Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. marz. 1973 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5 Þröstur Ólafsson hagfrœðingur: Vinstri stefna og efnahagsmál Hér birtist síöari hluti greinar Þrastar ólafssonar hagfræðings um vinstri stefnu og efnahagsmál. Fyrri hlutinn birtist í Þjóö- viljanum föstudaginn 23. marz. Ég vil nú reyna að telja upp nokkur dæmi um vinstrisinnaða efnahagspólitik hérlendis. t fyrsta lagi verður að ganga milli bols og höfuðs á verðbólg- unni, þvi hún er ekki aðeins stoð og styrkur hagkerfisins, heldur hefur hún i för með sér auðsöfnun einstaklinga og almenna samfé- lagslega sóun, sem hvorttveggja eykur ójöfnuð og styrkir völd pen- ingaaðalsins. Þessi álmenna samfélagslega sóun kemur bezt fram i viðhaldi verðbólgufyrir- tækja i hvers konar dreifingu verðmæta, rándýrum og upp- spenntum innflutningi og að- þrengdum lánamarkaði. Verðbólga verður þvi ekki niðurkveðin nema með skipulags- breytandiaðgerðum þótt hagræn- araðgerðir þurfi einnig að fylgja i kjölfarið. Ein sú leið, sem val- kostanefndin svo kallaða benti á — niðurfærsluleiðin — bauð upp á tækifæri til slikra aðgerða. Hún hlaut þvi miður ekki hljómgrunn hjá núverandi rikisstjórn. Það er ekki nóg að tala um bölvun verðbólgunnar á sunnu- dögum eða rétt fyrir kosningar, en gera svo þveröfugar ráðstaf- anir þegar á hólminn er komið. Maður Nixons og FBÍ hlýtur þungan dóm W atergate-málið, er að upplýsast Washington 23/3. — Gordon Liddy, fyrrum starfsmaður Bandarikjaforseta og bandarfsku leyniþjónustunnar, FBI, var i dag dæmdur i allt að 20 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um að vera annar höfuðpaurinn i innbroti i aðalstöðvar Demó- krataflokksins i Watergate-bygg- ingunni i Washington i júni i fyrra. Auk þess stundaði hann og samstarfsmenn hans simahler- anir. Liddy og félagar voru for- ystumenn i kosninganefnd Nixons i kosningabaráttunni fyrir for- setakosningarnar i fyrra, og glæpirnir voru einmitt framdir þegar hún stóð sem hæst. Auk fangelsisdómsins var Liddy dæmdur i 40 þús. dollara sekt (um 4 miljónir isl. kr.X Liddy er fyrstur sjö ákærðra, sem hlýtur dóm i máli þessu. Fimm hinna ákærðu hafa játað sekt sina, en Liddy og einn annar hafa neitað ákærunni. James McCord heitir hinn sak- borningurinn sem ekki hefur játað sekt sina. Dómarinn frest- aði þvi að kveða upp dóm yfir honum, þar sem fram hafa komið nýjar upplýsingar um að hann hafi verið beittur pólitiskum þvingunum til að sverja rangan eið i réttinum. LONDON 23/3. — Verkamenn i gasstöðvum hafa nú fengið kaup- hækkun eftir 6 vikna verkfall. Lengi vel þverskallaðist stjórn Heaths við öllum kröfum þeirra, en nú hefur samkomulag tekizt um 3 1/2 punds hækkun á viku- kaupi (h.u.b. 800 kr.) Þröstur ólafsson. SEINNI HLUTI fslenzkt launafólk getur ekki átt von á bandamönnum frá hægri til að kveða niður verðbólg- una, tólf viðreisnarár sanna það. En þegar vinstri stjórn — sem svo kallar sig — sýnir enga tilburði til þess, er i fá hús að vernda, og hlýtur fyrr og siðar að kalla á við- brögð „háttvirtra” kjósenda. Verðlagsmálin eru eitt megin-' málið i islenzkum stjórnmálum, og ekkert er skaðlegra framtið vinstri hyggju i landinu og þar með vinstri stjórnar en að missa tökin á þeim. Það dylst engum, að þar er við marga varga að berj- ast, og þeir láta ekkert af hendi án baráttu. En til þess var þessi stjórn kosin. i öðru lagiþarf að vinna gegn of miklum tekjumismun i samfélag- inu. Hér er þó við þann vanda að etja að tekjur samanstanda bæði af launum og gróða. Hægt er að hafa mikil áhrif á launamyndun og dreifingu þeirra i gegnum kjarasamninga, en gróðanum verður að stjórna i gegnum skattalögin og verðlagskerfið. Þjóðnýting gæti að visu ráðið við gróðann, en ég reikna ekki með henni sem pólitiskt raunhæfri nú. Skattakerfið verður þvi að endur- bæta og breyta, svo lengi sem það ræður ekki við tekjujöfnun og af- nám fjárhagslegra forréttinda. i þriðja lagi þarf almennings- valdið að ná samræmdari tökum á heildarstjórn fjárfestingarmála til að geta stjórnað hagvextinum og atvinnumagninu. Þetta ætti að vera framkvæmanlegt, þar