eftir launa-
hækkanirnar 1. marz um 11,4%.
Þetta eru hækkanirnar aö meðal-
tali, og þær eru þannig til
komnar: 7,9% eru vegna
hækkunar á launalið bóndans til
samræmis við hækkun annarra,
og það sem þá vantar á, ll,4%,er
vegna hækkunar á innflutnings-
verði fóðurvara og rekstursvara
landbúnaðarins. Þetta vissu allir
sem stóðu að þvi að hleypa launa-
hækkununum út 1. marz.
Verðmiðurnarkerfi okkar er!
vissulega gallað, en það situr sizt'
á þeim, sem eru höfundar þessa
kerfis og skildu okkur það eftir,
að tala eins og þeir hafi þar
hvergi nærri komið.
1 siðari ræðu sagði Lúðvik
m.a.:
Þeir Ingólfur Jónsson og Gylfi
Þ. Gislason eru vissuleea ákaf-
lega skemmtilegt par að ræða við
um landbúnaðarmál. Reyndar
hafa þeir tveir komið sér furðuvel
saman um þau efni um langt ára-
bil, enda þótt þeir hafi nokkuð sitt
hvort áralagið.
Gylfi segir að allur atvinnu-
rekstur tapi vegna þess að rikis-
stjórnin hafi svikið atvinnu-
rekendur en Ingólfur segir að
kaupmáttur launafólks hafi
minnkað, hvað -sem opinberar
tölur segi. Nú kom það fram hjá
Gylfa, að þjóðartekjurnar hefðu
reyndar vaxið nokkuð, og fyrst
allir tapa svo mjög að sögn
þessara manna, væri þá ekki vel
viðeigandi að þeir gerðu nú grein
fyrir þvi, hverjir það eru, sem
þeir telja að græði?
Ingólfur Jónsson segir það illa
gert að etja saman reykviskum
húsmæðrum og sunnlenzkum
bændakonum i stað þess að hafa i
heiðri kjörorð Sjálfstæðis-
flokksins „stétt með stétt” — og
telur rikisstjórnina eiga sök á
þessu. En Sjálfstæðisflokkurinn,
— nei hann hefur vist hvergi
komið þarna nærri!
Þing
Framhald af bls. 6.
kaupmáttarrýrnun. Viðskipta-
ráðherra hefur gert glögga
grein fyrir þeim málum, en til
viðbótar vil ég vekja athygli á,
að svo virðist, sem forsvars-
konur húsmæðrafélagsins trúi
ekki sinum eigin samþykktum
um versnandi kaupgetu, þvi að
hvernig gætu þær annars ráð-
lagt fólki að kaupa aðrar og
dýrari vörur i staðinn fyrir
islenzkar landbúnaðarafurðir.
Hér hefur að minnsta kosti
ekki verið hugsað um efnaminni
heimilin. Það er vandalaust
fyrir þá, sem eiga stórar frysti-
kistur, að kaupa aðeins land-
búnaðarvörur-'í annarri hverri
viku, nema þá helzt mjólk, sem
nú er ráðlagt að drekka Coca
Cola i staðinn fyrir. En það eru
ekki öll heimili, sem eiga stórar
frystikistur, og svo að allir sitji
nú við sama borð ættu forsvars-
konur húsmæðrafélagsins að
gera þá kröfu, að allar fyrsti-
kistur verði löglega innsiglaðar
meðan þessar aðgerðir standa
yfir.
Persónulega fagna ég þvi
vissulega, að konur láti i ljós
skoðun sina á þjóðmálum, en
eins og nú er ástatt er það mitt
álit að tillaga bændakvennanna
um að hætta að kaupa brezkar
og v-þýzkar vörur sé i alla staði
hugnanlegri en tillögur um að
hætta við kaup á mjólk og kjöti
frá islenzkum bændum.
I ræðu Agústs Þorvaldssonar,
við umræðurnar um verðlags-
mál á alþingi I gær, komu m.a.
fram þær upplýsingar, er hér
fara á eftir, um hækkun ýmissa
vörutegunda annars vegar og
launa hins vegar frá nóv. 1970 til
þessa dags. Byggt er á tölum frá
Hagstofu tslands og skrifstofu
verðlagsstjóra.
UTBÖÐ
Tilboð óskast I að byggja Aðveitustöð 2. II.
áfanga að Lækjarteig 1, hér i borg, fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 5.000,- króna
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 25. aprll
n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirlcjuv«gi 3 — Sími 25800
/111 %
í T llH t\
Sorpílát Plastpokar
Tilboð óskast i framleiðslu á sorpgrindum, kössum og
plastpokum til notkunar við ibúðarhús o. fl» staði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGAHTÚNl 7 SÍMI 26844