sem raunar allt er fyrir hendi sem til þarf. Bankar flestir og fjárfest- ingarsjóðir eru i rikiseign, en lif- eyrissjóðir i eigu verkalýðsfé- laga. Auk þess mögnuð stofnun til að framkvæma þetta. Um leið þarf að fara að huga að auknum itökum verkafólks á vinnustöðum sinum. i fjórða lagi — og þetta er meginmál — auka þarf sam- neyzlu og opinbera fjárfestingu, en þetta er eitt af meiriháttar ein- kennum vinstri stefnu i efnahags- málum, þvi þetta er fyrsta skrefið á þeirri leið að afnema peninga- tekjur i samfélaginu og það gildismat, sem þeim fylgir. Þeg- ar komin er á frjáls og ókeypis menntun, heilbrigðisþjónusta og umfangsmiklar almannatrygg- ingar má auka þetta smám sam- an yfir á önnur svið og láta það gilda yfir ýmsar vörur og þjón- ustu s.s. húsnæði, ljós og hita, þar til við höfum náð fullkomlega frjálsri dreifingu eftir þörfum. En þetta felur að sjálfsögðu i sér af- nám vöru- og gildishlutfalla rikjandi kerfis. Samfélag sem hefur tekið verulegt skref i þessa átt og sem er á áframhaldandi leið þangað getur með góðri sam- vizku kallað sig vinstri sinnað. Ég ætla ekki að gera þvi skóna hér hvaða óhemju átök þyrftu að ganga á áður en peningakerfið er afnumið — sennilega valdatöku verkalýðsins — en það losar okk- ur ekki undan þeirri skyldu að þrýsta á stöðugt aukin útgjöld til félagslegra umbóta, sem þegar til lengdar lætur er ekki aðeins af- komutrygging launafólks, heldur einnig frelsistrygging. Hér er reyndar um að ræða grundvallar- atriði i framkvæmd sósialisma, sem þvi miöur hefur hvergi verið reynt enn að marki. ekki einu sinni i þeim löndum, sem kenna sig við sósialisma, þótt það sé lengra á veg komið en hér. Markviss framkvæmd slikrar stefnu krefst að sjálfsögðu vissra fórna launafólks i bráð og að sjálfsögðu minni einkaneyzlu, en við fáum engar samfélagsumbæt- ur á silfurdiski og þeir, sem hanga sem mest i hæstri einka- neyzlu og að hana megi á engan hátt skerða á sama tima og verið er að gera verulegar félagslegar umbætur — þeir eruandstæðing- ar hagsmuna launafólks. Þvi má nefnilega aldrei gleyma, að tvær meginstoðir auðvaldsins eru einkaneyzla og vald. f neyzlu- þjóðfélaginu verða ekki bara falskar og óþarfar þarfir búnar til — þvi framleiðslan vegna fram- leiðslunnar (gróðans) þarfnast stöðugt nýrra kaupenda, — held- ur er skírskotað til neyzlulýðræð- is og sjálfsvirðingar neytandans. Billinn i búðarglugganum kallar: Þrælaðu meira, þá geturðu fengið mig! Og billaus maður er aðeins hálfur maður. Styrkleiki neyzlu- þjófélagsins og þar með valds gróðamanna liggur i þvi, að auð- valdsarðránið hefur fengið verð- mæta hjálp i sjálfsarðráni launa- fólks. Hér verður ekki spornað við nema ráðast á einkaneyzluhug- sjón nútimans. Nú eru nægilega uppteiknaðir megindrættir þess, sem kalla mætti vinstri stefnu i efnahags- málum, þótt ótal smáatriði séu eftir. Hvaö skyldu vera margir stjórnmálaflokkar á Islandi, sem af heilindum hafa forsendur til að framfylgja henni? HEFTI 1973 56. ÁRGANGUR KR. 75,00 HEFTIÐ iBttni Home i neðri málstofunni: „Sendum herskip á Is landsmið ef þörf er á“ Nýtt heftí af Rétti komið út Héttur, 1. hefti nýs árgangs, er kominn út og flytur margvislegt efni að vanda. Forsiðurnar á Rétti vekja jafnan athygli og ekki sizt sú sem hér birtist mynd af; barátta islenzku þjóðarinnar við náttúruhamfarir og brezkt tog- araauðvald hefur sjaldan komið skýrar fram en einmitt á þessari mynd. Innlendir höfundar efnis i Rétti nú eru Einar Olgeirsson, Þröstur Olafsson, Loftur Gutt- ormsson og Albert Einarsson. Rétt þurfa allir þeir að lesa sem vilja fylgjast með þjóðfélagsum- ræðum. Áslfriftarsiminn er 17500, Skólavörðustíg 19, Rvik. Bóksala stúdenta opnar i dag kl. 10 árdegis i Stúdentaheimilinu við Hringbraut sýningu á visinda- og t{ennslubókum frá c Graw- CHill útgáfufyrirtœkinu Sýndir verða 150 bókatitlar. Fulltrúi McGraw-Hill, David S. Anderson.verður á staðnum þessa viku og veitir upplýsingar kl. 11-15 eða samkvæmt nánara umtali. Sýningin verður opin i viku kl. 10-18 virka daga. BÓKSALA STÚDENTA — SÍMI: 24555.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.